Gisele S skrifaði:
Hello, When you say 'in Left and Right band to... finishing after a row from the wrong or right side,' does that mean we have to bind off?
12.12.2023 - 04:58DROPS Design svaraði:
Dear Gisele, you don't bind off, just leave stitches aside and then work both front band sts together casting on stitches between both front band stitches for neckline on back piece. Happy knitting!
12.12.2023 - 09:19
DANGUY skrifaði:
Merci beaucoup pour la rapidité des réponses!!! Votre équipe est la meilleure!!
06.12.2023 - 19:45
Françoise DANGUY DES DESERTS skrifaði:
Bonjour, je n'arrive vraiment pas à comprendre la lecture du raglan. A partir de quand on doit augmenter pour les manches?? Merci!!
06.12.2023 - 14:25DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Dangy Des Deserts, pour le raglan,v ous augmentez d'abord 6 fois tous les 2 rangs pour les manches, les devants et le dos, puis vous augmentez alternativement 4 mailles (devants et dos seulement) et 8 mailles (devants, dos et manches), autrement dit vous augmentez tous les 2 rangs comme avant pour les devants et le dos et tous les 4 rangs seulement pour les manche. Bon tricot!
06.12.2023 - 16:04
Becky Conners skrifaði:
Follow up question to the answer..... Sorry - am I supposed to PURL the bands? I thought these were done in Garter stitch which I believe is all knit. The directions call to "Continue with stocking stitch and the bands in garter stitch"....
23.11.2023 - 18:25DROPS Design svaraði:
Hi Becky, The bands are worked in garter stitch to finished length. Happy knitting!
24.11.2023 - 06:52
Becky Conners skrifaði:
I have the bands made - and have c/o the stitches..... and purled - but unsure what to do next... increase for the v-neck inside the bands - is this where we have put the first thread and the last thread? Also where the transition is between the Front/back pieces? "Increase ... each transition between the front/back pieces" Is this where the middle two threads are? Do I stitch before and after the thread?
22.11.2023 - 21:53DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Conners, after you have purled the first row over all sts (bands + neck), insert the marker threads for the transition: front piece before 1st marker, 1st sleeve between 1st and 2nd marker, back piece between 2nd and 3rd marker, 2nd sleeve between 3rd and 4th marker and right front piece after 4th marker. Now increase for V-neck and for raglan as explained for your size. Happy knitting!
23.11.2023 - 08:37
Nina skrifaði:
Bij de raglan staat dat de meerderingen klaar zijn na 18x op het lijf en 9x op de mouw gemeerderd te hebben. Echter, ik kom dan niet uit op 288 steken (maat M) en er onder staat "alle maten . U heft in totaal 29 x op het lijf en 15 keer op de mouw gemeerderd", terwijl er verderop bij het lijf alleen één keer een meerdering van 19 steken omschreven staat. Kunt u het beter uitleggen?
09.11.2023 - 20:48DROPS Design svaraði:
Dag Nina,
Brei je maat M of maat S? Je hebt het over 18 keer op het lijf en 9x op de mouw, maar dat geldt voor maat S. Verder meerder je eerst al 6 keer iedere 2e naald op zowel het lijf als de mouwen en in de paragraaf boven alle maten staat nog eens 2 keer alleen op het lijf aangegeven. Om het totaal aantal steken te berekenen moet je ook de meerderingen van de biezen er bij optellen.
15.11.2023 - 14:14
Coby Boom skrifaði:
Ik brei maat L en begrijp de tekening niet. Volgens patroon is de pas 29 cm, lijf 17 en boord 6 cm . Samen 52 cm. Op de tekening staat tussen bies en pas nog 6 cm. Kan ik in de beschrijving niet terugvinden. Met die 6 cm kom je op de beschreven 58 cm . Kunt u mij dit uitleggen?
05.11.2023 - 08:45DROPS Design svaraði:
Dag Coby,
De lengte van de pas wordt op een gegeven moment in de beschrijving aangegeven, dit is inderdaad 29 cm. Als je het uiteindelijke werkstuk plat neer legt zit de mouw iets hoger. Als je de stippellijn die je aan de linkerkant van de maattekening ziet naar rechts doortrekt, dan is dat de bovenkant van midden achter. Hopelijk heb ik het zo goed uitgelegd.
