Manon skrifaði:
Bonjour - model 255-2 L (dos), après avoir fait un 1er diagram complet je devrais avoir 53m, comment dois-je repartir les m. sur l'aig pour assurer la répétition adequate de A.1B ? Merci
08.10.2024 - 12:56DROPS Design svaraði:
Bonjour Manon, quand vous avez tricoté les diagrammes 1 fois en hauteur, reprenez-les au 1er rang et tricotez comme avant: 3 m jaune, A.1A, tricotez maintenant 2 fois A.1B, tricotez A.1C et terminez par 3 m jaune. Bon tricot!
08.10.2024 - 16:31
Manon skrifaði:
Veuillez ignorer ma question, j'ai trouvé mon erreur et figurer la démarche/motif.merci (Tips: sur les model vous devriez aussi suggérer l'ajout de marqueur entre chaque diag pour eviter la confusion dans le jacquard. Merci & Bonne journée
06.10.2024 - 21:47
Manon skrifaði:
Bonjour , je debute le challenge avec le Super Dandelion et veut demarrer du bon pied: ) Dos: sur envers diagram A.1C, A1B ,A.1A,je les tric sur l'env en commencant le diag de gauche a droite sur le 1er ou 2e rang?..... Ce pull amenera surement d'autre defis en cours de route... merci de nous guider.
06.10.2024 - 21:18DROPS Design svaraði:
Bonjour Manon, sur l'endroit, on lit les diagrammes de droite à gauche et sur l'envers, on les lit de gauche à droite, donc le 1er rang du diagramme se fait sur l'endroit et se lit de droite à gauche et le 2ème rang du diagramme se fait sur l'envers et se lit de gauche à droite. Bon tricot!
07.10.2024 - 08:26
Susana Araujo skrifaði:
Hi Team, I am so sorry...but I am still struggling. I have been stuck on the sleeves for 3 days now :( The lesson "How to center a diagram" managed to make me even more confused...Are the 3 yellow middle sts under sleeve meant to be part of the chart or not? Shall I count the chart for the totally of the sts (72) or count for only half way (36) then start again patt on the next 36? Thank you
01.10.2024 - 23:18DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Araujo, the 3 middle stitches in yellow mid under sleeve are not worked in the diagram/pattern, so that you will have 69 stitches worked in A.2A and the stitch with the marker in the middle on top of sleeve is the stitch with a mark in diagram: 34 sts before this stitch you will start the diagram: after the 3 middle stitches in yellow work the last 7 sts in A.2A, then repeat the 10 sts a total of 2 times and work A.2A one more time = the 8th stitch should be the stitch with the mark, then finish A.2A and repeat the 10 sts A.2A to the end of the round (you will end with the first 2 sts in A.2A). Happy knitting!
02.10.2024 - 08:42
KKberlin skrifaði:
Ich hatte ein Problem mit der Länge der Ärmel. Man sollte in Grösse XL 35 cm im Muster stricken und dann 7 cm Bündchen anfügen und so auf eine Länge von 45 cm kommen. Rein mathematisch komme ich nur auf 42 cm.
01.10.2024 - 09:48
Susana Araujo skrifaði:
Hi team, I'm a bit confused about picking up for the sleeves. I am making the smaller size and pt says "with equal numbers of stitches on each side of both makers-stitches". So from the 72 I have divided each side with 36 sts. Then, it says "the marker-stitch should match the mid-stitch in A.2A". But it won't because I have 36 sts which means I am going to work A.2A three times = 30 sts + 6 sts = 36. The mid-stitch sleeve is the 8 stitch which does not match up as pattern says it needs to.
30.09.2024 - 22:19DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Araujo, in this lesson we show how to pick up stitches around armhole with marker on top of shoulder; then you will have to count where to start diagram A.2 - see this lesson, working the 3 middle stitches under sleeve with yellow. Happy knitting!
01.10.2024 - 09:33
Alice skrifaði:
Vielen Dank, mein Fehler habe falsch gelesen bei der Zunahme. LG Alice
30.09.2024 - 15:46
Alice skrifaði:
In der Anleitung ist ein Fehler Größe M Rechtes Vorderteil:\\r\\naus der Schulter 35 M auffassen. Ok Dann 3 M glatt Rechts: ok, nun A4 2x Stricken, Fehler es muss 3x Heißen, 3 Maschen rechts, 3x A4 und 2 Maschen am Ende sind 35 M und A4 3x, nicht 2x. Dann nach 8 cm soll man zunehmen in jeder Reihe insgesamt 5x in der Rechten und linken Reihe, insgesamt 10 Reihen, also 10 Maschen zunehmen. Man soll nach der Anleitung 40 Maschen haben, man hat aber 45 M. . Beim Linken Vorderteil auch.
