Randi skrifaði:
Økes det på hver eller annenhver omgang?
27.01.2026 - 17:55DROPS Design svaraði:
Hei Randi, Du øker 2. hver omgang slik at omgangen i mellom er hvor du strikker kastene slik som beskrevet i Øketips. Hilsen Drops Team.
28.01.2026 - 05:49
Randi skrifaði:
Hei, jeg har strikket kastene og raglanm. med perlegrå = 3 m. Så begynner jeg på mønsteret. Får det da ikke til å stemme på neste omg. Skal de 2 maskene ( økningene) tas med i mønsteret? Får isåfall ikke det til å stemme heller. Str. XL
24.01.2026 - 20:14DROPS Design svaraði:
Hei Randi. Kastene strikkes med perlegrå, men mønstret vil ikke gå 100% opp før du har økt nok masker. mvh DROPS Design
26.01.2026 - 13:19
Yvonne skrifaði:
Hej! Har stickat A1, A2A, A2B, A2C på höjden 1 gång, börjar jag om från början igen på mönstret?
17.01.2026 - 10:44
Neea skrifaði:
Kaarrokkeen jakamisen (etu/takakappale/hihat) jälkeen sovittaessa yläosa ”pussittaa” hieman rinnuksilta..? Sekä omassa neuleessa, että nähtävästi myös teidän mallineuleessa kuvissa. Mistähän tämä johtuu?
11.01.2026 - 16:00DROPS Design svaraði:
Hei, voit yrittää seuraavaa: Kostuta neule ja venytä se varovaisesti hieman pidemmäksi, anna neuleen kuivua.
14.01.2026 - 17:59
Lammie skrifaði:
Ik heb een probleem met de raglan. De steken die is moet meerderen hoe verwerk ik die in het patroon? Er ontstaat nu een parelgrijze streep die steeds breder wordt.
11.01.2026 - 10:18
Linda skrifaði:
Hej! Stickar stl L, mönstret i raglan klart och har bara 172 maskor på varvet. Har ökat 8 m varannat varv. Vad är felet?
04.01.2026 - 18:26DROPS Design svaraði:
Hej, det ska ökas 8 maskor 24 gånger, dvs. det ökas totalt 192 maskor och 112 + 192 blir då 304 maskor.
06.01.2026 - 17:45
Jenni skrifaði:
Jag har fått problem med att börja arbetet igen efter att jag gjort de 4 ökningarna under armen på vardera sida. Det blir knas med mönstret, både på höjden (som att det förskjuts ett steg) samt att linjen på diagonalen inte blir jämn. När jag klippt av tråden efter att ha gjort varvet med ökningarna har jag totalt 7 grå maskor (inklusive de 4 nya) och jag förstår inte var jag ska börja (eller hur jag ska tänka med rapporten A2B) för att det ska bli jämt.
19.12.2025 - 22:45
Esther skrifaði:
44 steken meerderen alvorens het boord aan de panden gebreid wordt, dt klinkt erg veel..klopt dat wel?
22.11.2025 - 16:38DROPS Design svaraði:
Dag Esther,
Het meerderen wordt gedaan om te voorkomen dat de boord het werkstuk samentrekt.
24.11.2025 - 20:58
Carina skrifaði:
Hej! Jag har nu stickat klart alla ökningar på oket(storlek L) och arbetet mäter 26 cm. Det står att jag ska fortsätta sticka till oket mäter 25 cm, sedan görs indelningen i fram/bakstycken och ärmar. Ska jag göra den indelningen direkt då?
03.11.2025 - 19:15DROPS Design svaraði:
Hei Carina. Etter siste økning til raglan i str. L er det 368 masker på pinnen. Fortsett mønsteret uten økninger til bærestykket måler 25 cm fra under halskanten midt. Sjekk strikkefastheten din i høyden. Har du 26 cm etter siste økning har du 1 cm for mye. mvh DROPS Design
17.11.2025 - 09:10
Susanne skrifaði:
Kan det være rigtigt at jeg skal tage ud før jeg strikker ribben? på kroppen? Ellers flot trøje
20.10.2025 - 08:27DROPS Design svaraði:
Hei Susanne. Ja, det er helt riktig. For å få en pen overgang mellom bol og vrangbord øker man masker før vrangborden strikkes (da slipper man 80-talls looken med stram vrangbord). Bare husk å bytte til mindre pinne str. når vrangborden strikkes. mvh DROPS Design
20.10.2025 - 12:00
Fjord Mosaic#fjordmosaicsweater |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa og húfa úr DROSP Lima. Peysan er prjónuð ofan frá og niður með tvöföldum kanti í hálsmáli, laskalínu og norrænu mynstri. Húfan er prjónuð með norrænu mynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 216-28 |
||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Peysa: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.1). Húfa: Sjá mynsturteikningu A.3. Allt mynstur er prjónað í sléttprjóni. ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 92 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 20) = 4,6. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis eftir ca 4. og 5. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum, þá er prjónuð í þessu dæmi ca 3. og 4. hver lykkja og 4. og 5. hver lykkja slétt saman. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað. LASKALÍNA: Aukið út fyrir laskalínu með því að auka út um 1 lykkju hvoru megin við 4 lykkjur með prjónamerki í – í hverri skiptingu á milli framstykkis/bakstykkis og erma (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn með litnum perlugrár. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt með litnum perlugrár, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur jafnóðum inn í A.1 og A.2. RENDUR-1 (á við um stroff neðst á fram- og bakstykki og ermum): 3 umferðir með perlugrár, 2 umferðir með gráblár, 2 umferðir með perlugrár, 2 umferðir með gráblár, 4 umferðir með perlugrár, 2 umferðir með gráblár. RÄNDER-2 (á við um stroff neðst á húfu): 4 umferðir með perlugrár, 2 umferðir með gráblár, 2 umferðir með perlugrár, 2 umferðir með gráblár. ÚRTAKA-1 (á við um mitt undir ermum): Fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónamerki, prjónið 2 lykkjur snúnar slétt saman (= 2 lykkjur færri). ÚRTAKA-2 (á við um efst á húfu): Fækkið um 1 lykkju á eftir hverju prjónamerki þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri á eftir prjónamerki og alls 8 lykkjur færri í umferð). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 6. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón / sokkaprjóna, ofan frá og niður. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 92-96-100-108-112-116 lykkjur á stuttan hringprjón 4,5 með litnum gráblár. Skiptið yfir á hringprjón 3,5 og prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Þegar prjónaðar hafa verið 16 umferðir í stroffi með litnum gráblár, prjónið 2 umferðir stroff með litnum perlugrár, 2 umferðir stroff með litnum gráblár og 4 umferðir stroff með litnum perlugrár. Kantur í hálsmáli mælist nú ca 8 cm. Prjónið 1 umferð slétt með perlugrár þar sem aukið er út um 20-16-12-36-48-44 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 112-112-112-144-160-160 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Setjið eitt prjónamerki í byrjun á umferð = hægri öxl að aftan þegar flíkin er mátuð. BERUSTYKKI: Setjið 4 prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan – prjónamerkin eru sett í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar og prjónamerkin eru notuð þegar aukið er út fyrir laskalínu: Teljið 11-11-11-19-19-19 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju (= laskalínulykkja), teljið 43-43-43-51-59-59 lykkjur (= framstykki), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 11-11-11-19-19-19 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 43-43-43-51-59-59 lykkjur (= bakstykki), setjið 1 prjónamerki í síðustu lykkju. Í næstu umferð byrjar mynstur – JAFNFRAMT er aukið út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, þ.e.a.s. fyrsta umferð er prjónuð þannig: Aukið út um 1 lykkju fyrir laskalínu, prjónið A.1 (= 11-11-11-19-19-19 lykkjur), aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við lykkju með prjónamerki í (laskalínulykkjan er alltaf prjónuð með litnum perlugrár), prjónið A.2A (= 9 lykkjur), prjónið A.2B yfir næstu 24-24-24-32-40-40 lykkjur (= 3-3-3-4-5-5 mynstureiningar með 8 lykkjum), prjónið A.2C (= 10 lykkjur), aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við laskalínulykkju, prjónið A.1 (= 11-11-11-19-19-19 lykkjur), aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við laskalínulykkju, prjónið A.2A (= 9 lykkjur), prjónið A.2B yfir næstu 24-24-24-32-40-40 lykkjur), prjónið A.2C (= 10 lykkjur), aukið út fyrir laskalínu á undan síðustu laskalínulykkju og prjónið síðustu laskalínulykkju (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Sjá LEIÐBEININGAR og haldið áfram svona með mynstur ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT er aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð alls 24-28-32-28-32-36 sinnum. Á eftir síðustu útaukningu fyrir laskalínu eru 304-336-368-368-416-448 lykkjur