Rachele Fassari skrifaði:
Salve, avrei no bisogno di una spiegazione più dettagliata del davanti sinistro non è mai chiaro quando si deve girare solo il ferro e quando il ferro con anche il lavoro il risultato è che ho già disfatto almeno 10 volte perché mi si attorciglia tutto. Non è possibile avere il tutorial del davanti sinistro come per il davanti destro o una spiegazione scritta ma più precisa?
07.06.2022 - 17:25DROPS Design svaraði:
Buonasera Rachele, il davanti sinistro è simile al destro, in quale punto ha riscontrato difficoltà? Buon lavoro!
07.06.2022 - 22:52
Rachele Fassari skrifaði:
Salve, avrei no biaogno di una spiegazione più dettagliata del davanti sinistro non è mai chiaro quando si deve girare solo il ferro e quando il ferro con anche il lavoro il risultato è che ho già disfatto almeno 10 volte perché mi si attorciglia tutto. Non è possibile avere il tutorial del davanti sinistro come per il davanti destro o una spiegazione scritta ma più precisa?
07.06.2022 - 17:25DROPS Design svaraði:
Buonasera Rachele, il davanti sinistro è simile al destro, in quale punto ha riscontrato difficoltà? Buon lavoro!
07.06.2022 - 22:52
Shelly skrifaði:
I am confused about diagram A.2 and A.1. The very first row do we start A.1. Five stitches, knit, knit, then following 3 stitches the decrease, then start ribbing? Or is it decrease, then knit 2 stitches, then start rib?
18.05.2022 - 17:39DROPS Design svaraði:
Dear Shelly, read diagrams bottom up, ie the first 8 rows are worked as follows: A.1 = K3, P2 / A.2 = P2, K3 (see from RS). Work the next to last row decreasing 2 sts in A.1 and A.2: A.1 = K2, slip 1 stitch knitwise, knit 2 together, pass slipped stitch over and A.2 = knit 3 together, K2. Happy knitting!
19.05.2022 - 08:46
Lelletta skrifaði:
Buongiorno, devo eseguire il davanti sinistro.Quando dite di lavorare l’ultima maglia insieme a rovescio con la 1° e 2° maglia dopo il segnapunti, significa che il lavoro deve essere a rovescio o devo solo prendere le maglie a rovescio con il lavoro al dritto? Spero di essermi spiegata! Vi ringrazio tanto e vi auguro un buon pomeriggio!
14.05.2022 - 16:26DROPS Design svaraði:
Buonasera Lelletta, deve lavorare quelle maglie a rovescio. Buon lavoro!
17.05.2022 - 19:30
CL skrifaði:
Hello. A question about where to end knitting when it says : Knit 1 round and A.3 over the middle 10 stitches on front piece. " Do I stop after A.3 over 10 stitches or finish the round? The video does not show the strand from the last ball of yarn, so I'm wondering where that ends.? Also, when you start the right front it says use circular needle but the video shows DPN's..a little confusing... Thank you
22.02.2022 - 17:00DROPS Design svaraði:
Dear CL, after you have worked the first row in A.3, crossing the stitches as shown in the diagram, work one round working the 10 sts in A.3 (P2, K6, P2) and knitting all other stitches. Now cut the yarn, divide piece on threads and work front piece casting on 5 new sts and working A.4 as shown in the video. Happy knitting!
23.02.2022 - 08:09
CL skrifaði:
Please disregard my question... i figured it out.. thanks
13.02.2022 - 19:54
CL skrifaði:
Hello, I'm just wondering how to "Now work the 2 parts together as from right side" after the front and back have been finished for the vent? I'm not sure how to join in the round on circular needle. thank you!
13.02.2022 - 17:42DROPS Design svaraði:
Dear CL, the next row should be from right side in all pieces. How to joint the pieces is explained afterwards in the same paragraph, begining with the back piece. Happy knitting!
