Hélène BUSSON skrifaði:
Bonjour, j'ai deux questions sur le bonnet : - échantillon: à quel diagramme correspond le "point ajouré" mentionné: A1 ou A2 ? - diminutions au rang 5 : faut-il utiliser le calculateur proposé - qui place la première diminution après 8 mailles et la dernière juste à la fin du rang- ou plutôt faire la première diminution sur les mailles 5-6 , puis *(8 mailles, tricoter les 2 suivantes ensemble)* 6 fois, et tricoter les 4 dernières? Par avance, merci pour votre réponse
22.04.2025 - 23:13DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Busson, vous devez avoir le même nombre de mailles quelque soit le diagramme, autrement dit pour A.1 et A.2; lorsque vous devez diminuer à intervalles réguliers (ex après les 2 côtes mousse au début du bonnet), vous pouvez effectivement utiliser le calculateur. Bon tricot!
23.04.2025 - 07:58
Henriette skrifaði:
Hei igjen. Jeg forstår ikke hvordan jeg skal strikke pinne 11. Får ikke mønsteret til å gå opp. Skal man fremdeles strikke A2b 4 ggr og så A2c? Hvor slutter og begynner man? A2b slutter jo midt i en inntagning. Og skal den ene rettmasken i hver ende av diagrammet strikkes på hver rapport? Jeg har vanligvis ingen problemer med å lese diagrammer, men dette var vrient. Strikker lua 0 - 6.
27.01.2025 - 23:58DROPS Design svaraði:
Hei Henriette. Husk 1 kantmaske i rille og A.2A, før du strikker A.2B 4 ganger og avslutter med A.2C. Du strikker 1 kantmake i rille + A.2A (1 rett-1 kast 2 rett sammen, men da med 1. maske av A.2B) og når du gjentar A.2B så strikkes siste maske av 1.rapport av A.2B sammen med 1. maske av 2.rapport av A.2B osv). Når du strikker siste rapport og siste maske av A.2B, strikkes den sammen med 1. maske av A.2C. A.2A strikkes kun 1 gang = det startes med en rettmaske etter kantmasken og A.2C strikkes også bare 1 gang = siste maske strikkes rett og så strikkes kantmasken. mvh DROPS Design
03.02.2025 - 10:03
Henriette skrifaði:
Hei! Strikker lue i str 0 - 6. Stemmer det at man vil få en maske "for mye" på slutten av pinnen på den andre pinnen med mønster? Der det skal være to rett før to sammen, har jeg 3 rett. Maskeantall stemmer.
27.01.2025 - 09:35DROPS Design svaraði:
Hei Henriette. Du skal ha det samme maskeantallet. Husk 1 kantmaske i hver side. I str 0/6 mnd starter du med 70 masker, så felles det til 63 masker før man starter med diagrammene. Da strikkes det slik: 1 maske i rille + A.2a + A.2b + A.2b + A.2b + A.2b + A.2c + 1 maske i rille (= 63 masker). mvh DROPS Design
27.01.2025 - 14:12
Bettina Poulsen skrifaði:
Hej Jeg kan ikke forstå A2, der står man skal strikke A2a x1, A2b x 10 og A2c x1. Det passer de første 9 omgange, men i 10 omgang hvor man dkal strikke masker sammen over a og b kan det ikke lade sig gærer mere. Har prøvet at strikke hele rækken, men det går ikke op i mønster eller masker Håber i kan hjælpe? Mvh Bettina
04.10.2024 - 06:27DROPS Design svaraði:
Hei Bettina. I 10. omgang strikkes det bare rettmasker, mens det i 11. omgang så går A.2a+A.2b+A.2c over i hverandre, men maskeantallet skal stemme når omgangen er ferdig strikket. Bruk maskemarkører mellom hvert diagram så har du en bedre oversikt. mvh DROPS Design
15.10.2024 - 11:38
Martine Demey skrifaði:
Kan dit doop jurkje ook gebreid worden met gewone breinaalden
13.09.2024 - 15:41DROPS Design svaraði:
Dag Martine,
Nee, dat is niet zo geschikt omdat het patroon van het rokgedeelte helemaal in de rondte loopt. Dat gaat niet passen op gewone breinaalden.
