Valdís Jakobsdóttir skrifaði:
Ég er að gera laskalínu og er búin að auka í 8 lykkjur 10 sinnum. Þá stendur í uppskriftinni " Haldið áfram í sléttprjóni og með útaukningufyrir laskalínu, en í annað vert skipti sem er aukiðút, aukið nú eingöngu út á fram- og bakstykki (4 lykkjur fleiri) Þ.e.a.s. aukið er út á fram- og bakstykki í annarri hverri umferð og á ermum í 4. hverri umferð.... Spurningin er hvað telst fram- og bakstykki og hvað ermar í laskalínunni?
21.11.2024 - 23:33DROPS Design svaraði:
Blessuð Valdís. Það kemur fram í uppskriftinni hvar fram- og bakstykki og ermar eru: Teljið 10-10-12-12-12-14 lykkjur (ca hálft bakstykki), setjið 1. prjónamerki í næstu lykkju, teljið 15 lykkjur (ermi), setjið 2. prjónamerki í næstu lykkju, teljið 17-19-21-23-23-25 lykkjur (framstykki), setjið 3. prjónamerki í næstu lykkju, teljið 15 lykkjur (ermi), setjið 4. prjónamerki í næstu lykkju, teljið 7-9-9-11-11-11 lykkjur (ca hálft bakstykki). Gangi þér vel.
22.11.2024 - 10:19
Nana skrifaði:
Gibt es ein Video oder eine Anleitung, wie die neuen Maschen in der Strickarbeit für den Ärmel angeschlagen werden? Ich habe dort doch nur einen Faden. Vielen Dank!
16.11.2024 - 11:18DROPS Design svaraði:
Liebe Nana, ja, es gibt mehrere Möglichkeiten, die neuen Maschen anzuschlagen. Ein Beispiel dazu finden Sie auf unserer Seite unter diesem Link Dort ist der Vorgang Schritt für Schritt erklärt. Viel Erfolg beim Ausprobieren!
16.11.2024 - 12:51
Hélène Hurteau skrifaði:
Bonjour merci pour votre réponse mais ça ne répond pas à ma question quel est le numéro du marqueur du 2 eme rang envers ? Merci
13.11.2024 - 11:30
Helen skrifaði:
Bonjour Je ne comprends pas l’explication pour l’encolure Rang envers deux : quel marqueur ? C’est écrit « un marqueur » on ne sait pas lequel Les rangs raccourcis se font ils entre les raglans ? Merci
12.11.2024 - 23:36DROPS Design svaraði:
Bonjour Helen, il s'agit des marqueurs que vous avez placé juste à la fin du col, non les rangs raccourcis ne se font pas entre les marqueurs, il se font à partir de 3 mailles après la maille avec le marqueur 2 (côté gauche du devant, vu sur l'endroit) jusqu'à 3 mailles après la mailles avec le marqueur 3 (côté droit du devant, vu sur l'endroit) pour le 1er rang; cette vidéo devrait vous aider, nous y montrons comment réaliser ce type de rangs raccourcis. Bon tricot!
13.11.2024 - 08:03
Peggy skrifaði:
Hallo, bei den Raglanzunahmen 8x Rumpf und 4x Ärmel, welche Markierungen sind gemeint; 8x an den beiden hinteren Markierungen?
27.09.2024 - 19:06DROPS Design svaraði:
Liebe Peggy, es wird zuerst 8 Maschen zugenommen, dh 2 M für je Vorder-, Rückenteil und Ärmel, dann wird es abwechslungsweise nur 4 Maschen = nur für Vorder und Rückenteil und 8 Maschen = Vorder, Rückenteil und Ärmel wie zuvor; die Raglanzunahmen werden wie am Anfang der Anleitung beschrieben: am Anfang Vorder/Ärmel/Rückenteil nach der Markierung und am Ende Vorder/Ärmel/Rückenteil vor der Markierung. Viel Spaß beim Stricken!
30.09.2024 - 07:44
Anitta skrifaði:
Hej, jeg er ved at strikke glatstrik og udtagninger til raglan til kun ryg- og forstykke. Hvilke mærker er det skal strikkes her? Er det mærke 1 og 3? :)
16.09.2024 - 09:35DROPS Design svaraði:
Hei Anitta. På bakstykket økes det før 1. merke og etter 4. merke. På forstykket økes det etter 2. merke og før 3. merke. mvh DROPS Design
19.09.2024 - 08:25
Marlene Simard skrifaði:
Bonjour, Je fais le médium et j’aimerais savoir comment faites-vous pour arriver à 43 mailles pour les manches et 67 mailles pour le dos et le devant. Mon total est bien 220 mailles et voici mon calcul. Manche 15 mailles x (16 augm. totale = 32 mailles) = 47 mailles Dos/devant 21 mailles x 20 augm. totale =61 mailles +2 raglans= 63 mailles. Merci beaucoup.
