Teea Vulpes skrifaði:
Yes, there was one more question in the comment, if you can explaing again the instructions for the next row after the imcreased one: how to work the increases. Thanks
14.04.2020 - 11:18DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Teea Vulpes, on next round, the new stitches will be worked in English rib: purl the first stitch, knit the next one (the other K stitches will be worked tog with their yarn over but there are no yarn over here), purl the 3rd stitch. The marker will be either 1st of these purl stitch (after the raglan line) or the 3rd of these purl sts (before the raglan line). Happy knitting!
14.04.2020 - 14:26
Theodora skrifaði:
Can you explain please one more time the instructions for the next row after the one with the english rib increase? I don t really follow the explanations in the pattern. Also, the increases for size L should be done 4 times (at 1,5 cm spacing between rounds) and 8 times (at 2 cm spacing between rounds), increasing everytime 16 sts? Thanks!
10.04.2020 - 21:17DROPS Design svaraði:
Dear Theodora, did the previous answer help you? If you need further information or have more question, just feel free to ask here. Happy knitting!
14.04.2020 - 10:51
Teea Vulpes skrifaði:
Hello again! Can you tell me please how to move the markers upwards as working? In which stitch (especially for the increase part of the yoke). Also, increases (in cm) for size L should be done 4 times at 1,5cm spacing between rounds and 8 times at 2cm spacing between rounds (16 stitches increased for every round), using the same method - 4 sts before the marker and 7 sts after? Thanks!
10.04.2020 - 02:42DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Vulpes, the marker should be added in the 3rd of the new 3 stitches worked before the 7 sts and in the first of the 3 stitches worked after the 7 sts, so that next increase will be always worked in that stitch (= purl stitch from the English rib). In size L you increase 4 times every 1,5 cm approx. and then 10 times every 2 cm approx. = 14 times all together. There will be 14 rows with increases x 2 sts increased on each marker (16 sts increased on each row) = 14x16= 224 sts increased + 88 = 312 sts when all increases are done. Happy knitting!
14.04.2020 - 10:10
Teea Vulpes skrifaði:
Hello! The english rib in the pattern starts with K1, then YO and sl, in the video starts with YO, sl and then K1. Should i follow the video, or the instructions in the pattern?
09.04.2020 - 14:58DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Vulpes, always follow the written pattern, the video is showing the technique, ie you will repeat here (round1: K1, YO, slip 1 as if to P) instead of (YO, slip 1 as if to P, K1), but the result will be the same. Happy knitting!
09.04.2020 - 18:00
MARY THOMAS skrifaði:
A follow up to my question about the English Rib directions: I knit American not Continental, so the video doesn’t really help me. Are the instructions for English Rib in the pattern for American style knitting? I’m finding it confusing but if you tell me it’s for American style knitters, I will try again to figure out the yarn placement for the yarn overs
30.03.2020 - 23:20DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Thomas, not sure what you mean with American and Continental, if it's just a matter of where your yarn is, I do work with the yarn in the right hand and English rib works the same, follows carefully the yarn in the video, ie where the yarn is over the right needle, placing it in front of needle the same way as shown in the video. Happy knitting!
31.03.2020 - 09:52
MARY THOMAS skrifaði:
The English rib rounds directions in the pattern are different than the directions in the video. The vide makes more sense to me, can I use that?
30.03.2020 - 23:02DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Thomas, English rib are worked here as shown in this video . Happy knitting!
31.03.2020 - 09:50
Xuan skrifaði:
When placing marker I'm not quite sure how to count the stitches. Do I count the yarn over and the following knit stitch as one? then between the last marker and the beginning spot there're only 13 stitches instead of 14(size L) hope you can help.
01.03.2020 - 15:58DROPS Design svaraði:
Dear Xuan, the yarn over made over the slipped stitches do not count as stitches, ie the yarn over and its slipped stitch will be count as only 1 stitch since they bogh belong together (and will be worked tog either purled or knitted on next round). In L tehre are: 15 sts, 1 st with marker, 13 sts, 1 st with marker, 29 sts, 1 st with marker, 13 sts, 1 st with marker, 14 sts = 15+1+13+1+29+1+13+1+14= 88 sts. Happy knitting!
02.03.2020 - 10:42
Cynthia Sirkett skrifaði:
Hello, following Linda’s question, why are the sleeve measurements in reverse order to the size measurements in this part of the instructions:- . (When sleeve measures 44-43-41-40-38-38 cm = 17 1/4”-17”-16 1/8”-15 3/4”-15”-15”)
31.01.2020 - 14:24DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Sirkett, the sleeves are shorter in larger sizes because the neck is wider and the yoke longer. Compare all measurements to a similar garment you have and like the shape and adjust if necessary; happy knitting!
31.01.2020 - 14:46
Henriette Harnisch skrifaði:
Hello, at the beginning of the yoke, in the large size, I have 88 stitches left. In the instructions for placing the 4 markers, if I add up the stitches into which the markers have to be left, the total number of stitches ends up as 15+13+29+13+14 = 84, not 88? I\\\'m worried that the raglan instructions won\\\'t make sense! THANK YOU!!