13.02.2022 - 19:36
Teri skrifaði:
Hi, Regarding the instruction for binding off , what does “purl 2 and 2 stitches together”? Thank you.
30.09.2021 - 02:52DROPS Design svaraði:
Hi Teri, This means that you purl 2 together, purl 2 together, cast off, purl 2 together, cast off and so on, the whole row. Hope this helps and happy knitting!
30.09.2021 - 09:50
Agnieszka skrifaði:
Przy robieniu pasków jest że należy przerabiać aż długość robótki wynosi 20 cm w rozm. L od pierwszych zamykanych oczek na dekolt. Czyli odkąd? Od początku zamykania na dekolt V? Czy od początku samego paska?
20.08.2021 - 12:20DROPS Design svaraði:
Witaj Agnieszko. Musisz mierzyć od pierwszych zamykanych oczek na dekolt. Pozdrawiamy!
22.08.2021 - 20:06
Manon skrifaði:
Dear, that is different from one of the answers I translated from German to English. Message of Martina on Nov 28, 2020. The answer says, 2 cm ribbing plus 10 rows of the chart. Thanks Manon
10.08.2021 - 15:12
Seaside Spirals#seasidespiralstop |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónaður toppur með köðlum og V-hálsmáli úr DROPS Paris. Stærð XS - XXL.
DROPS 211-13 |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.7. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu! LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 58 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 4) = 14,5. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna til skiptis 13. og 14. hverja lykkju og 14. og 15. hverja lykkju slétt saman. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2: Fækkið lykkjum á eftir A.5 þannig: Lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. Fækkið lykkjum á undan A.4 þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt saman. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er fyrst prjónað fram og til baka, neðan frá og upp á hringprjóna hvort fyrir sig þar til klaufin er tilbúin. Síðan eru bæði stykkin sett á sama hringprjón og prjónað er í hring upp að V-hálsmáli og handvegi. Síðan skiptast stykkið fyrir bakstykki og hægra- og vinstra framstykki og hvert stykki er prjónað til loka fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 68-76-80-88-96-104 lykkjur á hringprjón 4,5 með Paris. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan stroff þannig: Prjónið A.1 yfir fyrstu 5 lykkjur, stroff * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, 2 lykkjur slétt, A.2 yfir síðustu 5 lykkjur. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stroffið mælist 2 cm – stillið af þannig að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. Næsta umferð er prjónuð þannig: A.1 yfir fyrstu 5 lykkjur, sléttar lykkjur yfir næstu 58-66-70-78-86-94 lykkjur og fækkið jafnframt um 4-6-4-6-6-4 lykkjur jafnt yfir – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1, A.2 yfir síðustu 2 lykkjur = 64-70-76-82-90-100 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Haldið áfram fram og til baka með A.1 og A.2 í hlið og sléttprjón yfir þær lykkjur sem eftir eru þar til allt A.1 og A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina = 60-66-72-78-86-96 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Endið eftir 1 umferð frá röngu. Framstykkið með klauf hefur nú verið prjónað. Klippið frá og geymið stykkið. Prjónið bakstykki á sama