Anna skrifaði:
Hello, Can you please provide additional information for how the armhole is sewn? Are the 8 new horizontal stitches from the body sewn to the vertical garter stitches from the first 3cm? Is there a name for this type of armpit connection? Thank you.
19.10.2024 - 22:04DROPS Design svaraði:
Dear Anna, when you join the sleeve in the round you will have 3cm that are open; these are the 3cm sewn together with the stitches in the body. You can sew it neatly with small stitches. Happy knitting!
20.10.2024 - 22:31
Florence skrifaði:
Bonjour, je crois qu'il y a des erreurs dans les explications en français. 1) pour les explications des augmentations sur l'envers, c'est inversé. 2) pour le dos, au début des explications sur l'envers, je pense qu'il faut plutôt faire: 3 m env Augm incl g 3 m env Les 5 premières mailles de A1 Puis A1 3 m env Augm dr 3 m env. Est ce cela? Metci pour votre aide et bonne année à vous !
05.01.2024 - 11:23DROPS Design svaraði:
Bonjour Florence, les augmentations sont justes ainsi, retrouvez-les dans cette vidéo. Bon tricot!
11.01.2024 - 09:05
Emanuela Monaci skrifaði:
Buongiorno, volevo segnalare un errore di traduzione: nella spiegazione del DAVANTI nella spalla destra, dove iniziano gli aumenti per il collo è "alla fine di ogni ferro" e non all'inizio come indicato. Buon lavoro e buona anno Emanuela
31.12.2023 - 14:30DROPS Design svaraði:
Buonasera Emanuela, grazie per la segnalazione, abbiamo corretto il testo. Buon lavoro!
31.12.2023 - 17:48
Odile Musslin skrifaði:
Bonjour, il y a une erreur dans les explications du diagramme, le symbole qui correspond à la torsade a reçu l'explication de la maille double. Merci à vous de rectifier.
03.11.2023 - 14:36DROPS Design svaraði:
Merci Mme Musslin, la légende a été corrigée, merci pour l'info! Bon tricot!
03.11.2023 - 15:56
Alexandra skrifaði:
Bonjour Le 3e symbole de la légende du diagramme n'est pas traduit. D'avance merci d'effectuer rapidement la modification. Ce modèle est très élégant.
02.11.2023 - 06:17DROPS Design svaraði:
Bonjour Alexandra, fait! Merci pour l'info. Bon tricot!
02.11.2023 - 18:10
Emanuela Monaci skrifaði:
Buongiorno, ella spiegazione del DAVANTI del modello in ITALIANO c'è un errore: il secondo paragrafo è in più....Potete verificare?
18.10.2023 - 16:24DROPS Design svaraði:
Buonasera Emanuela, grazie per la segnalazione: abbiamo corretto il modello. Buon lavoro!
18.10.2023 - 17:03
Lenny skrifaði:
Super
06.08.2023 - 16:18
Valentina Zanchin skrifaði:
Sweet toffee
06.08.2023 - 14:24
Renske skrifaði:
SandyWaves
05.08.2023 - 19:34
Rosemeire De Andrade Abrantes skrifaði:
Dreams Cables
05.08.2023 - 04:31
Cinnamon Swirls#cinnamonswirlssweater |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Puna og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með skáhallandi öxl / evrópskri öxl, köðlum, tvöföldum kanti í hálsmáli og klauf í hliðum. Stærð S - XXXL.