11.09.2024 - 15:31DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Simard, les 2 premières mailles et les 2 dernières mailles des manches sont attribuées au dos et au devant, ainsi, vous avez bien 47 m pour chaque manche - 4 m (2 pour le devant/2 pour le dos) = 43 mailles pour chaque manche; et vous avez 61 m pour le dos/le devant + les 2 m des raglans + 4 m des manches = 67 mailles. Bon tricot!
12.09.2024 - 09:18
Maria skrifaði:
Hallo, beim Halsausschnitt bei den verkürzten Reihen sollten die jeweiligen Rückreihen nicht links gestrickt werden? Damit auf der Vorderseite glatte Maschen sind? Danke
29.08.2024 - 17:34DROPS Design svaraði:
Liebe Maria, die verkürzten Reihen werden glatt rechts gestrickt, dh die HinReihen stricken Sie rechts und die RückReihen stricken Sie links. Viel Spaß beim Stricken!
30.08.2024 - 08:10
Heidi Dahl skrifaði:
Er dette rett? ERMET Dette står i oppskriften: ERMET måler 45-42-41-38-37-34 cm fra delingen. Dvs at str. S skal være 45 cm og str xxl 34 cm.
27.08.2024 - 15:10DROPS Design svaraði:
Hej Heidi, det stemmer at de mindre størrelser har længere ærmer pga smallere skuldervidde i bluse, se også målene i måleskitsen nederst i opskriften :)
28.08.2024 - 08:56
Hansson skrifaði:
Varför börjar man förkortade varven mitt bak på detta mönster och inte behöver klippa av tråden, medans i ett annat mönster och på videos visar ni att man ska klippa av tråden och börja vid markör tre ! Och det står tyvärr inte lätt beskrivet i det mönstret...... Resultatet blir ju detsamma, det är väl onödigt att klippa av tråden?
08.07.2024 - 19:47DROPS Design svaraði:
Hei Hansson. Oppskrifter kan bli beskrevet forskjellig, noen liker å klippe tråden og starte ved 3. markør, mens andre vil helst unngå å klippe tråden. Vi prøver å tilfredstille alle våre brukere ved å ha ulike teknikker, men med nogenlunde samme resultat. I denne oppskriften klipper man ikke tråden. Videoen viser en generell teknikk, slik at man visuelt kan se hva som gjøres. mvh DROPS Design
10.07.2024 - 08:12
Sweet November#sweetnovembersweater |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa úr DROPS Air og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu. Stærð XS - XXL.
DROPS 243-13 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju á undan / á eftir lykkju með merki í hverri skiptingu á milli framstykkis/bakstykkis og erma. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Þegar prjónað er fram og til baka er uppslátturinn prjónaður frá röngu þannig: Á UNDAN MERKI: Prjónið uppsláttinn brugðið í aftari lykkjubogann. Það á ekki að myndast gat. Á EFTIR MERKI: Lyftið uppslættinum af vinstri prjóni og setjið til baka yfir á vinstri prjón, nema í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn brugðið í fremri lykkjubogann. Það á ekki að myndast gat. Þegar prjónað er í hring, prjónið uppsláttinn í næstu umferð þannig: Á UNDAN MERKI: Lyftið uppslættinum af vinstri prjóni og setjið til baka yfir á vinstri prjón, nema í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn slétt í fremri lykkjubogann (uppslátturinn snýr til hægri). Það á ekki að myndast gat. Á EFTIR MERKI: Prjónið uppsláttinn slétt í aftari lykkjubogann (uppslátturinn snýr til vinstri). Það á ekki að myndast gat. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Byrjið 3 lykkjum á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykkið er prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón / sokkaprjóna. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 68-72-76-80-80-84 lykkjur með 1 þræði DROPS Air og 1 þræði DROPS Kid-Silk yfir stuttan hringprjón 4,5 og stuttan hringprjón 6 sem haldið er saman. Dragið út hringprjón 6 og haldið lykkjunum eftir á stuttum hringprjón 4,5 (uppfitjunin er gerð svona til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur). Prjónið stroffprjón (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 9 cm. Nú er stroffið brotið inn þannig að kanturinn verði tvöfaldur – síðan er næsta umferð í stroffi prjónuð eins og áður jafnframt því sem önnur hver lykkja er prjónuð saman með annarri hverri lykkju frá uppfitjunarkanti. Nú hefur myndast tvöfaldur kantur í hálsmáli. Nú eru sett 4 merki í stykkið eins og útskýrt er að neðan, þetta er gert án þess að prjóna umferðina. Hvert merki er sett í slétta lykkju (ekki á milli lykkja) og merkin eru notuð þegar auka á út fyrir laskalínu. Setjið eitt merki í byrjun á umferð = ca fyrir miðju að aftan. Teljið 10-10-12-12-12-14 lykkjur (ca hálft bakstykki), setjið 1. merki í næstu lykkju, teljið 15 lykkjur (ermi), setjið 2. merki í næstu lykkju, teljið 