Anne-Lise Lima skrifaði:
Strikker str.M og har 113 masker, men når man legger sammen maskene(utenom raglanmaskene) på 1.pinne under bærestykke:blir det 103 masker. Hva gjør jeg feil?
26.01.2025 - 23:38DROPS Design svaraði:
Hei Anne-Lise. Du har 113 masker, så strikker du slik (teller ikke med raglan økningene): 7 stolpemasker + A.1 (=1 maske) + 2 masker rille + 2 rett + 20 masker glattstrikk + 2 rett + 2 masker rille + A.2 (10 masker) + A.3 over de neste 20 maskene, + A.4 (11 masker) + 2 masker rille + 2 rett + 20 masker glattstrikk + 2 rett + 2 masker rille + A.1 (=1 maske) + 7 stolpemasker =(bare tall): 7+1+2+2+20+2+2+10+20+11+2+2+20+2+2+1+7= 113 masker. Til denne jakken er det også laget 4 hjelpevideoer, ta gjerne en titt på dem. mvh DROPS Design
27.01.2025 - 13:53
Ruth Burton skrifaði:
I have worked the pattern to the place I need the charts for 5, 6, 7, 8. They do not seem to be available from the download. help? I really like this pattern and hope I can get these charts. Many thanks.
13.09.2024 - 07:14DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Burton, please make sure you print all pages when launching printing, the last diagrams A.5 to A.8 should be just above the measurement chart. Happy knitting!
13.09.2024 - 09:38
Chris skrifaði:
Bonjour, j'aime bien la bordure avec la technique I-cord mais au final la bande de boutonnage au point mousse "remonte" et ne s'aligne pas. Comment remédier a ce problème ? merci d'avance
09.09.2024 - 16:06DROPS Design svaraði:
Bonjour Chris, vous pouvez éventuellement bloquer votre gilet (humidifiez-le et laissez-le sécher bien à plat aux mesures finales, avec des épingles (inoxydables) si besoin), les bordures devraient ainsi bien rester en place. En cours d'ouvrage vous pouvez également tricoter des rangs raccourcis à intervalles réguliers si besoin. Bon tricot!
10.09.2024 - 08:58
Judith skrifaði:
Hi! Ik ben dit vest aan het breien in maat S. Ik heb de eerste pas gebreid maar kom niet uit de tweede pas. Zou u mij kunnen vertellen hoe ik die moet breien? Moet ik dan 22 steken tricot breien waar dat de eerste pas 20 waren ivm de meerderingen?
24.07.2024 - 11:22DROPS Design svaraði:
Dag Judith,
De pas is het gedeelte vanaf de hals tot waar de armsgaten beginnen (en dus tot waar het werk verdeeld wordt voor het lijf en de mouwen). Je breit dus maar 1 pas. Als je maat s breit, dan houdt je het eerste getal aan in de reeks getallen, dus zoals onder de paragraaf 'PAS' staat brei je op een gegeven moment 20 tricotsteken en later weer 20. Dit zijn de tricotsteken van de mouwen. Na die paragraaf ga je verder met het gedeelte voor jouw maat voor de pas.
24.07.2024 - 15:40
Monica Martinsson skrifaði:
Om jag vill sticka långa ärmar istället, hur många extra nystan behöver jag då ( stl M)
18.07.2024 - 15:00DROPS Design svaraði:
Hej Monica. Det har vi dessvärre ingen uppgift om, men jag hade köpt 2 nystan extra. Mvh DROPS Design
19.07.2024 - 09:38
Irene Van Der Zwan skrifaði:
Die 10 steken teveel van de vorige vraag heb ik gevonden; A3 moet 2x gedaan worden. "Over de volgende 20 steken" slaat alleen op A3 en niet op A2,A3. Vraag 2: hoe brei je de rechte steken aan de verkeerde kant? Ik neem aan averechts, anders zouden het ribbelsteken zijn.
13.07.2024 - 21:10DROPS Design svaraði:
Dag Irene,
De lege hokjes brei je recht aan de goede kant en averecht aan de verkeerde kant. De hokjes met een zwart vierkantje brei je recht aan de verkeerde kant en averecht aan de goede kant (maar als het goed is zetten deze altijd op een even naald en brei je deze dus altijd aan de verkeerde kant).
