Francine skrifaði:
First line of the BODY “ work pattern as before across the 99 stitches. In the previous line, we reduce the stitches one on either end. Previous on the front pieces each end of the pattern consisted of “ 3 st in yarn A ( now 2j . My question is when starting the body do we keep the pattern but omit “ these yarn A stitches . Hope this question makes sense. Thanks for you help
20.04.2025 - 04:37DROPS Design svaraði:
Dear Francine, in this round you will work these stitches as before; the stitches in yarn A stay in the same colour and you work the pattern over the other stitches. Then, in the next round, after you cast on stitches under the sleeve, you will work the pattern over all stitches, so you will work these stitches in the pattern as well. Happy knitting!
21.04.2025 - 00:43
Fran skrifaði:
For the front piece : after picking up the stitches on the right front……” cast on 19 stitches” question? Do I cast on in the pattern or do I cast on with yarn A. along the neckline.
16.04.2025 - 07:04DROPS Design svaraði:
Hi Fran, You can cast on in pattern so you carry both colours across the neckline. Happy Easter!
16.04.2025 - 12:01
Fran skrifaði:
Is their any corrections to the pattern?
13.04.2025 - 05:02DROPS Design svaraði:
Hi Fran, There is a link to the corrections at the bottom of the pattern, written in red font. Happy Easter!
13.04.2025 - 17:52
Nicole skrifaði:
When doing increases for the left and right, how do the new stitches fit into the pattern? It says for the left to knit one in gold then increase, but when you purl the next row how do you work that stitch, then you purl 1 with gold. I'm just confused because you are adding 5 new stitches, but how do you work them into the pattern.
01.04.2025 - 14:58DROPS Design svaraði:
Dear Nicole, you incorporate the new stitches into the pattern to enlarge it on the sides; so that you will work the new stitches as the previous stitches in diagram on the right side of A.3A and at the end of the row work the new stitches as the next stitches continuing the pattern. Happy knitting!
02.04.2025 - 07:32
Eva skrifaði:
Det verkar som delar av diagrammet fallit bort efter senaste uppdateringen. A2, A3 och A4 visas bara som en ruta med frågetecken.
26.03.2025 - 08:46
Michelle skrifaði:
Bei Vorderteil steht: „Stricken, bis die Arbeit eine Länge von 28-29-30-31-33-34 cm ab dem Auffassen der Maschen hat“. Ist da das Auffassen oben an der Schulter gemeint oder wo das linke und rechte Vorderteil zusammengesetzt werden?
20.03.2025 - 00:55DROPS Design svaraði:
Liebe Michelle, man soll hier oben an der Schulter messen, wo man die Maschen für die Schulter aufgefassen hat. Viel Spaß beim Stricken!
20.03.2025 - 10:20
Phenasia Soares skrifaði:
Hi, I was wondering for the gauge (tension) when it says to use the pattern which part of the pattern which part do you use?
09.02.2025 - 17:54DROPS Design svaraði:
Dear Phenasia, you can work any of the charts or combined charts, since they all have the same Nordic pattern; we just need to test the gauge while making colour changes, since this may sometimes affect the overall gauge. Happy knitting!
10.02.2025 - 01:06
Erika skrifaði:
Hej, undrar om det är en felskrivning i mönstret vid bakstycket står under storlek S och XXL ”sticka varv 1 och 2 gång till, sedan stickas varv 3, men utan ökning ” menar ni sticka varv 2 en gång till? Annars stämmer inte antal varv.
07.02.2025 - 20:55DROPS Design svaraði:
Hej Erika. Tack för info, du har helt rätt. Texten är nu rättad. Mvh DROPS Design
10.02.2025 - 11:17
Gosia skrifaði:
Czy oczko na środku na górze rękawa na schemacie A2.A (7 oczko) powinno zgadzać się z oczkiem z markerem na górze rękawa, czy powinno to być 5 oczko z 10 na schemacie? I czy trzy oczka w kolorze ochra powinny być idealnie po środku na dole rękawa - jedno oczko przed i za oczkiem z markerem?