17-19-21-23-23-25 lykkjur (framstykki), setjið 3. merki í næstu lykkju, teljið 15 lykkjur (ermi), setjið 4. merki í næstu lykkju, teljið 7-9-9-11-11-11 lykkjur (ca hálft bakstykki). HÁLSMÁL: Nú er hálsmálið prjónað með stuttum umferðum eins og útskýrt er að neðan. Skiptið yfir á hringprjón 6. Byrjið fyrir miðju að aftan: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið sléttprjón og aukið út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, hvoru megin við 2 fyrstu merkin (4 lykkjur fleiri), snúið við þegar prjónaðar hafa verið 3 lykkjur fram hjá öðru merkinu. UMFERÐ 2 (ranga): Prjónið sléttprjón og snúið við þegar prjónaðar hafa verið 3 lykkjur fram hjá síðasta merki. UMFERÐ 3 (rétta): Prjónið sléttprjón og aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við öll merkin, (8 lykkjur fleiri), snúið við þegar prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fleiri en við fyrri snúning. UMFERÐ 4 (ranga): Prjónið sléttprjón og snúið við þegar prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fleiri en við fyrri snúning. UMFERÐ 5 (rétta): Prjónið sléttprjón og aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við 2 fyrstu merkin (4 lykkjur fleiri), prjónið að miðju að aftan. Stuttu umferðirnar hafa nú verið prjónaðar til loka og aukið hefur verið út 2 sinnum fyrir laskalínu við hvert merki = 84-88-92-96-96-100 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð slétt. BERUSTYKKI: Byrjið umferð við merki fyrir miðju að aftan og prjónið hringinn yfir allar lykkjur í sléttprjóni. JAFNFRAMT heldur útaukningin áfram fyrir laskalínu í annarri hverri umferð þar til aukið hefur verið út alls 8-10-12-14-20-22 sinnum (meðtalin útaukning í stuttu umferðunum) = 132-152-172-192-240-260 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og með útaukningu fyrir laskalínu, en í annað hvert skipti sem aukið er út, aukið nú eingöngu á fram- og bakstykki (4 lykkjur fleiri). Þ.e.a.s. aukið er út á fram- og bakstykki í annarri hverri umferð og á ermum í 4. hverri umferð. Aukið svona út 8-8-8-8-4-4 sinnum á fram- og bakstykki (4-4-4-4-2-2 sinnum á ermum). Nú hefur verið aukið út alls 16-18-20-22-24-26 sinnum á fram- og bakstykki og 12-14-16-18-22-24 sinnum á ermum. Á eftir síðustu útaukningu eru 180-200-220-240-264-284 lykkjur í umferð. Stykkið mælist nú ca 20-23-25-28-30-33 cm frá miðju að aftan (á eftir stroffi), prjónið e.t.v. áfram í sléttprjóni án útaukninga að réttu máli. Í næstu umferð skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 29-31-35-37-41-45 lykkjur eins og áður (ca hálft bakstykki), setjið næstu 35-39-43-47-51-55 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 12-12-12-14-14-16 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið 55-61-67-73-81-87 lykkjur eins og áður (framstykki), setjið næstu 35-39-43-47-51-55 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 12-12-12-14-14-16 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 26-30-32-36-40-42 lykkjur eins og áður (ca hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 134-146-158-174-190-206 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist 23-22-22-21-21-20 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 30-30-32-36-42-46 lykkjur jafnt yfir = 164-176-190-210-232-252 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 6 cm. Fellið af. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 35-39-43-47-51-55 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 6 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 12-12-12-14-14-16 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 47-51-55-61-65-71 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð fyrir miðju undir ermi, þ.e.a.s. mitt í 12-12-12-14-14-16 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu, það á að nota hann þegar fækka á lykkjum fyrir miðju undir ermi. Byrjið umferð við merkiþráðinn og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 4 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 15-7-5½-3-2½-2 cm millibili alls 3-5-6-9-10-12 sinnum = 41-41-43-43-45-47 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 39-36-35-32-31-28 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 7-7-7-9-9-9 lykkjur jafnt yfir = 48-48-50-52-54-56 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið stroffprjón (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 6 cm. Fellið af. Ermin mælist ca 45-42-41-38-37-34 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sweetnovembersweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS 243-13
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.