Sissel Norbeck Moen skrifaði:
Kommentar til mitt spm. 47. Maskeantallet stemmer ikke. Har 65 masker på pinnen etter 1 mønsteromg. ikke 63 som ved start. Hva gjør jeg feil? Har nå strikket 3 ganger, men resultatet er det samme. 1 maske for lite på første rapp og 3 for mye på siste
09.03.2022 - 21:36
Sissel Norbeck Moen skrifaði:
Sitter med luen. Første linje i mønsteret. 1 kantmaske i rille, 2m sammen og så kommer 12 masker i mønsteret. Når dette er gjort og jeg teller så er det plutselig 1 maske for lite neste gang jeg skal strikke mønster A2.B i starten. Dvs det er egentlig A2.A som mangler 1 maske. på slutten av omg. A2.C får jeg plutselig 1 maske for mye. Er det riktig at det skal forskyve seg på den måten? Antall masker totalt stemmer jo.
09.03.2022 - 20:50DROPS Design svaraði:
Hei Sissel. Det blir en forskyving, men så lenge du følger diagrammet/har det samme maskenatallet vil oppskriften stemme og du får et hullmønster som stemmer over hverandre. mvh DROPS Design
21.03.2022 - 09:48
Laurie Davidson skrifaði:
I would like to purchase yarn for the My Fairy hat (Baby 29-1) size 6-12 months. Would you recommend which yarn (white) and how much to purchase.
12.11.2021 - 23:08DROPS Design svaraði:
Dear Laurie, if you only would like to knit the bonnet, in size 6/12 months, you will need one ball of white DROPS Cotton Merino yarn. Happy Stitching!
13.11.2021 - 00:39
Melissa skrifaði:
Hello! For the long dress it says after a3 there should be an extra 14 in I cream stitiches. I’m confused where those come from
14.10.2021 - 09:08DROPS Design svaraði:
Dear Melissa, when working A.3 you will increase 2 sts in each repeat in previous A.2B and A.2C, this means you will increase a total of 20-22-24-26 sts and you should now have 141-155-169-183 sts on needle, now work diagram A.4 (= A.4A, repeat A.4B and finish round with A.4C) - not sure which 14 you mean there, maybe you could reword your question if this answer cannot help, thanks for your comprehension.
14.10.2021 - 09:34
Helena skrifaði:
Hallo, ich versuche gerade die Mütze zu stricken und bin an der Stelle angekommen, wo es heißt "Den Faden abschneiden. Nun (...) Maschen (...) stillegen = 17 (...) Maschen auf der Nadel (= Mittelstück hinten an der mütze). Kraus rechts hin- und zurück über das Mittelstück stricken (...)". Dazu meine Frage: Wie und wo befestige ich einen neuen Arbeitsfaden für das Krausstricken über das Mittelstück (der alte ist ja abgeschnitten)?
10.08.2021 - 16:07DROPS Design svaraði:
Liebe Helena, jetzt stricken Sie nur die mittleren 17... Maschen, dh der Faden wird nach der 23. Masche der Hinreihe (die letzte von den stillgelegten Maschen an der rechten Seite der Arbeit) befestigt, damit die 1. Masche jetzt die 24. Masche von der vorrigen Reihen wird , gleichzeitig stricken Sie die letzte von diesen 17 M mit der 1. von den stillgelegten Maschen auf der linken Seite zusammen - und am Ende von Rückreihen stricken Sie die letzte von den 17 M mit der 1. von den stillgelegten Maschen auf der rechten Seite zusammen. Viel Spaß beim stricken!
10.08.2021 - 17:15
Ewelina skrifaði:
Witam. Problem mam tylko z wzorem ażurowy od diagramu A2 i dalej. pozdrawiam serdecznie.
24.06.2021 - 10:34DROPS Design svaraði:
Witam, prośba o video została przekazana :)
25.06.2021 - 13:18
Rachel skrifaði:
For the bonnet, after row 4 of the garter stitch, am I supposed to be working in stockinette, where I'm purling the wrong side and knitting the right? Or is it all in garter?
23.06.2021 - 16:29DROPS Design svaraði:
Dear Rachel, after 2 ridges (= 4 row) of garter stitcg, you knit one row with decreases (from the right side), then 1 row of knitted stitches from the wrong side, and then the pattern. Happy stitching!
