Heidi skrifaði:
Ved udtagning af ærmegab skal kanten med de 3 masker glatstrikning så øges? eller skal der fortsat kun være 3 masker i kanten med glatstrikning?
12.11.2025 - 14:48DROPS Design svaraði:
Hej Heidi, nej de skal ikke øges, de nye masker strikkes ind i mønsteret - Se udtagningstips-1 :)
19.11.2025 - 14:31
Heidi skrifaði:
Hej, hvorfor skal der bruges anden fremgangsmåde til udtagning ved ærmegab end da der skulle tages ud til skulder? Og hvordan skal man strikke den drejede maske på den efterfølgende vrang side?
12.11.2025 - 14:29DROPS Design svaraði:
Hej Heidi, hvis du er kommet til en vrangmaske, så skal den strikkes drejet vrang (i bagerste maskeled, og hvis du er kommet til en retmaske skal den strikkes drejet ret (i bagerste maskeled)
19.11.2025 - 14:33
Berta skrifaði:
Har svårt att förstår hur man gör ökning på Moss-stickning. Jag gör slipover med europeisk axel, vilket innebär en ökning både i början efter 9 maskar och innan de 9 sista maskar.
12.09.2024 - 20:55DROPS Design svaraði:
Hei Berta. Ta en titt på hjelpevideoene og hvordan økningene strikkes. De viser økninger i glattstrikk, men teknikken er den sammen (hvordan det økes før/etter merket og fra retten + vrangen). Du finner hjelpevideoer ved å klikke på VIDEOER til høyre eller under bildet. mvh DROPS Design
16.09.2024 - 13:14
Enormous skrifaði:
Enjoying this pattern - thank you! Can I just confirm that the part 1 video on European shoulders covers many patterns and so the line in. *this* pattern “Increase like this every 2nd row (each row from the right side) a total of 6-6-7-8-11-13 times = 81-85-91-97-105-113 stitches.” where there is NO increase on wrong side should be followed rather than the video? An increase on wrong side is demonstrated in the video. Thanks!
26.04.2024 - 11:32DROPS Design svaraði:
Dear Enormous, in this pattern you increase for shoulders on back piece on every row (= from RS as well as from WS) and in the video we also show how to increaes from WS - see time code 02:04 for example. Increase from RS and from WS in this pattern as explained under INCREASE TIP FROM THE RIGHT SIDE and under INCREASE TIP FROM THE WRONG SIDE. Happy knitting!
26.04.2024 - 13:41
Corina Avram skrifaði:
Hello, Is it possible to work the neck like the sleeve edges? and not to fold it in double? Thanks
27.03.2024 - 15:40DROPS Design svaraði:
Dear Corina, of course, if you prefer it that way, you are welcome to do so. Happy Knitting!
27.03.2024 - 22:17
Monika Pfeffer skrifaði:
Hallo liebes Drops-Team, Beim Vorderteil steht …..bei einer Länge von …cm für die armausschnitte abketten. Es mus aber zugenommen werden., das ist etwas verwirrend. Liebe Grüße
10.12.2023 - 16:03
Sacha skrifaði:
Bonjour ! Comme Susanne, je ne comprends pas bien les augmentations du dos, en taille M, si j'augmente 19 fois 2 mailles sur l'envers et sur l'endroit, je crée 76 nouvelles mailles, en additionnant 76 à 35 j'obtiens 111. Pouvez me dire à quoi correspond le chiffre 73 et comment y arriver, svp ? En vous remerciant par avance de votre aide et du temps passé à répondre. Bonne journée
02.12.2023 - 16:20DROPS Design svaraði:
Bonjour Sacha, vous devez augmenter 19 fois 2 mailles soit 38 mailles au total sur un total de 19 rangs (- on augmente tous les rangs, sur l'endroit aussi bien que sur l'envers et non 19 fois sur l'endroit et 19 fois sur l'envers). Vous aurez ainsi bien 35 + 38 = 73. Bon tricot!
04.12.2023 - 07:58
Murielle Pham skrifaði:
Bonsoir, tout d'abord merci pour votre réponse à ma question précédente. J'en suis maintenant aux emmanchures du devant mais il est dit de mesurer 30 cm depuis qu'on a relevé les mailles (il s'agit bien des mailles relevées sur les épaules ?). D'où mesure r on exactement ? Au niveau de l'encolure ou de l'épaule ?