DROPS 245-20 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU: Aukið út til vinstri á EFTIR PRJÓNAMERKI / 3 LYKKJUR: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. Aukið út til hægri á UNDAN PRJÓNAMERKI / 3 LYKKJUR: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU: Aukið út til vinstri á EFTIR PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan snýr til vinstri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í fremri lykkjubogann. Aukið út til hægri á UNDAN PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan snýr til hægri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í aftari lykkjubogann. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan lykkju með prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt eða brugðið saman (eftir því hvað passar með mynstri, prjónið 1 klukkuprjónslykkju eins og áður (lykkja með prjónamerki í ), 2 lykkjur snúnar slétt eða snúnar brugðið saman. Lykkjum er fækkað undir ermi, prjónið lykkjur síðan slétt eða brugðið eins og passar við A.1 – ef ekki eru nægilega margar lykkjur fyrir kaðal, þá eru þessar lykkjur prjónaðar slétt. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Efsti hlutinn á bakstykki er prjónaður fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður að handvegi. Síðan eru lykkjur prjónaðar upp meðfram hvorri öxl, aukið er út fyrir hálsmáli og framstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður að handvegi. Framstykki og bakstykki er sett saman. Fram- og bakstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna niður að stroffi. Síðan skiptist stykkið fyrir klauf og framstykkið / bakstykkið er prjónað til loka fram og til baka hvort fyrir sig. Lykkjur eru prjónaðar í kringum hvorn handveginn. Ermar eru fyrst prjónaðar fram og til baka, síðan í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. Að lokum er prjónaður tvöfaldur kantur í hálsmáli í hring. BAKSTYKKI: Fitjið upp 28-28-32-32-36-36 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði í hvorri tegund (2 þræðir). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Setjið 1 prjónamerki innan við ystu 3 lykkjur í hvorri hlið. Prjónamerkin eiga að sitja innan við ystu 3 lykkjur í hverri umferð. Lesið ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU og prjónið þannig – frá réttu: Prjónið 3 lykkjur slétt, aukið út til vinstri, 2 lykkjur slétt, A.1, prjónið 5-5-7-7-9-9 fyrstu lykkjur í A.2, 2 lykkjur slétt, aukið út til hægri, 3 lykkjur sléttprjón. Lesið ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU og prjónið þannig – frá röngu: Prjónið 3 lykkjur brugðið, aukið út til vinstri, 3 lykkjur brugðið, A.1, prjónið 5-5-7-7-9-9 fyrstu lykkjur í A.1, 3 lykkjur brugðið, aukið út til hægri, 3 lykkjur brugðið. Haldið svona áfram og aukið út á sama hátt bæði frá réttu og frá röngu alls 34-34-39-39-44-44 sinnum. Alltaf er aukið út innan við 3 lykkjur í hvorri hlið. A.2 sýnir byrjun á útaukningu – nema 3 lykkjur sem auknar eru út að innan, haldið áfram að prjóna inn lykkjur í mynstri á sama hátt. A.2 sýnir stærð S og M, í stærri stærðum eru fleiri brugðnar lykkjur á milli kaðla, en útaukning er gerð á sama hátt. Á eftir síðustu útaukningu eru 96-96-110-110-124-124 lykkjur í umferð. Síðan er mynstur prjónað þannig – frá réttu: 3 lykkjur slétt, 2-2-3-3-4-4 lykkjur brugðið, prjónið A.3 yfir næstu 86-86-98-98-110-110 lykkjur (mynstrið byrjar og endar með kaðli í hvorri hlið og það eru 7 kaðlar á breiddina), 2-2-3-3-4-4 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt. Prjónið 4 umferðir með mynstri yfir allar lykkjur. Færið prjónamerkin þannig að þau sitji yst í hvorri hlið á stykki, stykkið er núna mælt héðan. Haldið áfram með mynstur eins og útskýrt er að ofan, þar til stykkið mælist 13-14-14-15-15-16 cm. ATH! Endið eftir umferð frá röngu og athugið í hvaða umferð mynstrið endar. Setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón, klippið þráðinn og prjónið framstykki eins og útskýrt er að neðan. FRAMSTYKKI: Byrjið með vinstri öxl (séð þegar flíkin er mátuð). Prjónið upp 37-37-42-42-47-47 lykkjur innan við ystu lykkju meðfram vinstri öxl á bakstykki (þ.e.a.s. prjónið upp 1 lykkju í hverja umferð frá kanti efst á bakstykki, á milli prjónamerkja og kant í hálsmáli). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, síðan er prjónað þannig – frá réttu: 6 lykkjur slétt, A.1 er prjónað 2 sinnum, 2-2-3-3-4-4 lykkjur brugðið, 3 lykkjur slétt. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, byrjar útaukning við miðju að framan. Aukið út í byrjun hverrar umferðar frá réttu eins og útskýrt er að ofan, aukið er út á eftir 3 lykkjum (einungis er aukið út frá réttu). Aukið út 1 lykkju alls 3 sinnum = 40-40-45-45-50-50 lykkjur, nýjar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. Prjónið 1 umferð frá röngu, klippið þráðinn og geymið stykkið. Prjónið síðan hægri öxl eins og útskýrt er að neðan. Prjónið upp 37-37-42-42-47-47 lykkjur innan við 1 kantlykkju meðfram hægri öxl á bakstykki (þ.e.a.s. prjónuð er upp 1 lykkja í hverri umferð frá kanti efst á bakstykki, á milli prjónamerkja og kant í hálsmáli). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, síðan er prjónað þannig – frá réttu: 3 lykkjur sléttprjón, 2-2-3-3-4-4 lykkjur brugðið, A.3 er prjónað 2 sinnum, 6 lykkjur slétt. Þegar A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, byrjar útaukning við miðju að framan. Aukið út í lok hverrar umferðar frá réttu eins og útskýrt er að ofan, aukið er út um 3 lykkjur (einungis er aukið út frá réttu). Aukið út um 1 lykkju alls 3 sinnum = 40-40-45-45-50-50 lykkjur, nýjar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. Eftir síðustu útaukningu er prjónað til baka frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið mynstur eins og áður yfir 40-40-45-45-50-50 lykkjur frá hægra framstykki, fitjið upp 16-16-20-20-24-24 lykkjur fyrir hálsmáli í lok þessarar umferðar, prjónið mynstur eins og áður yfir 40-40-45-45-50-50 lykkjur frá vinstra framstykki = 96-96-110-110-124-124 lykkjur. Síðan er prjónað mynstur þannig – fyrsta umferð er prjónuð frá röngu: 3 lykkjur brugðið, 2-2-3-3-4-4 lykkjur slétt, haldið áfram með A.3 yfir næstu 86-86-98-98-110 lykkjur (mynstrið byrjar og endar með kaðli í hvorri hlið og það eru 7 kaðlar á breiddina), 2-2-3-3-4-4 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið. Haldið áfram þar til stykkið mælist ca 25-26-28-29-31-32 cm, passið uppá að enda í sömu umferð í mynstri og á bakstykki. ATH! Handvegur á framstykki á að vera lengri en á bakstykki. Nú er framstykkið og bakstykkið sett saman fyrir fram- og bakstykki eins og útskýrt er að neðan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið eins og áður yfir 96-96-110-110-124-124 lykkjur frá framstykki, fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur í lok umferðar (í hlið), prjónið eins og áður yfir 96-96-110-110-124-124 nýjar lykkjur frá bakstykki, fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur í lok umferðar = 208-208-240-240-272-272 lykkjur. Haldið áfram með A.3 yfir allar lykkjur, mynstrið á núna að ganga jafnt upp alla leiðina hringinn á fram- og bakstykki. Prjónið hringinn þar til stykkið mælist 48-50-52-54-56-58 cm, mælt frá efsta punkti á öxl á framstykki. Prjónið 1 umferð slétt og aukið út um 2 lykkjur í hverri mynstureiningu, aukið út yfir kaðal, en ekki er aukið út yfir kaðla í hvorri hlið (mitt undir ermi) = 236-236-268-268-300-300 lykkjur. Nú skiptist framstykkið og bakstykkið þannig að það verður klauf í hliðum. Setjið 118-118-134-134-150-150 lykkjur frá bakstykki á