Lise skrifaði:
På vrangborden str L skal man legge opp 254 m, mot slutten av VB skal man felle 6 +6+ 30 = 230, men det stemmer jo ikke ? 254 - 42 = 212. Skal det felles så mye på vrangbord siste runden ??
07.05.2019 - 23:42DROPS Design svaraði:
hei Lise. Så bra at du fant ut av det selv, god fornøyelse videre.
10.05.2019 - 07:57
Mira skrifaði:
Hi. Did I just found an error? Chart A3b, row 31 and chart A5b, row 32. Should that triangle face up, not down??? There is not one triangle (6 stitches) facing up...
11.03.2019 - 21:10DROPS Design svaraði:
Dear Mira, there was a symbol not used, all cables over 6 sts are worked the same way, diagrams were correct, diagram key has been updated, thank you. Happy knitting!
12.03.2019 - 12:26
Claudia skrifaði:
Hola en la explicación para las disminuciones del raglán dice que primero son dos puntos juntos de revés, dos reveses y después nuevamente dos puntos juntos de revés, es aquí donde surge mi duda pues usualmente al final se pasa un punto sin hacer, luego se teje un punto y el punto sin hacer se pasa por encima de est último. ¿Es correcto que antes y después se hagan dos puntos juntos? Muchas gracias por su ayuda.
08.02.2019 - 05:06DROPS Design svaraði:
Hola Claudia. Las explicaciones son correctas. Para el raglán se trabajan 2 puntos juntos de revés, 2 puntos de derecho, 2 puntos juntos de revés.
16.02.2019 - 20:17
Jenny De Jongh skrifaði:
Ik brei dit patroon precies zoals beschreven: met Drops Karisma en naald 3,5 voor de boord en 4,5 voor de rest. Helaas vind ik vooral de 'gerstekorrels' (patroon A.1) erg ruim. Je kunt als het ware door het breiwerk heen kijken. Op de wikkel van Karisma vind ik ook dat je moet breien met nl. 4 (i.p.v. 4,5). Daarnaast valt het patroon ook smaller dan in de omschrijving vermeld. I.p.v. 52 cm breedte heb ik nu 44 cm breed. Kortom: ik ben er niet zo blij mee...
11.01.2019 - 13:35DROPS Design svaraði:
Dag Jenny,
Heb je van te voren een proeflapje gemaakt om te kijken of de stekenverhouding klopt? Pas eventueel de naalddikte aan zodat de stekenverhouding klopt. De ene persoon breit losser dan de andere persoon, vandaar dat je altijd even een proeflapje moet maken.
13.01.2019 - 10:27
Louaked Evelyne skrifaði:
Bonsoir, pourquoi après avoir diminué 38m au 4eme rang ( après les 5cm de côtes ) vous dites que il reste 198 m pour moi il reste 180 m
23.12.2018 - 00:16DROPS Design svaraði:
Bonjour Louaked Evelyne! Tout d'abord il y a 218 m (taille S). Au 4eme rang, selon les schemats (A.3a, A.4a, A.5a), on a augmente 18 m. (218+18=236m). En meme temps on diminue 38m (au 4eme rang), vous avez 236-38=198m. Bon tricot!
27.12.2018 - 19:30
Camille Biaute skrifaði:
Bonjour,Je ne comprends pas l'explication des augmentations avec jeté. On tricote jusqu'à une maille du fil marqueur,on fait un jeté, deux mailles endroit, un jeté et on continue A1. Cela veut dire qu'on fait le premier jeté à cheval entre la fin d'un tour et le début d'un autre et de même pour l'autre côté.Merci
02.10.2018 - 00:24DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Bieaute, il y avait une erreur dans les mailles à tricoter: vous tricotez jusqu'à ce qu'il reste 1 m avant le marqueur, 1 jeté (= 1 augm), tricotez 2 m dans A.1 comme avant (= 1 maille avant le marqueur + 1 maille après le marqueur) et faites 1 jeté = vous avez augmenté 1 m de chaque côté du marqueur, et vous avez 2 m de A.1 sur le côté. Bon tricot!
02.10.2018 - 09:48Celina skrifaði:
La explicación a los diagramas es errónea, para todos los simbolos es la misma. Saludos y los felicito por sus patrones y lanas tan hermosas!
01.09.2018 - 21:24DROPS Design svaraði:
Hola Celina. Gracias, Ha sido un fallo de la publicación. Ya está corregido.
