DROPS / 185 / 2

Siberia by DROPS Design

Prjónuð peysa fyrir herra með köðlum. Stærð 13/14 ára – XXXL. Stykkið er prjónað úr DROPS Merino Extra Fine.

Leitarorð: kaðall, peysur,

DROPS Design: Mynstur me-124
Garnflokkur B
-----------------------------------------------------------
Stærð:
13/14 ára - S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS MERINO EXTRA FINE frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
700-750-850-950-1000-1100-1200 g litur 01, natur

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur B)" – sjá tengil að neðan.

DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (80 cm) NR 4 – eða þá stærð sem þarf til að 21 lykkja og 28 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40 og 80 cm) NR 3,5 fyrir stroff - eða þá stærð sem þarf til að 22 lykkjur og 30 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS KAÐLAPRJÓNN – fyrir kaðla.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (35)

100% Ull
frá 748.00 kr /50g
DROPS Merino Extra Fine uni colour DROPS Merino Extra Fine uni colour 748.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Merino Extra Fine mix DROPS Merino Extra Fine mix 748.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 10472kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

ÚRTAKA/ÚTAUKNING (jafnt yfir):
Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 218 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 10) = 21,8.
Í þessu dæmi er aukið út til skiptis eftir ca 21. og 22. hverja lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat.
Ef fækka á lykkjum jafnt yfir eru (í þessu dæmi) prjónaðar til skiptis ca 20. og 21. hver lykkja og 21. og 22. hver lykkja slétt saman.

ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki og ermar):
Byrjið einni lykkju á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa tveggja lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð eru uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýju lykkjurnar með sléttprjóni.

AFFELLING:
Fækkið um 1 lykkju jafnframt því sem fellt er af þannig: Prjónið 2 lykkjur saman, prjónið 1 lykkju, steypið yfir fyrir affellingu (= 1 auka lykkja færri).
----------------------------------------------------------

PEYSA:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjón upp að handveg, síðan er framstykki og bakstykki prjónað fram og til baka hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna upp að handveg, síðan er ermin prjónuð fram og til baka. Að lokum eru ermarnar saumaðar við handveg og axlir á fram og bakstykki.

FRAM- OG BAKSTYKKI:
Fitjið upp 218-230-246-264-280-298-314 lykkjur á hringprjón 3,5 með Merino Extra Fine. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan! Prjónið síðan stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðin). Þegar stykkið mælist 5 cm eru prjónaðar 2 umferðir garðaprjón, JAFNFRAMT er aukið út um 10-10-10-12-12-14-14 lykkjur jafnt yfir í fyrstu umferð – lesið ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 228-240-256-276-292-312-328. Setjið 2 prjónamerki í stykkið, eitt í byrjun umferðar og eitt eftir 114-120-128-138-146-156-164 lykkjur (= í hvora hlið). Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið MYNSTUR þannig – sjá útskýringu að ofan: * Prjónið 20-23-27-27-31-31-35 lykkjur sléttprjón, A.1 (= 22 lykkjur), A.2 (= 10 lykkjur) yfir næstu 30-30-30-40-40-50-50 lykkjurnar (= 3-3-3-4-4-5-5 mynstureiningar á breiddina), A.3 (= 22 lykkjur), 20-23-27-27-31-31-35 lykkjur sléttprjón, prjónamerki er staðsett hér *, prjónið frá *-* 1 sinni til viðbótar.
ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið svona áfram með mynstur og endurtekningu á mynsturteikningu á hæðina. Þegar stykkið mælist 9 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki á hvorri hlið – lesið ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 6-8-8-9-9-9-10 cm millibili alls 5 sinnum = 248-260-276-296-312-332-348 lykkjur. Þegar stykkið mælist 38-47-48-49-50-51-52 cm fellið af 6 lykkjur fyrir handveg á hvorri hlið (fellið af 3 lykkjur hvoru megin við prjónamerki á hvorri hlið) og hvort stykki er prjónað fyrir sig.

BAKSTYKKI:
= 118-124-132-142-150-160-168 lykkjur. Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón. Haldið áfram með mynstur, sléttprjón og 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið, JAFNFRAMT er haldið áfram með affellingu fyrir handveg í byrjun hverrar umferðar á hvorri hlið þannig: 2 lykkjur 3-3-4-4-4-4-5 sinnum og 1 lykkja 1-0-1-1-2-2-2 sinnum = 104-112-114-124-130-140-144 lykkjur. Þegar stykkið mælist 49-59-61-63-65-67-69 cm fellið af, JAFNFRAMT er fækkað um 20-20-20-22-18-24-24 lykkjur jafnt yfir lykkjurnar í mynsturteikningu A.1, A.2 og A.3 – lestið AFFELING.

