Venla skrifaði:
Hei, Jäin jumiin hihan resoriin. Onko siis oikeasti tarkoitus neuloa aina puolikerrosta oikeaa, ja resoria vain toinen puolisko? Kiitollinen neuvoista, Venla
07.03.2025 - 21:41DROPS Design svaraði:
Hei, mallineuletta edeltävillä silmukoilla neulotaan oikeaa, mutta voit halutessasi neuloa myös näillä silmukoilla joustinneuletta.
14.04.2025 - 16:12
Chi skrifaði:
Ik had een vraag gesteld, maar ik begrijp inmiddels dat het kabelpatroon alle naalden op de goede kant weergeven in het rond. Dus niet alleen de oneven naalden. Alleen de raglan meerdering wordt om de naald gebreid. . Corrigeert u mij indien ik het verkeerd begrepen heb.
30.12.2024 - 01:13
Chi skrifaði:
Meerder iedere andere naald. Wordt er bedoeld naald 1 meerderen voor de raglan en patroon breien volgens teltekening en naald 2 alle steken recht of zoals ze zich voordoen? Ik wil dus weten hoe de naald op de “ verkeerde” kant gebreid moet worden.
27.12.2024 - 23:55DROPS Design svaraði:
Dag Chi,
Met iedere andere naald wordt om de naald bedoeld, dus de ene naald wel meerderen en de andere naald niet. Bij heen een weer breien meerder je op de goede kant en brei je op de verkeerde kant de steken zoals ze zich voordoen.
01.01.2025 - 16:26
Helen skrifaði:
Hej, Jag vill fråga om sista meningen i första stycket: = 116-124-128... maskor. Sticka … etc. Jag gör stl L, hur kan det bli 128? jag har 84 maskor, ska öka först 17+6 sen 33+13 sen 16+7. Det blir 84+92=176 Räknas inte ärmarnas maskor? 176-46=130 Är det så ni menar?
08.06.2024 - 18:48DROPS Design svaraði:
Hej Helen. Du börjar med 84 maskor, ökar 6 maskor jämnt fördelat, ökar 9 maskor (omslag), ökar 13 maskor jämnt fördelat, ökar 9 maskor (omslag), ökar 7 maskor jämnt fördelat. 84+6+9+13+9+7=128. Mvh DROPS Design
11.06.2024 - 07:27
Rodica skrifaði:
Bonjour, je viens de finir le pull mais l'encolure est trop serré, ma tète ne rentre pas est je crois que au niveau des cotes c'est le mémé soucis - trop serré. En cm les dimensions sont celles du patron. Je pense que c'est la soie du fil qui fait çela. J'ai défait le col, il est assez large avant de rabattre les mailles. J'ai rabattu la mailles avec aiguilles 6, toujours trop petit. Auriez-vous un conseil pour ne pas défaire tout le pull ? Merci
14.09.2023 - 12:38DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Rodica, vous pouvez essayer de rabattre avec le fil en double (cf cette vidéo, ou bien en utilisant une des techniques de cette vidéo. Bon tricot!
14.09.2023 - 17:15
Anita Le Goff skrifaði:
Bonjour Pour les manches des modèles TOP DOWN, vous conseillez souvent d'utiliser la " petite" aiguille circulaire. Quelle est la longueur et où en trouver ? Merci
13.01.2020 - 18:08DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Le Goff, la petite aiguille circulaire est indiquée sous les fournitures, elle fait 40 cm et vous les retrouvez ici. Bon tricot!
14.01.2020 - 07:23
Sabine skrifaði:
Dieser Pullover wird einfädig gestrickt und benötigt angeblich 200 gr dieser Wolle. An anderer Stelle werden Modelle mit derselben Wolle in Vollpatent oder zweifädig vorgestellt mit einem viel geringeren Wollverbrauch. Meine Frage: Wieviel Gramm benötige ich für diesen Pullover: einfädig in Gr. S?? 140gr.?
15.12.2019 - 15:12
Anna skrifaði:
Hallo, in de tekst staat: Ga verder in patroon op dezelfde manier en meerder voor de RAGLAN - zie uitleg hierboven, in iedere overgang tussen het lijf en de mouwen. Meerder zo iedere andere naald 20-21-22-24-26-28 keer in totaal (inclusief de eerste meerdering) = 276-292-304-332-356-380 steken. Betekend iedere andere naald, de ene naald meerderen en de volgende niet en zo om en om? Ik heb elke naald gemeerderd en kom ook op 12 cm uit?