29.09.2024 - 16:41DROPS Design svaraði:
Liebe Alice, danke für den Hinweis über Muster, aber die Maschenanzahl ist dann richtig, man wird nur bei den Hinreihen zunehmen = 5 Maschen so hat man 40 M. Viel Spaß beim Stricken!
30.09.2024 - 09:30
Heike skrifaði:
Hallo Team, wie muss ich bei der Zunahme am Rücken-/Vorderteil nach einem Rapport den neuen Rapport in der Breite einfügen? Vielen Dank für die Beantwortung.
10.09.2024 - 11:33DROPS Design svaraði:
Liebe Heike, die neuen Maschen werden sofort im Muster eingestrickt, so wird sich das Muster in die Seiten vergrössern. Viel Spaß beim Stricken!
11.09.2024 - 07:43
Susana Araujo skrifaði:
Hi Team, I am working a size S and have finished knitting the 30 rows. It says that "for size S work row and row 3 one more time without increases" however that will bring me to a total count of 89 stitches and not 91 as I need for the following part. Were we supposed to increase as normal instead??
08.09.2024 - 18:33DROPS Design svaraði:
Dear Susana, you work 28 rows in total repeating Rows 2 and 3 14 times each. You will have 89 stitches. Then work ROW 2 one more time (normally, so increasing 2 stitches), then work ROW 3 one more time but without increases. Only ROW 3 is repeated without increases. So you will get a total of 91 stitches. Happy knitting!
08.09.2024 - 20:27
Dandelion Field#dandelionfieldsweater |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Nepal. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með evrópskri öxl / skáhallandi öxl, norrænu mynstri og tvöföldum kanti í hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 255-2 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.1). Byrjið / endið við ör í valinni stærð (á við um A.3 og A.4). LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1: AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL VINSTRI – frá réttu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL HÆGRI – frá réttu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2: AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL VINSTRI – frá röngu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í fremri lykkjubogann. AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL HÆGRI – frá röngu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í aftari lykkjubogann. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-3 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 108 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 32) = 5,6. Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 5. og 6. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR PRJÓN: Merking í mynsturteikningu sýnir í hvaða umferð bakstykkið endaði – þetta auðveldar þegar prjóna á framstykki og handvegur er stilltur af. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merki þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan lykkju með merki í mitt undir ermi, prjónið 2 lykkjur slétt saman með litnum gulur, prjónið 1 lykkju slétt með litnum gulur (merkið situr í þessari lykkju), prjónið 3 lykkjur snúnar slétt saman með litnum gulur (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Stykkið er fyrst prjónað fram og til baka á hringprjóna. Byrjið á að fitja upp lykkjur aftan í hnakka. Prjónið síðan bakstykki niður á við samtímis sem aukið er út í hvorri hlið á stykki þar til lykkjufjöldi fyrir axlarvídd hefur verið náð. Bakstykkið hefur fengið smá skáhallandi öxl. Prjónið síðan niður að handvegi. Nú er hægt að láta bakstykkið bíða á meðan framstykkið er prjónað. Framstykkið er fyrst prjónað í 2 stykkjum. Byrjið á að prjóna upp lykkjur meðfram annarri öxlinni frá bakstykki, samtímis sem aukið er út við hálsmál. Endurtakið á hinni öxlinni. Hægra og vinstra framstykki er sett saman þegar útaukningu er lokið fyrir hálsmáli. Síðan er framstykkið prjónað niður að handvegi. Nú er framstykkið og bakstykkið sett inn á