19.11.2023 - 20:54DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Pham, vous mesurez le devant à partir des mailles relevées, comme vous avez le même nombre de rangs côté encolure et côté épaules, la mesure sera la même des 2 côtés. Bon tricot!
20.11.2023 - 11:16
PHAM Murielle skrifaði:
Bonjour, pour remonter les mailles de l'épaule du devant, je démarre donc a 22 m avant les bordures en jersey ( je n'ai pas de m à remonter sur les bordures?)
14.11.2023 - 17:38DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Pham, pour l'épaule gauche, vous commencez à relever les mailles à partir du 1er rang du dos jusqu'au marqueur - dans cette vidéo nous montrons comment relever les mailles des deux devants. Bon tricot!
15.11.2023 - 07:58
Mirjam Weiß skrifaði:
Liebes Drops-Team, ich stricke den Pollunder in Größe M und bin gerade beim Vorderteil. Momentan sind es 73 Maschen und ich frage mich, wann ich mit den Zunahmen beginnen muss, damit ich auf insgesamt 85 Maschen komme und wann ich das Vorderteil abketten muss. An dieser Stelle kommt mir die Anleitung etwas durcheinander vor oder bin nur ich das? 😅 Vielen Dank für eure Hilfe!
02.11.2023 - 21:33DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Weiß, nach den letzten Zunahmen stricken Sie noch 2 Reihen und setzen Sie die Markierungen beidseitig, jetzt messen Sie von hier; dann stricken Sie die 73 Maschen bis die Arbeit 22 cm von den Markierungen, und dann wird es neue Maschen für die Armlöcher beideitig zugenommen, so haben Sie die 85 Maschen und die Arbeit misst 27 cm. Maschen still legen und Vorderteil stricken. Siehe wie man so einen Rückenteil strickt in diesem Video. Viel Spaß beim stricken!
03.11.2023 - 06:37
Feel the Beat#feelthebeatvest |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónað vesti úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með evrópskri öxl / skáhallandi öxl, tvöföldum kanti í hálsmáli, perluprjóni á bakstykki og klauf í hliðum. Stærð S - XXXL.
DROPS 244-30 |
|||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- KANTLYKKJA (á við um framstykki og neðri kant) : Prjónuð er 1 kantlykkja í hvorri hlið á stykki. Kantlykkjur eru prjónaðar slétt frá réttu og slétt frá röngu (garðaprjón). MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU: Aukið út til vinstri Á EFTIR MERKI / 3 LYKKJUR: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í lykkjubogann sem liggur aftan við prjóninn. Aukið út til hægri Á UNDAN MERKI / 3 LYKKJUR: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt lykkjubogann sem liggur framan við prjóninn. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU: Aukið út til hægri Á EFTIR MERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í lykkjubogann sem liggur framan við prjóninn. Aukið út til vinstri Á UNDAN MERKI: Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið lykkjubogann sem liggur aftan við prjóninn. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 (á við um handveg): Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út um 1 lykkju innan við 3 lykkjur í garðaprjóni með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í A.1 á bakstykki / sléttprjóni á framstykki. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2 (jafnt yfir): Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- VESTI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Í uppskriftinni eru notast við mismunandi lengdir á prjónum, byrjið á þeirri lengd sem passar lykkjufjölda og skiptið um ef þarf. Stykkið er fyrst prjónað fram og til baka á hringprjóna. Byrjið á að fitja upp lykkjur aftan í hnakka. Síðan er bakstykkið prjónað niður á við jafnframt því sem lykkjur eru auknar út í hvorri hlið á stykki þar til fjöldi lykkja á axlavídd hefur verið náð. Bakstykkið hefur fengið litla skáhallandi öxl. Prjónið síðan niður að handvegi. Nú er bakstykkið látið bíða og framstykkið er prjónað. Framstykkið er fyrst prjónað í 2 hlutum. Byrjið á að prjóna upp lykkjur meðfram vinstri öxlinni, prjónið