 Kati skrifaði:
 
																									Kati skrifaði:
												
Ich verstehe nicht genau, wie bei der Ärmelzunahme weitergestrickt werden soll. Ich stricke den Pullover in M. Ich habe die 4 Markier versetzt. Müsste ich jetzt zwischen den zwei Markieren, zwischen den nur die 18 Maschen sind (also was mein Ärmel wird) das Muster von A1 fortsetzen? Aber dann würde ich ja das Muster total versetzen und für das Muster in A1 braucht es ja 36 Maschen... Bzw. wo sitzt der 1. Markierer? Vielen Dank für eine Erklärung!
18.12.2020 - 09:26DROPS Design svaraði:
Liebe Kati, die Markierer sollen jetzt nach der 9. Masche und vor der 9. Masche eingesetzt werden (= es sind jezt 18 Maschen zwischen den Markierungen.). Jetzt nehmen Sie nach der 1. Markierung in beiden A.1 (= 1. + 3.) und vor der 2. Markierung in A.1 (= 2. + 4.), dh jetzt haben Sie für die Raglanlinen nur die 9 ersten und die 9 letzten Maschen von A.1 und dazwischen nimmt die Maschen für die Ärmel zu. Hoffentlich wird es Ihnen helfen. Viel Spaß beim stricken!
18.12.2020 - 13:06
																									 Marit skrifaði:
 
																									Marit skrifaði:
												
Jeg strever med å forstå oppskriften under "Ermeøkning". Skal A1 strikkes over de 18 maskene mellom 1. og 2. merke slik at hullmønsteret forskyves? Det ser ikke sånn ut på bildet.
05.12.2020 - 09:46DROPS Design svaraði:
Hej Marit, du flytte mærkerne til pilene i A.1 og øger ved mærkerne på hver side af skuldermaskerne i hver side, så hulmønsteret forskydes som på billedet. God fornøjelse!
15.12.2020 - 14:00
																									 Janine skrifaði:
 
																									Janine skrifaði:
												
Er staat een fout in het Nederlandse patroon onder MOUW MEERDER: 'Meerder zo iedere andere naald 16-18-20-20-20-22 keer in totaal', dit moet *om de andere naald* zijn. Zo staat het ook in het Engels patroon, anders komt de stekenverhouding niet uit :)
03.12.2020 - 18:20
																									 Anke skrifaði:
 
																									Anke skrifaði:
												
Ik begrijp het meerderen-3 niet, na de omslag 6 steken recht , maar dan ben ik al bij de zadelschouder, waar ik averechts moet breien
14.11.2020 - 17:25DROPS Design svaraði:
Dag Anke,
tip 3 voor het meerderen geldt voor het lijf, waar je de hele tijd tricotsteek in de rondte breit.
18.11.2020 - 12:38
																									 Inki skrifaði:
 
																									Inki skrifaði:
												
Hei. En löytänyt ohjeesta piirroksia.
13.11.2020 - 20:37
																									 Riitta skrifaði:
 
																									Riitta skrifaði:
												
Missä on ruutupiirros A.1.? Minäkään en löydä. En kaaviota enkä tekstiä. Kiitos tiedosta jo ennalta!
28.10.2020 - 05:52DROPS Design svaraði:
Nyt piirrokset aukeavat.
17.11.2020 - 16:26
																									 Anne skrifaði:
 
																									Anne skrifaði:
												
Hei ohjeesta puuttuu ruutupiirros A1. Mistä löydän tuon oleellisen kohdan?
14.09.2020 - 12:17
																									 Ann-Kristin Andersson skrifaði:
 
																									Ann-Kristin Andersson skrifaði:
												
Var i mönstret finns texten till "Diagram A.1. ?
13.09.2020 - 19:09DROPS Design svaraði:
Hej Ann-Kristin. Nu finns diagramtexten precis över diagrammet. Mvh DROPS design
14.09.2020 - 09:04
																									 Yuli skrifaði:
 
																									Yuli skrifaði:
												
Hi, it there a way to add elevation to this pattern? If yes, where should I add it, under the neckband or in the middle of the back? Thank you!
13.09.2020 - 00:21DROPS Design svaraði:
Dear Yuli, this is a saddle shoulder piece, the construction is different than the regular raglan, it will not be easy to add elevation, as it would distort the shape of the sweater.
13.09.2020 - 23:11
																									 Kathy Somers skrifaði:
 
																									Kathy Somers skrifaði:
												