31.01.2025 - 21:10DROPS Design svaraði:
Witaj Gosiu, na górze rękawa powinnaś mieć 5-te lub 6-te oczko schematu A.2A. Trzy oczka kolorem ochra pod rękawem powinny być idealnie po środku na dole rękawa - jedno oczko przed i za oczkiem z markerem. Pozdrawiamy!
03.02.2025 - 10:55
Hannelore skrifaði:
Hoi! Ik heb een vraag over het voorpand. Ik moet de twee schouders samenvoegen, en daarna doorgaan met het patroon. Welk patroon is dit? A4A? Of A3A? Alvast bedankt!
10.01.2025 - 14:40DROPS Design svaraði:
Dag Hannelore,
Dit is patroon A.3A of A.4 (in wezen zijn dit dezelfde patroon. Het gaat erom dat je het gecreëerde patroon voortzet zodat het mooi doorloopt wanneer beide panden samengevoegd zijn.
11.01.2025 - 11:43
Dandelion Field#dandelionfieldsweater |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Nepal. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með evrópskri öxl / skáhallandi öxl, norrænu mynstri og tvöföldum kanti í hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 255-2 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.1). Byrjið / endið við ör í valinni stærð (á við um A.3 og A.4). LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1: AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL VINSTRI – frá réttu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL HÆGRI – frá réttu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2: AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL VINSTRI – frá röngu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í fremri lykkjubogann. AUKIÐ ÚT UM 1 LYKKJU TIL HÆGRI – frá röngu: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í aftari lykkjubogann. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-3 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 108 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 32) = 5,6. Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 5. og 6. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR PRJÓN: Merking í mynsturteikningu sýnir í hvaða umferð bakstykkið endaði – þetta auðveldar þegar prjóna á framstykki og handvegur er stilltur af. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merki þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan lykkju með merki í mitt undir ermi, prjónið 2 lykkjur slétt saman með litnum gulur, prjónið 1 lykkju slétt með litnum gulur (merkið situr í þessari lykkju), prjónið 3 lykkjur snúnar slétt saman með litnum gulur (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni er notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Stykkið er fyrst prjónað fram og til baka á hringprjóna. Byrjið á að fitja upp lykkjur aftan í hnakka. Prjónið síðan bakstykki niður á við samtímis sem aukið er út í hvorri hlið á stykki þar til lykkjufjöldi fyrir axlarvídd hefur verið náð. Bakstykkið hefur fengið smá skáhallandi öxl. Prjónið síðan niður að handvegi. Nú er hægt að láta bakstykkið bíða á meðan framstykkið er prjónað. Framstykkið er fyrst prjónað í 2 stykkjum. Byrjið á að prjóna upp lykkjur meðfram annarri öxlinni frá bakstykki, samtímis sem aukið er út við hálsmál. Endurtakið á hinni öxlinni. Hægra og vinstra framstykki er sett saman þegar útaukningu er lokið fyrir hálsmáli. Síðan er framstykkið prjónað niður að handvegi. Nú er framstykkið og bakstykkið sett inn á sama hringprjón og fram- og bakstykkið er prjónað niður á við í hring á hringprjóna. Lykkjur eru prjónaðar upp fyrir ermar í kringum handveg og ermar eru prjónaðar niður á við. Í lokin eru lykkjur prjónaðar upp í kringum hálsmál og prjónaður er kantur í hálsmáli. Kantur í hálsmáli er brotinn saman tvöfaldur að röngu og saumaður niður. BAKSTYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Fitjið upp 33-33-33-43-43-43 lykkjur á