18.09.2024 - 16:44
Marja skrifaði:
Hei. Kiitos paljon nopeasta vastauksesta.
30.05.2024 - 14:11
Marja skrifaði:
Vielä lisäys, koko ajan siis reunasilmukat aina oikeaa. Oikealla krs:lla aina ensimmäisen aina oikean silmukan jälkeen 2 silmukkaa A2A? Tämä ei voi täsmätä, koska A2A kavennettujen silmukoiden tilalle ei tehdä lisäyksiä. A2B osiossa lisätään aina sama määrä kuin kavennetaan, siinä silmukkamäärät täsmäävät. A2C kuviossa taas lisätään enemmän kuin kavennetaan. En ymmärrä. Apua!
29.05.2024 - 19:20DROPS Design svaraði:
Hei, kun neulot mallineuletta piirrosten A.2A-A.2C mukaisesti, kerroksella lisätään ja kavennetaan yhtä monta silmukkaa (8 silmukkaa). Eli piirroksen A.2A kavennettu silmukka lisätään työhön piirroksessa A.2C. Jatka siis neulomista piirrosten mukaan, niin kuviosta tulee oikeanlainen.
30.05.2024 - 13:08
Marja skrifaði:
Hei. Teen myssyä, pienin koko. En ymmärrä kuviota. Teen molempiin reunoihin aina 1 s aina oikein. Oikean puolen krs:lla 2 s oikein yhteen (=A2A), 12 s A2B x4, 11s A2C, ja 1s ainaoikein. Nurja krs nurjaa paitsi reunasilmukat. Seuraavalla oikealla krs:lla on A2A:ssa vain 1 s. Mitä teen väärin?
29.05.2024 - 18:54
Wanda Wendling skrifaði:
When I am working A2 I always end up with 12 stitches in the C section not 11. When I count the number of stitches it always works out to 12. Can you help me understand how you are staying there are 11 stitches in A2C? Even when I count the boxes in the pattern it comes to 12 stitches and not 11. Is there a video for how to work A2?
04.05.2024 - 22:09DROPS Design svaraði:
Dear Wendy, all the relevant videos for this pattern can be found if you click on the "Videos" sign, just below the title line. As for your question, please look at the diagrams (A.2A, A.B and AC) as a whole (and that is why we prefer to use diagrams insted of written out instructions), and you will see that at the end of the last repeat of A.2B there is a decrease, that has its "couple" increase in A.2C, and since there you decrease a stitch, you should only have 11 stitches remaining for A.2C part. I hope this helps. Happy Crafting!
05.05.2024 - 15:17
Doris skrifaði:
Hallo Drops Team, wieso zieht sich das Muster bei mir so zusammen? Kann es daran liegen weil ich es in der Nadelstärke Nr. 4 gestrickt habe anstatt 4,5 ? Als Wolle habe ich Original Drops Cotton Merino verwendet. Mit freundlichen Grüßen
18.04.2024 - 17:59DROPS Design svaraði:
Liebe Doris, stimmt Ihre Maschenprobe immer noch auch beim Stricken? dh beim Lochmuster sollen Sie immer 21 Maschen.x 30 Reihen haben; stimmt es so? Bei den Diagrammen A.2 , A.4, A.6, A.9 und A.10 sollen Sie immer die gleiche Maschenanzahl haben. Viel Spaß beim Stricken!
19.04.2024 - 08:07
My Fairy#myfairychristeninggown |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónaður kjóll fyrir skírn eða nafnagjöf, prjónaður ofan frá og niður með laskalínu og gatamynstri og prjónuð húfa með gatamynstri DROPS Cotton Merino. Stærð 0-2 ára.