It is frustrating to see patterns I am interested that are ‘Coming Soon’.
05.08.2020 - 22:06| Alpenglow Sweater#alpenglowsweater | ||||||||||||||||||||||||||||
|  |  | |||||||||||||||||||||||||||
| Prjónuð peysa úr DROPS Alpaca og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tvöföldum kanti í hálsmáli og axlarsæti. Stærð S - XXXL.
							DROPS 218-11 | ||||||||||||||||||||||||||||
| ------------------------------------------------------ UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 80 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 20) = 4. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftri ca 4. hverja lykkju – ekki er aukið út yfir kanta að framan. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um útaukningu fyrir axlarsæti og ermar): AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU Á UNDAN PRJÓNAMERKI ÞANNIG: Prjónið fram að prjónamerki, notið hægri prjón til að taka upp þráðinn á milli lykkju sem þú hefur prjónað og næstu lykkju á vinstri prjóni, þannig að vinstri hlið á hlekk komi að réttu á stykki, prjónið hlekkinn slétt þegar aukið er út fyrir axlarsæti / brugðið þegar aukið er út fyrir ermi (hlekkurinn verður nú snúinn svo ekki myndist gat og lykkjan snýr til hægri), færið nú prjónamerkið yfir á hægri prjón. AUKIÐ ÚT 1 LYKKJU Á EFTIR PRJÓNAMERKI ÞANNIG: Prjónið fram að prjónamerki, færið prjónamerkið yfir á hægri prjón, notið hægri prjón til að taka upp þráðinn á milli lykkju sem þú hefur prjónað og næstu lykkju á vinstri prjóni, þannig að hægri hlið á hlekk komi að réttu á stykki, prjónið hlekkinn slétt í aftari lykkjubogann þegar aukið er út fyrir axlarsæti / brugðið í aftari lykkjubogann þegar aukið er út fyrir ermi (hlekkurinn verður nú snúinn svo ekki myndist gat og lykkjan snýr til vinstri). ÚTAUKNING-3 (á við um í hliðum á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 6 lykkjur brugðið (prjónamerkið situr mitt á milli þessa 6 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri við prjónamerkið). Í næstu umferð prjónið uppsláttinn snúinn slétt, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um mitt undir ermum): Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur brugðið saman, prjónið 2 lykkjur brugðið (prjónamerkið situr á milli þessa 2 lykkja), prjónið 2 lykkjur snúið brugðið saman (= 2 lykkjur færri). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 6. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Lykkjur eru auknar út fyrir axlarsæti, síðan eru lykkjur auknar út fyrir ermar. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón ofan frá og niður. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 80-82-86-90-94-100 lykkjur á stuttan hringprjón 4 með 1 þræði í hvorri tegund (= 2 þræðir). Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 9 cm. Þegar stroffið hefur verið prjónað til loka, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 20-26-22-34-38-44 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING-1 = 100-108-108-124-132-144 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt (uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt). Skiptið yfir á hringprjón 5. Setjið 1 prjónamerki mitt í umferð (= mitt að framan). Prjónið berustykki eins og útskýrt er að neðan - berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Setjið 4 ný prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan – þetta er gert til án þess að prjóna lykkjurnar. Það á að nota þessi prjónamerki þegar lykkjum er aukið út fyrir axlarsæti og ermi og prjónamerkin verða að hafa annan lit en prjónamerki í hálsmáli til að skilja þau að frá hverju öðru. Byrji mitt að aftan, teljið 7-9-9-11-13-16 lykkjur (= ½ bakstykki), setjið 1. prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 36-36-36-40-40-40 lykkjur (= ermi), setjið 2. prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 14-18-18-22-26-32 lykkjur (= framstykki), setjið 3. prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 36-36-36-40-40-40 lykkjur (= ermi), setjið 4. prjónamerki á undan næstu lykkju. Nú eru 7-9-9-11-13-16 lykkjur eftir á bakstykki á eftir síðasta prjónamerki. Látið þessi 4 prjónamerki fylgja með í stykkinu, það er aukið út við hvert og eitt af þessum prjónamerkjum. ÚTAUKNING FYRIR AXLARSÆTI: Lestu allan kaflann áður en þú prjónar! Stykkið er prjónað í sléttprjóni á bakstykki og framstykki og A.1 yfir 36-36-36-40-40-40 lykkjur á hvorri ermi (þ.e.a.s. á milli 1. og 2. prjónamerkis og á milli 3. og 4. prjónamerkis) – JAFNFRAMT í fyrstu umferð er aukið út fyrir axlarsæti þannig: Aukið út um 1 lykkju á undan 1. og 3. prjónamerki (þ.e.a.s. á undan A.1) og aukið út um 1 