05.11.2023 - 19:37
Nina skrifaði:
Waar meerder je bij de mouwen? Dit is niet duidelijk. Er staat dat je voor de raglan 6x moet meerderen en dan door moet gaan elke 2e naald, maar voor de mouw elke 4e naald moet meerderen. Bij welke steek?
03.11.2023 - 11:21DROPS Design svaraði:
Dag Nina,
Bovenaan bij 'UITLEG VOOR HET PATROON' staat onder 'RAGLAN' aangegeven waar je precies moet meerderen.
05.11.2023 - 19:40
Aisling skrifaði:
What does ‘ Increase for the neck inside the bands ’ mean? Do I garter stitch 7 stitches always and then do a yo increase stitch?
20.10.2023 - 20:33DROPS Design svaraði:
Dear Aisling, yes, it means that you work the 7 stitches for the band and then increase with a yarn over. Happy knitting!
22.10.2023 - 23:42
Susi skrifaði:
Die einfachgestrickten Blenden der Cardigans wirken durch die schweren Knöpfe wellig und instabil. Wie wäre es, einmal einen schlichten V- Cardigan von oben mit einer Blende im Doppelstrick (double face) zu kreieren? Siehe bei der Konkurrenz... ;-) Oder gibt es bereits ein Video zum Thema Doppelstrick (double face) ?
20.10.2023 - 10:37DROPS Design svaraði:
Liebe Susi, vielleicht können Ihnen diese beiden Modellen: Glazed Orange und Tweed Casual z.B. inspieren; passende Videos finden Sie unten nach der Anleitung. Viel Spaß beim stricken!
20.10.2023 - 14:12
No Nonsense Cardigan#nononsensecardigan |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í sléttprjóni með laskalínu og V-hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 244-8 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. LASKALÍNA: Aukið út á undan / eftir 2 lykkjur sléttprjón í hverri skiptingu á milli framstykkis / bakstykkis og ermi, merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Nýjar lykkjur eru síðan prjónaðar í sléttprjóni. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (séð þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 4 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu 1 cm eftir síðustu útaukningu fyrir V-hálsmáli. Fyrsta hnappagatið er gert 1 cm á eftir síðustu útaukningu fyrir V-hálsmáli, fellið síðan af fyrir 3 næstu hnappagötum með ca 7-8-8½-7½-8-9 cm millibili. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Byrjið 3 lykkjum á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn er staðsettur á milli 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka, ofan frá og niður. Fyrst eru prjónaðir 2 lausir kantar að framan í garðaprjóni. Síðan eru lykkjur fitjaðar upp á milli þessa tveggja kanta í garðaprjóni að framan fyrir öxl og hálsmál aftan í hnakka. Berustykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan, ofan frá og niður. Lykkjur eru auknar út fyrir laskalínu og V-hálsmáli. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN (séð þegar flíkin er mátuð): Fitjið upp 7 lykkjur á hringprjón 5 með DROPS Air. Prjónið GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan, þar til kantur að framan mælist 17-17-17-19-19-19 cm, endið eftir 1 umferð slétt frá röngu. Geymið stykkið. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN (séð þegar flíkin er mátuð): Fitjið upp 7 lykkjur á prjón 5 með DROPS Air. Prjónið garðaprjón þar til kantur að framan mælist 17-17-17-19-19-19 cm, endið eftir 1 umferð slétt frá réttu, en ekki klippa þráðinn frá. Nú eru fitjaðar upp 68-68-68-74-74-74 nýjar lykkjur í lok umferðar, síðan eru prjónaðar 7 lykkjur frá hægri kanti að framan slétt = 82-82-82-88-88-88 lykkjur. Prjónið eina umferð frá röngu yfir allar lykkjur, prjónið brugðið yfir nýjar 68-68-68-74-74-74 lykkjur, haldið áfram í garðaprjóni yfir 7 lykkjur í hvorri hlið. Setjið 4 merkiþræði í stykkið, þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar. Merkiþræðirnir eru notaðir þegar auka á út fyrir LASKALÍNA – lesið útskýringu að ofan. Teljið 9 lykkjur, setjið 1. merkiþráð (merkirþáðurinn er settur á milli 2 lykkja), teljið 20 lykkjur, setjið 2. merkiþráð, teljið 24-24-24-30-30-30 lykkjur, setjið 3. merkiþráð, teljið 20 lykkjur, setjið 4. merkiþráð, það eru 9 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta merkiþræði. Haldið áfram með berustykki samkvæmt útskýringu að neðan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! BERUSTYKKI: Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni og garðaprjóni í kanti að framan, jafnframt því sem aukið er út fyrir V-hálsmáli og laskalínu eins og útskýrt er að neðan, þetta er gert samtímis, lestu því báða kaflana áður en þú heldur áfram að prjóna. Byrjið mitt að framan og frá réttu. V-HÁLSMÁL: Aukið út fyrir V-hálsmáli innan við kanta að framan í 4. hverri umferð alls 11-11-11-14-14-14 sinnum, aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. 