Ellen skrifaði:
Er nesten ferdig med å strikke Lamb Dance jakke i størrelse 11/12. Har en halv arm igjen og garnet strekker ikke til. I mønsteret står det 300 g med fargen med fargen pistasj som er forlite. Det må våre 350 g. Vennligst rett opp. Er spent på om det er mulig å finne garnet med samme fargnings nummer.
05.02.2025 - 13:29
Ellen skrifaði:
Str. 11/12. Strikket mønster i 18 omganger. Har 211 m. med mønster+riller. Startet 18.omg. med A2 1m+A2 med 5m blå, 5m hvit,5m blå osv. Avlutter med 5m hvit som ikke stemmer med mønsteret. Får 1/2 sau på venstre side. Er dette feil? Ser ut som at maskeantallet er riktig.
05.01.2025 - 14:14DROPS Design svaraði:
Hei Ellen. Ser ut som du har feil maskeantall. Du startet med 109 masker når du starter med diagram A.1/A.2. Da strikkes det 5 stolpemasker + A.1 (7 masker x 14 ganger) + A.2 (1 maske) + 5 stolpemasker = 109 masker. Når du har strikket 18 pinner av diagrammet har du økt 8 masker pr gang du har strikket diagrammet (14 x 8 = 112 masker + 109 masker = 221 masker. Da skal du få "hele" sauer omgangen rundt. mvh DROPS Design
07.01.2025 - 15:41
Ellen skrifaði:
Ønsker å strikke denne jakken, men finner ikke fargen 17 cerise. Kan dere foreslå en annet alternativ farge?
13.11.2024 - 13:00DROPS Design svaraði:
Hei Ellen, Du kunne kjøpe nr 25 rosa, eller for en sterkere kontrast nr 34 lyng. God fornøyelse!
14.11.2024 - 07:10
Richtje Wijnen skrifaði:
Wat voegt telpatroon A2 toe? Ik snap dat niet.
14.04.2024 - 11:41DROPS Design svaraði:
Dag Richtje,
Patroon A.2 is toegevoegd om het patroon symmetrisch te maken bij de sluiting voor.
15.04.2024 - 21:22
Yvonne Johansson skrifaði:
Kan man sticka denna kofta i något av era bomullsgarn?
02.01.2024 - 18:30DROPS Design svaraði:
Hej Yvonne, ja, du kan sticka den i DROPS Muskat och DROPS Cotton Light och DROPS Cotton Merino - testa garnkalkulatorn för att se hur mycket du behöver i din storlek :)
03.01.2024 - 07:58
Margriet Sijm skrifaði:
Patroon Lambs Dance, Wat betekent een omstreek verhouding? Ik brei nu het pasje, ik kom niet uit het aantal steken, ik ben nu bij pen 31, patroon A1,maat 146/152 , ik heb nu 222 steken, nog 2 x meerderen, dan kom ik aan het einde van de pas niet aan het 292 steken. Wat gaat er verkeerd? Graag reactie. Vriendelijke groet, Margriet S.
15.11.2023 - 16:20DROPS Design svaraði:
Dag Margriet,
A.1 heeft op het eind 20 steken in de breedte en omdat je A.1 14 keer in de breedte herhaalt heb je 280 steken, plus de steek van A.2 en de 5 voorbiessteken aan elke kant = 299 steken. Wanneer je nog 2 keer meerderingen moet maken zou je 263 steken op de naald moeten hebben. Waarschijnlijk is er ergens iets mis gegaan... Het is jammer dat ik niet mee kan kijken vanaf hier. Misschien heb je een ander aantal herhalingen?
18.11.2023 - 15:03
Jaroslava Hudrlíková skrifaði:
Nerozumím tomu pletení vzoru dle nákresu. Mezi jednotlivými 7 oky je kolik ok než pokračuji znova 7mi okami. Děkuji.
03.07.2023 - 17:31
Marianne Verduin skrifaði:
Bij het telpatroon: zijn daar alleen de naalden aan de goede kant aangegeven of de heen en weer naalden?
27.10.2022 - 09:24DROPS Design svaraði:
Dag Marianne,
In de telpatronen zijn altijd alle naalden weergegeven, dus zowel de heengaande als de teruggaande naalden.
27.10.2022 - 20:47
Marianne Verduin skrifaði:
Waar vind ik telpatroon A2?
25.10.2022 - 20:04DROPS Design svaraði:
Dag Marianne,
Deze staat naast telpatroon A.1 en is 1 steek breed.
26.10.2022 - 08:39
Cathy Dicharrry skrifaði:
J'ai fait le même modèle 3 fois, 1fois en taille 9/10 et 2 fois en taille 5/6 ans. Je trouve que les augmentations ne sont pas bien réparties, pas régulières donc l'allure du gilet est un peu bizarre... Dommage ! Je joins une photo de l'un d'entre eux...
14.10.2022 - 12:44
Lamb Dance#lambdancecardigan |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir börn úr DROPS Merino Extra Fine eða DROPS Lima. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með kindum, litamynstri, stroffprjóni og sléttprjóni. Stærð 3-12 ára.
