Marit Ellefseth skrifaði:
Hva er målene på denne genseren, overvidde?
01.01.2025 - 16:22DROPS Design svaraði:
Hei Marit. Alle mål til denne genseren finner du på målskissen nederst i oppskriften. mvh DROPS Design
07.01.2025 - 09:49
Brigitte skrifaði:
Bei der Aufteilung der Maschen nach der Passe, gehört A1 zum Rumpfteil oder zu den Ärmeln?
31.12.2024 - 14:08
Brigitte skrifaði:
Bei der Aufteilung der Maschen nach der Passe, gehört A1 zum Rumpfteil oder zu den Ärmeln?
31.12.2024 - 14:06
Cecilia skrifaði:
Bonjour , après le rang 1 du motif, faut-il tricoter les augmentations à l'envers? Les augmentations pour les raglans sont à faire tous les deux rangs? Merci pour vos réponses. Amicalement
08.09.2024 - 21:15DROPS Design svaraði:
Bonjour Cécilia, les augmentations des raglans des manches se tricotent en point fantaisie comme indiqué dans le diagramme A.2 et celles du devant et du dos se tricotent en jersey (les jetés se tricotent torse à l'endroit au 1er tour pour éviter un trou). Vous augmentez effectivement tous les 2 tours. Bon tricot!
09.09.2024 - 10:49
Nancy skrifaði:
Hi, thanks for the previous reply, this is my first time knitting a sweater! Having slipped stitches onto a stitch holder, I am now at the next step where it tells me to cut the yarn. I don’t really understand what the purpose of this is. Could you please explain?
23.04.2024 - 22:49DROPS Design svaraði:
Hi Nancy, While working the yoke each round starts and finishes mid-back. When the yoke is finished and you have divided for the sleeves and body, the body is continued in the round, but each round now starts and finishes on one side, by the marker. This is why it is necessary to cut the strand. Happy knitting!
24.04.2024 - 06:41
Nancy skrifaði:
Hi, I’m just finishing off the yoke, and I’m a little confused where I should divide up the sleeves. It says in the pattern to work (for medium size) 44 stitches before slipping 64 on a stitch holder. However, having increased for raglan 25 times, I now have 41 stitches in between marker 1 (halfway through the back) and marker 2 (start of the sleeve). This would put the 44 stitches somewhere just beyond the middle of the A1 pattern. Is this correct?
16.04.2024 - 01:04DROPS Design svaraði:
Dear Nancy, the last 3 sts of A.1 before 1st sleeve belong to the sleeve by dividing and then the last 3 sts of A.1 before front piece belong to front piece by dividing, ie division is not made before/after A.1, but the first/last 3 sts in A.1 belongs to the sleeve while the first /last 7 sts belong to front/back piece. Happy knitting!
16.04.2024 - 08:18
Eva Gaspar skrifaði:
Hello team! I would like to have the sleeves longer. I am knitting this pattern in M size. Can I decrease in larger steps (not every 2 cm) so I have a longer sleeve ? will this logic work?
15.01.2024 - 12:28DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Gaspar, you can take inspiration from similar garment with same tension and desired length for sleeves to adjust the required decreases. Happy knitting!
15.01.2024 - 16:16
Carmen skrifaði:
Hallo, ik probeer deze trui in maat L te maken . Ik heb de naald waar het patroon begon (12 steken in tricot , A1,A2 etc en als laatste weer 12 steken in tricot afgerond waardoor ik moet Met de volgende naald beginnen. Voor mij is onduidelijk of ik nu weer 12 steken in tricot moet breien en vervolgens A1,A2 etc en weer einde met 12 steken tricot of moet ik met verder met patroon A1,A2 etc. En einde met 12 steken tricot . Graag advies . Alvast mijn dank. Groet Carme
14.11.2023 - 17:39DROPS Design svaraði:
Dag Carmen,
Ja, je gaat gewoon zo verder in patroon, dus weer 12 tricotsteken aan het begin en het einde en de telpatronen ertussen, etc.
15.11.2023 - 13:45
Linda skrifaði:
Gör en xl tröja och efter raglans 33 ökningar har jag bara 350 maskor på stickorna Ökade endast i raglan efter det blev 7 repetitioner i a.2 men har antagligen gjort ngt fel. Använder drop cotton light som garn men det skulle gå lika bra enligt tabellen.
05.05.2023 - 23:20DROPS Design svaraði:
Hei Linda. Maskeantallet har ingenting med at du har byttet garn. Du hadde 112 masker når du satte merketrådene i arbeidet og når du skal øke til raglan økes det med 8 masker pr økeomgang og i str. Xl skal det økes 33 ganger = 8 x 33= 264 økte masker + de 112 masker du hadde før raglanøkningene = 264+112=376 masker. Når du har 7 rapporter i bredden, er det ikke slutt på økningene, men de neste økte maskene skal strikkes vrang til ferdig mål. mvh DROPS Design
08.05.2023 - 13:19
Sadiya skrifaði:
In A.2 first row when we s1k1psso, it decreases 2 stitches, and there are 8 increases for raglan making a net of 6 increases…my question is how do we maintain 8 increases every other row to get 280 stitches at the end…
25.03.2023 - 11:37DROPS Design svaraði:
Dear Sadiya, in the first row of the A.2 pattern, there is a yarnover, right before the ssk. So there are no decreases or increases aside from those that you make for the raglan. Happy Crafting!