23.06.2021 - 20:36
Ewelina skrifaði:
Witam! Czy będzie możliwość nagrania filmu pomocniczego do wzoru? Zakochałam się w nim, a nie wychodzi mi jak powinien
21.06.2021 - 00:24DROPS Design svaraði:
Witaj Ewelino, zgłoszę taką potrzebę, ale może to trochę potrwać. Tymczasem napisz jaki jest twój problem (w którym miejscu występuje). Pozdrawiamy!
21.06.2021 - 10:03
Pia skrifaði:
Jeg er kommet til A.2A, derefter A.2B o.s.v. Kan forstå jeg skal strikke A.2A en gang i starten af hver gang der startes en ny omgang er det korrekt. De 2 masker ændres jo fra 2 m sammen til 1 m sl.o. Så jeg forstår det ikke
04.05.2021 - 19:40DROPS Design svaraði:
Hej Pia, jo men i diagram A.2 har du 8 omslag/udtagninger og 8 indtagninger, det vil sige at du har samme antal masker når du har strikket mønsterpindene i diagrammet. God fornøjelse!
07.05.2021 - 09:45
Henriette skrifaði:
Efter mønster A3 tages der 2 masker ud i hulmønster rapport. Det forstår jeg ikke helt??
18.01.2021 - 20:54
My Fairy#myfairychristeninggown |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónaður kjóll fyrir skírn eða nafnagjöf, prjónaður ofan frá og niður með laskalínu og gatamynstri og prjónuð húfa með gatamynstri DROPS Cotton Merino. Stærð 0-2 ára.
DROPS Baby 29-1 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.10. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 96 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 25) = 3,84. í þessu dæmi þá er aukið út eftir ca 4. hverja lykkju. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um miðju undir ermi á kjól): Fækkið lykkjum hvoru megin við prjónamerki mitt undir ermi þannig: Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir prjónuðu lykkjuna (= 2 lykkjur færri). LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um miðjustykki aftan á húfu): Fækkið lykkjum innan við ystu lykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum á eftir fyrstu lykkju í garðaprjóni þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir prjónuðu lykkjuna. Fækkið lykkjum á undan síðustu lykkju í garðaprjóni þannig: Byrjið 2 lykkjum á undan síðustu lykkju í garðaprjóni og prjónið 2 lykkjur slétt saman. LASKALÍNA: Aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við lykkju með prjónamerki í. Aukið út þannig: Byrjið á undan lykkju með prjónamerki í, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (= lykkja með prjónamerki í), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagati í hægri kant að framan (þegar flíkin er mátuð). 1 hnappagat = prjónið aðra og þriðju lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ 0/6 MÁN: 2, 5 og 8 cm. STÆRÐ 6/12 MÁN: 2, 5 og 8 cm. STÆRÐ 12/18 MÁN: 2, 6 og 10 cm. STÆRÐ 2 ÁRA: 2, 6 og 10 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- KJÓLL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað ofan frá og niður. Prjónað er fram og til baka frá miðju að aftan þar til tölukantur að aftan hefur verið prjónaður til loka, síðan er stykkið prjónað áfram í hring að óskaðri lengd (venjulegur kjóll eða langur kjóll) – sjá útskýringu í uppskrift. BERUSTYKKI: Fitjið upp 50-54-54 (58) lykkjur á hringprjón 3 með Cotton Merino. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð frá réttu þar sem auknar eru út 21 lykkjur jafnt yfir (aukið er út á eftir ca annarri hverri lykkju og ekki er aukið út yfir síðustu 3 lykkjur í hvorri hlið) = 71-75-75 (79) lykkjur í umferð. Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið þannig (byrjið við miðju að aftan – ATH: EKKI er prjónað þegar prjónamerkin eru sett í): Hoppið yfir fyrstu 10-11-11 (12) lykkjur (= hægra bakstykki, séð þegar flíkin er mátuð), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, hoppið yfir næstu 12 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, hoppið yfir næstu 20-22-22 (24) lykkjur (= framstykki), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, hoppið yfir næstu 12 lykkjur (= ermi) og setjið síðasta prjónamerkið í næstu lykkju (nú eru 13-14-14 (15) lykkjur á prjóni á eftir síðasta prjónamerki (= vinstra bakstykki). LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið sléttprjón fram og til baka frá miðju að aftan, en 3 síðustu lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar í garðaprjóni (= tölukantur). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA og munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er aukið út fyrir LASKALÍNA hvoru megin við 4 prjónamerkin – sjá útskýringu að ofan (= 8 lykkjur fleiri). Aukið svona út í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 11-13-15 (16) sinnum = 159-179-195 (207) lykkjur. Eftir síðustu útaukningu fyrir laskalínu er næsta umferð prjónuð frá röngu þannig: Prjónið 25-28-30 (32) lykkjur eins og áður (= vinstra bakstykki), setjið næstu 34-38-42 (44) lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 6-6-8 (8) nýjar lykkjur á prjóninn (= undir ermi), prjónið næstu 44-50-54 (58) lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 34-38-42 (44) lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 6-6-8 (8) nýjar lykkjur á prjóninn (= undir ermi) og prjónið 22-25-27 (29) lykkjur sem eftir eru eins og áður (= hægra bakstykki). Berustykki er nú lokið og fram- og bakstykki og ermar eru prjónuð áfram hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: Setjið 1 prjónamerki í stykkið – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Byrjið við miðju að aftan, fitjið upp 3 kantlykkjur að framan á vinstra bakstykki undir 3 kantlykkjum á hægra bakstykki (þannig að kanturinn að framan fyrir hnappagöt liggi efst). Prjónið 1 umferð slétt hringinn yfir allar lykkjur og prjónið JAFNFRAMT lykkjur frá tveimur köntum að framan slétt saman 2 og 2 = 100-112-124 (132) lykkjur í umferð. Prjónið síðan sléttprjón hringinn í 1-2-2 (3) cm – fækkið JAFNFRAMT 4-8-12 (12) lykkjur jafnt yfir í 1. umferð = 96-104-112 (120) lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið mynstur hringinn eftir mynsturteikningu A.1. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka er skipt yfir á hringprjón 4,5. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 25-29-33 (37) lykkjur jafnt yfir – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING = 121-133-145 (157) lykkjur. Prjónið síðan mynstur í hring þannig: A.2A (= 2 lykkjur), A.2B (= 12 lykkjur) alls 9-10-11 (12) sinnum og A.2C (= 11 lykkjur). Haldið svona áfram með mynstur, en fylgið síðan uppskrift fyrir óskaða lengd á kjól (kjóll með venjulegri lengd eða síðum kjól). KJÓLL MEÐ VENJULEGRI LENGD: Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina í öllum stærðum er haldið áfram með mynstur alveg eins, en nú er A.3 prjónað í stað A.2. Þegar A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er aukið út um 2 lykkjur í hverri einingu með gataumferð = 141-155-169 (183) lykkjur í umferð. Prjónið síðan mynstur eins og áður, en nú er A.4 prjónað í stað A.3. Þegar A.4 hefur verið prjónað 1-1-2 (2) sinnum á hæðina (eða að óskaðri lengd) prjónið A.5 í stað A.4. Eftir A.5 eru 161-177-193 (209) lykkjur í umferð. Prjónið nú mynstur eftir mynsturteikningu A.9 alveg eins í ca 5 cm, þ.e.a.s. prjónið A.9A (= 2 lykkjur), A.9B (= 16 lykkjur) alls 9-10-11 (12) sinnum og A.9C (= 15 lykkjur). Prjónið 4 umferðir sléttprjón. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið A.1 hringinn yfir allar lykkjur áður en fellt er laust af (ATH: Í 5. umferð í A.1 er síðasta lykkjan í umferð prjónuð slétt). Kjóllinn mælist ca 36-38-47 (49) cm frá öxl og niður. SÍÐUR KJÓLL: Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina í öllum stærðum er haldið áfram með sama hætti með mynstur, en nú er A.3 prjónað í stað A.2. Þegar A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina og hefur verið aukið út um 2 lykkjur í hverri einingu með gatamynstri = 141-155-169 (183) lykkjur. Prjónið síðan mynstur eins og áður, en nú er prjónað A.4 í stað A.3. Þegar A.4 hefur verið prjónað 2-2-3 (3) sinnum á hæðina, prjónið nú mynstur með sama hætti, en nú er prjónað A.5 í stað A.4. Þegar A.5 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina hefur verið aukið út um 2 lykkjur í hverri einingu með gatamynstri = 161-177-193 (209) lykkjur. Prjónið síðan mynstur eins og áður, en nú er A.6 prjónað í stað A.5. Þegar A.6 hefur verið prjónað 2 sinnum á hæðina í öllum stærðum (eða að óskaðri lengd), prjónið A.7 í stað A.6. Þegar A.7 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina hafa verið auknar út 2 lykkjur í hverri einingu með gatamynstri = 181-199-217 (235) lykkjur. Prjónið 1 mynstureiningu á hæðina með A.8. Eftir A.8 eru 201-221-241 (261) lykkjur í umferð. Nú er prjónað mynstur eftir mynsturteikningu A.10 alveg eins í ca 5 cm, þ.e.a.s. prjónið A.10A (= 2 lykkjur), A.10B (= 20 lykkjur) alls 9-10-11 (12) sinnum og A.10C (= 19 lykkjur). Prjónið 4 umferðir sléttprjón. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið A.1 hringinn yfir allar lykkjur áður en fellt er laust af (ATH: Í 5. umferð í A.1 er síðasta lykkjan í umferð prjónuð slétt). Kjólinn mælist ca 80-82-91 (93) cm frá öxl og niður. BÁÐIR KJÓLARNIR: ERMI: Setjið lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki yfir á sokkaprjón 4. Prjónið 1 umferð slétt og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8 (8) nýjum lykkjum mitt undir ermi = 40-44-50 (52) lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í nýju lykkjurnar (= byrjun á umferð og miðja undir ermi) – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 2 cm í öllum stærðum er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 3-2½-2- (2) cm millibili alls 4-6-8 (8) sinnum = 32-32-34 (36) lykkjur. Prjónið síðan þar til ermin mælist 16-18-20 (23) cm. Skiptið yfir á sokkaprjón 3 og prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, áður en fellt er laust af með sléttum lykkjum. Prjónið hina ermina á sama hátt. PICOTKANTUR: Heklið picotkant neðst niðri í kringum báðar ermar með heklunál 3 þannig: 1 fastalykkja í fyrstu lykkju, * 3 loftlykkjur, 1 stuðull í fyrstu loftlykkju sem var hekluð, hoppið yfir 2 lykkjur á ermi, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* nema endið umferð með 1 keðjulykkju í fastalykkju í byrjun umferðar (í stað 1 fastalykkju í næstu lykkju). Heklið alveg eins picotkant meðfram hálsmáli í skiptingunni á milli kants með garðaprjóni og sléttprjóni á berustykki – ATH: Kanturinn er brotinn saman ofan frá og niður. FRÁGANGUR: Saumið 3 tölur í vinstri tölukant að aftan. Þræðið silkiborðann upp og niður í gegnum gataumferð á berustykki (byrjið og endið við miðju að framan) og hnýtið slaufu við miðju að framan. ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón. HÚFA: Fitjið upp 70-78-82 (90) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 3 með Cotton Merino. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 7-3-7 (3) lykkjur jafnt yfir = 63-75-75 (87) lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, A.2A (= 2 lykkjur), A.2B (= 12 lykkjur) alls 4-5-5 (6) sinnum, A.2C (= 11 lykkjur) og 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 12-13-14 (15) cm prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Klippið frá. Setjið nú ystu 23-28-28 (33) lykkjur í hvorri hlið á hvor sinn þráð eða hjálparprjón = 17-19-19 (21) lykkjur eftir á prjóni (= miðjustykki aftan á húfu). Prjónið garðaprjón fram og til baka yfir miðju stykki JAFNFRAMT er síðasta lykkjan í hverri umferð (bæði frá réttu og frá röngu) prjónið slétt saman með fyrstu lykkju af þræði/hjálparprjóni. Haldið svona áfram. JAFNFRAMT þegar miðjustykki mælist 4 cm í öllum stærðum er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við miðjustykki – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA! Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 8-8-9 (9) cm = 13-15-15 (17) lykkjur eftir á miðjustykki. Prjónið síðan áfram þar til allar lykkjur á þræði / hjálparprjóni í hvorri hlið hafa verið prjónaðar saman við miðjustykki, fellið síðan af 13-15-15 (17) miðjulykkjur á miðjustykki. FRÁGANGUR: Prjónið upp frá réttu ca 66-72-76 (82) lykkjur meðfram neðri kanti á húfu á hringprjón 3 og prjónið mynstur eftir mynsturteikningu A.1 með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið (1. umferð = frá röngu). Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka er fellt af með sléttum lykkjum frá réttu. PICOTKANTUR: Heklið picotkant framan á húfu. Byrjið frá réttu neðst niðri í horni og heklið með heklunál 3 þannig: 1 fastalykkja í fyrstu lykkju, 3 loftlykkjur, 1 stuðull í fyrstu loftlykkju sem var hekluð, hoppið yfir 2 lykkjur á húfu, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* meðfram öllum kanti framan á húfu. Klippið frá og festið enda. Þræðið silkiborða upp og niður í gegnum gataumferð neðst niðri á húfu. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #myfairychristeninggown eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 34 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 29-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.