FRAMSTYKKI:
= 118-124-132-142-150-160-168 lykkjur. Haldið áfram með mynstur, sléttprjón og 1 kantlykkju með garðaprjóni á hvorri hlið, JAFNFRAMT er fellt af fyrir handveg eins og á bakstykki = 104-112-114-124-130-140-144 lykkjur. Þegar stykkið mælist 46-56-58-60-62-64-66 cm fækkið um 10-10-10-12-12-12 lykkjur jafnt yfir miðju 40-40-40-48-48-48-48 lykkjurnar áður en þessar lykkjur eru settar á band fyrir hálsmáli (= 30-30-30-36-36-36 lykkjur á bandi fyrir hálsmáli). Prjónið síðan hvora öxl til loka fyrir sig. Í næstu umferð frá hálsi eru felldar af 2 lykkjur = 30-34-35-36-39-44-46 lykkjur.
Þegar stykkið mælist 49-59-61-63-65-67-69 cm (stillið af eftir bakstykki) fellið af, JAFNFRAMT er fækkað um 5-5-4-5-3-6-6 lykkjur jafnt yfir 15-15-15-16-16-21-21 lykkjur við háls – munið eftir AFFELLING.
Prjónið hina öxlina alveg eins.

HÆGRI ERMI:
Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 56-58-60-62-64-66-68 lykkjur á sokkaprjón 3,5 með Merino Extra Fine. Prjónið 4 umferðir garðaprjón.
Prjónið síðan stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðin) þar til stykkið mælist 10 cm. Prjónið 2 umferðir garðaprjón, JAFNFRAMT er fækkað um 5 lykkjur jafnt yfir = 51-53-55-57-59-61-63 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar. Skiptið yfir á sokkaprjón 4 og prjónið mynstur í næstu umferð þannig: Sléttprjón yfir fyrstu 4-5-6-7-8-9-10 lykkjurnar, prjónið A.4 yfir næstu 42 lykkjurnar, prjónið fyrstu lykkjuna í A.4, 4-5-6-7-8-9-10 lykkjur sléttprjón. Haldið áfram með mynstur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 13-12-13-12-12-14-13 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – munið eftir ÚTAUKNING! Aukið svona út með 2-2½-2-2-2-1½-1½ cm millibili alls 14-15-16-17-18-19-20 sinnum = 79-83-87-91-95-99-103 lykkjur. Þegar stykkið mælist 45-50-50-49-49-48-48 cm fellið af 6 lykkjur mitt undir ermi (fellið af 3 lykkjur hvoru megin við prjónamerki). Prjónið síðan ermina fram og til baka. JAFNFRAMT er fellt af fyrir ermakúpu í byrjun á hverri umferð á hvorri hlið þannig: 2 lykkjur 2-4-6-7-9-10-12 sinnum og 1 lykkja 12-10-8-8-6-6-4 sinnum = 41 lykkja eftir í öllum stærðum. Stykkið mælist nú 55-60-60-60-60-60-60 cm. HÉÐAN ER NÚ MÆLT!
Haldið áfram með mynstur yfir þær lykkjur sem eftir eru þar til stykkið mælist 12-14-13-15-17-18-19 cm. Fellið síðan af á hægri hlið, í byrjun á hverri umferð frá réttu þannig: 19 lykkjur 1 sinni JAFNFRAMT þar sem 8 af þessum 19 lykkjum eru prjónaðar saman 2 og 2 áður en fellt er af, 3 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 1 sinni. Prjónið 3 umferðir án úrtöku. Fækkið um 1 lykkju í næstu umferð = 16 lykkjur eftir í öllum stærðum. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 19-21-22-24-26-27-28 cm. Öll ermin mælist ca 74-81-82-84-86-87-88 cm.

VINSTRI ERMI:
Prjónið eins og hægri ermi, en fellt er af efst á gangstæðri hlið, þ.e.a.s. í byrjun hverrar umferðar frá röngu.

FRÁGANGUR:
Saumið saman ermar við miðju að aftan innan við affellingarkantinn á hvorri ermi. Saumið ermar í við fram- og bakstykki á búk í ystu lykkjubogana þannig: Saumið saum frá handveg og upp meðfram öxl á bakstykki að miðju að aftan. Endurtakið á hinni hliðinni. Saumið alveg eins frá handveg og upp meðfram öxl á framstykki upp að hálsi. Endurtakið á hinni hliðinni.

