Joyce Iszard skrifaði:
I purchased this pattern, on starting to knit discover the right hand side of the pattern instruction are missing, as I use this printer all time and this hasn’t happen before could you please resend. Thank you for your help Joyce
17.01.2026 - 20:43DROPS Design svaraði:
Hi Joyce, the pattern is available for free on our website HERE. Happy knitting!
17.01.2026 - 22:32
Corinne skrifaði:
Bonjour, concernant les mitaines en petite taille, on a 50 mailles avant les augmentations du gousset. On doit augmenter 6 fois 2 mailles et et vous indiquez une augmentation total de 13 mailles. Est-ce une erreur ou y a t il quelque chose que je n’ai pas compris. Merci d’avance pour votre réponse . Bonne nouvelle année
08.01.2026 - 17:22DROPS Design svaraði:
Bonjour Corinne, vous augmentez pour le pouce 6 fois au total de chaque côté de la maille du pouce, autrement dit vous aurez 6 augmentations, 1 maille pour le pouce (l'avant-dernière maille pour la mitaine gauche) et 6 augmentations soit 13 mailles au total pour le pouce. Bon tricot!
09.01.2026 - 08:40
Lilja Dögg skrifaði:
Rangur lykkjufjöldi í uppfiti á vinstri handstúkunni. Þar er talað um 67 lykkjur en á hægri á að fitja upp 64 lykkjur.
28.12.2025 - 19:11DROPS Design svaraði:
Blessuð Lilja Dögg. Takk fyrir ábendinguna, þetta hefur verið leiðrétt.
30.12.2025 - 11:52
Connie Hansen skrifaði:
Diagram A1 pandebånd 182-12 ser ud til at mangle nogle rækker ellers skal der være 2 store snoninger ovenpå hinanden med 1 pind mellem sidste og første Diagram pind i hver side Vh Connie
26.12.2025 - 19:03DROPS Design svaraði:
Hei Connie. Litt usikker på hva du mener, men diagrammet skal stemme. Se på de 2 bildene i #dropsfan galleriet helt nederst på siden. Der ser man flettene bedre. Om du tenker på de 2 flettene i siden på diagrammet, så strikkes det etter diagram A.1 og når man har strikket 20 pinner, skal man starte på 1. pinne igjen, bortsett fra maske nr. 8.-11 (flette) og 44.-47 (flette). Disse skal forsettes 4 pinner til, før man starter på 1. pinne igjen. Så da må man følge godt med på hvor i diagrammet man er. mvh DROPS Design
05.01.2026 - 12:56
Emsy80 skrifaði:
Bonjour, pour les mitaines, quel type de montage des mailles est recommandé pour ce modèle svp?
23.11.2025 - 10:42DROPS Design svaraði:
Bonjour Emsy80, vous pouvez utiliser votre technique de montage préférée, veillez juste à ce qu'elle ne soit pas trop serrée pour éviter de resserrer la bordure; découvrez ici différentes techniques de montage. Bon tricot!
24.11.2025 - 09:40
Malene skrifaði:
Hej hvordan finder jeg ud af hvilken størrelse jeg skal have? Hvad for nogle mål skal man bruge? kan ikke finde måleskitsen.
02.04.2025 - 16:54DROPS Design svaraði:
Hei Malene. Ingen målskisse. Du finner målene øverst i oppskriften. mvh DROPS Design
07.04.2025 - 10:57
Ramona Ebrahim skrifaði:
Guten Tag Bei der Zunahme für daumenkeil links sind die beiden letzten Maschen von Nadel 4 gemeint nach dem Muster oder vielen Dank
07.01.2025 - 16:57DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Ebrahim, bei dem linken Pulswärmer wird man für den Daumenkeil beidseitig von der vorletzte Masche der Runde (die 2. Masche vor der Ende der Runde/der 4. Nadel). Beim rechten Pulswärmer wird man dann beidseitig von der 2. Masche der Rune zunehmen (= die 2. Masche der 1. Nadel). Viel Spaß beim Stricken!
07.01.2025 - 17:19
Ramona Ebrahim skrifaði:
Guten Tag Bei der Zunahme für daumenkeil links sind die beiden letzten Maschen von Nadel 4 gemeint nach dem Muster oder vielen Dank
07.01.2025 - 16:55
Christina skrifaði:
Hallo, sind in A1 auch die Rückreihen eingezeichnet oder sind es nur die hinreihen? Danke und liebe Grüße
31.08.2024 - 17:31DROPS Design svaraði:
Liebe Christina, die Diagramme zeigen alle Hin- und Rückreihen. Dabei werden die Hinreihen von rechts nach links und die Rückreihen von links nach rechts gelesen. Viel Spaß beim Stricken!
