Helene skrifaði:
Hei! Jeg srikker i L og oppnår 25 cm fra merket før siste økning i diagram A.2. Jeg deler nå opp til ermer og bol. Ska jeg likevø gjøre økning nr. 6 i diagram A.2 når det havner på bolen eksl. ermer?
09.12.2020 - 12:14DROPS Design svaraði:
Hej Helene, ja du er nødt til at gøre alle økninger for at mønsteret skal stemme. Det lyder til at du strikker lidt løsere end de 21 masker og 28 pinde på 10x10 cm vi skriver i opskriften - og da bliver arbejdet også lidt større? God fornøjelse!
15.12.2020 - 14:29
Febe skrifaði:
Hi! I´m knitting this in an XL, but the pattern (A1 + A2) seems to end up completely above the arms. Is this supposed to happen? Seeing as the pattern in the photos is about half above the arms, and half on the arms. I´m a little confused... Thanks!
05.12.2020 - 17:12DROPS Design svaraði:
Dear Febe, diagrams are different because of different sizes and yoke length, but if you look at the 6th arrow for size M and L = last increase round, it appears on same round as on size XL and larger sizes. Only in size S you will stop diagram earlier on yoke. Just make sure your tension in height is correct to make sure measurements will be right. Happy knitting!
07.12.2020 - 07:48
Barbara Tobias skrifaði:
Is it possible to get this pattern in PDF format so that I can load it into Knit Companion?
30.11.2020 - 20:41DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Tobias, our patterns can only be printed, but using a virtual printer will allow you to save them as a .PDF file. Happy knitting!
01.12.2020 - 09:20
Barbara skrifaði:
Non sono capace di lavorare con i ferri circolari. Avete modelli di maglioni islandesi fatti con i ferri diritti?
30.11.2020 - 15:58DROPS Design svaraði:
Buonasera Barbara, i maglioni stranded sono lavorati in tondo anche per la facilità di portare i fili, però può lavorarlo in piano utilizzando tanti gomitolini. Buon lavoro!
30.11.2020 - 19:52
Hannah skrifaði:
I'm making size XL and I'm ready to divide for the body and sleeves, but I'm at the point right before increase number 7. Do I continue those increases once I divide and work A.2?? If I don't, I won't have enough stitches for the body or sleeves per the pattern. Any clarity would be welcome. Thank you!
17.11.2020 - 00:14DROPS Design svaraði:
Dear Hannah, work the increase number 7 before dividing piece, otherwise you won't have enough stitches for body/sleeves, and divide on next round - you will then finish A.2 on body/sleeves when working these pieces separately. Happy knitting!
17.11.2020 - 10:44
Anna skrifaði:
Hej, Kan man sticka det här mönstret i största storleken till en man som har storlek XXXL eller är detta en instruktion med bara dam-mått?
09.10.2020 - 15:58DROPS Design svaraði:
Hei Anna. Sjekk målskissen og målene der, så mål på vedkommende som skal ha genseren og se hvilken størrelse som passer. Eller mål en gensere som brukes av vedkommende nå og mål den opp mot målene i målskissen. God Fornøyelse!
11.10.2020 - 18:06
MONIKA ELISABET GUNNARSSON skrifaði:
Hej Hur stickar man luser?
09.10.2020 - 14:05DROPS Design svaraði:
Hei Monika. Når du strikker etter diagram A.3, strikker du luser. mvh DROPS design
11.10.2020 - 20:53
Eve skrifaði:
Hej! Hur stickar man mönstret så att det inte blir ojämnt mitt fram vid varvbytet?
06.10.2020 - 09:00DROPS Design svaraði:
Hej Eve. Varvet börjar mitt bak så det är där varvskillnaden blir. Det man kan göra är att efter man stickat ett varv med den nya färgen lyfta upp maskan från förra varvet på stickan och sticka den tillsammans med nästa maska. Mvh DROPS Design
08.10.2020 - 08:06
Sussi Pedersen skrifaði:
Hvor mange masker skal slås op og hvad med resten af opskriften
29.09.2020 - 19:44DROPS Design svaraði:
Hej Sussi. Nu finns oppskriften på dansk. För att se diagrammen kan du ev. behöva uppdatera sidan eller prova en annan webläsare. Mvh DROPS Design
30.09.2020 - 07:19
Lise skrifaði:
Der er mangler både hele opskriften og diagram A.1.