16.07.2024 - 18:27
Irene Van Der Zwan skrifaði:
De eerste regel van de pas bestaat uit 7+99+7 =113 steken. Maar wanneer ik het patroon volg, kom ik op 7+89+7= 103 steken. Ook ik heb 10 steken teveel. Net als Teresa Lucia Todesco. 89=2x 1 ( A1) + 4x 4 (2 ribbel- 2 r) + 2x20 +31 (A2, A3, A4)
13.07.2024 - 20:38
Patricia skrifaði:
Bonjour et merci pour vos beaux modèles ! Mais j’ai 1 question : Dans le paragraphe « Avant de continuer », vous indiquez que les augmentations du raglan figurent dans les diagrammes concernés. Mais dans le paragraphe suivant, vous indiquez d’augmenter pour le raglan avant les 2 mailles endroit et point mousse. Cela signifie que l’on fait 2 augmentations au total ? Celle du diagramme + celle indiquée dans le paragraphe ? Merci d’avance pour votre réponse.
02.07.2024 - 19:02DROPS Design svaraði:
Bonjour Patricia, les augmentations des devants et edu dos se font via des jetés qui figurent dans les diagrammes A.1, (pour l'encolure et le raglan), A.2 (en début de rang), A.3 (en fin de rang), donc quand vous suivez le paragraphe POINT FANTAISIE, vous tricotez les diagrammes et augmentez en même temps pour le raglan des devants et du dos, mais vous devez augmenter également pour les manches après 2 m point mousse + 2 m end au début de la manche et avant 2 m end + 2 m point mousse à la fin de la manche. Retrouvez sous l'onglet vidéo comment tricoter le début de ce gilet. Bon tricot!
03.07.2024 - 08:15
DROPS Design skrifaði:
This pattern has 4 new tutorial videos to help you :)
05.06.2024 - 12:24
Syo skrifaði:
Bonjour. Je ne comprends pas la première partie de l’empiecement. A1 comporte 48 rangs et A2A3A4 seulement 12. Que doit on tricoter quand on a fini A2A3 et A4?
04.06.2024 - 15:34DROPS Design svaraði:
Bonjour Syo, lorsque les diagrammes A.2, A.3 et A.4 ont été tricotés , reprenez-les au 1er rang: tricotez A.2 au-dessus des 10 premières mailles du A.2 précédent, répétez A.3 et terminez par A.4 au-dessus des 11 dernières mailes du A.4 précédent. Bon tricot!
04.06.2024 - 16:07
Sand Diamond Cardigan#sanddiamondcardigan |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Daisy eða DROPS Merino Extra Fine. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu, v-hálsmáli, gatamynstri og ¾ löngum ermum. Stærð S - XXXL.
DROPS 248-5 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.8. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD: RÉTTA: Prjónið 10 lykkjur í garðaprjóni, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykki og prjónið 1 lykkju slétt. RANGA: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið og prjónið 1 lykkju slétt, prjónið 10 lykkjur í garðaprjóni. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD: RÉTTA: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið og prjónið 1 lykkju slétt, prjónið 10 lykkjur í garðaprjóni. RANGA: Prjónið 10 lykkjur í garðaprjóni, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykki og prjónið 1 lykkju slétt. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan frá réttu. UMFERÐ 1: Prjónið þar til 4 lykkjur eru eftir í umferð, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 síðustu lykkjur frá kanti að framan eins og áður. UMFERÐ 2: Prjónið kant að framan eins og áður og prjónið uppsláttinn slétt, svo það myndist hnappagat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar öll útaukning fyrir v-hálsmáli er lokið (framstykkið mælist 23 cm, mælt efst frá öxl), síðan er fellt af fyrir hnappagötum þegar framstykkið mælist (mælt efst frá öxl): S: 29, 36 og 43 cm M: 30, 38 og 45 cm L: 30, 39 og 47 cm XL: 30, 39 og 48 cm XXL: 31, 40 og 50 cm XXXL: 31, 41 og 52 cm (= fellt er af fyrir síðasta hnappagatinu í skiptingunni á milli sléttprjóns og stroffs neðst á framstykki). ÚRTAKA (á við um mitt undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir (á undan lykkju með