Catherine skrifaði:
Hello! I am confused about knitting the yoke. Start mid- front. Where is mid- front?
17.01.2025 - 19:29DROPS Design svaraði:
Dear Catherine, the mid-front is the middle of the row, the you start the rows are starting and ending at the middle of the front. Hapy Knitting!
18.01.2025 - 01:32
Pascale skrifaði:
Bonjour Le dos me paraît très large. Les 2 bordures de 17 cm sont trop courtes pour aller jusqu'au milieu du dos et couvrir les 68 mailles. Pouvez-vous m'éclairer ? Merci
25.12.2024 - 14:19DROPS Design svaraði:
Bonjour Pascale, on doit légèrement étirer les bordures pour les ajuster sur les mailles montées pour l'encolure dos et les manches pour qu'elles tombent joliment. Bon tricot!
02.01.2025 - 11:17
Geraldy skrifaði:
How is it that I am supposed to have 82 stitches if the pattern says to add only 68 in between bands?? The math doesn't add up Should I cast on stitches until I have the 82?
24.11.2024 - 13:47DROPS Design svaraði:
Dear Geraldy, you had 7 stitches in the left band, cast on 68 stitches and work the 7 stitches in the right band. 68+14 = 82 stitches. Happy knitting!
24.11.2024 - 23:09
Nancy Carlson skrifaði:
I'm trying to understand where each of the 4 thread markers are on the sweater. When I need to increase each side of the transition between front/back piece and sleeve, is that at the first and fourth marker thread? If so, what are the 2nd and 3rd market threads for? Thank you for your help.
10.11.2024 - 22:12DROPS Design svaraði:
Dear Nancy, the markers are: right front piece, marker 1 (between right front piece and right sleeve), right sleeve, marker 2 (between right sleeve and back piece), back piece, marker 3 (between back piece and left sleeve), left sleeve, marker 4 (between left sleeve and left front piece), left front piece. At first you will increase on each side of each marker. Later on, when every 2nd increase is only on the body you will work 1 increase row with 1 increase on each side of each marker and 1 increase row with an increase only: before marker 1, after marker 2, before marker 3 and after marker 4 (not in sleeves). Happy knitting!
10.11.2024 - 22:36
MARILENA SCHMITT skrifaði:
Bonjour, j'aimerais tricoter ce modèle en Baby Merino mix 20 qui est conseillé en aiguilles n°3. Faut-il doubler le fil ? Puisque ce modèle se tricoter en N°5...
09.11.2024 - 16:34DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Schmitt, tout à fait, il vous faudra tricoter avec 2 fils Baby Merino pour avoir la même tension qu'avec 1 seul fil Air. Vérifiez la quantité nécessaire avec 2 fils Baby Merino grâce au convertisseur. Bon tricot!
11.11.2024 - 08:37
Paulina skrifaði:
Chciałabym zrobić ten sweter na włóczce Big Merino zamiast Air, jak liczyć potrzebną do zamówienia gramaturę? Widzę, że w takiej samej wadze motka Air jest dwa razy dłuższy i zastanawiam się, czy wobec tego zamówić dwa razy więcej Big Merino, niż podane we wzorze? Czy tak to działa? Będę wdzięczna za podpowiedź!
30.10.2024 - 10:27DROPS Design svaraði:
Witaj Paulino, tak jest, np. na rozmiar S potrzeba 400 g włóczki Air albo 800 g włóczki Big Merino. Pozdrawiamy!
30.10.2024 - 14:02
Miriam skrifaði:
Ik snap niet veel van uw beschrijving. Moet ik eerst 2 x 17 cm geribbelde voorbies breien? En waar blijven die dan? De hals is volgens de foto ook in ribbelsteek. Die zie ik niet terug in uw beschrijving. Tot nu toe lukte me het goed om jullie beschrijving te snappen, maar deze snap ik echt niet. Zou u me kunnen helpen met een iets meer uitgebreide beschrijving Alvast bedankt.
25.10.2024 - 09:03
Susanne Frebel skrifaði:
Strickt man erst die Passe, dann den VAusschnitt und macht dann die Raglanzunahmen? Oder passiert das alles gleichzeitig?