sama hringprjón og fram- og bakstykkið er prjónað niður á við í hring á hringprjóna. Lykkjur eru prjónaðar upp fyrir ermar í kringum handveg og ermar eru prjónaðar niður á við. Í lokin eru lykkjur prjónaðar upp í kringum hálsmál og prjónaður er kantur í hálsmáli. Kantur í hálsmáli er brotinn saman tvöfaldur að röngu og saumaður niður. BAKSTYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 33-33-33-43-43-43 lykkjur á hringprjón 5 með litnum gulur í DROPS Nepal. Prjónið MYNSTUR – lesið útskýringu að ofan JAFNFRAMT er prjónað eins og útskýrt er að neðan. ATH: Ystu 3 lykkjur í hvorri hlið + útaukning er prjónað með litnum gulur þar til handvegur hefur verið prjónaður til loka. UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið brugðið. UMFERÐ 2 (= rétta): Lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og prjónið 3 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju til vinstri, prjónið A.1A, prjónið A.1B alls 1-1-1-2-2-2 sinnum, prjónið A.1C, aukið út um 1 lykkju til hægri, 3 lykkjur slétt. UMFERÐ 3 (= ranga): Lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2 og prjónið 3 lykkjur brugðið, aukið út um 1 lykkju til vinstri, prjónið A.1C, prjónið A.1B eins og áður, prjónið A.1A, aukið út um 1 lykkju til hægri, 3 lykkjur brugðið. Á EFTIR UMFERÐ 3: Prjónið UMFERÐ 2 og 3 alls 14-17-17-17-19-22 sinnum (= 28-34-34-34-38-44 prjónaðar umferðir). ATH: Í hvert skipti sem A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er pláss fyrir 2 mynstureiningar fleiri með A.1B á breiddina. Útaukning fyrir skáhallandi öxl er lokið í stærð M, L, XL og XXXL. Prjónið síðan í stærð S og XXL eins og útskýrt er að neðan. STÆRÐ S og XXL: Prjónið UMFERÐ 2 einu sinni til viðbótar, síðan er prjónuð UMFERÐ 3, en án útaukninga (= alls 30-40 prjónaðar umferðir). ALLAR STÆRÐIR: Á eftir síðustu útaukningu eru 91-101-101-111-121-131 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 14-16-16-16-19-20 cm frá uppfitjunarkanti mitt að aftan. Setjið 1 merki yst í hliðina. Héðan er nú stykkið mælt frá! Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 3 lykkjur sléttprjón í litnum gulur, prjónið A.2A alls 8-9-9-10-11-12 sinnum (það eru eftir 8 lykkjur í umferð), prjónið A.2B endið með 3 lykkjur sléttprjón í litnum gulur. Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. Prjónið þar til stykkið mælist 14-15-16-17-17-18 cm mælt frá merki yst meðfram handveg – endið eftir umferð frá röngu og fellið jafnframt af 1 kantlykkju í hvorri hlið í síðustu umferð = 89-99-99-109-119-129 lykkjur – lesið LEIÐBEININGAR PRJÓN. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón, nú er vinstra framstykki prjónað meðfram vinstri öxl eins og útskýrt er að neðan. VINSTRA FRAMSTYKKI: Finnið vinstri öxl á bakstykki þannig: Leggið bakstykkið flatt með réttuna upp, leggið bakstykkið þannig að lykkjur frá þræði / hjálparprjóni snúa að þér, vinstri hlið á stykki = vinstri öxl. Nú eru lykkjur prjónaðar upp meðfram bakstykkis vinstri skáhallandi öxl – byrjið frá réttu við hálsmál og prjónið upp lykkjur út að handvegi þannig: Notið litinn gulur og prjónið upp 1 lykkju í hverja prjónaða umferð meðfram öxl innan við ystu lykkju, prjónið síðan upp 1 lykkju í næstu umferð yst við handveg (prjónið upp innan við ystu lykkju) = 31-35-35-35-41-45 lykkjur. Öll mál á lengdina á framstykki eru gerð frá þessum kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Byrjið við ör í valinni stærð í A.3A og prjónið 3-7-7-7-3-7 lykkjur sem eftir eru í A.3A, prjónið allt A.3A alls 2-2-2-2-3-3 sinnum, prjónið A.3B, endið með 3 lykkjur í garðaprjóni í litnum gulur. Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka. Þegar stykkið mælist 7-8-9-9-10-10 cm, aukið út lykkjur að hálsmáli þannig (útauknar lykkjur eru prjónaðar inn í mynstur): UMFERÐ 1 (= rétta): Munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og prjónið 1 lykkju slétt í litnum gulur, aukið út um 1 lykkju til vinstri (í litnum gulur), haldið áfram með A.3 eins og áður og endið með 3 lykkjur slétt í litnum gulur. UMFERÐ 3 (= ranga): Prjónið 3 lykkjur brugðið í litnum gulur, prjónið A.3 frá röngu þar til 1 lykkja er eftir, prjónið 1 lykkju brugðið í litnum gulur. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 5 sinnum (= 10 prjónaðar umferðir) = 36-40-40-40-46-50 lykkjur. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón, nú er hægra framstykki prjónað meðfram hægri öxl eins og útskýrt er að neðan. HÆGRA FRAMSTYKKI: Nú eru lykkjur prjónaðar upp meðfram bakstykkis hægri skáhallandi öxl – byrjið frá réttu við handveg og prjónið upp lykkjur inn að hálsmáli þannig: Notið litinn gulur, byrjið 1 umferð á undan síðustu útaukningu fyrir skáhallandi öxl á bakstykki, prjónið upp 1 lykkju í þessa umferð innan við ystu lykkju, prjónið síðan upp 1 lykkju í hverja prjónaða umferð meðfram öxl (innan við ystu lykkju) = 31-35-35-35-41-45 lykkjur. Öll mál á lengdina á framstykki eru gerð frá þessum kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 3 lykkjur sléttprjón í litnum gulur, prjónið A.4 alls 2-3-3-3-3-4 sinnum, prjónið 8-2-2-2-8-2 fyrstu lykkjur í A.4, þ.e.a.s. endið við ör í valinni stærð. Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka. Þegar stykkið mælist 7-8-9-9-10-10 cm, aukið út lykkjur við hálsmál þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 3 lykkjur slétt í litnum gulur, prjónið A.4 þar til 1 lykkja er eftir, aukið út til hægri (í litnum gulur), prjónið 1 lykkju slétt í litnum gulur – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 1 lykkju brugðið í litnum gulur, prjónið A.4 frá röngu þar til eftir eru 3 lykkjur, prjónið 3 lykkjur brugðið í litnum gulur. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 5 sinnum (= 10 prjónaðar umferðir) = 36-40-40-40-46-50 lykkjur. Síðan eru framstykkin sett saman eins og útskýrt er að neðan. FRAMSTYKKI (hægra og vinstra stykki sett saman): Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 36-40-40-40-46-50 lykkjur frá hægra framstykki eins og áður, fitjið upp 19-21-21-31-29-31 lykkjur fyrir hálsmáli í lok þessarar umferðar, prjónið 36-40-40-40-46-50 lykkjur frá vinstra framstykki eins og áður = 91-101-101-111-121-131 lykkjur í umferð. Prjónið sléttprjón og mynstur fram og til baka eins og áður yfir allar lykkjur, þ.e.a.s. prjónið 3 lykkjur sléttprjón í litnum gulur í byrjun og lok umferðar og haldið áfram með mynstur yfir þær lykkjur sem eftir eru. Prjónið þar til stykkið mælist 28-29-30-31-33-34 cm frá kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp – endið eftir umferð frá röngu, stillið af að endað sé í sömu umferð í mynsturteikningu eins og á bakstykki og fellið jafnframt af 1 kantlykkju í hvorri hlið í síðustu umferð (til að þurfa ekki að klippa þráðinn frá í lok umferðar er hægt að prjóna síðustu 2 lykkjur í umferð brugðið saman) = 89-99-99-109-119-129 lykkjur. Nú er framstykkið og bakstykkið sett saman fyrir fram- og bakstykki eins og útskýrt er að neðan. Stykkið er nú mælt héðan! FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið mynstur eins og áður yfir 89-99-99-109-119-129 lykkjur frá framstykki, fitjið upp 1-1-11-11-11-11 nýjar lykkjur í lok þessarar umferðar (= í hlið mitt undir ermi), prjónið mynstur eins og áður yfir 89-99-99-109-119-129 lykkjur frá bakstykki og fitjið upp 1-1-11-11-11-11 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið mitt undir ermi) = 180-200-220-240-260-280 lykkjur í umferð. Nú er prjónað mynstur í hring yfir allar lykkjur, þ.e.a.s. haldið er áfram að prjóna mynstur hringinn yfir allar lykkjur – byrjun umferðar er á milli nýrra lykkja sem fitjaðar voru upp undir ermi og framstykki. Prjónið þar til stykkið mælist ca 28-29-30-30-30-31 cm frá handveg – endið eftir 5. eða 9. umferð í A.2 (framstykkið á að mælast