DROPS Baby 29-1 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.10. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 96 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 25) = 3,84. í þessu dæmi þá er aukið út eftir ca 4. hverja lykkju. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um miðju undir ermi á kjól): Fækkið lykkjum hvoru megin við prjónamerki mitt undir ermi þannig: Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir prjónuðu lykkjuna (= 2 lykkjur færri). LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um miðjustykki aftan á húfu): Fækkið lykkjum innan við ystu lykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum á eftir fyrstu lykkju í garðaprjóni þannig: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir prjónuðu lykkjuna. Fækkið lykkjum á undan síðustu lykkju í garðaprjóni þannig: Byrjið 2 lykkjum á undan síðustu lykkju í garðaprjóni og prjónið 2 lykkjur slétt saman. LASKALÍNA: Aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við lykkju með prjónamerki í. Aukið út þannig: Byrjið á undan lykkju með prjónamerki í, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (= lykkja með prjónamerki í), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagati í hægri kant að framan (þegar flíkin er mátuð). 1 hnappagat = prjónið aðra og þriðju lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: STÆRÐ 0/6 MÁN: 2, 5 og 8 cm. STÆRÐ 6/12 MÁN: 2, 5 og 8 cm. STÆRÐ 12/18 MÁN: 2, 6 og 10 cm. STÆRÐ 2 ÁRA: 2, 6 og 10 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- KJÓLL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað ofan frá og niður. Prjónað er fram og til baka frá miðju að aftan þar til tölukantur að aftan hefur verið prjónaður til loka, síðan er stykkið prjónað áfram í hring að óskaðri lengd (venjulegur kjóll eða langur kjóll) – sjá útskýringu í uppskrift. BERUSTYKKI: Fitjið upp 50-54-54 (58) lykkjur á hringprjón 3 með Cotton Merino. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð frá réttu þar sem auknar eru út 21 lykkjur jafnt yfir (aukið er út á eftir ca annarri hverri lykkju og ekki er aukið út yfir síðustu 3 lykkjur í hvorri hlið) = 71-75-75 (79) lykkjur í umferð. Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið þannig (byrjið við miðju að aftan – ATH: EKKI er prjónað þegar prjónamerkin eru sett í): Hoppið yfir fyrstu 10-11-11 (12) lykkjur (= hægra bakstykki, séð þegar flíkin er mátuð), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, hoppið yfir næstu 12 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, hoppið yfir næstu 20-22-22 (24) lykkjur (= framstykki), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, hoppið yfir næstu 12 lykkjur (= ermi) og setjið síðasta prjónamerkið í næstu lykkju (nú eru 13-14-14 (15) lykkjur á prjóni á eftir síðasta prjónamerki (= vinstra bakstykki). LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM! Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið sléttprjón fram og til baka frá miðju að aftan, en 3 síðustu lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar í garðaprjóni (= tölukantur). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA og munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er aukið út fyrir LASKALÍNA hvoru megin við 4 prjónamerkin – sjá útskýringu að ofan (= 8 lykkjur fleiri). Aukið svona út í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 11-13-15 (16) sinnum = 159-179-195 (207) lykkjur. Eftir síðustu útaukningu fyrir laskalínu er næsta umferð prjónuð frá röngu þannig: Prjónið 25-28-30 (32) lykkjur eins og áður (= vinstra bakstykki), setjið næstu 34-38-42 (44) lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 6-6-8 (8) nýjar lykkjur á prjóninn (= undir ermi), prjónið næstu 44-50-54 (58) lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 34-38-42 (44) lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 6-6-8 (8) nýjar lykkjur á prjóninn (= undir ermi) og prjónið 