samtímis sem aukið er út við hálsmál. Endurtakið á hægri öxlinni. Hægri og vinstri öxl er sett saman fyrir framstykki þegar útaukning fyrir hálsmáli er lokið. Síðan er framstykkið prjónað niður að handvegi. Nú er framstykkið og bakstykkið sett inn á sama hringprjón og fram- og bakstykkið er prjónað niður á við í hring á hringprjóna niður að klauf. Eftir það er framstykkið og bakstykkið prjónað fram og til baka á hringprjóna hvort fyrir sig að loka máli. Lykkjur eru prjónaðar upp fyrir kant í kringum handveg. Í lokin eru lykkjur prjónaðar upp í kringum hálsmál og kantur í hálsmáli er prjónaður. Brotið er uppá kant í hálsmáli tvöfalt að röngu og saumað niður. BAKSTYKKI: Fitjið upp 35-35-37-37-39-39 lykkjur á hringprjón 5 með DROPS Air. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Setjið 1 merki innan við ystu 3 lykkjur í hvorri hlið. Merkin eiga að sitja innan við ystu 3 lykkjur í hverri umferð. Nú er prjónað A.1 fram og til baka með 3 lykkjur í sléttprjóni í hvorri hlið. JAFNFRAMT er aukið út á EFTIR merki í byrjun á umferð og á UNDAN merki í lok umferðar – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Í næstu umferð (ranga) er aukið út alveg eins – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÖNGU (útauknar lykkjur eru prjónaðar inn í A.1). Haldið svona áfram og aukið út alveg eins bæði frá réttu og frá röngu alls 17-19-20-22-22-24 sinnum. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Á eftir síðustu útaukningu eru 69-73-77-81-83-87 lykkjur í umferð. Prjónið 2 umferðir fram og til baka í mynstri eins og áður, án þess að auka út og með 3 lykkjur í sléttprjóni í hvorri hlið. Færið merkin þannig að nú sitja þau yst í hvorri hlið – stykkið er síðar mælt frá þessum merkjum. Prjónið A.1 með 3 lykkjur í sléttprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 21-22-22-21-19-18 cm frá merkjum, aukið út 1 lykkju í hvorri hlið fyrir handveg – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1. Aukið svona út í annarri hverri umferð (hverri umferð frá réttu) alls 6-6-7-8-11-13 sinnum = 81-85-91-97-105-113 lykkjur. Á eftir síðustu útaukningu er prjónað til baka frá röngu. Stykkið mælist ca 26-27-28-28-29-30 cm, mælt yst meðfram handvegi frá merkjum. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón og prjónið framstykkið eins og útskýrt er að neðan. FRAMSTYKKI: Byrjið með vinstri öxl (séð þegar flíkin er mátuð). Prjónið upp 19-21-22-24-24-26 lykkjur innan við ystu lykkju meðfram vinstri öxl á bakstykki (þ.e.a.s. prjónið upp 1 lykkju í hverja af 17-19-20-22-22-24 umferð frá kanti efst á bakstykki + 2 lykkjur framan við merki). Prjónið sléttprjón fram og til baka með 1 KANTLYKKJA í hvorri hlið – lesið útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 7-7-8-8-8-8 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út í byrjun á hverri umferð frá réttu, en aukið út á eftir fyrstu 3 lykkjum – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Aukið út um 1 lykkju alls 4-4-4-4-5-5 sinnum = 23-25-26-28-29-31 lykkjur. Á eftir síðustu útaukningu er prjónað til baka frá röngu. Klippið þráðinn, setjið lykkjur á þráð eða á hjálparprjón. Prjónið síðan hægri öxl eins og útskýrt er að neðan. Byrjið við merki og prjónið upp 19-21-22-24-24-26 lykkjur innan við ystu lykkju meðfram hægri öxl á bakstykki. Prjónið sléttprjón fram og til baka með 1 kantlykkju í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 7-7-8-8-8-8 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út lykkjur við hálsmál. Aukið út í lok hverrar umferðar frá réttu, aukið út á undan síðustu 3 lykkjum – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING FRÁ RÉTTU. Aukið út 1 lykkju fyrir hálsmáli alls 4-4-4-4-5-5 sinnum = 23-25-26-28-29-31 lykkjur. Á eftir síðustu útaukningu er prjónað til baka frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið sléttprjón yfir lykkjur frá hægra framstykki, fitjið upp 23-23-25-25-25-25 nýjar lykkjur fyrir hálsmáli í lok þessarar umferðar, prjónið