02.09.2018 - 18:38Celina skrifaði:
Hola quisiera hacer este suéter tejido de ida y vuelta, pienso que solo debo separar los puntos por la mitad aumentando el punto orillo, pero mi duda surge en la parte de los hombros del RANGLAN, se puede tejer por separado siguiendo las instrucciones del patrón? Y ya luego unir las piezas? (mangas, espalda y frente) Yo vivo en México y por acá no hay tienda donde pueda acudir a resolver mis dudas, pues pido mis lanas por internet. Ojalá me puedan orientar. Mil gracias,
31.08.2018 - 23:55DROPS Design svaraði:
Hola Celina, estás en lo correcto, aumentando con puntos orillo es suficiente, incluso para el RAGLÁN.
09.09.2018 - 18:35
Elisebeth skrifaði:
Takk for knakende gode tilbakemeldinger 🤣
15.08.2018 - 12:46DROPS Design svaraði:
Se svar på tidligere melding, beklager igjen for sent svar.
17.08.2018 - 07:38
Elisebeth S Askeland skrifaði:
Nobody that van answer in Norwegian ?
01.08.2018 - 19:41
Aure#auresweater |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir herra með laskalínu og köðlum. Stærð S - XXXL. Stykkið er prjónað úr DROPS Karisma eða DROPS Sky.
DROPS 185-9 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6 (mynsturteikning A.2 og A.6 á einungis við um stærð XL, XXL og XXXL). Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki og undir ermum): Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur, A.1 eins og áður (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt/brugðið og síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar inn í A.1. LASKALÍNA: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki. Prjónið 2 lykkjur brugðið saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), 2 lykkjur brugðið saman. Endurtakið úrtöku við hvert og eitt prjónamerki (= 8 lykkjur færri í hverri umferð). ÚRTAKA/ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð sem á að fækka (t.d. 26 lykkjur) og deilið lykkjunum með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 6) = 4,3. Í þessu dæmi þá eru prjónaðar 3. og 4. hver lykkja slétt saman. Ef auka á út þá er (í þessu dæmi) slegið 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverri lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón neðan frá og upp. Prjónaðir eru kaðlar á framstykki og perluprjón í hliðum, á bakstykki og á ermum. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. ATH: Stærð XL, XXL og XXXL eru með einum litlum kaðli (= A.2/A.6) fleiri í hvorri hlið en það sem ljósmynd sýnir. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 218-234-254-276-304-328 lykkjur á hringprjón 3,5 með DROPS Karisma eða DROPS Sky. Prjónið 1 umferð slétt. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= hlið). Prjónið nú stroff mismunandi eftir stærðum þannig: STÆRÐ S, M og L: Prjónið (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) yfir fyrstu 24-28-32 lykkjur, 2 lykkjur slétt, A.3a (= 10 lykkjur), A.4a (= 3 lykkjur), A.5a (= 26 lykkjur), A.4a, A.3a, prjónið (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) yfir þær 140-152-168 lykkjur sem eftir eru. STÆRÐ XL, XXL og XXXL: Prjónið (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) yfir fyrstu 32-40-44 lykkjur, 2 lykkjur slétt, prjónið A.2a (= 5 lykkjur), A.3a (= 10 lykkjur), A.4a (= 3 lykkjur), A.5a (= 26 lykkjur), A.4a, A.3a, A.6a (= 5 lykkjur), prjónið (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) yfir 180-200-220 lykkjur sem eftir eru. Haldið svona áfram hringinn og endurtakið 3 fyrstu umferðir í mynsturteikningu þar til stroffið mælist 5 cm. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið sléttar lykkjur yfir fyrstu 26-30-34-34-42-46 lykkjur og fækkið jafnframt 6-6-6-8-8-8 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚRTAKA/ÚTAUKNING, prjónið síðustu umferð í mynsturteikningu yfir næstu 52-52-52-62-62-62 lykkjur, prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 26-30-34-34-42-46 lykkjur og fækkið jafnframt um 6-6-6-8-8-8 lykkjur jafnt yfir, prjónið sléttar lykkjur yfir þær lykkjur sem eftir eru í umferð og fækkið jafnframt um 26-26-30-32-32-36 lykkjur jafnt yfir = 198-214-230-248-276-296 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið nú mynstur mismunandi eftir stærðum þannig: STÆRÐ S, M og L: (prjónamerki í hlið er hér = byrjun á umferð), prjónið A.1 (= 2 lykkjur) yfir fyrstu 20-24-28 lykkjurnar, A.3b (= 14 lykkjur), A.4b (= 4 lykkjur), A.5b (= 34 lykkjur), A.4b, A.3b, A.1 yfir næstu 20-24-28 lykkjur, setjið eitt prjónamerki hér (= hin hliðin), prjónið A.1 yfir næstu 88-96-104 lykkjur. STÆRÐ XL, XXL og XXXL: (prjónamerki í hlið er hér = byrjun á umferð), prjónið A.1 (= 2 lykkjur) yfir fyrstu 26-34-38 lykkjur, A.2b (= 6 lykkjur), A.3b (= 14 lykkjur), A.4b (= 4 lykkjur), A.5b (= 34 lykkjur), A.4b, A.3b, A.6b (= 6 lykkjur), A.1 yfir næstu 26-34-38 lykkjur, setjið eitt prjónamerki hér (= hin hliðin), prjónið A.1 yfir næstu 114-126-138 lykkjur. Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 8-8-8-9-9-9 cm aukið út um 2 lykkjur í hvorri hlið – lesið ÚTAUKNING. Aukið svona út í 8. hverjum cm alls 4 sinnum = 214-230-246-264-292-312 lykkjur. Þegar stykkið mælist 36-36-37-37-37-37 cm prjónið eina umferð þar sem felldar eru af 12-12-14-14-16-18 lykkjur í hvorri hlið fyrir handveg (= 6-6-7-7-8-9 lykkjur hvoru megin við prjónamerki í hvorri hlið = 190-206-218-236-260-276 lykkjur í umferð. Klippið frá. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 56-60-60-64-64-68 lykkjur á sokkaprjón 3,5 með DROPS Karisma eða DROPS Sky. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 5 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 14-16-14-16-14-16 lykkjur jafnt yfir = 42-44-46-48-50-52 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 4,5. Setjið eitt prjónamerki í byrjun umferðar. Prjónið mynsturteikningu A.1 hringinn. Þegar ermin mælist 5-7-6-11-9-7 cm frá uppfitjunarkanti er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki mitt undir ermi (= 2 lykkjur fleiri) – munið eftir ÚTAUKNING. Aukið svona út í 8-6-5-4-4-4 hverri umferð alls 14-17-20-21-22-23 sinnum = 70-78-86-90-94-98 lykkjur. Þegar ermin mælist 49-48-47-46-45-45 cm (ATH: Styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis) fellið af miðju 12-12-14-14-16-18 lykkjur undir ermi (þ.e.a.s. 6-6-7-7-8-9 lykkjur hvoru megin við prjónamerki) = 58-66-72-76-78-80 lykkjur. Geymið stykkið og prjónið aðra ermi á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handveg = 306-338-362-388-416-436 lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Byrjið í skiptingunni á eftir ermi og á undan fram- og bakstykki og prjónið mynstur eins og áður þannig: Prjónið 4-4-4-4-6-8 lykkjur, setjið eitt prjónamerki hér (ATH: Þetta er byrjun umferðar), prjónið 76-84-90-100-106-112 lykkjur (= bakstykki), setjið eitt prjónamerki hér, prjónið 66-74-80-84-90-96 lykkjur (= ermi), setjið eitt prjónamerki hér, prjónið 98-106-112-120-130-132 lykkjur (= framstykki), setjið eitt prjónamerki hér, prjónið 66-74-80-84-90-96 lykkjur (= ermi). Haldið áfram með mynstur eins og áður og prjónið 1 umferð slétt hvoru megin við 4 prjónamerki í stykki. Í næstu umferð byrjar úrtaka fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Fækkið lykkjum svona í 4. hverri umferð 3-2-0-0-0-0 sinnum og í annarri hverri umferð 20-25-30-32-35-38 sinnum (= alls 23-27-30-32-35-38 umferðir með úrtöku) = 122-122-122-132-136-132 lykkjur. Eftir því sem lykkjum er fækkað fyrir laskalínu og ekki eru nægilega margar lykkjur eftir til þess að prjóna kaðlana á framstykki, prjónið sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur. Þegar öll úrtaka hefur verið gerð mælist stykkið ca 21-23-24-26-28-30 cm. Prjónið sléttar lykkjur yfir lykkjur á bakstykki, prjónið sléttar lykkjur yfir þær lykkjur sem eftir eru (2 ermar og framstykki) og fækkið jafnframt um 22-22-22-16-16-12 lykkjur jafnt yfir = 100-100-100-116-120-120 lykkjur. HÁLSMÁL: Skiptið yfir á stuttan hringprjón 3,5. Prjónið 1 umferð brugðið. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 8-8-12-8-8-8 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING = 108-108-112-124-128-128 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið og 1 umferð slétt. Prjónið stroff ( 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Klippið frá og festið enda. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #auresweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 185-9
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.