Susanne skrifaði:
Hallo Drops Design Team, Ich habe heute mit diesem Pullunder in GrößeM begonnen. Allerdings habe ich für das Rückenteil nach Ende der Schulterzunahmen 111 Maschen auf der Nadel und nicht 73. Ich habe wie beschrieben 35 M Anschlag plus 19 x 2 M in den Hinreihen plus 19 x 2 M in den Rückreihen gearbeitet, ist natürlichzu breit, was mir aufgrund der kurzen Rundstricknadel nicht aufgefallen ist. Also fange ich noch mal von vorne an 😫, mit nur 19 x 2 in den Hinreihen. Schade!
26.10.2023 - 19:37DROPS Design svaraði:
Liebe Susanne, es soll insgesamt 19 Mal in jeder Reihe zugenommen werden, so 19 Reihen mit Zunahmen bei den Hin- sowie den Rückreihen. Viel Spaß beim stricken!
27.10.2023 - 09:42
Cathrine skrifaði:
Er det rigtigt forstået, at 5 garnnøgler er tilstrækkeligt til størrelse L?
25.10.2023 - 20:46DROPS Design svaraði:
Hej Cathrine, det stemmer :)
26.10.2023 - 14:10
Emmi skrifaði:
Kan man sticka mosstickning på framstyckets med i det antalet maskor som står? Eller blir det en förändring i storlek? Vore fint om det var mosstickning även fram, händer lite mer.
19.10.2023 - 20:33DROPS Design svaraði:
Hej Emmi, ja det kan du gøre :)
24.10.2023 - 08:19
Petra skrifaði:
Apple joy
03.08.2023 - 22:55
Isabel skrifaði:
Layered in Leaf
03.08.2023 - 16:20
Nicola Fitcheyy skrifaði:
It’s so inter- seasonal and fresh, perhaps a name suggesting Spring? - Stem? Fern? Sea foam? Sea Thrift?
03.08.2023 - 15:53
Feel the Beat#feelthebeatvest |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónað vesti úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með evrópskri öxl / skáhallandi öxl, tvöföldum kanti í hálsmáli, perluprjóni á bakstykki og klauf í hliðum. Stærð S - XXXL.
DROPS 244-30 |
|||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- KANTLYKKJA (á við um framstykki og neðri kant) : Prjónuð er 1 kantlykkja í hvorri hlið á stykki. Kantlykkjur eru prjónaðar slétt frá réttu og slétt frá röngu (garðaprjón). MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU: Aukið út til vinstri Á EFTIR MERKI / 3 LYKKJUR: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í lykkjubogann sem liggur aftan við prjóninn. Aukið út til hægri Á UNDAN MERKI / 3 LYKKJUR: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt lykkjubogann sem liggur framan við prjóninn. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU: Aukið út til hægri Á EFTIR MERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í lykkjubogann sem liggur framan við prjóninn. Aukið út til vinstri Á UNDAN MERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið lykkjubogann sem liggur aftan við prjóninn. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 (á við um handveg): Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út um 1 lykkju innan við 3 lykkjur í garðaprjóni með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í A.1 á bakstykki / sléttprjóni á framstykki. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2 (jafnt yfir): Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni eru notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Stykkið er fyrst prjónað fram og til baka á hringprjóna. Byrjið á að fitja upp lykkjur aftan í hnakka. Síðan er bakstykkið prjónað niður á við jafnframt því sem lykkjur eru auknar út í hvorri hlið á stykki þar til fjöldi lykkja á axlavídd hefur verið náð. Bakstykkið hefur fengið litla skáhallandi öxl. Prjónið síðan niður að handvegi. Nú er bakstykkið látið bíða og framstykkið er prjónað. Framstykkið er fyrst prjónað í 2 hlutum. Byrjið á að prjóna upp lykkjur meðfram vinstri öxlinni, prjónið samtímis sem aukið er út við hálsmál. Endurtakið á hægri öxlinni. Hægri og vinstri öxl er sett saman fyrir framstykki þegar útaukning fyrir hálsmáli er lokið. Síðan er framstykkið prjónað niður að handvegi. Nú er framstykkið og bakstykkið sett inn á sama hringprjón og fram- og bakstykkið er prjónað niður á við í hring á hringprjóna niður að klauf. Eftir það er framstykkið og bakstykkið prjónað fram og til baka á hringprjóna hvort fyrir sig að loka máli. Lykkjur eru prjónaðar upp fyrir kant í kringum handveg. Í lokin eru lykkjur prjónaðar upp í kringum hálsmál og kantur í hálsmáli er prjónaður. Brotið er uppá kant í hálsmáli tvöfalt að röngu og saumað niður. BAKSTYKKI: Fitjið upp 35-35-37-37-39-39 lykkjur á hringprjón 5 með DROPS Air. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Setjið 1 merki innan við ystu 3 lykkjur í hvorri hlið. Merkin eiga að sitja innan við ystu 3 lykkjur í hverri umferð. Nú er prjónað A.1 fram og til baka með 3 lykkjur í sléttprjóni í hvorri hlið. JAFNFRAMT er aukið út á EFTIR merki í byrjun á umferð og á UNDAN merki í lok umferðar – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Í næstu umferð (ranga) er aukið út alveg eins – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU (útauknar lykkjur eru prjónaðar inn í A.1). Haldið svona áfram og aukið út alveg eins bæði frá réttu og frá röngu alls 17-19-20-22-22-24 sinnum. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Á eftir síðustu útaukningu eru 69-73-77-81-83-87 lykkjur í umferð. Prjónið 2 umferðir fram og til baka í mynstri eins og áður, án þess að auka út og með 3 lykkjur í sléttprjóni í hvorri hlið. Færið merkin þannig að nú sitja þau yst í hvorri hlið – stykkið er síðar mælt frá þessum merkjum. Prjónið A.1 með 3 lykkjur í sléttprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 21-22-22-21-19-18 cm frá merkjum, aukið út 1 lykkju í hvorri hlið fyrir handveg – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1. Aukið svona út í annarri hverri umferð (hverri umferð frá réttu) alls 6-6-7-8-11-13 sinnum = 81-85-91-97-105-113 lykkjur. Á eftir síðustu útaukningu er prjónað til baka frá röngu. Stykkið mælist ca 26-27-28-28-29-30 cm, mælt yst meðfram handvegi frá merkjum. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón og prjónið framstykkið eins og útskýrt er að neðan. FRAMSTYKKI: Byrjið með vinstri öxl (séð þegar flíkin er mátuð). Prjónið upp 19-21-22-24-24-26 lykkjur innan við ystu lykkju meðfram vinstri öxl á bakstykki (þ.e.a.s. prjónið upp 1 lykkju í hverja af 17-19-20-22-22-24 umferð frá kanti efst á bakstykki + 2 lykkjur framan við merki). Prjónið sléttprjón fram og til baka með 1 KANTLYKKJA í hvorri hlið – lesið útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 7-7-8-8-8-8 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út í byrjun á hverri umferð frá réttu, en aukið út á eftir fyrstu 3 lykkjum – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Aukið út um 1 lykkju alls 4-4-4-4-5-5 sinnum = 23-25-26-28-29-31 lykkjur. Á eftir síðustu útaukningu er prjónað til baka frá röngu. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón. Prjónið síðan hægri öxl eins og útskýrt er að neðan. Byrjið við merki og prjónið upp 19-21-22-24-24-26 lykkjur innan við ystu lykkju meðfram hægri öxl á bakstykki. Prjónið sléttprjón fram og til baka með 1 kantlykkju í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 7-7-8-8-8-8 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út í lok hverrar umferðar frá réttu, aukið út á undan síðustu 3 lykkjum – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Aukið út 1 lykkju fyrir hálsmáli alls 4-4-4-4-5-5 sinnum = 23-25-26-28-29-31 lykkjur. Á eftir síðustu útaukningu er prjónað til baka frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið sléttprjón yfir lykkjur frá hægra framstykki, fitjið upp 23-23-25-25-25-25 nýjar lykkjur fyrir hálsmáli í lok þessarar umferðar, prjónið sléttprjón yfir 23-25-26-28-29-31 lykkjur frá vinstra framstykki = 69-73-77-81-83-87 lykkjur. Prjónið sléttprjón fram og til baka með 1 kantlykkju