31.08.2024 - 19:56
Marca skrifaði:
Kan ik het patroon vd polswarmers ook met rondbreinaalden breien ipv naalden zonder knop? En zo ja, kan ik het patroon dan gewoon letterlijk volgen?? En hoe lang moet mijn kabel dan zijn (ik heb 40, 60 en 80)?
28.11.2023 - 18:20DROPS Design svaraði:
Dag Marca,
Jazeker dat kan. Kijk even welke lengte voor jou het handigst werkt. Zelf werk ik liever met een wat langere draad in combinatie met de magic loop techiek.
29.11.2023 - 09:31
Annely#annelyset |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónað eyrnaband og handstúkur með köðlum úr DROPS Flora.
DROPS 182-12 |
|||||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Eyrnaband: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Handstúkur: Sjá mynsturteikningu A.2 til A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um eyrnaband): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 54 lykkjur), mínus kantlykkjur að framan (t.d. 6 lykkjur) og deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 12) = 4. Í þessu dæmi þá eru prjónaðar ca 3. og 4. hver lykkja slétt saman og ekki er lykkjum fækkað yfir kantlykkjur. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 (á við um op fyrir þumalfingur á handstúkum): Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Aukið síðan út hvoru megin við útauknar lykkjur þannig að það myndist op. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2 (á við um handstúkur): Til þess að reikna út hvernig fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 50 lykkjur), mínus lykkjur sem ekki á að auka út yfir (t.d. 22 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 14) = 2. Í þessu dæmi þá er aukið út á eftir annarri hverri lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- EYRNABAND - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka. EYRNABAND: Fitjið upp 42 lykkjur á prjón 2,5 með DROPS Flora. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 3 sléttar kantlykkjur, * 3 sléttar lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, endurtakið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni og endið með 3 sléttum kantlykkjum = 54 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu með 3 sléttum kantlykkjum í hvorri hlið (uppslátturinn er prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat). Prjónið síðan A.1 (= 54 lykkjur) þar til stykkið mælist ca 48-54 cm – endið eftir 6. umferð í A.1 þannig að mynstrið byrji og endi eins. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu og fækkið JAFNFRAMT um 12 lykkjur jafnt yfir – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA = 42 lykkjur. Prjónið 5 umferðir slétt og fellið síðan laust af með sléttum lykkjum frá réttu. BAND: Stykkið er prjónað fram og til baka. Fitjið upp 14 lykkjur á prjón 2,5 með DROPS Flora. Prjónið 2 umferðir garðaprjón. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, prjónið A.2 yfir næstu 12 lykkjur (= 3 mynstureiningar með 4 lykkjum), endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist 10 cm. Prjónið 2 umferðir garðaprjón og fellið síðan laust af með sléttum lykkjum frá réttu. Klippið frá, setjið bandið saman í hring og saumið affellingarkantinn saman við uppfitjunarkantinn með einu spori í hverja lykkju. Dragið eyrnabandið sjálft í gegnum hringinn. Saumið eyrnabandið saman við miðju að framan – saumið affellingarkantinn við uppfitjunarkantinn með einu spori í hverja lykkju. Staðsetjið bandið við miðju að framan þannig að saumurinn sjáist ekki. ------------------------------------------------------- HANDSTÚKUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. VINSTRI HANDSTÚKA: Fitjið upp 64-72 lykkjur á sokkaprjón 2,5 með DROPS Flora. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan A.2 hringinn (= 16-18 mynstureiningar með 4 lykkjum). Þegar stykkið mælist 5-6 cm eru lykkjur í hverjum kaðli prjónaðar slétt saman 2 og 2 umferðina hringinn (aðrar lykkjur eru prjónaðar brugðið) = 48-54 lykkjur. Prjónið síðan sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur þar til stykkið mælist 10-11 cm. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Næsta umferð er prjónuð þannig: S/M: Prjónið 2 lykkjur slétt, 9 lykkjur brugðið, prjónið 1 lykkju slétt framan í og aftan í hvora af næstu 2 lykkjum (= 2 lykkjur fleiri), prjónið 9 lykkjur brugðið og 26 lykkjur slétt = 50 lykkjur. L/XL: Prjónið 3 lykkjur slétt, 9 lykkjur brugðið, prjónið 1 lykkju slétt framan í og aftan í hvora af 2 næstu lykkjum (= 2 lykkjur fleiri), 9 lykkjur brugðið, prjónið 31 lykkju slétt og fækkið jafnframt um 2 lykkjur jafnt yfir þessar 31 lykkjur = 54 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð í báðum stærðum þannig: 2-3 lykkjur sléttprjón, prjónið A.3 (= 22 lykkjur) og prjónið 26-29 lykkjur sléttprjón. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist 14-15 cm byrjar útaukning fyrir op fyrir þumalfingur. Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við síðustu lykkju í umferð (þ.e.a.s. innan í hönd) – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1. Aukið svona út hvoru megin við útauknar lykkjur í 3. hverri umferð alls 6-7 sinnum = 13-15 þumallykkjur og alls 62-68 lykkjur í umferð. Þegar stykkið mælist 19-21 cm eru 13-15 þumallykkjur + 1 lykkja hvoru megin við þær settar á þráð (= 15-17 lykkjur á þræði). Í næstu umferð eru fitjaðar upp 3 nýjar lykkjur á prjóninn yfir lykkjur á þræði = 50-54 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og A.3 eins og áður þar til stykkið mælist 21-22 cm. Prjónið 1 umferð slétt og aukið jafnframt út um 14 lykkjur jafnt yfir í báðum stærðum – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2 (ekki er aukið út um 22 lykkjur í A.3) = 64-68 lykkjur. Prjónið síðan A.2 hringinn – ATH: A.4 sýnir hvernig A.2 passar yfir A.3, það eiga að vera 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur kaðlar alla umferðina hringinn. Þegar prjónaðar hafa verið 10 umferðir með A.2 mælist öll handstúkan ca 24-25 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. ÞUMALFINGUR: Setjið til baka 15-17 þumallykkjur af þræði á sokkaprjón 2,5 og prjónið að auki upp 9-7 lykkjur í kanti á bakhlið á þumallykkjum (þ.e.a.s. prjónið upp 1 lykkju í hverja af þeim 3 lykkjum sem fitjaðar voru upp + 3-2 lykkjur hvoru megin við þessar 3 lykkjur) = 24-24 lykkjur. Prjónið 3-5 umferðir sléttprjón hringinn. Prjónið síðan 6 umferðir með A.2 áður en fellt er af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. HÆGRI HANDSTÚKA: Fitjið upp 64-72 lykkjur á sokkaprjón 2,5 með DROPS Flora. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan A.2 hringinn (= 16-18 mynstureiningar með 4 lykkjum). Þegar stykkið mælist 5-6 cm eru lykkjur í hverjum kaðli prjónaðar slétt saman 2 og 2 umferðina hringinn (aðrar lykkjur eru prjónaðar brugðið) = 48-54 lykkjur. Prjónið síðan sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur þar til stykkið mælist 10-11 cm. Næsta umferð er prjónuð þannig: S/M: Prjónið 26 lykkjur slétt, 9 lykkjur brugðið, prjónið 1 lykkju slétt framan í og aftan í hvora af 2 næstu lykkjum (= 2 lykkjur fleiri), prjónið 9 lykkjur brugðið og 2 lykkjur slétt = 50 lykkjur. L/XL: Prjónið 31 lykkju slétt og fækkið jafnframt um 2 lykkjur jafnt yfir þessar 31 lykkjur, prjónið 9 lykkjur brugðið, prjónið 1 lykkju framan í og aftan í hvora af næstu 2 lykkjum (= 2 lykkjur fleiri), prjónið 9 lykkjur brugðið og 3 lykkjur slétt = 54 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð í báðum stærðum þannig: 26-29 lykkjur sléttprjón, prjónið A.3 (= 22 lykkjur) og endið með 2-3 lykkjur sléttprjón. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist 14-15 cm byrjar útaukning fyrir op fyrir þumalfingur. Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við aðra lykkju í umferð (þ.e.a.s. innan í hönd) – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1. Aukið svona út hvoru megin við útauknar lykkjur í 3. hverri umferð alls 6-7 sinnum = 13-15 þumallykkjur og alls 62-68 lykkjur í umferð. Þegar stykkið mælist 19-21 cm eru 13-15 þumallykkjur + lykkja hvoru megin við þær settar á þráð (= 15-17 lykkjur á þræði. Í næstu umferð eru fitjaðar upp 3 nýjar lykkjur á prjóninn yfir lykkjur á þræði = 50-54 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og A.3 eins og áður þar til stykkið mælist 21-22 cm. Prjónið 1 umferð slétt og aukið jafnframt út 14 lykkjur jafnt yfir í báðum stærðum – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2 (ekki er aukið út yfir 22 lykkjur í A.3) = 64-68 lykkjur. Prjónið síðan A.2 hringinn – ATH: A.4 sýnir hvernig A.2 passar yfir A.3, það eiga að vera 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur kaðlar umferðina hringinn. Þegar prjónaðar hafa verið 10 umferðir með A.2 mælist öll handstúkan ca 24-25 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið þumalfingur á sama hátt og á vinstri handstúku. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #annelyset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 182-12
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.