KANTUR Í HÁLSI:
Prjónið upp 94-94-108-108-108-108-108 lykkjur í kringum kant í hálsi (meðtaldar lykkjur af bandi) á stuttan hringprjón 3,5 með Merino Extra Fine. Prjónið 4 umferðir garðaprjón, JAFNFRAMT í síðustu umferð er aukið út um 22-22-26-26-26-26-26 lykkjur jafnt yfir = 116-116-134-134-134-134-134 lykkjur. Prjónið síðan stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðin). Þegar stroffið mælist 8 cm eru prjónaðar 2 umferðir garðaprjón. Fellið af. Brjótið kantinn í hálsi saman tvöfaldan og saumið inn að innanverðu, garðaprjón að garðaprjóni.

Þetta mynstur hefur verið leiðrétt. .

Yfirfarið á vefsvæði: 25.10.2017
Engin ville, en mynsturteikning A.1 og A.3 hefur verið einfölduð + það er búið að leggja inn auka línu undir FRAM- OG BAKSTYKKI (= MUNIÐ EFTIR PRJÓNFESTUNNI! Haldið svona áfram með mynstur og endurtekningu á mynsturteikningu á hæðina. Þegar stykkið mælist 9 cm...).

Mynstur

= slétt frá réttu, brugðið frá röngu
= brugðið frá réttu, slétt frá röngu
= setjið 1 lykkju á kaðlaprjón aftan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt, prjónið lykkju af kaðlaprjóni slétt
= setjið 1 lykkju á kaðlaprjón aftan við stykkið, prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið lykkju af kaðlaprjóni brugðna
= setjið 2 lykkjur á kaðlaprjón framan við stykkið, prjónið 1 lykkju brugðna, prjónið 2 lykkjur af kaðlaprjóni slétt
= setjið 2 lykkjur á kaðlaprjón aftan við stykkið, prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið 2 lykkjur af kaðlaprjóni slétt
= setjið 2 lykkjur á kaðlaprjón framan við stykkið, prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið 2 lykkjur af kaðlaprjóni sléttAthugasemdir (35)

Skrifa athugasemd!

Melka Doris 03.02.2019 - 17:01:

Sehr geehrte Damen und Herren, leider verstehe ich die Anleitung beim Abnehmen für den Halsauschnitt beim Rückenteil nicht " bei einer Länge von .... cm abketten. Gleichzeitig ..... Maschen..... abnehmen." Wieviel Maschen abketten? Über welche Höhe die Abnahmen verteilen? Auch die Anleitung für das Vorderteil ist für mich nicht ganz klar verständlich. Für Hilfe wäre ich sehr dankbar. Viele Grüße D. Melka

DROPS Design 04.02.2019 kl. 12:49:

Liebe Frau Melka, alle Maschen werden hier abgekettet, aber damit die Breite richtig bleibt (Zöpfe brauchen mehr Maschen in der Breite), soll man gleichmäßig verteilt abnehmen - wie in diesem Video erklärt und wie unter TIPP ZUM ABKETTEN beschrieben. Viel Spaß beim stricken!

Martine Dutour 16.01.2019 - 11:50:

Je suis surprise de ne plus trouver ma liste de favoris ? Y a-t-il eu une modification ? Par avance merci !

DROPS Design 16.01.2019 kl. 13:08:

Bonjour Mme Dutour, elles sont provisoirement inaccessibles mais seront très vite de retour, merci pour votre patience. Bon tricot!

Tina 06.01.2019 - 16:54:

Hallo, Habe eine Frage bzgl des Ärmels. Werden auf der rechten Seite beim rechten Ärmel 19 M auf einmal abgenommen und dann auf der re Seite 1x 3 M und 1x 2 M, oder die 1x3 und 1x 2 Maschen auf der linken Seite? Danke für die Antwort.

DROPS Design 07.01.2019 kl. 11:28:

Liebe Tina, die 1 x 19 M sowie die 1 x 3 M, 1 x 2 M werden alle am Anfang einer Hinreihe abgekettet (= auf der rechten Seite bei der rechten Ärmel - von der Vorderseite gesehen). Viel Spaß beim stricken!

Diane 17.12.2018 - 09:25:

At 15 cm (75 cm from the beginning) I am to bind off 19 of the 41 stitches. Will that not make the top of the sleeve asymmetrical? or is the saddle only for the front part of the sweater and not for the back. Please clarify. A diagram of the top part of the sleeve would sure be helpful.

DROPS Design 17.12.2018 kl. 10:23:

Dear Diane, these stitches will shape the neck, on left sleeve you will cast off at the beg of row from WS (instead at of the beg of row from RS) and this will be then symetrical. Happy knitting!