sléttprjón yfir 23-25-26-28-29-31 lykkjur frá vinstra framstykki = 69-73-77-81-83-87 lykkjur. Prjónið sléttprjón fram og til baka með 1 kantlykkju í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 29-30-30-31-29-28 cm frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp, aukið út fyrir handveg í hvorri hlið á sama hátt og á bakstykki = 81-85-91-97-105-113 lykkjur. Á eftir síðustu útaukningu er prjónað til baka frá röngu. Stykkið mælist ca 34-35-36-38-39-40 cm, mælt yst meðfram handvegi frá þar sem lykkjur voru prjónaðar upp. Klippið þráðinn. Nú er framstykkið og bakstykkið sett saman fyrir fram- og bakstykki eins og útskýrt er að neðan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Byrjið með að fitja upp 2-3-4-5-6-7 lykkjur fyrir handveg á prjóninn, prjónið síðan sléttprjón frá réttu yfir allar 81-85-91-97-105-113 lykkjur frá framstykki, fitjið upp 4-6-8-10-12-14 nýjar lykkjur fyrir handveg í lok þessarar umferðar, haldið áfram með A.1 frá réttu yfir 81-85-91-97-105-113 lykkjur frá bakstykki og fitjið upp 2-3-4-5-6-7 nýjar lykkjur fyrir handveg í lok umferðar = 170-182-198-214-234-254 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð í hvora hlið á stykki – mitt í 4-6-8-10-12-14 lykkjur sem fitjaðar voru upp í hvorri hlið. Látið merkiþræðina fylgja með í stykkinu. Þeir eru notaðir þegar stykkinu er skipt upp fyrir klauf í hvorri hlið. Prjónið hringinn í sléttprjóni á milli merkiþráða á framstykki og A.1 á milli merkiþráða á bakstykki. Þegar stykkið mælist 46-48-50-51-53-55 cm, mælt frá efsta punkti á öxl á framstykki, skiptist framstykkið og bakstykkið, þannig að verður klauf í hvorri hlið. Setjið 85-91-99-107-117-127 lykkjur frá bakstykki á þráð eða á hjálparprjón og prjónið síðan yfir lykkjur frá framstykki eins og útskýrt er að neðan. FRAMSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 26-28-28-32-34-38 lykkjur jafnt yfir – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2 = 111-119-127-139-151-165 lykkjur. Prjónið næstu umferð frá röngu þannig: 1 kantlykkja – munið eftir útskýringu að ofan, *1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju brugðið og 1 kantlykkju. Haldið svona áfram með stroff í 8-8-8-9-9-9 cm. Fellið af – notið e.t.v. ítalska affellingu. Vestið mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá efsta punkti á öxl. BAKSTYKKI: Setjið lykkjur á hringprjón 3,5. Prjónið á sama hátt og framstykki. KANTUR Í HANDVEGI: Leggið stykkið flatt og setjið 1 merki efst í handvegi (mitt á öxl). Byrjið frá réttu neðst í handvegi og prjónið upp ca 124-130-136-142-148-154 lykkjur í kringum handveg innan við 1 kantlykkju á stuttan hringprjón 3,5 – stillið af að prjónaðar séu upp jafn margar lykkjur hvoru megin við merki meðfram handvegi. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). JAFNFRAMT í annarri hverri umferð er fækkað um 2 lykkjur mitt undir handveg þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan fyrstu lykkju slétt mitt undir handveg, lyftið 2 lykkjum af prjóni eins og prjóna eigi slétt saman, prjónið 1 lykkju slétt, steypið 2 lyftu lykkjunum yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). Með því að gera þetta svona þá kemur kantur í handvegi til með að leggjast fallega. Prjónið þar til kantur í handvegi mælist 4 cm. Fellið af á sama hátt og á framstykki/ bakstykki. Prjónið hinn kant í handvegi á sama hátt. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið við aðra axlalínuna og prjónið upp frá réttu ca 98-98-108-108-114-114 lykkjur í kringum hálsmál innan við 1 kantlykkju á stuttan hringprjón 3,5. Prjónið stroffprjón hringinn (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 11-11-11-13-13-13 cm. Fellið af aðeins laust. Brjótið niður stroff að innanverðu á stykki og saumið niður. Til að kantur í hálsmáli dragist ekki saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #feelthebeatvest eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 244-30
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.