26.03.2023 - 10:03
Evening Glow#eveningglowsweater |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Sky. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu og stuttum ermum með gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 212-1 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 92 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 4) = 23. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn eftir ca 23. hverja lykkju Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum þá er í þessu dæmi prjónuð ca 22. og 23. hver lykkja slétt saman. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 (laskalína) og A.2 (mynstur á ermum). LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju fyrir laskalínu hvoru megin við 10 lykkjur í A.1 í hverri skiptingu á milli framstykkis/bakstykkis og erma (= alls 8 lykkjur fleiri í útauknings umferð). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni á framstykki og bakstykki og í A.2 á ermum. ÚRTAKA-1 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ÚRTAKA-2 (á við um mitt undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur brugðið saman, prjónið 2 lykkjur brugðið (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), prjónið 2 lykkjur snúnar brugðið saman (= 2 lykkjur færri). ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur sléttprjón (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð (rétta) er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 8. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 92-96-100-106-110-114 lykkjur á hringprjón 3 með Sky. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3 cm. Þegar stroffið hefur verið gert til loka, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 4-8-8-6-2-6 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 96-104-108-112-112-120 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í umferð (= mitt að framan). Berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið 1 umferð slétt (uppslátturinn frá útaukningu er prjónaður snúinn slétt9. Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er að neðan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! BERUSTYKKI: Setjið 4 prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan (prjónamerkin eru sett í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar). Teljið 14-16-17-18-18-20 lykkjur (= ½ bakstykki), setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 20 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 28-32-34-36-36-40 lykkjur (= framstykki), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 20 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju. Nú eru 14-16-17-18-18-20 lykkjur eftir á bakstykki á eftir síðasta prjónamerki. Í næstu umferð byrjar mynstur eins og útskýrt er að neðan, JAFNFRAMT er aukið út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 9-11-12-13-13-15 lykkjur sléttprjón (= ½ bakstykki), aukið út um 1 lykkju fyrir laskalínu, prjónið A.1 (= 10 lykkjur – prjónamerki situr mitt í A.1), aukið út 1 lykkju fyrir laskalínu, prjónið A.2 (= 10 lykkjur), aukið út 1 lykkju fyrir laskalínu, prjónið A.1 (= 10 lykkjur – prjónamerki situr mitt í A.1), aukið út 1 lykkju fyrir laskalínu, prjónið 18-22-24-26-26-30 lykkjur sléttprjón (= framstykki), aukið út 1 lykkju fyrir laskalínu, prjónið A.1 (= 10 lykkjur – prjónamerki situr mitt í A.1), aukið út 1 lykkju fyrir laskalínu, prjónið A.2 (= 10 lykkjur), aukið út 1 lykkju fyrir laskalínu, prjónið A.1 (= 10 lykkjur) – prjónamerki situr mitt í A.1), aukið út 1 lykkju fyrir laskalínu, prjónið 9-11-12-13-13-15 lykkjur sléttprjón (= ½ bakstykki). Haldið svona áfram með mynstur og aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð alls 23-25-29-33-37-40 sinnum á hæðina, meðtalin útaukning sem útskýrð er í fyrstu umferð. ATH: Útauknar lykkjur á ermum eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur þar til það eru alls 5-5-7-7-7-7 mynstureiningar á breidd yfir ermi (sjá stjörnu í mynsturteikningu sem merkir 1 einingu), prjónið síðan útauknar lykkjur brugðið til loka (A.2 sýnir ermi með öllum útaukningum í stærð S). Eftir síðustu útaukningu fyrir laskalínu eru 280-304-340-376-408-440 lykkjur í umferð. Prjónið áfram án útaukningar þar til stykkið mælist 19-21-23-25-27-29 cm frá prjónamerki við hálsmáli. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 40-44-49-54-60-66 lykkjur sléttprjón (= ½ bakstykki), setjið næstu 60-64-72-80-84-88 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 80-88-98-108-120-132 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 60-64-72-80-84-88 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 40-44-49-54-60-66 lykkjur sem eftir eru í sléttprjóni (= ½ bakstykki). Klippið frá. Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 176-192-212-232-256-280 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið á fram- og bakstykki, mitt í 8 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi = 88-96-106-116-128-140 lykkjur á milli prjónamerkja. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, það á að nota þau síðar þegar fækka á lykkjum og auka út í hliðum á fram- og bakstykki. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 3 cm frá skiptingu, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚRTAKA-1 (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona með 3 cm millibili alls 4 sinnum í hvorri hlið = 160-176-196-216-240-264 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 16 cm frá skiptingu. Í næstu umferð er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 2½ cm millibili alls 6 sinnum í hvorri hlið = 184-200-220-240-264-288 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 33 cm frá skiptingu (nú eru eftir ca 3 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið 1 umferð slétt og aukið jafnframt út 36-40-44-48-52-58 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 220-240-264-288-316-346 lykkjur. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Peysan mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 60-64-72-80-84-88 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 4 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 68-72-80-88-92-96 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 8 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og haldið áfram með mynstur hringinn með A.2 yfir miðju 46-46-64-64-64-64 lykkjur á ermi og brugðnar lykkjum yfir þær 22-26-16-24-28-32 lykkjur sem eftir eru mitt undir ermi. Þegar ermin mælist 2 cm frá skiptingu í öllum stærðum, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum svona með 3-2-1½-1-½-½ cm millibili alls 5-6-8-10-12-13 sinnum = 58-60-64-68-68-70 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 17-15-14-12-11-9 cm frá skiptingu (nú eru eftir ca 3 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). ATH: Það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 6-6-8-10-8-8 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 52-54-56-58-60-62 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #eveningglowsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 212-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.