22-25-27 (29) lykkjur sem eftir eru eins og áður (= hægra bakstykki). Berustykki er nú lokið og fram- og bakstykki og ermar eru prjónuð áfram hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: Setjið 1 prjónamerki í stykkið – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Byrjið við miðju að aftan, fitjið upp 3 kantlykkjur að framan á vinstra bakstykki undir 3 kantlykkjum á hægra bakstykki (þannig að kanturinn að framan fyrir hnappagöt liggi efst). Prjónið 1 umferð slétt hringinn yfir allar lykkjur og prjónið JAFNFRAMT lykkjur frá tveimur köntum að framan slétt saman 2 og 2 = 100-112-124 (132) lykkjur í umferð. Prjónið síðan sléttprjón hringinn í 1-2-2 (3) cm – fækkið JAFNFRAMT 4-8-12 (12) lykkjur jafnt yfir í 1. umferð = 96-104-112 (120) lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið mynstur hringinn eftir mynsturteikningu A.1. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka er skipt yfir á hringprjón 4,5. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 25-29-33 (37) lykkjur jafnt yfir – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING = 121-133-145 (157) lykkjur. Prjónið síðan mynstur í hring þannig: A.2A (= 2 lykkjur), A.2B (= 12 lykkjur) alls 9-10-11 (12) sinnum og A.2C (= 11 lykkjur). Haldið svona áfram með mynstur, en fylgið síðan uppskrift fyrir óskaða lengd á kjól (kjóll með venjulegri lengd eða síðum kjól). KJÓLL MEÐ VENJULEGRI LENGD: Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina í öllum stærðum er haldið áfram með mynstur alveg eins, en nú er A.3 prjónað í stað A.2. Þegar A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er aukið út um 2 lykkjur í hverri einingu með gataumferð = 141-155-169 (183) lykkjur í umferð. Prjónið síðan mynstur eins og áður, en nú er A.4 prjónað í stað A.3. Þegar A.4 hefur verið prjónað 1-1-2 (2) sinnum á hæðina (eða að óskaðri lengd) prjónið A.5 í stað A.4. Eftir A.5 eru 161-177-193 (209) lykkjur í umferð. Prjónið nú mynstur eftir mynsturteikningu A.9 alveg eins í ca 5 cm, þ.e.a.s. prjónið A.9A (= 2 lykkjur), A.9B (= 16 lykkjur) alls 9-10-11 (12) sinnum og A.9C (= 15 lykkjur). Prjónið 4 umferðir sléttprjón. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið A.1 hringinn yfir allar lykkjur áður en fellt er laust af (ATH: Í 5. umferð í A.1 er síðasta lykkjan í umferð prjónuð slétt). Kjóllinn mælist ca 36-38-47 (49) cm frá öxl og niður. SÍÐUR KJÓLL: Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina í öllum stærðum er haldið áfram með sama hætti með mynstur, en nú er A.3 prjónað í stað A.2. Þegar A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina og hefur verið aukið út um 2 lykkjur í hverri einingu með gatamynstri = 141-155-169 (183) lykkjur. Prjónið síðan mynstur eins og áður, en nú er prjónað A.4 í stað A.3. Þegar A.4 hefur verið prjónað 2-2-3 (3) sinnum á hæðina, prjónið nú mynstur með sama hætti, en nú er prjónað A.5 í stað A.4. Þegar A.5 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina hefur verið aukið út um 2 lykkjur í hverri einingu með gatamynstri = 161-177-193 (209) lykkjur. Prjónið síðan mynstur eins og áður, en nú er A.6 prjónað í stað A.5. Þegar A.6 hefur verið prjónað 2 sinnum á hæðina í öllum stærðum (eða að óskaðri lengd), prjónið A.7 í stað A.6. Þegar A.7 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina hafa verið auknar út 2 lykkjur í hverri einingu með gatamynstri = 181-199-217 (235) lykkjur. Prjónið 1 mynstureiningu á hæðina með A.8. Eftir A.8 eru 201-221-241 (261) lykkjur í umferð. Nú er prjónað mynstur eftir mynsturteikningu A.10 alveg eins í ca 5 cm, þ.e.a.s. prjónið A.10A (= 2 lykkjur), A.10B (= 20 lykkjur) alls 9-10-11 (12) sinnum og A.10C (= 19 lykkjur). Prjónið 4 umferðir sléttprjón. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið A.1 hringinn yfir allar lykkjur áður en fellt er laust af (ATH: Í 5. umferð í A.1 er síðasta lykkjan í umferð prjónuð slétt). Kjólinn mælist ca 80-82-91 (93) cm frá öxl og niður. BÁÐIR KJÓLARNIR: ERMI: Setjið lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki yfir á sokkaprjón 4. Prjónið 1 umferð slétt og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8 (8) nýjum lykkjum mitt undir ermi = 40-44-50 (52) lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í nýju lykkjurnar (= byrjun á umferð og miðja undir ermi) – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 2 cm í öllum stærðum er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 3-2½-2- (2) cm millibili alls 4-6-8 (8) sinnum = 32-32-34 (36) lykkjur. Prjónið síðan þar til ermin mælist 16-18-20 (23) cm. Skiptið yfir á sokkaprjón 3 og prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, áður en fellt er laust af með sléttum lykkjum. Prjónið hina ermina á sama hátt. PICOTKANTUR: Heklið picotkant neðst niðri í kringum báðar ermar með heklunál 3 þannig: 1 fastalykkja í fyrstu lykkju, * 3 loftlykkjur, 1 stuðull í fyrstu loftlykkju sem var hekluð, hoppið yfir 2 lykkjur á ermi, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* nema endið umferð með 1 keðjulykkju í fastalykkju í byrjun umferðar (í stað 1 fastalykkju í næstu lykkju). Heklið alveg eins picotkant meðfram hálsmáli í skiptingunni á milli kants með garðaprjóni og sléttprjóni á berustykki – ATH: Kanturinn er brotinn saman ofan frá og niður. FRÁGANGUR: Saumið 3 tölur í vinstri tölukant að aftan. Þræðið silkiborðann upp og niður í gegnum gataumferð á berustykki (byrjið og endið við miðju að framan) og hnýtið slaufu við miðju að framan. ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón. HÚFA: Fitjið upp 70-78-82 (90) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 3 með Cotton Merino. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 7-3-7 (3) lykkjur jafnt yfir = 63-75-75 (87) lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, A.2A (= 2 lykkjur), A.2B (= 12 lykkjur) alls 4-5-5 (6) sinnum, A.2C (= 11 lykkjur) og 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 12-13-14 (15) cm prjónið 2 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Klippið frá. Setjið nú ystu 23-28-28 (33) lykkjur í hvorri hlið á hvor sinn þráð eða hjálparprjón = 17-19-19 (21) lykkjur eftir á prjóni (= miðjustykki aftan á húfu). Prjónið garðaprjón fram og til baka yfir miðju stykki JAFNFRAMT er síðasta lykkjan í hverri umferð (bæði frá réttu og frá röngu) prjónið slétt saman með fyrstu lykkju af þræði/hjálparprjóni. Haldið svona áfram. JAFNFRAMT þegar miðjustykki mælist 4 cm í öllum stærðum er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við miðjustykki – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA! Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 8-8-9 (9) cm = 13-15-15 (17) lykkjur eftir á miðjustykki. Prjónið síðan áfram þar til allar lykkjur á þræði / hjálparprjóni í hvorri hlið hafa verið prjónaðar saman við miðjustykki, fellið síðan af 13-15-15 (17) miðjulykkjur á miðjustykki. FRÁGANGUR: Prjónið upp frá réttu ca 66-72-76 (82) lykkjur meðfram neðri kanti á húfu á hringprjón 3 og prjónið mynstur eftir mynsturteikningu A.1 með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið (1. umferð = frá röngu). Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka er fellt af með sléttum lykkjum frá réttu. PICOTKANTUR: Heklið picotkant framan á húfu. Byrjið frá réttu neðst niðri í horni og heklið með heklunál 3 þannig: 1 fastalykkja í fyrstu lykkju, 3 loftlykkjur, 1 stuðull í fyrstu loftlykkju sem var hekluð, hoppið yfir 2 lykkjur á húfu, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* meðfram öllum kanti framan á húfu. Klippið frá og festið enda. Þræðið silkiborða upp og niður í gegnum gataumferð neðst niðri á húfu. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #myfairychristeninggown eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 34 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 29-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.