Evelynelouaked 16.12.2018 - 15:34:

Bonjour, pourriez vous me indiquer comment on diminue les 19 m. du haut des manches faut il les répartir sur le rang et seulement tricoter 8m deux par deux ?

DROPS Design 17.12.2018 kl. 10:04:

Bonjour! Avant de rabattre nous avons 41 m dans toutes les tailles. Maintenant on diminue 1 fois 19 m, EN MEME TEMPS tricoter 8 de ces mailles ensemble 2 par 2 à l’endroit avant de les rabattre. Comment le faire vous troverez ICI. Bon tricot!

Diane 16.12.2018 - 03:39:

The diagram shows the shoulder saddle being 15 cm long (size L). On the picture, the ridges in the saddles are all straight. Does that indicate that the decreases from 41 to 19 stitches happen on the same row? After how many cm?

DROPS Design 17.12.2018 kl. 10:02:

Dear Diane, in size L you work pattern straight for 15 cm (= shoulder) then bind off at the beg from each row from RS (see previous answer below) to shape neckline. Happy knitting!

Diane 14.12.2018 - 22:07:

Instructions for top of the sleeve are ambiguous. Length is 60 cm at 41 stitches. Another 15 cm would be 75 cm from beginning. You must decrease from 41 to 16 stitches over the next 9 cm to wind up with a total length of 84. If I decrease 1 stitch at the beginning of the each of the next 25 rows, I wind up with 16 stitches, and pretty close to 84 cm in total length. Is that close to what I should be doing?

DROPS Design 17.12.2018 kl. 09:14:

Dear Diane, after sleeves measures 15 cm (= 75 cm in total), bind off at the beg of each row from RS (on the right side of piece seen from RS on right sleeve): bind off 19 sts, work to end of this RS row (41-19=22 sts remain) , turn and work WS row, turn. Bind off 3 sts at the beg of next row from RS (=19 sts), work to end of row, turn and work WS row. Bind off 2 sts at the beg of next row from RS (17 sts), turn and work 3 rows. Bind off 1 st at the beg of next row from RS (= 16 sts remain). Happy knitting!

Claire 13.12.2018 - 14:16:

Bonjour Merci pour la grande variété de modéles que vous proposez . Par contre je rencontre un problème avec le haut des manches . Je ne comprends pas les dernières diminutions ( à partir de 19 m ) . pouvez vous m'aider ? Merci

DROPS Design 13.12.2018 kl. 14:49:

Bonjour Claire, pour la même largeur, il faudra plus de mailles pour des torsades, donc en rabattant ces 19 m, on va diminuer en même temps 8 m - comme le montre cette vidéo, ainsi la largeur des mailles rabattues sera correcte. On continue ensuite à rabattre tous les 2 rangs sur l'endroit 1 x 3 m et 1 x 2 m, on tricote 3 rangs et on rabat 1 m au début du rang suivant sur l'endroit = il reste 16 m que l'on tricote jusqu'à la hauteur indiquée. Bon tricot!

Giedi 11.12.2018 - 21:25:

Jeg har strikket arbejdet rundt 50 cm og skal nu dele arbejdet og samtidigt tage ind til ærmegab, altså strikke frem og tilbage, som opskriften siger. Jeg kan slet ikke forestille mig at skulle strikke mønster med snoninger "bagvendt", altså fra arbejdets vrangside. Har jeg misforstået det hele, eller er det virkelig meningen?

DROPS Design 12.12.2018 kl. 08:06:

Hei Giedi. Det stemmer. Se til at du avpasser slik at flettingene gjøres fra rettsiden, så blir vrangsiden kun rette og vrange masker. God fornøyelse

Wallerich 11.12.2018 - 16:53:

Serait-il possible d’avoir une vidéo ou photo pour le montage ( couture) des manches svp. Surtout une photo du dos, je ne comprends pas bien jusqu’où doit aller la patte de l’épaule et comment l’intégrer après au col. Merci

DROPS Design 12.12.2018 kl. 08:22:

Bonjour Mme Wallerich, regardez bien le schéma des mesures, assemblez d'abord entre elles les mailles rabattues des manches puis assemblez ce côté des deux manches le long des mailles rabattues en haut du dos, et faites la couture le long des emmanchures dos/devant. La partie la plus courte du haut des manches se place le long de chaque côté du devant (de chaque côté de l'encolure). Pour le col, relevez les mailles le long de la manche gauche (à partir du milieu dos), de l'encolure devant puis le long de la manche droite. Bon tricot!

Skrifaðu athugasemd um DROPS 185-2

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst.

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.