Isabel Gouveia skrifaði:
Boa noite, Penso que não me fiz entender: "= 121-133-145 (157) malhas. Continuar em redondo da seguinte maneira: A.2A (= 2 malhas), A.2B (= 12 malhas) ao todo 9-10-11 (12) vezes e A.2C (= 11 malhas).\" é nesta parte que eu estou a ter problemas, tenho as 133 malhas mas não consigo fazer o padrão A.2 penso que é para começar em A, continuar B=12 e seguir C=11 e voltar a A e assim sucessivamente. Obrigada
20.06.2018 - 00:12
Isabel Lopes skrifaði:
Boa tarde, Depois dos aumentos fico com 133 malhas e quando tento começar a primeira carreira do esquema chego ao fim e faltam malhas, começo A.2A (2m) A.2b(12m) A.2c(11m)total 25malhas a repetir 25x5=125 sobram 8 malhas para as 133. Pode ajudar por favor
17.06.2018 - 21:03DROPS Design svaraði:
Bom dia, Uma vez que quando se fazem os aumentos, fica-se com mais 8 malhas, parece-nos que lhe falta um aumento. 33-125 = 8. Deverá fazer mais um aumento para o raglan para ter o número exacto de malhas. Bom tricô!
18.06.2018 - 10:05
Siff Vanghøj Faudel skrifaði:
Hej. Jeg er i tvivl om, om mønstrene til kjolen skal læses fra venstre mod højre eller fra højre mod venstre. Kan I hjælpe mig med et svar på det?
13.06.2018 - 21:40DROPS Design svaraði:
Hei Siff. Mønster leses fra høyre mot venstre, fra nederst til øverst. Du begynner derfor nederst i høyre hjørne og leser mot venstre, rad for rad oppover. God fornøyelse
14.06.2018 - 07:42
Siff Vanghøj Faudel skrifaði:
Hej. Jeg er i tvivl om, om mønstrene til kjolen skal læses fra venstre mod højre eller fra højre mod venstre. Kan I hjælpe mig med et svar på det?
13.06.2018 - 21:38
Anna skrifaði:
Hei. jeg forstår ikke "legg de 3 stolpe-m på venstre bakstk under de 3 stolpe-m på høyre bakstk"
18.04.2018 - 19:44DROPS Design svaraði:
Hei Anna Dette skal du gjøre for at det skal gå an å kneppe igjen plagget når det er ferdig – siden knappestolpene bare går ned til midten av ryggen, må de to stolpene avsluttes på samme sted. Ellers vil du ikke få kneppet igjen. Altså: bærestykke er ferdig og bolen skal strikkes rundt på rundpinne, og da må stolpen med knappehull ligge over stolpen med knapper. Dette gjør du ved å legge dem over hverandre og strikke maskene fra den ene rett sammen med masken som ligger over fra den andre stolpen. God fornøyelse
25.04.2018 - 15:27
Elżbieta skrifaði:
Czy można zrobić tą sukienkę z włóczki Drops Safran nr 17 kolor biały - 100% bawełna?
08.04.2018 - 22:07DROPS Design svaraði:
Witaj Elu, możesz użyć DROPS Safran, ale ta włóczka jest cieńsza (Grupa A), więc trzebaby się pobawić i dopasować wzór. Najlepiej użyć linku do zamiennika włóczek (w każdym wzorze, pod materiałami). Pozdrawiamy
09.04.2018 - 10:23
Olga Rusyniakova skrifaði:
Ako mam pliesť vzor A.2
01.04.2018 - 23:13DROPS Design svaraði:
Dobrý den, Olgo, postupujte podle schématu A.2 zdola nahoru, od pravého dolního rohu. Zobrazeny jsou lícové i rubové řady a vzor je zakreslen tak, jak oka vypadají na lícové straně pleteniny. Hodně zdaru!
03.04.2018 - 22:32
Bouquin Martine skrifaði:
\\\\\\\\r\\\\\\\\nJe suis désolée je ne comprends pas .. plutôt expérimentée en tricot pourtant !! \\\\\\\\r\\\\\\\\nMerci pour votre aide précieuse Martine
16.03.2018 - 21:28DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Bouquin, si vous tricotez un échantillon sur 25 m (= A = 2 m, B = 12 m, C = 11 m), vous conserverez toujours le même nombre de mailles: au rang 1, on diminue un total de 8 m et on fait un total de 8 jetés sur ce même rang: le nombre de mailles reste bien le même, au rang suivant sur l'envers, décalez vos marqueurs pour conserver le bon nombre de mailles dans chaque motif à répéter et continuez ainsi. Au rang9, vous diminuez 8 m de nouveau sur les 3 diagrammes, compensés par un total de 8 jetés. Bon tricot!