í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 29-30-30-31-29-28 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út fyrir handveg í hvorri hlið á sama hátt og á bakstykki = 81-85-91-97-105-113 lykkjur. Á eftir síðustu útaukningu er prjónað til baka frá röngu. Stykkið mælist ca 34-35-36-38-39-40 cm, mælt yst meðfram handvegi frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. Klippið þráðinn. Nú er framstykkið og bakstykkið sett saman fyrir fram- og bakstykki eins og útskýrt er að neðan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Byrjið með að fitja upp 2-3-4-5-6-7 lykkjur fyrir handveg á prjóninn, prjónið síðan sléttprjón frá réttu yfir allar 81-85-91-97-105-113 lykkjur frá framstykki, fitjið upp 4-6-8-10-12-14 nýjar lykkjur fyrir handveg í lok þessarar umferðar, haldið áfram með A.1 frá réttu yfir 81-85-91-97-105-113 lykkjur frá bakstykki og fitjið upp 2-3-4-5-6-7 nýjar lykkjur fyrir handveg í lok umferðar = 170-182-198-214-234-254 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð í hvora hlið á stykki – mitt í 4-6-8-10-12-14 lykkjur sem fitjaðar voru upp í hvorri hlið. Látið merkiþræðina fylgja með í stykkinu. Þeir eru notaðir þegar stykkinu er skipt upp fyrir klauf í hvorri hlið. Prjónið hringinn í sléttprjóni á milli merkiþráða á framstykki og A.1 á milli merkiþráða á bakstykki. Þegar stykkið mælist 46-48-50-51-53-55 cm, mælt frá efsta punkti á öxl á framstykki, skiptist framstykkið og bakstykkið, þannig að verður klauf í hvorri hlið. Setjið 85-91-99-107-117-127 lykkjur frá bakstykki á þráð eða á hjálparprjón og prjónið síðan yfir lykkjur frá framstykki eins og útskýrt er að neðan. FRAMSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 26-28-28-32-34-38 lykkjur jafnt yfir – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2 = 111-119-127-139-151-165 lykkjur. Prjónið næstu umferð frá röngu þannig: 1 kantlykkja – munið eftir útskýringu að ofan, *1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju brugðið og 1 kantlykkju. Haldið svona áfram með stroff í 8-8-8-9-9-9 cm. Fellið af – notið e.t.v. ítalska affellingu. Vestið mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá efsta punkti á öxl. BAKSTYKKI: Setjið lykkjur á hringprjón 3,5. Prjónið á sama hátt og framstykki. KANTUR Í HANDVEGI: Leggið stykkið flatt og setjið 1 merki efst í handvegi (mitt á öxl). Byrjið frá réttu neðst í handvegi og prjónið upp ca 124-130-136-142-148-154 lykkjur í kringum handveg innan við 1 kantlykkju á stuttan hringprjón 3,5 – stillið af að prjónaðar séu upp jafn margar lykkjur hvoru megin við merki meðfram handvegi. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). JAFNFRAMT í annarri hverri umferð er fækkað um 2 lykkjur mitt undir handveg þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan fyrstu lykkju slétt mitt undir handveg, lyftið 2 lykkjum af prjóni eins og prjóna eigi slétt saman, prjónið 1 lykkju slétt, steypið 2 lyftu lykkjunum yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). Með því að gera þetta svona þá kemur kantur í handvegi til með að leggjast fallega. Prjónið þar til kantur í handvegi mælist 4 cm. Fellið af á sama hátt og á framstykki/ bakstykki. Prjónið hinn kant í handvegi á sama hátt. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið við aðra axlalínuna og prjónið upp frá réttu ca 98-98-108-108-114-114 lykkjur í kringum hálsmál innan við 1 kantlykkju á stuttan hringprjón 3,5. Prjónið stroffprjón hringinn (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 11-11-11-13-13-13 cm. Fellið af aðeins laust. Brjótið niður stroff að innanverðu á stykki og saumið niður. Til að kantur í hálsmáli dragist ekki saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #feelthebeatvest eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 244-30
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.