merki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 1 lykkja slétt (merkiþráðurinn situr í þessari lykkju), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í mynstrinu hafa verið notaðir stuttir og langir prjónar, byrjið á lengdinni sem passar og skiptið um ef þarf. Stykkið er fyrst prjónað fram og til baka, ofan frá og niður. Byrjað er á að prjóna 2 lausa kanta að framan. Lykkjur eru fitjaðar upp fyrir hálsmáli á milli lausu kantana að framan og prjónað er fram og til baka. Berustykkið er prjónað ofan frá og niður, fram og til baka á hringprjóna. Þegar berustykkið hefur verið prjónað til loka, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykkið er prjónað til loka niður á við fram og til baka á hringprjóna, á meðan ermar eru látnar bíða. Eftir fram- og bakstykki eru ermar prjónaðar niður á við í hring á hringprjóna / sokkaprjóna. Kantar að framan frá hvoru framstykki eru saumaðir saman, saumur = mitt að aftan, kantar að framan eru saumaðir við lykkjur í kringum hálsmál. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN (hægri = séð þegar flíkin er mátuð): Fitjið upp 12 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Daisy eða DROPS Merino Extra Fine. Prjónið HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD – lesið útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 4 cm, prjónið 2 fyrstu lykkjur frá réttu slétt saman (gagnstæð hlið á I-cord), fækkið lykkjum svona í 3. hverjum cm alls 5 sinnum = 7 kantlykkjur að framan. Haldið áfram þar til kantur að framan mælist 21 cm í öllum stærðum, endið eftir 1 umferð slétt frá röngu. Klippið þráðinn og leggið stykkið til hliðar. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN (vinstri = séð þegar flíkin er mátuð): Fitjið upp 12 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Daisy eða DROPS Merino Extra Fine. Prjónið VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN MEÐ I-CORD – lesið útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 4 cm, prjónið 2 síðustu lykkjur frá réttu slétt saman (gangstæð hlið á I-cord), fækkið lykkjum svona í 3. hverjum cm alls 5 sinnum = 7 kantlykkjur að framan. Haldið áfram þar til kantur að framan mælist 21 cm í öllum stærðum, endið eftir 1 umferð slétt frá réttu, en ekki klippa þráðinn. Haldið áfram frá umferð með vinstri kanti að framan. Nú eru fitjaðar upp 99-99-99-103-103-103 nýjar lykkjur í lok þessarar umferðar, síðan eru prjónaðar 7 lykkjur frá hægri kanti að framan inn í umferð = 113-113-113-117-117-117 lykkjur. Prjónið 1 umferð frá röngu yfir allar lykkjur, prjónið brugðið yfir nýjar 99-99-99-103-103-103 lykkjur og haldið áfram með kantlykkjur að framan eins og áður yfir 7 lykkjur í hvorri hlið. UPPLÝSINGAR ÁÐUR EN PRJÓNAÐ ER ÁFRAM: FRAMSTYKKI OG BAKSTYKKI: Á framstykki og bakstykki er prjónað gatamynstur eins og útskýrt er í mynsturteikningu. Útaukning fyrir V-hálsmáli og laskalínu er teiknuð í mynsturteikningu. Þegar A.2, A.3 og A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið 1 mynstureiningu til viðbótar af A.3 á milli A.2 og A.4. ERMAR: Á ermum er prjónað sléttprjón og aukið út eins og útskýrt er í LASKALÍNA – lesið útskýringu að ofan. BERUSTYKKI: Fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 7 kantlykkjur að framan eins og áður, A.1, 2 lykkjur í garðaprjóni – lesið útskýringu að ofan, 2 lykkjur slétt, aukið út 1 lykkju fyrir LASKALÍNA – lesið útskýringu að ofan, 20-20-20-22-22-22 lykkjur sléttprjón, aukið út 1 lykkju fyrir laskalínu, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur í garðaprjóni, A.2, A.3 yfir næstu 20-20-20-30-30-30 lykkjur sléttprjón, A.4, 2 lykkjur í garðaprjóni, 2 lykkjur slétt, aukið út 1 lykkju fyrir laskalínu, 20-20-20-22-22-22 lykkjur sléttprjón, aukið út 1 lykkju fyrir laskalínu, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur í garðaprjóni, A.1, 7 kantlykkjur að framan eins og áður. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! FINNDU ÞÍNA STÆRÐ: Prjónið síðan mynstur og aukið út mismunandi eftir stærðum, prjónaðu eftir þinni stærð að neðan. STÆRÐ S: Aukið út fyrir laskalínu og prjónið mynstur eins og útskýrt er að neðan – þetta er gert samtímis, lestu bæði LASKALÍNA og MYNSTUR áður en þú prjónar áfram. LASKALÍNA: Aukið út innan við 2 lykkjur sléttprjón í hvorri hlið á ermum þannig: Aukið út í annarri hverri umferð 4 sinnum, síðan í 4. hverri umferð 10 sinnum = 14 útaukningar í hvorri hlið á ermi. MYNSTUR: Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, hefur öll útaukning verið gerð til loka = 289 lykkjur í umferð. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 7 kantlykkjur að framan, A.3 yfir næstu 40 lykkjur, prjónið fyrstu lykkju í A.3, 2 lykkjur í garðaprjóni, prjónið sléttprjón yfir lykkjur fyrir ermi, 2 lykkjur í garðaprjóni, A.3 yfir næstu 80 lykkjur, prjónið fyrstu lykkju í A.3, 2 lykkjur í garðaprjóni, prjónið sléttprjón yfir lykkjur fyrir ermi, 2 lykkjur í garðaprjóni, A.3 yfir næstu 40 lykkjur, prjónið fyrstu lykkju í A.3, 7 kantlykkjur að framan – JAFNFRAMT í þessari umferð byrjar affelling fyrir HNAPPAGAT – lesið útskýringu að ofan! Prjónið A.3 alls 1 sinni á hæðina, stykkið mælist ca 27 cm frá öxl. Prjónið síðan frá SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR. STÆRÐ M-L: Aukið út fyrir laskalínu og prjónið mynstur eins og útskýrt er að neðan – þetta er gert samtímis, lestu bæði LASKALÍNA og MYNSTUR áður en þú prjónar áfram. LASKALÍNA: Aukið út innan við 2 lykkjur sléttprjón í hvorri hlið á ermum þannig: Aukið út í annarri hverri umferð 3-2 sinnum, síðan í 4. hverri umferð 13-13 sinnum = 16-15 útaukningar í hvorri hlið á ermi. MYNSTUR: Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, hefur öll útaukning við miðju að framan verið gerð til loka, en síðan á að auka út fyrir laskalínu í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 7 kantlykkjur að framan, A.3 yfir næstu 30 lykkjur, prjónið A.4, 2 lykkjur í garðaprjóni, prjónið og aukið út eins og áður yfir lykkjur fyrir ermi, 2 lykkjur í garðaprjóni, A.2, A.3 yfir næstu 60 lykkjur, A.4, 2 lykkjur í garðaprjóni, prjónið og aukið út eins og áður yfir lykkjur fyrir ermi, 2 lykkjur í garðaprjóni, A.2, A.3 yfir næstu 30 lykkjur, prjónið fyrstu lykkju í A.3, 7 kantlykkjur að framan – JAFNFRAMT í þessari umferð byrjar affelling fyrir HNAPPAGAT – lesið útskýringu að ofan! Haldið áfram með útaukningu með þessum hætti þar til A.2, A.3 og A.4 hefur verið prjónað 1-1 sinni á hæðina. Öll útaukning er nú lokið. Það eru alls 317-313 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 27-27 cm frá öxl. Prjónið síðan frá SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR. STÆRÐ XL - XXL: Aukið út fyrir laskalínu og prjónið mynstur eins og útskýrt er að neðan – þetta er gert samtímis, lestu bæði LASKALÍNA og MYNSTUR áður en þú prjónar áfram. LASKALÍNA: Aukið út innan við 2 lykkjur sléttprjón í hvorri hlið á ermum þannig: Aukið út í annarri hverri umferð 11-7 sinnum, síðan í 4. hverri umferð 12-14 sinnum = 23-21útaukningar í hvorri hlið á ermi. MYNSTUR: Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, hefur öll útaukning við miðju að framan verið gerð til loka, en síðan á að auka út fyrir laskalínu í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 7 kantlykkjur að framan, A.3 yfir næstu 30 lykkjur, prjónið A.4, 2 lykkjur í garðaprjóni, prjónið og aukið út eins og áður yfir lykkjur fyrir ermi, 2 lykkjur í garðaprjóni, A.2, A.3 yfir næstu 60 lykkjur, A.4, 2 lykkjur í garðaprjóni, prjónið og aukið út eins og áður yfir lykkjur fyrir ermi, 2 lykkjur í garðaprjóni, A.2, A.3 yfir næstu 30 lykkjur, prjónið fyrstu lykkju í A.3, 7 kantlykkjur að framan – JAFNFRAMT í þessari umferð byrjar affelling fyrir HNAPPAGAT – lesið útskýringu að ofan! Haldið áfram með útaukningu með þessum hætti þar til A.2, A.3 og A.4 hefur verið prjónað 1-1 sinni á hæðina. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 7 kantlykkjur að framan, A.5, A.3 yfir næstu 30 lykkjur, prjónið A.4, 2 lykkjur í garðaprjóni, prjónið og aukið út eins og áður yfir lykkjur fyrir ermi, 2 lykkjur í garðaprjóni, A.2, A.3 yfir næstu 70 lykkjur, A.4, 2 lykkjur í garðaprjóni, prjónið og aukið út eins og áður yfir lykkjur fyrir ermi, 2 lykkjur í garðaprjóni, A.2, A.3 yfir næstu 30 lykkjur, A.6, 7 kantlykkjur að framan. Haldið áfram með útaukningu með þessum hætti þar til A.2, A.3 og A.4 hefur verið prjónað 1-1 sinni á hæðina. Öll útaukning er nú lokið. Það eru alls 369-361 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 32-32 cm frá öxl. Prjónið síðan frá SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR. STÆRÐ XXXL: Aukið út fyrir laskalínu og prjónið mynstur eins og útskýrt er að neðan – þetta er gert samtímis, lestu bæði LASKALÍNA og MYNSTUR áður en þú prjónar áfram. LASKALÍNA: Aukið út innan við 2 lykkjur sléttprjón í hvorri hlið á ermum þannig: Aukið út í annarri hverri umferð 6 sinnum, síðan í 4. hverri umferð 17 sinnum = 23 útaukningar í hvorri hlið á ermi. MYNSTUR: Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, hefur öll útaukning við miðju að framan verið gerð til loka, en síðan á að auka út fyrir laskalínu í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 7 kantlykkjur að framan, A.3 yfir næstu 30 lykkjur, prjónið A.4, 2 lykkjur í garðaprjóni, prjónið og aukið út eins og áður yfir lykkjur fyrir ermi, 2 lykkjur í garðaprjóni, A.2, A.3 yfir næstu 60 lykkjur, A.4, 2 lykkjur í garðaprjóni, prjónið og aukið út eins og áður yfir lykkjur fyrir ermi, 2 lykkjur í garðaprjóni, A.2, A.3 yfir næstu 30 lykkjur, prjónið fyrstu lykkju í A.3, 7 kantlykkjur að framan – JAFNFRAMT í þessari umferð byrjar affelling fyrir HNAPPAGAT – lesið útskýringu að ofan! Haldið áfram með útaukningu með þessum hætti þar til A.2, A.3 og A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 7 kantlykkjur að framan, A.5, A.3 yfir næstu 30 lykkjur, prjónið A.4, 2 lykkjur í garðaprjóni, prjónið og aukið út eins og áður yfir lykkjur fyrir ermi, 2 lykkjur í garðaprjóni, A.2, A.3 yfir næstu 70 lykkjur, A.4, 2 lykkjur í garðaprjóni, prjónið og aukið út eins og áður yfir lykkjur fyrir ermi, 2 lykkjur í garðaprjóni, A.2, A.3 yfir næstu 30 lykkjur, A.6, 7 kantlykkjur að framan. Haldið áfram með útaukningu með þessum hætti þar til A.2, A.3 og A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 7 kantlykkjur að framan, A.3 yfir næstu 40 lykkjur, prjónið A.4, 2 lykkjur í garðaprjóni, prjónið og aukið út eins og áður yfir lykkjur fyrir ermi, 2 lykkjur í garðaprjóni, A.2, A.3 yfir næstu 80 lykkjur, A.4, 2 lykkjur í garðaprjóni, prjónið og aukið út eins og áður yfir lykkjur fyrir ermi, 2 lykkjur í garðaprjóni, A.2, A.3 yfir næstu 40 lykkjur, prjónið fyrstu lykkju í A.3, 7 kantlykkjur að framan. Haldið áfram með útaukningu með þessum hætti þar til A.2, A.3 og A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina. Öll útaukning er nú lokið. Það eru alls 389 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 36 cm frá öxl. Prjónið síðan frá SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR. SKIPTING FYRIR FRAM- OG BAKSTYKKI OG ERMAR – ALLAR STÆRÐIR: Prjónið frá réttu þannig: Prjónið kantlykkjur að framan og slétt yfir fyrstu 50-55-55-60-60-65 lykkjur (= vinstra framstykki), setjið næstu 52-56-54-72-68-72 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 15-15-25-15-25-25 nýjar lykkjur undir ermi, prjónið slétt yfir næstu 85-95-95-105-105-115 lykkjur (bakstykki), setjið næstu 52-56-54-72-68-72 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 15-15-25-15-25-25 nýjar lykkjur undir ermi, prjónið slétt yfir síðustu 