hringprjón 5 með litnum gulur í DROPS Nepal. Prjónið MYNSTUR – lesið útskýringu að ofan JAFNFRAMT er prjónað eins og útskýrt er að neðan. ATH: Ystu 3 lykkjur í hvorri hlið + útaukning er prjónað með litnum gulur þar til handvegur hefur verið prjónaður til loka. UMFERÐ 1 (= ranga): Prjónið brugðið. UMFERÐ 2 (= rétta): Lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og prjónið 3 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju til vinstri, prjónið A.1A, prjónið A.1B alls 1-1-1-2-2-2 sinnum, prjónið A.1C, aukið út um 1 lykkju til hægri, 3 lykkjur slétt. UMFERÐ 3 (= ranga): Lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2 og prjónið 3 lykkjur brugðið, aukið út um 1 lykkju til vinstri, prjónið A.1C, prjónið A.1B eins og áður, prjónið A.1A, aukið út um 1 lykkju til hægri, 3 lykkjur brugðið. Á EFTIR UMFERÐ 3: Prjónið UMFERÐ 2 og 3 alls 14-17-17-17-19-22 sinnum (= 28-34-34-34-38-44 prjónaðar umferðir). ATH: Í hvert skipti sem A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er pláss fyrir 2 mynstureiningar fleiri með A.1B á breiddina. Útaukning fyrir skáhallandi öxl er lokið í stærð M, L, XL og XXXL. Prjónið síðan í stærð S og XXL eins og útskýrt er að neðan. STÆRÐ S og XXL: Prjónið UMFERÐ 2 einu sinni til viðbótar, síðan er prjónuð UMFERÐ 3, en án útaukninga (= alls 30-40 prjónaðar umferðir). ALLAR STÆRÐIR: Á eftir síðustu útaukningu eru 91-101-101-111-121-131 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 14-16-16-16-19-20 cm frá uppfitjunarkanti mitt að aftan. Setjið 1 merki yst í hliðina. Héðan er nú stykkið mælt frá! Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 3 lykkjur sléttprjón í litnum gulur, prjónið A.2A alls 8-9-9-10-11-12 sinnum (það eru eftir 8 lykkjur í umferð), prjónið A.2B endið með 3 lykkjur sléttprjón í litnum gulur. Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka. Munið eftir að fylgja uppgefinni prjónfestu. Prjónið þar til stykkið mælist 14-15-16-17-17-18 cm mælt frá merki yst meðfram handveg – endið eftir umferð frá röngu og fellið jafnframt af 1 kantlykkju í hvorri hlið í síðustu umferð = 89-99-99-109-119-129 lykkjur – lesið LEIÐBEININGAR PRJÓN. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón, nú er vinstra framstykki prjónað meðfram vinstri öxl eins og útskýrt er að neðan. VINSTRA FRAMSTYKKI: Finnið vinstri öxl á bakstykki þannig: Leggið bakstykkið flatt með réttuna upp, leggið bakstykkið þannig að lykkjur frá þræði / hjálparprjóni snúa að þér, vinstri hlið á stykki = vinstri öxl. Nú eru lykkjur prjónaðar upp meðfram bakstykkis vinstri skáhallandi öxl – byrjið frá réttu við hálsmál og prjónið upp lykkjur út að handvegi þannig: Notið litinn gulur og prjónið upp 1 lykkju í hverja prjónaða umferð meðfram öxl innan við ystu lykkju, prjónið síðan upp 1 lykkju í næstu umferð yst við handveg (prjónið upp innan við ystu lykkju) = 31-35-35-35-41-45 lykkjur. Öll mál á lengdina á framstykki eru gerð frá þessum kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Byrjið við ör í valinni stærð í A.3A og prjónið 3-7-7-7-3-7 lykkjur sem eftir eru í A.3A, prjónið allt A.3A alls 2-2-2-2-3-3 sinnum, prjónið A.3B, endið með 3 lykkjur í garðaprjóni í litnum gulur. Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka. Þegar stykkið mælist 7-8-9-9-10-10 cm, aukið út lykkjur að hálsmáli þannig (útauknar lykkjur eru prjónaðar inn í mynstur): UMFERÐ 1 (= rétta): Munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og prjónið 1 lykkju slétt í litnum gulur, aukið út um 1 lykkju til vinstri (í litnum gulur), haldið áfram með A.3 eins og áður og endið með 3 lykkjur slétt í litnum gulur. UMFERÐ 3 (= ranga): Prjónið 3 lykkjur brugðið í litnum gulur, prjónið A.3 frá röngu þar til 1 lykkja er eftir, prjónið 1 lykkju brugðið í litnum gulur. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 5 sinnum (= 10 prjónaðar umferðir) = 36-40-40-40-46-50 lykkjur. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón, nú er hægra framstykki prjónað meðfram hægri öxl eins og útskýrt er að neðan. HÆGRA FRAMSTYKKI: Nú eru lykkjur prjónaðar upp meðfram bakstykkis hægri skáhallandi öxl – byrjið frá réttu við handveg og prjónið upp lykkjur inn að hálsmáli þannig: Notið litinn gulur, byrjið 1 umferð á undan síðustu útaukningu fyrir skáhallandi öxl á bakstykki, prjónið upp 1 lykkju í þessa umferð innan við ystu lykkju, prjónið síðan upp 1 lykkju í hverja prjónaða umferð meðfram öxl (innan við ystu lykkju) = 31-35-35-35-41-45 lykkjur. Öll mál á lengdina á framstykki eru gerð frá þessum kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 3 lykkjur sléttprjón í litnum gulur, prjónið A.4 alls 2-3-3-3-3-4 sinnum, prjónið 8-2-2-2-8-2 fyrstu lykkjur í A.4, þ.e.a.s. endið við ör í valinni stærð. Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka. Þegar stykkið mælist 7-8-9-9-10-10 cm, aukið út lykkjur við hálsmál þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 3 lykkjur slétt í litnum gulur, prjónið A.4 þar til 1 lykkja er eftir, aukið út til hægri (í litnum gulur), prjónið 1 lykkju slétt í litnum gulur – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 1 lykkju brugðið í litnum gulur, prjónið A.4 frá röngu þar til eftir eru 3 lykkjur, prjónið 3 lykkjur brugðið í litnum gulur. Prjónið UMFERÐ 1 og 2 alls 5 sinnum (= 10 prjónaðar umferðir) = 36-40-40-40-46-50 lykkjur. Síðan eru framstykkin sett saman eins og útskýrt er að neðan. FRAMSTYKKI (hægra og vinstra stykki sett saman): Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 36-40-40-40-46-50 lykkjur frá hægra framstykki eins og áður, fitjið upp 19-21-21-31-29-31 lykkjur fyrir hálsmáli í lok þessarar umferðar, prjónið 36-40-40-40-46-50 lykkjur frá vinstra framstykki eins og áður = 91-101-101-111-121-131 lykkjur í umferð. Prjónið sléttprjón og mynstur fram og til baka eins og áður yfir allar lykkjur, þ.e.a.s. prjónið 3 lykkjur sléttprjón í litnum gulur í byrjun og lok umferðar og haldið áfram með mynstur yfir þær lykkjur sem eftir eru. Prjónið þar til stykkið mælist 28-29-30-31-33-34 cm frá kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp – endið eftir umferð frá röngu, stillið af að endað sé í sömu umferð í mynsturteikningu eins og á bakstykki og fellið jafnframt af 1 kantlykkju í hvorri hlið í síðustu umferð (til að þurfa ekki að klippa þráðinn frá í lok umferðar er hægt að prjóna síðustu 2 lykkjur í umferð brugðið saman) = 89-99-99-109-119-129 lykkjur. Nú er framstykkið og bakstykkið sett saman fyrir fram- og bakstykki eins og útskýrt er að neðan. Stykkið er nú mælt héðan! FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið mynstur eins og áður yfir 89-99-99-109-119-129 lykkjur frá framstykki, fitjið upp 1-1-11-11-11-11 nýjar lykkjur í lok þessarar umferðar (= í hlið mitt undir ermi), prjónið mynstur eins og áður yfir 89-99-99-109-119-129 lykkjur frá bakstykki og fitjið upp 1-1-11-11-11-11 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið mitt undir ermi) = 180-200-220-240-260-280 lykkjur í umferð. Nú er prjónað mynstur í hring yfir allar lykkjur, þ.e.a.s. haldið er áfram að prjóna mynstur hringinn yfir allar lykkjur – byrjun umferðar er á milli nýrra lykkja sem fitjaðar voru upp undir ermi og framstykki. Prjónið þar til stykkið mælist ca 28-29-30-30-30-31 cm frá handveg – endið eftir 5. eða 9. umferð í A.2 (framstykkið á að mælast ca 56-58-60-61-63-65 cm frá kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar uppp). Prjónið 2 umferðir sléttprjón hringinn yfir allar lykkjur