17.11.2019 - 08:27DROPS Design svaraði:
Dag Anna,
Met iedere andere naald wordt inderdaad om de naald bedoeld, dus de ene naald wel en en de andere naald niet. Als je alle meerderingen voor de raglan gemaakt hebt, kom je op ongeveer 22-23-24-26-28-29 cm uit.
23.11.2019 - 15:27
Viktoria skrifaði:
Hej! Det står att detta garn kan ersättas med A + A istället, vad betyder det? Att man ska använda 2st garner från A-gruppen för att ersätta en från C? Jag vill t.ex istället sticka med Drops Kid-silk med mohair. Det är grupp A.
17.10.2018 - 13:51DROPS Design svaraði:
Hei Viktoria. Ja, det som er viktig ved bytte av garn er at den opprinnelige strikkefastheten blir overholdt. Om du strikker med 2 tråder fra garngruppe A vil dette tilsvare strikkefastheten til garn i garngruppe C - så det er det A + A betyr. Lag likevel en prøvelapp for å forsikre deg om at strikkefastheten blir den samme. God fornøyelse.
18.10.2018 - 11:57
Marja skrifaði:
Bedankt voor het snelle antwoord. Begrijp ik het goed dat de totale lengte vanaf onder de arm tot aan de onderkant trui dan 25 cm is? Als ik naar de foto kijkt lijkt dat veel langer. Maakt verder niet uit want ik brei hem gewoon langer. Dacht dat het verkeerd beschreven stond
23.09.2018 - 21:52DROPS Design svaraði:
Dag Marja, Ik kom op ongeveer 30 cm; eerst 17 cm vanaf onder de arm, dan 2 ribbels en dan nog 12 cm.
23.09.2018 - 22:03
After the Rain#aftertherainsweater |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa með laskalínu, klauf í hliðum og köðlum á ermum, prjónuð ofan frá og niður úr DROPS Brushed Alpaca Silk. Stærð S - XXXL.
DROPS 181-19 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LASKALÍNA: Aukið er út í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykki og ermum þannig: Prjónið fram þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Endurtakið og gerið eins við þau prjónamerki sem eftir eru í umferð (= 8 lykkjur fleiri). ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 15 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 5) = 3. Í þessu dæmi þá er aukið út eftir ca 3. hverja lykkju. Aukið út með því að slá uppá prjóninn og prjóna uppsláttinn snúinn í næstu umferð. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 4 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan og prjónað er ofan frá og niður. Á eftir affellingu fyrir klauf í hliðum er fram- og bakstykki prjónað fram og til baka hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á stutta hringprjóna/sokkaprjóna. BERUSTYKKI: Fitjið upp 78-84-84-90-90-96 lykkjur á stuttan hringprjón 4,5 með Brushed Alpaca Silk. Prjónið stroff (= 3 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið) hringinn. Þegar stroffið mælist 3 cm er skipt yfir á hringprjón 5. Prjónið næstu umferð þannig: Prjónið 15-17-17-18-18-20 lykkjur slétt JAFNFRAMT er aukið út um 5-5-6-8-10-10 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING (jafnt yfir), prjónið * 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* alls 9 sinnum, prjónið 30-33-33-36-36-39 lykkjur slétt JAFNFRAMT er aukið út um 10-11-13-16-20-21 lykkjur jafnt yfir, prjónið * 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* alls 9 sinnum, prjónið 15-16-16-18-18-19 lykkjur slétt JAFNFRAMT er aukið út um 5-6-7-8-10-11 lykkjur jafnt yfir = 116-124-128-140-148-156 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið og prjónið MYNSTUR og aukið út um 2 lykkjur í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma þannig: Prjónið 19-21-22-25-27-29 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt (setjið eitt prjónamerki á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið A.1 (= 16 lykkjur), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt (setjið eitt prjónamerki á milli þessa 2 lykkja), sláið uppá prjóninn, prjónið 38-42-44-50-54-58 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt (setjið eitt prjónamerki á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, A.2 (= 16 lykkjur), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt (setjið eitt prjónamerki á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn, 19-21-22-25-27-29 lykkjur slétt. Fyrsta útaukning fyrir laskalínu er nú lokið (= 8 lykkjur fleiri). Haldið síðan áfram með mynstur alveg eins og aukið út fyrir LASALÍNA – sjá útskýringu að ofan, í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 20-21-22-24-26-28 sinnum (meðtalin fyrsta útaukning) = 276-292-304-332-356-380 lykkjur. Stykkið mælist nú ca 22-23-24-26-28-29 cm frá uppfitjunarkanti við miðju að aftan og niður. Ef málin passa ekki er haldið áfram með sléttprjóni og mynstri án þess að auka út fleiri lykkjur. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið fyrstu 40-43-45-50-54-58 lykkjur (= hálft bakstykki), setjið næstu 58-60-62-66-70-74 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur undir ermi, prjónið næstu 80-86-90-100-108-116 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 58-60-62-66-70-74 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur undir ermi, prjónið næstu 40-43-45-50-54-58 lykkjur (= hálft bakstykki). Setjið eitt prjónamerki í stykkið. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 172-184-196-216-236-256 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjón hringinn þar til stykkið mælist 16-17-18-18-18-19 cm. Prjónið nú þannig: Prjónið sléttprjón yfir fyrstu 38-41-44-49-54-59 lykkjur, prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, yfir næstu 10 lykkjur, prjónið sléttprjón yfir næstu 76-82-88-98-108-118 lykkjur, prjónið 10 lykkjur garðaprjón, prjónið sléttprjón yfir þær 38-41-44-49-54-59 lykkjur sem eftir eru. Haldið svona áfram hringinn þar til prjónaðar hafa verið 4 umferðir í garðaprjóni yfir 10 lykkjur í hvorri hlið. Nú skiptist stykkið upp í framstykki og bakstykki þannig: Prjónið fram að fyrstu 10 lykkjum í garðaprjóni, prjónið 4 lykkjur garðaprjón, fellið af næstu 2 lykkjur (= klauf), prjónið 4 lykkjur garðaprjón, prjónið sléttprjón fram að lykkjum í garðaprjóni, prjónið 4 lykkjur garðaprjón, fellið af 2 lykkjur, prjónið 4 lykkjur garðaprjón, prjónið sléttprjón út umferðina. Klippið frá og setjið lykkjur fyrir bakstykki á þráð. FRAMSTYKKI: = 84-90-96-106-116-126 lykkjur. Prjónið nú fram og til baka bakstykkið þannig: Prjónið sléttprjón með 4 lykkjur GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, í hvorri hlið eins og áður. Þegar stykkið mælist ca 4 cm frá lykkjum sem felldar voru af fyrir klauf í hvorri hlið – stillið af að næsta umferð sem prjónuð er sé frá réttu, aukið út um 11-11-11-7-9-11 lykkjur jafnt yfir (ekki er aukið út yfir 4 lykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið) = 95-101-107-113-125-137 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið 1 umferð til baka frá röngu. Í næstu umferð frá réttu er prjónað stroff þannig: 4 lykkjur garðaprjón, * 3 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir á prjóni, 3 lykkjur slétt, 4 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram með stroff þar til stykkið mælist 7 cm (klaufin mælist ca 12 cm). Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með grófari prjónum. BAKSTYKKI: = 84-90-96-106-116-126 lykkjur. Prjónið alveg eins og framstykki. ERMI: Setjið til baka 58-60-62-66-70-74 lykkjur frá öðrum þræðinum á stuttan hringprjón/sokkaprjón 5 og takið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 6-6-8-8-10-12 nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 64-66-70-74-80-86 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt í nýjar lykkjur undir ermi (= 3-3-4-4-5-6 nýjar lykkjur hvoru megin við prjónamerki). Haldið síðan áfram í sléttprjóni og mynstur A.1/A.2 eins og áður yfir miðju 16 lykkjur á ermi. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA. Lykkjum er fækkað mismunandi eftir stærðum þannig: STÆRÐ S, M og L: Fækkið lykkjum í annarri hverri umferð 4-2-1 sinnum, síðan í 11.- 8.- 6. hverri umferð 7-9-12 sinnum (= alls 11-11-13 umferðir með úrtöku). STÆRÐ XL, XXL og XXL: Fækkið lykkjum í 4.- 3.- 2. hverri umferð 15-17-19 sinnum. Eftir allar úrtökur eru 42-44-44-44-46-48 lykkjur í umferð. Haldið síðan áfram þar til ermin mælist 38-35-33-29-26-23 cm. Prjónið nú 1 umferð þar sem auknar eru út 5-9-9-9-7-11 lykkjur jafnt yfir (en ekki yfir 16 lykkjur í mynsturteikningu A.1/A.2) = 47-53-53-53-53-59 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 4,5. Prjónið sléttar lykkjur fram að A.1/A.2, prjónið A.3 yfir næstu 16 lykkjur (A.3 eiga að passa yfir A.1/A.2), prjónið 2 lykkjur slétt, * 3 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir, 3 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt. Haldið svona áfram þar til stroffið mælist 5 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með grófari prjónum. Ermin mælist 43-40-38-34-31-28 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #aftertherainsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 181-19
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.