50-55-55-60-60-65 lykkjur (= hægra framstykki). FRAM- OG BAKSTYKKI ALLAR STÆRÐIR: = 215-235-255-255-275-295 lykkjur. FINNDU ÞÍNA STÆRÐ: Prjónaðu áfram eftir þinni stærð að neðan: STÆRÐ S - M - L- XXXL: Byrjið frá röngu og prjónið 2. umferð í mynsturteikningu þannig: Prjónið 7 kantlykkjur eins og áður, A.6, A.3 þar til 12 lykkjur eru eftir, prjónið A.5 og 7 kantlykkjur eins og áður. Prjónið áfram mynstur þannig: ATH! Í fyrsta skipti sem er prjónað, er byrjað í umferð 3 í mynsturteikningu. * Prjónið 7 kantlykkjur að framan eins og áður, A.5, A.3 þar til 13 lykkjur eru eftir, prjónið A.6 og 7 kantlykkjur að framan eins og áður. Prjónið mynsturteikningu 1 sinni á hæðina. Prjónið síðan 7 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið A.7, A.3 þar til 18 lykkjur eru eftir, prjónið A.8 og 7 kantlykkjur að framan eins og áður. Prjónið mynsturteikningu 1 sinni á hæðina *. Prjónið frá *-* þar til stykkið mælist 16-18-20-16 cm, stillið af eftir heilli mynstureiningu af A.3 á hæðina. Prjónið síðan frá ALLAR STÆRÐIR. STÆRÐ XL - XXL: Byrjið frá röngu og prjónið 2. umferð í mynsturteikningu þannig: Prjónið 7 kantlykkjur að framan eins og áður, A.8, A.3 þar til 17 lykkjur eru eftir, prjónið A.7 og 7 kantlykkjur að framan eins og áður. Prjónið áfram mynstur þannig: ATH! Í fyrsta skipti sem er prjónað, er byrjað í umferð 3 í mynsturteikningu. * Prjónið 7 kantlykkjur að framan eins og áður, A.7, A.3 þar til 18 lykkjur eru eftir, prjónið A.8 og 7 kantlykkjur að framan eins og áður. Prjónið mynsturteikningu 1 sinni á hæðina. Prjónið síðan 7 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið A.5, A.3 þar til 13 lykkjur eru eftir, prjónið A.6 og 7 kantlykkjur að framan eins og áður. Prjónið mynsturteikningu 1 sinni á hæðina *. Prjónið frá *-* þar til stykkið mælist 18-16 cm, stillið af eftir heilli mynstureiningu af A.3 á hæðina. Prjónið síðan frá ALLAR STÆRÐIR. ALLAR STÆRÐIR: Í næstu umferð (= rétta) byrjar stroff JAFNFRAMT því er aukið út um 42-42-48-48-48-58 lykkjur jafnt yfir í umferð = 257-277-303-303-323-353 lykkjur, prjónið þannig: Prjónið síðan með hringprjón 3, prjónið 7 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið – munið eftir útaukning) þar til 8 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt og 7 kantlykkjur að framan eins og áður. Þegar stroffið mælist 5-5-5-6-6-6 cm, fellið af. Peysan mælist ca 48-50-52-54-56-58 cm frá öxl. ERMAR: Setjið 52-56-54-72-68-72 lykkjur frá ermi af öðrum þræðinum á hringprjón 4, prjónið einnig upp 1 lykkju í hverja af 15-15-25-15-25-25 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 67-71-79-87-93-97 lykkjur. Setjið 1 merki í miðju af 15-15-25-15-25-25 lykkjum undir ermi – umferðin byrjar á undan lykkju með merki. Prjónið sléttprjón hringinn – JAFNFRAMT þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingunni, er lykkjum fækkað mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA, endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 8-8-9-6-6-6 cm = 63-67-75-83-89-93 lykkjur. Prjónið síðan þar til ermin mælist 15-16-17-12-13-10 cm frá skiptingunni. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3 og prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) JAFNFRAMT er aukið út um 13-13-15-17-19-19 lykkjur jafnt yfir í umferð 1 = 76-80-90-100-108-112 lykkjur. Fellið af þegar stroffið mælist 5-5-5-6-6-6 cm. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstra framstykki. Kantar að framan frá hvoru framstykki eru saumaðir saman – saumur = mitt að aftan, saumið síðan kanta að framan við lykkjur í kringum hálsmál og herðið aðeins á kanti þegar saumað er. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sanddiamondcardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 36 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 248-5
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.