með litnum gulur. Skiptið yfir á hringprjón 3,5, prjónið stroff í litnum gulur (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) JAFNFRAMT er aukið út um 32-36-40-44-44-48 lykkjur jafnt yfir í umferð 1 – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-3 = 212-236-260-284-304-328 lykkjur. Þegar stroffið mælist 6-6-6-7-7-7 cm fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Framstykkið mælist ca 63-65-67-69-71-73 cm mælt frá kanti þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, framstykkið er ca 3 cm lengra en loka mál þar sem kantur þar sem lykkjur voru prjónaðar upp er ekki mitt ofan á öxl, heldur aðeins niður á bakstykki, peysan mælist ca 60-62-64-66-68-70 cm. ERMAR: Ermin er prjónuð frá handveg og niður á við. Leggið stykkið flatt og setjið 1 merki efst í handveg = mitt ofan á öxl (ATH! Mitt ofan á öxl er ekki á sama stað og lykkjur voru prjónaðar upp fyrir framstykki, heldur ca 7 til 8 cm niður á framstykki). Prjónið upp lykkjur innan við 1 kantlykkju í kringum handveg, notið hringprjón 3,5 og litinn gulur og byrjið í miðjulykkju sem fitjuð var upp mitt undir ermi, setjið 1 merki í þessa lykkju og prjónið upp 72-76-90-92-96-100 lykkjur – stillið af að prjónuð sé upp 1 lykkja í lykkjuna mitt undir ermi og 1 lykkja við merki mitt ofan á öxl og prjónaðar séu upp jafn margar lykkjur hvoru megin við báðar lykkjur með merki í. Teljið út frá merki mitt ofan á öxl hvar mynstrið á að byrja mitt undir ermi – merki mitt ofan á öxl á að passa við merkingu fyrir miðjulykkju í A.2A. Prjónið síðan með hringprjón 5. Nú er prjónað í hring í sléttprjóni og A.2A yfir allar lykkjur, en 3 miðjulykkjur undir ermi eru prjónaðar í litnum gulur JAFNFRAMT er lykkjum fækkað undir ermi, lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA og fækkið lykkjum þannig: Þegar ermin mælist 1 cm mælt mitt undir ermi fækkið um 2 lykkjur 4-6-8-10-12-13 sinnum í annarri hverri umferð, síðan er fækkað um 2 lykkjur í hverjum 5-4½-2½-2½-2-2 cm alls 7-7-11-9-8-8 sinnum = 50-50-52-54-56-58 lykkjur í umferð. Prjónið síðan mynstur með 3 lykkjur í sléttprjóni í litnum gulur mitt undir ermi þar til ermin mælist 42-40-41-38-36-34 cm frá merki mitt ofan á öxl. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5 og prjónið stroff í litnum gulur (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) JAFNFRAMT sem aukið er út um 8-10-10-10-10-10 lykkjur jafnt yfir í umferð 1 = 58-60-62-64-66-68 lykkjur. Þegar stroffið mælist 6-6-6-7-7-7 cm fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 48-46-47-45-43-41 cm frá miðju ofan á öxl. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Notið hringprjón 3,5 og litinn gulur. Byrjið frá réttu við aðra axlalínuna og prjónið upp ca 100-104-108-132-136-136 lykkjur innan við 1 lykkju (ef prjónaðar eru upp færri lykkjur er hægt að jafna lykkjufjöldann út í fyrstu umferð) – lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 2. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4½-4½-5½-5½-6½-6½ cm (= ca 12-12-15-15-18-18 umferðir), skiptið yfir í litinn natur og prjónið síðan þar til stroffið mælist 10-10-12-12-14-14 cm (= ca 15-15-18-18-20-20 umferðir með litnum natur). Skiptið yfir á hringprjón 5 og fellið af aðeins laust með sléttri lykkju. Brjótið stroffið niður að innanverðu á stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli – það á að vera sýnileg rönd með litnum natur efst í kanti í hálsmáli séð frá réttu. Til að koma í veg fyrir að kantur í hálsmáli verði stífur og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #dandelionfieldsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 37 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 255-2
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.