1 cm á eftir síðustu útaukningu fyrir V-hálsmáli, byrjið með affellingu fyrir HNAPPAGAT – lesið útskýringu að ofan. LASKALÍNA: Aukið út hvoru megin við 2 lykkjur í sléttprjóni í hverri skiptingu á milli framstykkis / bakstykkis og erma í 2. hverri umferð (hverri umferð frá réttu = útaukning með 8 lykkjum) alls 6 sinnum – lesið útskýringu að ofan. Síðan heldur útaukningin áfram fyrir laskalínu, en í annað hvert skipti sem aukið er út, er einungis aukið út á framstykkjum / bakstykki (4 lykkjur fleiri). Þ.e.a.s. aukið er út á framstykkjum / bakstykki í annarri hverri umferð (hverri umferð frá réttu) og á ermum í 4. hverri umferð (annarri hverri umferð frá réttu). Aukið svona út alls 18-22-26-26-30-30 sinnum á framstykkjum / bakstykki (9-11-13-13-15-15 sinnum á ermum). STÆRÐ S, M, XL, XXL og XXL (útaukningu í stærð L er lokið): Haldið áfram í sléttprjóni og með útaukningu fyrir laskalínu, en nú er einungis aukið út á fram- og bakstykki, útaukningu fyrir ermum er lokið. Aukið út í annarri hverri umferð alls 2-1-1-1-5 sinnum. ALLAR STÆRÐIR: Nú hefur verið aukið út alls 26-29-32-33-37-41 sinnum á fram- og bakstykki og 15-17-19-19-21-21 sinnum á ermum. Á eftir síðustu útaukningu eru 268-288-308-324-348-364 lykkjur eftir á prjóni. Haldið áfram í sléttprjóni og með garðaprjóni í kanti að framan þar til stykkið mælist ca 24-26-29-29-33-36 cm, mælt frá uppfitjunarkanti mitt að aftan. Berustykkið skiptist nú fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið fyrstu 46-49-52-56-60-64 lykkjur (framstykki), setjið næstu 50-54-58-58-62-62 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 10-10-10-12-14-16 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið næstu 76-82-88-96-104-112 lykkjur (bakstykki), setjið næstu 50-54-58-58-62-62 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 10-10-10-12-14-16 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið síðustu 46-49-52-56-60-64 lykkjur (framstykki). FRAM- OG BAKSTYKKI: = 188-200-212-232-252-272 lykkjur. Prjónið sléttprjón með garðaprjóni í kanti að framan þar til stykkið mælist 18-18-17-19-17-16 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 19-21-21-23-25-27 lykkjur jafnt yfir (ekki er aukið út yfir kanta að framan) = 207-221-233-255-277-299 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4, prjónið næstu umferð þannig – frá röngu: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 8 lykkjur eru eftir, prjónið eina brugðna lykkju og 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 6 cm. Fellið af. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl. ERMI: Setjið 50-54-58-58-62-62 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 10-10-10-12-14-16 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 60-64-68-70-76-78 lykkjur. Setjið einn merkiþráð mitt í nýjar lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 4 cm, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 5.-3½.-2½.-2½.-2.-1½ cm alls 6-8-9-10-11-11 sinnum = 48-48-50-50-54-56 lykkjur. Haldið áfram þar til stykkið mælist alls ca 36-35-33-32-29-27 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 8-8-10-10-10-12 lykkjur jafnt yfir = 56-56-60-60-64-68 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið stroffprjón (1 lykkja slétt / 1 lykkja brugðið) í 6 cm. Fellið af. Ermin mælist ca 42-41-39-38-35-33 frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. Saumið saman tvo lausu kantana að framan mitt að aftan og saumið kanta að framan við hálsmál aftan í hnakka. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #nononsensecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 244-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.