í umferð. Haldið áfram með mynstur án útaukninga þar til berustykkið mælist 21-23-25-25-27-29 cm frá neðan við kant í hálsmáli mitt að framan (mælt frá skiptingunni á milli tvöföldum kanti í hálsmáli og berustykki) og endið umferð eftir 4. laskalínulykkju. Í næstu umferð skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Setjið fyrstu 60-68-76-76-84-92 lykkjur á þráð fyrir ermi (= lykkjur frá ermi + 1 laskalínulykkja), fitjið upp 4-4-4-12-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið eins og áður yfir næstu 92-100-108-108-124-132 lykkjur (= framstykki – þessar lykkjur eru lykkjur frá framstykki + 1 laskalínulykkja), setjið næstu 60-68-76-76-84-92 lykkjur á þráð fyrir ermi (= lykkjur frá ermi + 1 laskalínulykkja), fitjið upp 4-4-4-12-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið eins og áður yfir þær 92-100-108-108-124-132 lykkjur sem eftir eru (= bakstykki – þessar lykkjur eru lykkjur frá bakstykki + 1 laskalínulykkja). Klippið þráðinn frá. Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 192-208-224-240-272-288 lykkjur. Byrjið umferð mitt í 4-4-4-12-12-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi í annarri hlið á stykki og haldið áfram með mynstur hringinn – þ.e.a.s. A.2B er síðan endurtekið, en passið uppá að byrja í réttri umferð í A.1B miðað við síðustu umferð á berustykki (= 24-26-28-30-34-36 mynstureiningar með 8 lykkjum). Prjónið þar til stykkið mælist ca 27 cm frá skiptingu, en endið mynstur eftir heila eða hálfa mynstureiningu á hæðina. Nú eru eftir ca 5 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Prjónið 1 umferð slétt með litnum perlugrár þar sem aukið er út um 40-44-48-50-58-60 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING = 232-252-272-290-330-348 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið stroff hringinn (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) og RENDUR-1 – sjá útskýringu að ofan. Þegar rendurnar hafa verið prjónaðar til loka, mælist stroffið ca 5 cm. Fellið af með litnum gráblár og sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 60-68-76-76-84-92 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 4,5 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 4-4-4-12-12-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 64-72-80-88-96-104 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 4-4-4-12-12-12 lykkjur undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og haldið áfram með mynstur hringinn – þ.e.a.s. A.2B er endurtekið, en passið uppá að mynstrið passi fallega yfir lykkjur á berustykki og að byrjað sé á réttri umferð í A.2B miðað við síðustu umferð í berustykki. Þegar ermin mælist 2-2-2-3-3-3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA-1. Fækkið lykkjum svona með 9-4-2½-2-1½-1 cm millibili alls 4-8-12-12-16-20 sinnum = 56-56-56-64-64-64 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist ca 36-35-33-34-33-31 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 5 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd, en endið mynstur eftir heila eða hálfa mynstureiningu á hæðina. ATH: Það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis. Prjónið 1 umferð slétt með litnum perlugrár þar sem fækkað er um 6-4-4-10-10-8 lykkjur jafnt yfir = 50-52-52-54-54-56 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5. Prjónið stroff hringinn (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) og RENDUR-1 alveg eins og á fram- og bakstykki. Þegar rendur hafa verið prjónaðar til loka, mælist stroffið ca 5 cm. Fellið af með litnum gráblár og sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið inn stroffið í hálsmáli tvöfalt að röngu á stykki. Saumið stroffið niður, en til að koma í veg fyrir að kantur í hálsmáli verði of stífur og beygist út er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. ------------------------------------------------------ HÚFA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á stuttan hringprjón, neðan frá og upp. Skiptið yfir á sokkaprjóna eftir þörf. HÚFA: Fitjið upp 120-124-128 lykkjur á stuttan hringprjón 3 með litnum perlugrár. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) og RENDUR-2 – sjá útskýringu að ofan. Þegar rendur hafa verið prjónaðar til loka, skiptið yfir í litinn perlugrár. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 16-20-16 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 104-104-112 lykkjur. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 3,5 og prjónið 1 umferð slétt með litnum perlugrár. Prjónið síðan A.3 hringinn (= 13-13-14 mynstureiningar með 8 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka á hæðina, mælist stykkið ca 15 cm frá uppfitjunarkanti. Prjónið sléttprjón með litnum perlugrár þar til stykkið mælist 19-20-20 cm frá uppfitjunarkanti. Setjið 8 prjónamerki í stykkið með 13-13-14 lykkjur á milli hverra prjónamerkja. Í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju á eftir hverju prjónamerki – sjá ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 11-11-12 sinnum = 16 lykkjur eftir í öllum stærðum. Prjónið 1 umferð slétt þar sem allar lykkjur eru prjónaðar slétt saman 2 og 2 = 8 lykkjur eftir í öllum stærðum. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. Húfan mælist ca 26-27-28 cm ofan frá og niður. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #fjordmosaicsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 33 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 216-28
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.