hátt, en klippið ekki frá þráðinn þegar stykkið hefur verið prjónað. Prjónið nú bæði stykkin saman frá réttu. Byrjið með að prjóna yfir lykkjur frá bakstykki þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 1 lykkja færri), prjónið sléttar lykkjur þar til 2 lykkjur eru eftir á bakstykki, lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir (= 1 lykkja færri), setjið eitt prjónamerki hér. Prjónið síðan á sama hátt yfir lykkjur á framstykki = 116-128-140-152-168-188 lykkjur. Nú er 1 prjónamerki í hvorri hlið á stykki. Látið prjónamerkin í hvorri hlið fylgja með í stykkinu – það á að nota þau síðar. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 30-31-32-33-34-34 cm frá uppfitjunarkanti, prjónið næstu umferð þannig: Prjónið sléttar lykkjur yfir 58-64-70-76-84-94 lykkjur á bakstykki, 24-27-30-33-37-42 sléttar lykkjur, A.3 yfir miðju 10 lykkjur á framstykki, 24-27-30-33-37-42 lykkjur slétt. Prjónið 1 umferð til viðbótar með sléttum lykkjum og A.3 yfir miðju 10 lykkjur á framstykki. Nú eru settar 8-8-8-10-10-12 lykkjur hvoru megin við prjónamerki í hvorri hlið þræði (= 4 þræðir með 8-8-8-10-10-12 lykkjur á hvorum þræði). Setjið 42-48-54-56-64-70 lykkjur á bakstykki á sér þráð. Deilið framstykkinu í tvennt þannig að helmingurinn á lykkjunum (þ.e.a.s. 21-24-27-28-32-35 lykkjur) koma á sitt hvorn þráðinn fyrir hægra og vinstra framstykki. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 5 lykkjur á hringprjón 5,5 með nýrri dokku af Paris. UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið A.4 yfir allar lykkjur, snúið. UMFERÐ 2: Prjónið A.4 til baka yfir fyrstu 4 lykkjur, prjónið síðustu lykkju slétt saman með 1. og 2. lykkju á eftir prjónamerki í hlið (þ.e.a.s. af 8-8-8-10-10-12 lykkjum á þræði), þannig að 5 lykkjur í A.4 eru prjónaðar saman með hægra framstykki, snúið. UMFERÐ 3: Prjónið A.4 yfir 5 lykkjur, snúið. UMFERÐ 4: Prjónið A.4 til baka yfir fyrstu 4 lykkjur, prjónið síðustu lykkju slétt saman með 3. og 4. lykkju á eftir prjónamerki, þannig að 5 lykkjur í A.4 eru prjónaðar saman með hægra framstykki, snúið. Haldið svona áfram fram og til baka með því að prjóna síðustu lykkju í A.4 saman með næstu 2 lykkjur meðfram handveg þar til allar 8-8-8-10-10-12 lykkjur meðfram handveg hafa verið prjónaðar saman með A.4. Endið umferð frá röngu og prjónið eins og áður yfir 21-24-27-28-32-35 lykkjur af þræði fyrir hægra framstykki (þ.e.a.s. prjónið frá handveg og fram að miðju á kaðli = A.3) = 26-29-32-33-37-40 lykkjur í umferð. Prjónið nú mynstur og fækkið lykkjum fyrir V-hálsmáli og handveg þannig: Prjónið A.5 yfir fyrstu 5 lykkjur, sléttar lykkjur þar til 5 lykkjur eru eftir, A.4 yfir síðustu 5 lykkjur. Haldið svona áfram fram og till baka, JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er lykkjum fækkað fyrir V-hálsmáli og handveg – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum fyrir V-hálsmáli í annarri hverri umferð alls 9-10-11-11-12-13 sinnum og fækkið lykkjum fyrir handveg í annarri hverri umferð 0-2-5-7-12-14 sinnum, síðan í 4. hverri umferð 4-4-3-2-0-0 sinnum = 13 lykkjur. Prjónið nú A.6 yfir síðustu 13 lykkjur. Þegar A.6 hefur verið prjónað til loka á hæðina, eru 8 lykkjur eftir í umferð. Endurtakið síðustu 4 umferðirnar í mynsturteikningu (frá umferð með ör) þar til stykkið mælist 17-18-19-20-21-23 cm frá fyrstu úrtöku fyrir hálsmáli – stillið af að endað sé eftir umferð sem er eins og næst síðast umferð í mynsturteikningu. Fellið af frá röngu með brugðnum lykkjum jafnframt þar sem 2 og 2 lykkjur eru prjónaðar brugðið saman. Toppurinn mælist alls ca 48-50-52-54-56-58 cm. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 5 lykkjur á hringprjón 5,5 með Paris. UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið A.5 yfir fyrstu 4 lykkjur, prjónið síðustu lykkju brugðið saman með 1. og 2. lykkju á eftir prjónamerki í hlið (þ.e.a.s. af 8-8-8-10-10-12 lykkjum á þræði), þannig að 5 lykkjur í A.5 eru prjónaðar saman með vinstra framstykki, snúið. UMFERÐ 2: Prjónið A.5 yfir 5 lykkjur, snúið. UMFERÐ 3: Prjónið A.5 til baka yfir fyrstu 4 lykkjur, prjónið síðustu lykkju brugðið saman með 3. og 4. lykkju á eftir prjónamerki, þannig að 5 lykkjur í A.5 eru prjónaðar saman með vinstra framstykki, snúið. Haldið svona áfram fram og til baka með því að prjóna síðustu lykkju í A.5 saman með næstu 2 lykkjur meðfram handveg þar til allar 8-8-8-10-10-12 lykkjur meðfram handveg hafa verið prjónaðar saman með A.5. Endið umferð frá röngu. Prjónið nú mynstur og fækkið lykkjum fyrir V-hálsmáli og handveg þannig: Prjónið A.5 yfir fyrstu 5 lykkjur, sléttar lykkjur þar til 5 lykkjur eru eftir, A.4 yfir síðustu 5 lykkjur. Haldið svona áfram fram og till baka, JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er lykkjum fækkað fyrir V-hálsmáli og handveg – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum fyrir V-hálsmáli í annarri hverri umferð alls 9-10-11-11-12-13 sinnum og fækkið lykkjum fyrir handveg í annarri hverri umferð 0-2-5-7-12-14 sinnum, síðan í 4. hverri umferð 4-4-3-2-0-0 sinnum = 13 lykkjur. Prjónið nú A.7 yfir síðustu 13 lykkjur. Þegar A.7 hefur verið prjónað til loka á hæðina, eru 8 lykkjur eftir í umferð. Endurtakið síðustu 4 umferðir í mynsturteikningu (frá umferð með ör) þar til stykkið mælist 17-18-19-20-21-23 cm frá fyrstu úrtöku fyrir hálsmáli – stillið af að endað sé eftir umferð sem er eins og næst síðast umferð í mynsturteikningu. Fellið af frá röngu með brugðnum lykkjum jafnframt þar sem 2 og 2 lykkjur eru prjónaðar brugðið saman. Toppurinn mælist alls ca 48-50-52-54-56-58 cm. BAKSTYKKI: Kantur vinstri handvegur: Fitjið upp 5 lykkjur á hringprjón 5,5 með nýrri dokku Paris. UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið A.4 yfir allar lykkjur, snúið. UMFERÐ 2: Prjónið A.4 til baka yfir fyrstu 4 lykkjur, prjónið síðustu lykkju slétt saman með 1. og 2. lykkju á eftir prjónamerki í hlið (þ.e.a.s. af þeim 8-8-8-10-10-12 lykkjum af þræði), setjið 5 lykkjur í A.4 saman með bakstykki, snúið. UMFERÐ 3: Prjónið A.4 yfir 5 lykkjur, snúið. UMFERÐ 4: Prjónið A.4 til baka yfir fyrstu 4 lykkjur, prjónið síðustu lykkju slétt saman með 3. og 4. lykkju á eftir prjónamerki þannig að 5 lykkjur í A.4 eru prjónaðar saman með bakstykki, snúið. Haldið svona áfram fram og til baka með því að prjóna síðustu lykkju í A.4 saman með næstu 2 lykkjum meðfram handveg þar til allar 8-8-8-10-10-12 lykkjur meðfram handveg hafa verið prjónaðar saman með A.4. Endið umferð eftir umferð frá röngu. Kantur hægri handvegur: Fitjið upp 5 lykkjur á hringprjón 5,5 með Paris. UMFERÐ 1: Prjónið A.5 yfir fyrstu 4 lykkjur, prjónið síðustu