DROPS Children 34-1 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prð frajónam og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 84 lykkjur), mínus kantlykkjur að framan á framstykkjum (= 10 lykkjur) = 74 og deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 7) = 10,5. Í þessu dæmi er lykkjum fækkað með því að prjóna til skiptis 9. og 10. hverja lykkju/10. og 11. hverja lykkju saman. Ef auka á út þá er notaður sami útreikningur, en slegið er þá uppá prjóninn til skiptis á eftir 10. og 11. hverja lykkju. Uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umferð svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Byrjið einni lykkju á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa tveggja lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn = 2 lykkjur fleiri. Í næstu umferð eru uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýju lykkjurnar með sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð = 2 lykkjur færri. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum á hægri kant að framan (þegar flíkin er mátuð). 1 hnappagat = byrjið frá röngu og prjónið 2. og 3. lykkju frá kanti slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist hnappagat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagati eftir 2 cm frá kanti í hálsmáli síðan er fellt af fyrir næstu 5-5-6-6-6 hnappagötum með 6 -7-6½-7-8 cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón ofan frá og niður, prjónið síðan fram- og bakstykki fram og til baka. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón. BERUSTYKKI: Fitjið upp 84-88-100-112-116 lykkjur á hringprjón 3 með litnum ljós gráblár. Prjónið 4 umferðir umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir, endið með 2 lykkjur slétt og 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 3 cm – munið eftir HNAPPAGAT í hægri kant að framan – sjá útskýringu að ofan og endið eftir 1 umferð frá réttu (= hægri kantur að framan – sjá útskýringu að ofan og endið eftir 1 umferð frá réttu (= kantur í hálsmáli). Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu þar sem fækkað er um 7-5-5-10-7 lykkjur jafnt yfir – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 77-83-95-102-109 lykkjur. Prjónið frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið mynstur eftir A.1 þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóni – ATH: Veldu mynsturteikningu fyrir rétta stærð (= 11-12-12-13-14 mynstureiningar með 6-6-7-7-7 lykkjum), prjónið A.2 yfir 1 lykkju og endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur og aukið út eins og útskýrt er í mynsturteikningu – sjá LEIÐBEININGAR og ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 og A.2 hefur verið prjónað til loka eru 209-227-251-271-291 lykkjur í umferð. Haldið áfram með litnum pistasía, í næstu umferð frá réttu er prjónað sléttprjón (garðaprjón yfir kanta að farman) og aukið er út um 13-11-5-1-1 lykkjur í umferð = 222-238-256-272-292 lykkjur í umferð. Prjónið sléttprjón (garðaprjón yfir kanta að framan) þar til stykkið mælist ca 18-18-19-20-21 cm frá uppfitjunarkanti mitt að framan. Næsta umferð frá réttu er prjónuð þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN, prjónið 31-33-36-36-37 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 44-48-51-54-62 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 6 nýjar lykkjur undir ermi, prjónið 62-66-72-82-84 lykkjur sléttprjón (= bakstykki), setjið næstu 44-48-51-54-62 lykkjur á nýjan þráð (= ermi), fitjið upp 6 nýjar lykkjur, prjónið 31-33-36-36-37 lykkjur (= framstykki) og prjónið 5 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN. FRAM- OG BAKSTYKKI: Nú eru 146-154-166-176-180 lykkjur í umferð. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Setjið 1 prjónamerki mitt á milli 6 nýrra lykkja sem fitjaðar voru upp í hvorri hlið. Prjónið sléttprjón fram og til baka með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 3 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvort prjónamerki (= 4 lykkjur fleiri) sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2! Endurtakið útaukningu með 3-4-5-6-7 cm millibili alls 3 sinnum = 158-166-178-188-192 lykkjur í umferð. Prjónið síðan áfram eins og áður þar til stykkið mælist ca 12-16-19-22-25 cm (eða að óskaðri lengd, nú eru eftir ca 4 cm til loka). Prjónið 1 umferð sléttprjón frá réttu þar sem aukið er út um 10-6-6-8-12 lykkjur jafnt yfir (ekki auka út yfir kanta að framan) = 168-172-184-196-204 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið næstu umferð frá röngu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 2 lykkjur brugðið, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *. Prjónið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir og prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Prjónið frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 2 lykkjur slétt, * prjónið 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir og prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram þar til stroffið mælist 4 cm. Í næstu umferð frá réttu, fellið laust af með garðaprjóni yfir garðaprjón, sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Klippið frá og festið enda. ERMI: Setjið til baka lykkjur af öðrum þræðinum yfir á stuttan hringprjón/sokkaprjóna 4 (= 44-48-51-53-62 lykkjur), prjónið upp 1 nýja lykkju í hverja af 6 lykkjum sem fitjaðar voru upp á fram- og bakstykki (= 50-54-57-59-68 lykkjur). Setjið 1 prjónamerki mitt í þessar 6 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til ermin mælist 2 cm. Fækkið nú um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki. Sjá leiðbeiningar ÚRTAKA-2. Haldið áfram í sléttprjóni og endurtakið úrtöku með 4-3½-4-4-3½ cm millibili þar til lykkjum hefur fækkað alls 5-7-7-8-10 sinnum = 40-40-43-43-48 lykkjur í umferð. Prjónið sléttprjón þar til ermin mælist 21-26-29-33-36 cm. Prjónið 1 umferð og aukið út jafnt yfir 4-4-5-4-4 lykkjur í umferð = 44-44-48-48-52 lykkjur. Skiptið yfir í sokkaprjóna 3 og prjónið stroff hringinn með 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið í 4 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Klippið frá og festið enda. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #lambdancecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 34-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.