þráð eða á hjálparprjón og prjónið áfram yfir lykkjur frá framstykki eins og útskýrt er að neðan. FRAMSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið 2 lykkjur garðaprjón, 2 lykkjur slétt, ** 2-2-3-3-4-4 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt, 2-2-3-3-4-4 lykkjur brugðið, * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* 3 sinnum, 1 lykkja slétt **, endurtakið frá **-** þar til eftir eru 9-9-11-11-13-13 lykkjur, prjónið 2-2-3-3-4-4 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt, 2-2-3-3-4-4 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram með stroff í 10 cm. Fellið af. Peysan mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm, mælt frá efsta punkti á öxl á framstykki. BAKSTYKKI: Setjið lykkjur á hringprjón 4. Prjónið á sama hátt og á framstykki. VINSTRI ERMI: Leggið stykkið flatt og setjið 1 prjónamerki í handveg (mitt á öxl). Notið hringprjón 5 og 1 þráði í hvorri tegund, prjónið upp frá réttu 80-80-92-92-104-104 lykkjur frá botni á handvegi á framstykki upp að öxl og niður að botni á handvegi á bakstykki – passið uppá að prjónaðar séu jafn margar lykkjur hvoru megin við prjónamerki meðfram handvegi. (ATH! Lykkjur eru ekki prjónaðar upp yfir 8-8-10-10-12-12 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi). Prjónið fram og til baka þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, byrjið í 3.-3.-4.-4.-5.-5. lykkju í A.1 og prjónið A.1 þar til 3-3-4-4-5-5 lykkjur eru eftir, prjónið 2-2-3-3-4-4 fyrstu lykkjurnar í A.1 og 1 lykkju í garðaprjóni. Prjónið fram og til baka með A.1 og 1 lykkju í garðaprjóni í hvorri hlið þar til ermin mælist 3-3-3-3-4-4 cm. Fellið af garðaprjónslykkjur í hvorri hlið. Nú er stykkið sett saman á stuttan hringprjón eða sokkaprjóna 5 – afgangur af ermi er prjónaður í hring = 78-78-90-90-102-102 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í fyrstu lykkju í umferð (klukkuprjónslykkja, þetta er mitt undir ermi). Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Haldið áfram með A.1 hringinn. Þegar ermin mælist 5-5-5-5-6-6 cm, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 10-10-4½-4½-2½-2½ cm millibili alls 4-4-8-8-12-12 sinnum = 70-70-74-74-78-78 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 42-43-39-40-37-38 cm frá prjónamerki. Nú eru eftir ca 10 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Aukið út um 2 lykkjur yfir hvern kaðal og prjónið stroff á sama hátt og á fram- og bakstykki, brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur og slétta lykkju yfir klukkuprjónslykkju. Yfir lykkjur í kaðli er prjónað *1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* 3 sinnum, 1 lykkja slétt. Prjónið stroff svona í 10 cm. Fellið af aðeins laust. Ermin mælist ca 52-53-49-50-47-48 cm frá prjónamerki. HÆGRI ERMI: Prjónið á sama hátt og vinstri ermi, en prjónið upp lykkjur á gagnstæðan hátt, þ.e.a.s. prjónið fyrstu upp lykkjur frá botni á handvegi á bakstykki upp að öxl og niður að botni á handvegi á framstykki. Saumið botninn á handvegi – sjá teikningu. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið við aðra axlalínuna og prjónið upp frá réttu innan við 1 kantlykkju ca 69 til 84 lykkjur á stuttan hringprjón 4. Lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 3. Prjónið stroffprjón hringinn (1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) í 10 cm. Fellið af aðeins laust. Brjótið stroffið niður efst í hálsmáli að innanverðu á stykki. Saumið það niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kanturinn dragist saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #cinnamonswirlssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 33 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 245-20
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.