lykkju á eftir 2. og 4. prjónamerki (þ.e.a.s. á eftir A.1) – sjá ÚTAUKNING-2 (= 4 lykkjur fleiri). Þ.e.a.s. fjöldi axlalykkja verður sá sami. Haldið svona áfram með mynstur og aukið út á sama hátt í hverri umferð alls 18-20-22-24-26-28 sinnum = 172-188-196-220-236-256 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Eftir síðustu útaukningu mælist stykkið ca 8-9-10-11-12-13 cm frá prjónamerki við háls. Aukið síðan út lykkjur fyrir ermar eins og útskýrt er að neðan. ÚTAUKNING Á ERMUM: Færið 4 prjónamerkin frá útaukningu fyrir axlarsæti þannig að þau sitji hvoru megin við miðju 18-18-18-22-22-22 lykkjur í A.1 á hvorri öxl – sjá ör í A.1. Haldið áfram í sléttprjóni og A.1 á milli 1. og 2. prjónamerkis og á milli 3. og 4. prjónamerkis. JAFNFRAMT í næstu umferð frá réttu er aukið út fyrir ermar þannig: Aukið út um 1 lykkju á eftir 1. og 3. prjónamerki og aukið út á undan 2. og 4. prjónamerki (= 4 lykkjur fleiri). Þ.e.a.s. aukið er í axlalykkjur. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 16-18-20-20-20-22 sinnum = 236-260-276-300-316-344 lykkjur. Stykkið mælist ca 15-16-18-18-18-20 cm frá þar sem útaukning fyrir ermar byrjaði. Prjónið áfram eins og áður, en án útaukninga þar til stykkið mælist 15-17-18-19-19-20 cm frá þar sem útaukning fyrir ermar byrjaði. Stykkið mælist nú ca 23-26-28-30-31-33 cm frá prjónamerki við hálsmáli. Í næstu umferð skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið fyrstu 34-38-40-44-48-53 lykkjur eins og áður (= ½ bakstykki), setjið næstu 50-54-58-62-62-66 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 68-76-80-88-96-106 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 50-54-58-62-62-66 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 34-38-40-44-48-53 lykkjur eins og áður (= ½ bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 148-164-176-196-216-236 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið á fram- og bakstykki – mitt í 6-6-8-10-12-12 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu – það á að nota þau síðar þegar auka á út í hliðum á fram- og bakstykki. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 5 cm frá skiptingu, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚTAUKNING-3 (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 6 cm millibili alls 3 sinnum á hæðina = 160-176-188-208-228-248 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 25-24-24-23-24-24 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 3 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 32-36-38-42-46-50 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING-1 = 192-212-226-250-274-298 lykkjur. ATH: Lykkjur eru auknar út til að koma í veg fyrir að stroffið sem á að prjónast, dragi stykkið saman. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 50-54-58-62-62-66 lykkjur frá öðrum þræðinum í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 5 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-10-12-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 56-60-66-72-74-78 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi, þ.e.a.s. mitt í 6-6-8-10-12-12 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið brugðið hringinn. Þegar ermin mælist 3-3-3-2-2-2 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 3-3-2-2-2-2 cm millibili alls 3-4-6-7-7-7 sinnum á hæðina = 50-52-54-58-60-64 lykkjur eftir. Prjónið síðan án úrtöku þar til ermin mælist 37-35-33-32-32-30 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 3 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. ATH: Það er styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla og lengri ermakúpu. Prjónið 2 umferðir slétt og aukið jafnframt út um 10-10-10-12-12-12 lykkjur jafnt yfir í síðustu umferð = 60-62-64-70-72-76 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING! Ermin mælist ca 40-38-36-35-35-33 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið stroffið inn efst í hálsmáli tvöfalt að röngu á stykki. Saumið stroffið niður, en til að koma í veg fyrir að kantur í hálsmáli verði of stífur og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. | ||||||||||||||||||||||||||||
| Skýringar á teikningu | ||||||||||||||||||||||||||||
| 
 | ||||||||||||||||||||||||||||
|  | ||||||||||||||||||||||||||||
|  | ||||||||||||||||||||||||||||
|  | ||||||||||||||||||||||||||||
| Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #alpenglowsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 32 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. | ||||||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 218-11
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.