ca 56-58-60-61-63-65 cm frá kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar uppp). Prjónið 2 umferðir sléttprjón hringinn yfir allar lykkjur með litnum gulur. Skiptið yfir á hringprjón 3,5, prjónið stroff í litnum gulur (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) JAFNFRAMT er aukið út um 32-36-40-44-44-48 lykkjur jafnt yfir í umferð 1 – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-3 = 212-236-260-284-304-328 lykkjur. Þegar stroffið mælist 6-6-6-7-7-7 cm fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Framstykkið mælist ca 63-65-67-69-71-73 cm mælt frá kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, framstykkið er ca 3 cm lengra en loka mál þar sem kantur þar sem lykkjur voru prjónaðar upp er ekki mitt ofan á öxl, heldur aðeins niður á bakstykki, peysan mælist ca 60-62-64-66-68-70 cm. ERMAR: Ermin er prjónuð frá handveg og niður á við. Leggið stykkið flatt og setjið 1 merki efst í handveg = mitt ofan á öxl (ATH! Mitt ofan á öxl er ekki á sama stað og lykkjur voru prjónaðar upp fyrir framstykki, heldur ca 7 til 8 cm niður á framstykki). Prjónið upp lykkjur innan við 1 kantlykkju í kringum handveg, notið hringprjón 3,5 og litinn gulur og byrjið í miðjulykkju sem fitjuð var upp mitt undir ermi, setjið 1 merki í þessa lykkju og prjónið upp 72-76-90-92-96-100 lykkjur – stillið af að prjónuð sé upp 1 lykkja í lykkjuna mitt undir ermi og 1 lykkja við merki mitt ofan á öxl og prjónaðar séu upp jafn margar lykkjur hvoru megin við báðar lykkjur með merki í. Teljið út frá merki mitt ofan á öxl hvar mynstrið á að byrja mitt undir ermi – merki mitt ofan á öxl á að passa við merkingu fyrir miðjulykkju í A.2A. Prjónið síðan með hringprjón 5. Nú er prjónað í hring í sléttprjóni og A.2A yfir allar lykkjur, en 3 miðjulykkjur undir ermi eru prjónaðar í litnum gulur JAFNFRAMT er lykkjum fækkað undir ermi, lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA og fækkið lykkjum þannig: Þegar ermin mælist 1 cm mælt mitt undir ermi fækkið um 2 lykkjur 4-6-8-10-12-13 sinnum í annarri hverri umferð, síðan er fækkað um 2 lykkjur í hverjum 5-4½-2½-2½-2-2 cm alls 7-7-11-9-8-8 sinnum = 50-50-52-54-56-58 lykkjur í umferð. Prjónið síðan mynstur með 3 lykkjur í sléttprjóni í litnum gulur mitt undir ermi þar til ermin mælist 42-40-41-38-36-34 cm frá merki mitt ofan á öxl. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5 og prjónið stroff í litnum gulur (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) JAFNFRAMT sem aukið er út um 8-10-10-10-10-10 lykkjur jafnt yfir í umferð 1 = 58-60-62-64-66-68 lykkjur. Þegar stroffið mælist 6-6-6-7-7-7 cm fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 48-46-47-45-43-41 cm frá miðju ofan á öxl. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Notið hringprjón 3,5 og litinn gulur. Byrjið frá réttu við aðra axlalínuna og prjónið upp ca 100-104-108-132-136-136 lykkjur innan við 1 lykkju (ef prjónaðar eru upp færri lykkjur er hægt að jafna lykkjufjöldann út í fyrstu umferð) – lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 2. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4½-4½-5½-5½-6½-6½ cm (= ca 12-12-15-15-18-18 umferðir), skiptið yfir í litinn natur og prjónið síðan þar til stroffið mælist 10-10-12-12-14-14 cm (= ca 15-15-18-18-20-20 umferðir með litnum natur). Skiptið yfir á hringprjón 5 og fellið af aðeins laust með sléttri lykkju. Brjótið stroffið niður að innanverðu á stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli – það á að vera sýnileg rönd með litnum natur efst í kanti í hálsmáli séð frá réttu. Til að koma í veg fyrir að kantur í hálsmáli verði stífur og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #dandelionfieldsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 37 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 255-2
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.