29.09.2020 - 10:10DROPS Design svaraði:
Hej Lise. Nu finns oppskriften på dansk. För att se diagrammen kan du ev. behöva uppdatera sidan eller prova en annan webläsare. Mvh DROPS Design
30.09.2020 - 07:21
Winter's Night Enchantment#wintersnightenchantmentsweater |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Merino Extra Fine. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og norrænu mynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 217-10 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 92 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d.28) = 3,3. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 3. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. UPPHÆKKUN (aftan í hnakka): Til að peysan verði aðeins hærri aftan í hnakka þegar berustykkið er prjónað, þá er hægt að prjóna upphækkun eins og útskýrt er að neðan. Hoppaðu yfir þennan kafla ef þú vilt ekki hafa upphækkun. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð = mitt að aftan. Byrjið frá réttu með litnum dökk grár og prjónið 12-13-14-15-15-16 sléttar lykkjur framhjá prjónamerki, snúið, herðið á þræði og prjónið 24-26-28-30-30-32 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 36-39-42-45-45-48 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 48-52-56-60-60-64 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 60-65-70-75-75-80 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 72-78-84-90-90-96 lykkjur brugðið, snúið, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur að miðju að aftan. Prjónið síðan BERUSTYKKI eins og útskýrt er í uppskrift. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.1 og A.2). Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að stykkið missi teygjanleika þar mynsturprjón er prjónað, er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist aðeins saman. Ef prjónfestan passar ekki á hæðina og prjónað er of fast, þá kemur flíkin til með að verða of stutt og handvegur of lítill – þetta er hægt að jafna til með því að prjóna auka umferð með jöfnu millibili í einlitu einingunum. Ef prjónað er of laust, þá verður flíkin of löng og handvegur of stór, þá er hægt að prjóna færri umferðir með jöfnu millibili í einlitu einingunum. ÚRTAKA (á við um mitt undir ermum): Fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi þannig: S: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki mitt undir ermi, prjónið 2 lykkjur slétt saman með litnum dökk grár, prjónamerki, prjónið 2 lykkjur snúnar slétt saman með litnum dökk grár (= 2 lykkjur færri). M, L, XL, XXL og XXXL: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan lykkju með prjónamerki í, prjónið 2 lykkjur slétt saman með litnum dökk grár, prjónið lykkjuna með prjónamerki í slétt með litnum dökk grár og prjónið síðan 2 lykkjur snúnar slétt saman með litnum dökk grár (= 2 lykkjur færri). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 192-96-100-104-108-112 lykkjur á stuttan hringprjón 3 með litnum dökk grár. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3 cm. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 28-28-32-32-36-40 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 120-124-132-136-144-152 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt að framan, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! Nú er hægt að prjóna UPPHÆKKUN aftan í hnakka – sjá útskýringu að ofan. Ef ekki er óskað eftir upphækkun, farðu beint áfram í BERUSTYKKI. BERUSTYKKI: Prjónið 0-0-2-2-4-6 umferðir sléttprjón með litnum dökk grár. Sjá LEIÐBEININGAR og prjónið A.1 hringinn (= 30-31-33-34-36-38 mynstureiningar með 4 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur, en þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið A.2 alveg eins. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT í hverri umferð merktri með ör í A.1 og A.2 eru lykkjur auknar út jafnt yfir eins og útskýrt er að neðan – munið eftir ÚTAUKNING: STÆRÐ S, M og L: Ör-1: Aukið út 36-38-42 lykkjur jafnt yfir = 156-162-174 lykkjur (nú er pláss fyrir 26-27-29 mynstureiningar með 6 lykkjum). Ör-2: Aukið út 64-58-66 lykkjur jafnt yfir = 220-220-240 lykkjur (nú er pláss fyrir 11-11-12 mynstureiningar með 20 lykkjum). Ör-3: Aukið út 32-40-36 lykkjur jafnt yfir = 252-260-276 lykkjur (nú er pláss fyrir 63-65-69 mynstureiningar með 4 lykkjum). Ör-4: Aukið út 30-34-36 lykkjur jafnt yfir = 282-294-312 lykkjur (nú er pláss fyrir 47-49-52 mynstureiningar með 6 lykkjum). Ör-5: Aukið út 24-30-36 lykkjur jafnt yfir = 306-324-348 lykkjur (nú er pláss fyrir 51-54-58 mynstureiningar með 6 lykkjum). Ör-6 (á einungis við um M og L, þar sem í S skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar áður en þessi mynsturbekkur byrjar): Aukið út um 4-4 lykkjur jafnt yfir = 306-328-352 lykkjur (nú er pláss fyrir 41-44 mynstureiningar með 8 lykkjum í M og L). STÆRÐ XL, XXL og XXXL: Ör-1: Aukið út 44-48-52 lykkjur jafnt yfir = 180-192-204 lykkjur (nú er pláss fyrir 30-32-34 mynstureiningar með 6 lykkjum). Ör-2: Aukið út 42-48-54 lykkjur jafnt yfir = 222-240-258 lykkjur (nú er pláss fyrir 37-40-43 mynstureiningar með 6 lykkjum). Ör-3: Aukið út 18-20-22 lykkjur jafnt yfir = 240-260-280 lykkjur (nú er pláss fyrir 12-13-14 mynstureiningar með 20 lykkjum). Ör-4: Aukið út 60-64-68 lykkjur jafnt yfir = 300-324-348 lykkjur (nú er pláss fyrir 75-81-87 mynstureiningar með 4 lykkjum). Ör-5: Aukið út 54-54-60 lykkjur jafnt yfir = 354-378-408 lykkjur (nú er pláss fyrir 59-63-68 mynstureiningar með 6 lykkjum). Ör-6: Aukið út 30-30-30 lykkjur jafnt yfir = 384-408-438 lykkjur (nú er pláss fyrir 64-68-73 mynstureiningar með 6 lykkjum). Ör-7: Aukið út 8-8-10 lykkjur jafnt yfir = 392-416-448 lykkjur (nú er pláss fyrir 49-52-56 mynstureiningar með 8 lykkjur. ALLAR STÆRÐIR: Prjónið þar til stykkið mælist 21-23-25-27-29-31 cm frá prjónamerki í hálsmáli. ATH: Í sumum stærðum kemur til með að standa eftir nokkrar umferðir í A.2 þegar stykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar – afgangur af A.2 er þá prjónað til loka á fram- og bakstykki og ermum. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 45-49-52-57-63-69 lykkjur eins og áður (= ½ bakstykki), setjið næstu 63-66-72-82-82-86 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 90-98-104-114-126-138 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 63-66-72-82-82-86 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 45-49-52-57-63-69 lykkjur sem eftir eru eins og áður (= ½ bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 192-208-224-244-272-296 lykkjur. Prjónið A.2 til loka – passið uppá að mynstrið passi fallega yfir A.2 á berustykki, en hafið í huga að mynstrið gengur ekki jafnt upp undir ermum í öllum stærðu þegar síðasta umferð í A.2 er prjónuð til loka. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.3 hringinn – JAFNFRAMT í fyrstu umferð er aukið út um 6-8-10-8-10-10 lykkjur jafnt yfir = 198-216-234-252-282-306 lykkjur í umferð. Nú er pláss fyrir 33-36-39-42-47-51 mynstureiningar A.3 með 6 lykkjum. Endurtakið A.3 á hæðina þar til stykkið mælist ca 22 cm frá skiptingu í öllum stærðum, en endið eftir umferð með «doppum». Nú eru eftir ca 10 cm til loka, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að A.3 til loka lengdar. Prjónið A.4 hringinn – JAFNFRAMT í fyrstu umferð er aukið út um 2-0-2-0-2-2 lykkjur jafnt yfir = 200-216-236-252-284-308 lykkjur í umferð (nú er pláss fyrir 50-54-59-63-71-77 mynstureiningar A.4 með 4 lykkjum). Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka, mælist stykkið ca 28 cm frá skiptingu. Afgangur af fram- og bakstykki er prjónaður með litnum dökk grár. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 48-52-56-60-68-72 lykkjur jafnt yfir = 248-268-292-312-352-380 lykkjur. Lykkjur eru auknar út til að koma í veg fyrir að stroffið sem á að prjóna dragið stykkið saman. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 63-66-72-82-82-86 lykkjur frá þræði frá annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 4 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 6-6-8-8-10-10 lykkjum undir ermi = 69-72-80-90-92-96 lykkjur. Setjið nú 2 prjónamerki í stykkið (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar): S: Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi á milli miðju 6 lykkja, teljið 34 lykkjur, setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju = 34 lykkjur eftir í umferð á eftir lykkju með prjónamerki í. M, L, XL, XXL og XXXL: Byrjið mitt undir ermi á milli 6-8-8-10-10 lykkja, setjið 1 prjónamerki í fyrstu lykkju á eftir miðju, teljið 35-39-44-45-47 lykkjur, setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju = 35-39-44-45-47 lykkjur eftir í umferð á eftir lykkju með prjónamerki í. ALLAR STÆRÐIR: Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu. Prjónamerkið mitt undir ermi er notað þegar fækka á lykkjum undir ermi. Prjónamerkið mitt á ermi er notað þegar telja á út hvar mynstrið á að byrja. Prjónið síðan MYNSTUR jafnframt því sem prjónuð er ÚRTAKA mitt undir ermi eins og útskýrt er að neðan – lestu allan kaflann um ermi áður en þú prjónar áfram: MYNSTUR: Byrjið umferð mitt undir ermi og prjónið A.2 til loka á sama hátt og á fram- og bakstykki, en teljið út frá miðju á ermi hvar mynstrið á að byrja – lykkjan með prjónamerki mitt á ermi á að passa með lykkju merktri með stjörnu í A.2 (lykkjum er fækkað undir ermi jafnframt því sem mynstrið er prjónað). Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, prjónið A.3 hringinn alveg eins. A.3 er endurtekið á hæðina þar til ermin mælist ca 34-32-31-29-28-26 cm frá skiptingu, en endið eftir umferð með “doppum”. ATH: Það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis. Nú eru eftir ca 10 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið A.3 síðan að óskaðri lengd. Prjónið A.4 hringinn. ÚRTAKA: Jafnframt þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingu í öllum stærðum, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 3-2½-2-1½-1½-1½ cm millibili alls 12-13-16-20-20-20 sinnum = 45-46-48-50-52-56 lykkjur. Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka og úrtaka hefur verið gerð til loka mælist ermin ca 40-38-37-35-34-32 cm frá skiptingu. Afgangur af ermi er prjónaður með litnum dökk grár. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 7-6-8-10-8-8 lykkjur jafnt yfir = 52-52-56-60-60-64 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Ermin mælist ca 44-42-41-39-38-36 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #wintersnightenchantmentsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 217-10
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.