19.03.2018 - 09:06
Bouquin Martine skrifaði:
Suite..je vous explique ce que je tricote : je commence par 2 m endroit, 1 jeté, je glisse une m.et tricote la suivante je passe la m. glissée par dessus et je refais un jeté , je tricote ensuite une m. je fais un jeté je tricote ensuite 2 m. ensembles et je refais un jeté et je tricote deux m. et ..ensuite deux m. ensemble ( triangle sur votre schéma) et ensuite je tricote une m. et bien déjà la je me retrobuve avec une m. de plus que votre schéma j obtiens 13 m. au lieu de 12
16.03.2018 - 21:27
Bouquin Martine skrifaði:
Brj merci pour cette réponse j ai bien compris le décalage des marqueurs cependant je fais mon test sur les 23 premières mailles et après avoir suivi le schéma je me retrouve avec des mailles de plus.. \\\\\\\\r\\\\\\\\n
16.03.2018 - 21:26
My Fairy#myfairychristeninggown |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónaður kjóll fyrir skírn eða nafnagjöf, prjónaður ofan frá og niður með laskalínu og gatamynstri og prjónuð húfa með gatamynstri DROPS Cotton Merino. Stærð 0-2 ára.
DROPS Baby 29-1 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.10. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 96 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 25) = 3,84. í þessu dæmi þá er aukið út eftir ca 4. hverja lykkju. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um miðju undir ermi á kjól): Fækkið lykkjum hvoru megin við prjónamerki mitt undir ermi þannig: Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir prjónuðu lykkjuna (= 2 lykkjur færri). LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um miðjustykki aftan á húfu): Fækkið lykkjum innan við ystu lykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum á eftir fyrstu lykkju í garðaprjóni þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir prjónuðu lykkjuna. Fækkið lykkjum á undan síðustu lykkju í garðaprjóni þannig: Byrjið 2 lykkjum á undan síðustu lykkju í garðaprjóni og prjónið 2 lykkjur slétt saman. LASKALÍNA: Aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við lykkju með prjónamerki í. Aukið út þannig: Byrjið á undan lykkju með prjónamerki í, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (= lykkja með prjónamerki í), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagati í hægri kant að framan (þegar flíkin er mátuð). 1 hnappagat = prjónið aðra og þriðju lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ 0/6 MÁN: 2, 5 og 8 cm. STÆRÐ 6/12 MÁN: 2, 5 og 8 cm. STÆRÐ 12/18 MÁN: 2, 6 og 10 cm. STÆRÐ 2 ÁRA: 2, 6 og 10 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- KJÓLL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað ofan frá og niður. Prjónað er fram og til baka frá miðju að aftan þar til tölukantur að aftan hefur verið prjónaður til loka, síðan er stykkið prjónað áfram í hring að óskaðri lengd (venjulegur kjóll eða langur kjóll) – sjá útskýringu í uppskrift. BERUSTYKKI: Fitjið upp 50-54-54 (58) lykkjur á hringprjón 3 með Cotton Merino. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð frá réttu þar sem auknar eru út 21 lykkjur jafnt yfir (aukið er út á eftir ca annarri hverri lykkju og ekki er aukið út yfir síðustu 3 lykkjur í hvorri hlið) = 71-75-75 (79) lykkjur í umferð. Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið þannig (byrjið við miðju að aftan – ATH: EKKI er prjónað þegar prjónamerkin eru sett í): Hoppið yfir fyrstu 10-11-11 (12) lykkjur (= hægra bakstykki, séð þegar flíkin er mátuð), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, hoppið yfir næstu 12 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, hoppið yfir næstu 20-22-22 (24) lykkjur (= framstykki), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, hoppið yfir næstu 12 lykkjur (= ermi) og setjið síðasta prjónamerkið í næstu lykkju (nú eru 13-14-14 (15) lykkjur á prjóni á eftir síðasta prjónamerki (= vinstra bakstykki). LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið sléttprjón fram og til baka frá miðju að aftan, en 3 síðustu lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar í garðaprjóni (= tölukantur). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA og munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er aukið út fyrir LASKALÍNA hvoru megin við 4 prjónamerkin – sjá útskýringu að ofan (= 8 lykkjur fleiri). Aukið svona út í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 11-13-15 (16) sinnum = 159-179-195 (207) lykkjur. Eftir síðustu útaukningu fyrir laskalínu er næsta umferð prjónuð frá röngu þannig: Prjónið 25-28-30 (32) lykkjur eins og áður (= vinstra bakstykki), setjið næstu 34-38-42 (44) lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 6-6-8 (8) nýjar lykkjur á prjóninn (= undir ermi), prjónið næstu 44-50-54 (58) lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 34-38-42 (44) lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 6-6-8 (8) nýjar lykkjur á prjóninn (= undir ermi) og prjónið 22-25-27 (29) lykkjur sem eftir eru eins og áður (= hægra bakstykki). Berustykki er nú lokið og fram- og bakstykki og ermar eru prjónuð áfram hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: Setjið 1 prjónamerki í stykkið – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Byrjið við miðju að aftan, fitjið upp 3 kantlykkjur að framan á vinstra bakstykki undir 3 kantlykkjum á hægra bakstykki (þannig að kanturinn að framan fyrir hnappagöt liggi efst). Prjónið 1 umferð slétt hringinn yfir allar lykkjur og prjónið JAFNFRAMT lykkjur frá tveimur köntum að framan slétt saman 2 og 2 = 100-112-124 (132) lykkjur í umferð. Prjónið síðan sléttprjón hringinn í 1-2-2 (3) cm – fækkið JAFNFRAMT 4-8-12 (12) lykkjur jafnt yfir í 1. umferð = 96-104-112 (120) lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið mynstur hringinn eftir mynsturteikningu A.1. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka er skipt yfir á hringprjón 4,5. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 25-29-33 (37) lykkjur jafnt yfir – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING = 121-133-145 (157) lykkjur. Prjónið síðan mynstur í hring þannig: A.2A (= 2 lykkjur), A.2B (= 12 lykkjur) alls 9-10-11 (12) sinnum og A.2C (= 11 lykkjur). Haldið svona áfram með mynstur, en fylgið síðan uppskrift fyrir óskaða lengd á kjól (kjóll með venjulegri lengd eða síðum kjól). KJÓLL MEÐ VENJULEGRI LENGD: Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina í öllum stærðum er haldið áfram með mynstur alveg eins, en nú er A.3 prjónað í stað A.2. Þegar A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er aukið út um 2 lykkjur í hverri einingu með gataumferð = 141-155-169 (183) lykkjur í umferð. Prjónið síðan mynstur eins og áður, en nú er A.4 prjónað í stað A.3. Þegar A.4 hefur verið prjónað 1-1-2 (2) sinnum á hæðina (eða að óskaðri lengd) prjónið A.5 í stað A.4. Eftir A.5 eru 161-177-193 (209) lykkjur í umferð. Prjónið nú mynstur eftir mynsturteikningu A.9 alveg eins í ca 5 cm, þ.e.a.s. prjónið A.9A (= 2 lykkjur), A.9B (= 16 lykkjur) alls 9-10-11 (12) sinnum og A.9C (= 15 lykkjur). Prjónið 4 umferðir sléttprjón. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið A.1 hringinn yfir allar lykkjur áður en fellt er laust af (ATH: Í 5. umferð í A.1 er síðasta lykkjan í umferð prjónuð slétt). Kjóllinn mælist ca 36-38-47 (49) cm frá öxl og niður. SÍÐUR KJÓLL: Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina í öllum stærðum er haldið áfram með sama hætti með mynstur, en nú er A.3 prjónað í stað A.2. Þegar A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina og hefur verið aukið út um 2 lykkjur í hverri einingu með gatamynstri = 141-155-169 (183) lykkjur. Prjónið síðan mynstur eins og áður, en nú er prjónað A.4 í stað A.3. Þegar A.4 hefur verið prjónað 2-2-3 (3) sinnum á hæðina, prjónið nú mynstur með sama hætti, en nú er prjónað A.5 í stað A.4. Þegar A.5 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina hefur verið aukið út um 2 lykkjur í hverri einingu með gatamynstri = 161-177-193 (209) lykkjur. Prjónið síðan mynstur eins og áður, en nú er A.6 prjónað í stað A.5. Þegar A.6 hefur verið prjónað 2 sinnum á hæðina í öllum stærðum (eða að óskaðri lengd), prjónið A.7 í stað A.6. Þegar A.7 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina hafa verið auknar út 2 lykkjur í hverri einingu með gatamynstri = 181-199-217 (235) lykkjur. Prjónið 1 mynstureiningu á hæðina með A.8. Eftir A.8 eru 201-221-241 (261) lykkjur í umferð. Nú er prjónað mynstur eftir mynsturteikningu A.10 alveg eins í ca 5 cm, þ.e.a.s. prjónið A.10A (= 2 lykkjur), A.10B (= 20 lykkjur) alls 9-10-11 (12) sinnum og A.10C (= 19 lykkjur). Prjónið 4 umferðir sléttprjón. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið A.1 hringinn yfir allar lykkjur áður en fellt er laust af (ATH: Í 5. umferð í A.1 er síðasta lykkjan í umferð prjónuð slétt). Kjólinn mælist ca 80-82-91 (93) cm frá öxl og niður. BÁÐIR KJÓLARNIR: ERMI: Setjið lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki yfir á sokkaprjón 4. Prjónið 1 umferð slétt og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8 (8) nýjum lykkjum mitt undir ermi = 40-44-50 (52) lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í nýju lykkjurnar (= byrjun á umferð og miðja undir ermi) – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 2 cm í öllum stærðum er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 3-2½-2- (2) cm millibili alls 4-6-8 (8) sinnum = 32-32-34 (36) lykkjur. Prjónið síðan þar til ermin mælist 16-18-20 (23) cm. Skiptið yfir á sokkaprjón 3 og prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, áður en fellt er laust af með sléttum lykkjum. Prjónið hina ermina á sama hátt. PICOTKANTUR: Heklið picotkant neðst niðri í kringum báðar ermar með heklunál 3 þannig: 1 fastalykkja í fyrstu lykkju, * 3 loftlykkjur, 1 stuðull í fyrstu loftlykkju sem var hekluð, hoppið yfir 2 lykkjur á ermi, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* nema endið umferð með 1 keðjulykkju í fastalykkju í byrjun umferðar (í stað 1 fastalykkju í næstu lykkju). Heklið alveg eins picotkant meðfram hálsmáli í skiptingunni á milli kants með garðaprjóni og sléttprjóni á berustykki – ATH: Kanturinn er brotinn saman ofan frá og niður. FRÁGANGUR: Saumið 3 tölur í vinstri tölukant að aftan. Þræðið silkiborðann upp og niður í gegnum gataumferð á berustykki (byrjið og endið við miðju að framan) og hnýtið slaufu við miðju að framan. ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón. HÚFA: Fitjið upp 70-78-82 (90) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 3 með Cotton Merino. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 7-3-7 (3) lykkjur jafnt yfir = 63-75-75 (87) lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, A.2A (= 2 lykkjur), A.2B (= 12 lykkjur) alls 4-5-5 (6) sinnum, A.2C (= 11 lykkjur) og 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 12-13-14 (15) cm prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Klippið frá. Setjið nú ystu 23-28-28 (33) lykkjur í hvorri hlið á hvor sinn þráð eða hjálparprjón = 17-19-19 (21) lykkjur eftir á prjóni (= miðjustykki aftan á húfu). Prjónið garðaprjón fram og til baka yfir miðju stykki JAFNFRAMT er síðasta lykkjan í hverri umferð (bæði frá réttu og frá röngu) prjónið slétt saman með fyrstu lykkju af þræði/hjálparprjóni. Haldið svona áfram. JAFNFRAMT þegar miðjustykki mælist 4 cm í öllum stærðum er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við miðjustykki – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA! Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 8-8-9 (9) cm = 13-15-15 (17) lykkjur eftir á miðjustykki. Prjónið síðan áfram þar til allar lykkjur á þræði / hjálparprjóni í hvorri hlið hafa verið prjónaðar saman við miðjustykki, fellið síðan af 13-15-15 (17) miðjulykkjur á miðjustykki. FRÁGANGUR: Prjónið upp frá réttu ca 66-72-76 (82) lykkjur meðfram neðri kanti á húfu á hringprjón 3 og prjónið mynstur eftir mynsturteikningu A.1 með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið (1. umferð = frá röngu). Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka er fellt af með sléttum lykkjum frá réttu. PICOTKANTUR: Heklið picotkant framan á húfu. Byrjið frá réttu neðst niðri í horni og heklið með heklunál 3 þannig: 1 fastalykkja í fyrstu lykkju, 3 loftlykkjur, 1 stuðull í fyrstu loftlykkju sem var hekluð, hoppið yfir 2 lykkjur á húfu, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* meðfram öllum kanti framan á húfu. Klippið frá og festið enda. Þræðið silkiborða upp og niður í gegnum gataumferð neðst niðri á húfu. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #myfairychristeninggown eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 34 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 29-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.