25.01.2020 - 19:51DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Harnisch, the markers should be placed in a stitch not between stitches, so that you are missing 4 stitches: 1/2 back = 15 sts + 1 st with marker + 13 sts sleeve + 1 st with marker + 29 sts front piece + 1 st with marker + 13 sts sleeve + 1 st with marker + 14 st 1/2 back = 88 sts. Happy knitting!
27.01.2020 - 10:20
Johanna Henrksson skrifaði:
Hur lång skall ärmen bli? Står att man skall sticka 41 cm i stl L innan man börjar resår. Sen skall 5 cm resår stickas och ärmen skall då vara 39 cm innan avmaskning enligt mönstret. Får det inte riktigt att stämma med min matematik.
20.01.2020 - 18:27DROPS Design svaraði:
Hej Johanna. Du har rätt, det har blivit fel i den totala längden på ärmen i texten, detta är nu rättat. Mvh DROPS Design
21.02.2020 - 11:39
Lagoon#lagoonsweater |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa fyrir herra með laskalínu úr DROPS Sky. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í klukkuprjóni. Stærð S - XXXL.
DROPS 208-9 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- KLUKKUPRJÓN : UMFERÐ 1: * 1 lykkja slétt, sláið uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið *, prjónið frá *-*. UMFERÐ 2: * Sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna brugðið saman *, prjónið frá *-*. UMFERÐ 3. * Prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið *, prjónið frá *-*. Endurtakið umferð 2 og 3. LASKALÍNA: Öll útaukning er gerð í 2. umferð í klukkuprjóns mynstri! ATH: Ef prjónfestan passar ekki alveg á hæðina, þá verður laska útaukningin of stutt/löng á hæðina. Laska útaukning er skrifuð bæði í fjölda umferða og í cm. Ef prjónfestan passar ekki á hæðin, prjónið laska útaukningu í cm. Aukið út þannig: Prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir á undan lykkju með prjónamerki í. Aukið út um 2 lykkjur í næstu lykkju (brugðin lykkja + uppsláttur) þannig: Prjónið uppsláttinn og lykkjuna slétt saman, en bíðið með að lyfta lykkjunni og uppslættinum sem prjónað var af prjóni, sláið 1 sinni uppá hægri prjón, prjónið lykkjuna og uppsláttinn slétt saman 1 sinni til viðbótar = 3 lykkjur (= 2 lykkjur fleiri). Prjónið næstu 7 lykkjur í klukkuprjóni eins og áður. Aukið út um 2 lykkjur í næstu lykkju (brugðin lykkja + uppsláttur) þannig: Prjónið uppsláttinn og lykkjuna slétt saman, en bíðið með að lyfta lykkjunni og uppslættinum sem prjónað var af prjóni, sláið 1 sinni uppá hægri prjón, prjónið lykkjuna og uppsláttinn slétt saman 1 sinni til viðbótar = 3 lykkjur (= 2 lykkjur fleiri). Endurtakið við hvert og eitt af prjónamerkjum sem eftir eru (= alls 16 lykkjur fleiri í umferð). Í næstu umferð eru útauknu lykkjurnar prjónaðar inn í klukkuprjóns mynstur – það er enginn klukkuprjóns uppsláttur í útaukningu, þannig að í næstu umferð í klukkuprjóni er lykkjan sem á að prjónast saman við uppslátt, prjónuð án uppsláttar. ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 96 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 16) = 6. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna 5. og 6. hverja lykkju slétt saman. ÚRTAKA-2 (á við um ermar): Öll úrtaka er gerð í 2. umferð í klukkuprjóns mynstri. Fækkið lykkjum þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan lykkju með prjónamerki, lyftið yfir næstu 3 lykkjurnar (+ uppsláttur sem tilheyrir lykkjum) á hægri prjóni eins og prjóna eigi slétt saman, prjónið næstu 2 lykkjur (+ uppsláttur sem tilheyrir lykkjunni) slétt saman, lyftið síðan 3 lausu lykkjunum yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru slétt saman (= 4 lykkjur færri). ATH: Í næstu umferð er enginn klukkuprjóns uppsláttur saman við miðju lykkjunni undir ermi, þannig að í næstu umferð í klukkuprjóns mynstri er lykkjan sem á að prjóna saman við uppslátt, prjónuð án uppsláttar. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 164 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 70) = 2,3. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca annarri hverri lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affelingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með ½ númeri grófari prjónum eða að fella af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur og slá e.t.v. 1 sinni uppá prjóninn á eftir 4. hverja lykkju (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón/sokkaprjóna. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 96-102-106-110-114-118 lykkjur á stuttan hringprjón 3 með Sky. Prjónið 1 umferð slétt, prjónið síðan stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 16-18-18-22-22-26 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA-1 (jafnt yfir) = 80-84-88-88-92-92 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið. Setjið eitt prjónamerki hér (= byrjun á umferð er ca mitt að aftan). HÉÐAN ER NÚ MÆLT! BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið nú KLUKKUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Þegar prjónuð hefur verið 1 umferð í klukkuprjóni, setjið 4 prjónamerki í stykkið án þess að prjóna (öll prjónamerkin eru sett í brugðna lykkju): Hoppið yfir fyrstu 13-13-15-15-15-15 lykkjur, setjið eitt prjónamerki í næstu lykkju (= í skiptinguna á milli helming af bakstykki og hægri ermi), hoppið yfir næstu 13 lykkjur, setjið eitt prjónamerki í næstu lykkju (= í skiptinguna á milli hægri ermi og framstykkis), hoppið yfir næstu 25-27-29-29-31-31 lykkjur, setjið eitt prjónamerki í næstu lykkju (= í skiptinguna á milli framstykkis og vinstri ermi), hoppið yfir næstu 13 lykkjur, setjið eitt prjónamerki í næstu lykkju (= í skiptinguna á milli vinstri ermi og helmings af bakstykki), nú eru 12-14-14-14-16-16 lykkjur á milli síðasta prjónamerkis og byrjun á umferð. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Nú er eitt prjónamerki í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma. Prjónamerkin fylgja með í stykkinu. Haldið áfram hringinn í klukkuprjóni, JAFNFRAMT í næstu umferð (= 2. umferð í klukkuprjóni) byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Aukið svona út í 6. hverri umferð (ca 1½ cm millibili), 1-2-4-5-6-8 sinnum alls og í 8. hverri umferð (ca 2 cm millibili) 10 sinnum í öllum stærðum = 256-276-312-328-348-380 lykkjur. Þegar öll útaukning hefur verið gerð til loka er haldið áfram í klukkuprjón þar til stykkið mælist 22-24-26-28-30-32 cm frá prjónamerki – endið eftir 2. umferð í klukkuprjóni. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið fyrstu 37-39-47-49-53-59 lykkjur (= ca hálft bakstykki), setjið næstu 55-59-63-67-67-71 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 9 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 73-79-93-97-107-119 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 55-59-63-67-67-71 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 9 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið síðustu 36-40-46-48-54-60 lykkjurnar í umferð (= ca hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: Nú eru 164-176-204-212-232-256 lykkjur í umferð. Haldið áfram hringinn í klukkuprjóni þar til stykkið mælist 31 cm frá skiptingu – stillið af þannig að endað sé eftir 2. umferð í klukkuprjóni. Skiptið yfir á hringprjón 3. Næsta umferð er prjónuð þannig: * Prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna slétt saman, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* umferðina hringinn, JAFNFRAMT eru auknar út 60-66-70-72-84-82 lykkjur – sjá ÚTAUKNING = 224-242-274-284-316-338 lykkjur. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 5 cm. Fellið af – sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið til baka 55-59-63-67-67-71 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón/sokkaprjóna 4,5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja 9 lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 64-68-72-76-76-80 lykkjur. Haldið síðan áfram hringinn í klukkuprjóni. Þegar ermin mælist 4 cm – stillið af þannig að næsta umferð sé eins og 2. umferð í klukkuprjóni, setjið eitt prjónamerki í miðju lykkjuna undir ermi (= slétt lykkja). Í næstu umferð er fækkað um 4 lykkjur undir ermi – sjá ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum svona með 10-10-5-5-5-4 cm millibili alls 4-4-5-6-6-6 sinnum = 48-52-52-52-52-56 lykkjur. Þegar ermin mælist 44-43-41-40-38-38 cm – stillið af að næsta umferð sé umferð 3 í klukkuprjóns mynstri, skiptið yfir á sokkaprjón nr 3. S - M – L næsta umferð er prjónuð þannig: * prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna slétt saman, 1 lykkja slétt, prjónið uppsláttinn eins og 1 lykkja slétt, prjónið óprjónuðu lykkjuna eins og 1 lykkja slétt, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-*, nú hefur verið aukið út um 8 lykkjur í umferð = 56-60-60 lykkjur. XL - XXL næsta umferð er prjónuð þannig: * prjónið uppsláttinn eins og 1 lykkja slétt, prjónið óprjónuðu lykkjuna eins og 1 lykkja slétt, * prjónið uppsláttinn eins og 1 lykkja slétt, prjónið óprjónuðu lykkjuna eins og 1 lykkja slétt, prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna slétt saman, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* nú hefur verið aukið út um 14 lykkjur í umferð = 66-66 lykkjur. XXXL næsta umferð er prjónuð þannig: * prjónið uppsláttinn og óprjónuðu lykkjuna slétt saman, 1 lykkja slétt, prjónið uppsláttinn eins og 1 lykkja slétt, prjónið óprjónuðu lykkjuna eins og 1 lykkja slétt, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* nú hefur verið aukið út um 14 lykkjur í umferð = 70 lykkjur. Prjónið núna stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 5 cm. Fellið af – sjá AFFELLING. Ermin mælist 49-48-46-45-43-43 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #lagoonsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 18 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 208-9
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.