lykkju brugðið saman með 1. og 2. lykkju á eftir prjónamerki í hlið (þ.e.a.s. af þeim 8-8-8-10-10-12 lykkjum af þræði), setjið 5 lykkjur í A.5 saman með bakstykki, snúið. UMFERÐ 2: Prjónið A.5 yfir 5 lykkjur, snúið. UMFERÐ 3: Prjónið A.5 til baka yfir fyrstu 4 lykkjur, prjónið síðustu lykkju brugið saman með 3. og 4. lykkju á eftir prjónamerki þannig að 5 lykkjur í A.5 eru prjónaðar saman með bakstykki, snúið. Haldið svona áfram fram og til baka með því að prjóna síðustu lykkju í A.5 saman með næstu 2 lykkjum meðfram handveg þar til allar 8-8-8-10-10-12 lykkjur meðfram handveg hafa verið prjónaðar saman með A.5. Endið umferð eftir umferð frá röngu. Prjónið nú lykkjur frá þræði á bakstykki saman með 5 lykkjur við kant meðfram handveg frá réttu þannig: Prjónið A.5 yfir fyrstu 5 lykkjur, prjónið sléttar lykkjur yfir 42-48-54-56-64-70 lykkjur af þræði á bakstykki, prjónið A.4 yfir síðustu 5 lykkjur (= 52-58-64-66-74-80 lykkjur í umferð), jafnframt byrjar úrtaka fyrir handveg – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum fyrir handveg í annarri hverri umferð 1-2-5-7-12-14 sinnum, síðan í 4. hverri umferð 4-4-3-2-0-0 sinnum = 42-46-48-48-50-52 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur þar til stykkið mælist 9-10-11-11-12-14 cm frá fyrstu úrtöku fyrir handveg. Prjónið 1 umferð frá réttu með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur og aukið út 0-0-2-2-0-2 lykkjur jafnt yfir (en ekki yfir ystu 5 lykkjur í hvorri hlið) = 42-46-50-50-50-54 lykkjur. Prjónið 1 umferð í mynstri til baka frá röngu. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið nú stroff þannig: Prjónið 3 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 8 lykkjur eru eftir í umferð, 2 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stroffið mælist 2 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu, prjónið næst síðustu umferð í A.7 yfir fyrstu 8 lykkjur áður en þessar lykkjur eru settar á þráð (= band á öxl), fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur yfir næstu 26-30-34-34-34-38 lykkjur, prjónið næst síðustu umferð í A.6 yfir síðustu 8 lykkjur í umferð (= band á öxl). Skiptið yfir á hringprjóna 5,5. Endurtakið mynstur frá umferð með ör, fram og til baka yfir þessar 8 lykkjur þar til band á öxl mælist ca 6-6-6-7-7-7 cm – stillið af að endað sé eftir næst síðustu umferð í mynsturteikningu. Fellið af frá röngu með brugðnum lykkjum, jafnframt þar sem 2 og 2 lykkjur eru prjónaðar brugðið saman. Setjið til baka 8 lykkjur af þræði á hringprjón 5,5 og prjónið síðustu umferð í A.7 (= frá röngu). Endurtakið síðan mynstur frá umferð með ör þar til band á öxl mælist ca 6-6-6-7-7-7 cm – stillið af að endað sé eftir næst síðustu umferð í mynsturteikningu. Fellið af frá röngu með brugðnum lykkjum, jafnframt eru 2 og 2 lykkjur prjónaðar brugðið saman. FRÁGANGUR: Saumið band á öxl saman með lykkjuspori. Saumið uppfitjunarkantinn í hliðum þar sem fitjaðar voru upp 5 nýjar lykkjur (A.5/ A.4). Saumið með lykkjuspori til að koma í veg fyrir þykkan saum. Klippið frá og festið enda. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #seasidespiralstop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 23 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 211-13
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.