14.10.2024 - 17:42DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Frebel, man strickt zuerst die beiden Blende dann strickt man die beiden zusammen mit neuen Maschen dazwischen dann strickt man die Passe gleichzeitig wird man für V-Ausschnitt und Raglan zunehmen. Viel Spaß beim Stricken!
15.10.2024 - 09:32
Magda Bernaerts skrifaði:
U zegt dat voor de pas je elke tweede naald voor en na elke markeerdraad moet meerderen en dan nog eens gelijktijdig voor de V-hals maar als ik twee steken voor de markeerdraad voor de raglan meerder waar meerder ik dan voor de V-hals?
11.10.2024 - 13:11DROPS Design svaraði:
Dag Magda,
Voor de hals meerder je op iedere 4e naald, vlak naast de biezen door 1 omslag te maken.
12.10.2024 - 09:03
Catherine Léger skrifaði:
Bonjour Pour les manches vous avez oublié de préciser le nombre de centimètres entre chaque diminution. Il est impossible de faire pour la taille xl 19 centimètres pour la hauteur du corps. Il faut rajouter 10 centimètres sinon le pull arrive au nombril ! Merci pour tout vos modèles gratuits même si parfois les explications ne sont pas toujours claires mais on y arrive avec de la patience !
01.10.2024 - 22:21DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Léger, en taille XL, on diminue pour les manches 10 fois tous les 2,5 cm. Le bas du gilet doit bien mesurer 19 cm + les 6 cm de côtes (25 cm au total) + l'empiècement (29 cm) + 6 cm d'épaule = 60 cm de hauteur totale, conformément aux mesures indiquées dans le schéma. Bon tricot!
02.10.2024 - 09:08
No Nonsense Cardigan#nononsensecardigan |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í sléttprjóni með laskalínu og V-hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 244-8 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. LASKALÍNA: Aukið út á undan / eftir 2 lykkjur sléttprjón í hverri skiptingu á milli framstykkis / bakstykkis og ermi, merkiþráðurinn situr á milli þessa 2 lykkja. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Nýjar lykkjur eru síðan prjónaðar í sléttprjóni. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (séð þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 4 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu 1 cm eftir síðustu útaukningu fyrir V-hálsmáli. Fyrsta hnappagatið er gert 1 cm á eftir síðustu útaukningu fyrir V-hálsmáli, fellið síðan af fyrir 3 næstu hnappagötum með ca 7-8-8½-7½-8-9 cm millibili. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Byrjið 3 lykkjum á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn er staðsettur á milli 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka, ofan frá og niður. Fyrst eru prjónaðir 2 lausir kantar að framan í garðaprjóni. Síðan eru lykkjur fitjaðar upp á milli þessa tveggja kanta í garðaprjóni að framan fyrir öxl og hálsmál aftan í hnakka. Berustykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan, ofan frá og niður. Lykkjur eru auknar út fyrir laskalínu og V-hálsmáli. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN (séð þegar flíkin er mátuð): Fitjið upp 7 lykkjur á hringprjón 5 með DROPS Air. Prjónið GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan, þar til kantur að framan mælist 17-17-17-19-19-19 cm, endið eftir 1 umferð slétt frá röngu. Geymið stykkið. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN (séð þegar flíkin er mátuð): Fitjið upp 7 lykkjur á prjón 5 með DROPS Air. Prjónið garðaprjón þar til kantur að framan mælist 17-17-17-19-19-19 cm, endið eftir 1 umferð slétt frá réttu, en ekki klippa þráðinn frá. Nú eru fitjaðar upp 68-68-68-74-74-74 nýjar lykkjur í lok umferðar, síðan eru prjónaðar 7 lykkjur frá hægri kanti að framan slétt = 82-82-82-88-88-88 lykkjur. Prjónið eina umferð frá röngu yfir allar lykkjur, prjónið brugðið yfir nýjar 68-68-68-74-74-74 lykkjur, haldið áfram í garðaprjóni yfir 7 lykkjur í hvorri hlið. Setjið 4 merkiþræði í stykkið, þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar. Merkiþræðirnir eru notaðir þegar auka á út fyrir LASKALÍNA – lesið útskýringu að ofan. Teljið 9 lykkjur, setjið 1. merkiþráð (merkirþáðurinn er settur á milli 2 lykkja), teljið 20 lykkjur, setjið 2. merkiþráð, teljið 24-24-24-30-30-30 lykkjur, setjið 3. merkiþráð, teljið 20 lykkjur, setjið 4. merkiþráð, það eru 9 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta merkiþræði. Haldið áfram með berustykki samkvæmt útskýringu að neðan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! BERUSTYKKI: Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni og garðaprjóni í kanti að framan, jafnframt því sem aukið er út fyrir V-hálsmáli og laskalínu eins og útskýrt er að neðan, þetta er gert samtímis, lestu því báða kaflana áður en þú heldur áfram að prjóna. Byrjið mitt að framan og frá réttu. V-HÁLSMÁL: Aukið út fyrir V-hálsmáli innan við kanta að framan í 4. hverri umferð alls 11-11-11-14-14-14 sinnum, aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. 1 cm á eftir síðustu útaukningu fyrir V-hálsmáli, byrjið með affellingu fyrir HNAPPAGAT – lesið útskýringu að ofan. LASKALÍNA: Aukið út hvoru megin við 2 lykkjur í sléttprjóni í hverri skiptingu á milli framstykkis / bakstykkis og erma í 2. hverri umferð (hverri umferð frá réttu = útaukning með 8 lykkjum) alls 6 sinnum – lesið útskýringu að ofan. Síðan heldur útaukningin áfram fyrir laskalínu, en í annað hvert skipti sem aukið er út, er einungis aukið út á framstykkjum / bakstykki (4 lykkjur fleiri). Þ.e.a.s. aukið er út á framstykkjum / bakstykki í annarri hverri umferð (hverri umferð frá réttu) og á ermum í 4. hverri umferð (annarri hverri umferð frá réttu). Aukið svona út alls 18-22-26-26-30-30 sinnum á framstykkjum / bakstykki (9-11-13-13-15-15 sinnum á ermum). STÆRÐ S, M, XL, XXL og XXL (útaukningu í stærð L er lokið): Haldið áfram í sléttprjóni og með útaukningu fyrir laskalínu, en nú er einungis aukið út á fram- og bakstykki, útaukningu fyrir ermum er lokið. Aukið út í annarri hverri umferð alls 2-1-1-1-5 sinnum. ALLAR STÆRÐIR: Nú hefur verið aukið út alls 26-29-32-33-37-41 sinnum á fram- og bakstykki og 15-17-19-19-21-21 sinnum á ermum. Á eftir síðustu útaukningu eru 268-288-308-324-348-364 lykkjur eftir á prjóni. Haldið áfram í sléttprjóni og með garðaprjóni í kanti að framan þar til stykkið mælist ca 24-26-29-29-33-36 cm, mælt frá uppfitjunarkanti mitt að aftan. Berustykkið skiptist nú fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið fyrstu 46-49-52-56-60-64 lykkjur (framstykki), setjið næstu 50-54-58-58-62-62 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 10-10-10-12-14-16 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið næstu 76-82-88-96-104-112 lykkjur (bakstykki), setjið næstu 50-54-58-58-62-62 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 10-10-10-12-14-16 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið síðustu 46-49-52-56-60-64 lykkjur (framstykki). FRAM- OG BAKSTYKKI: = 188-200-212-232-252-272 lykkjur. Prjónið sléttprjón með garðaprjóni í kanti að framan þar til stykkið mælist 18-18-17-19-17-16 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 19-21-21-23-25-27 lykkjur jafnt yfir (ekki er aukið út yfir kanta að framan) = 207-221-233-255-277-299 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4, prjónið næstu umferð þannig – frá röngu: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 8 lykkjur eru eftir, prjónið eina brugðna lykkju og 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 6 cm. Fellið af. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl. ERMI: Setjið 50-54-58-58-62-62 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 10-10-10-12-14-16 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 60-64-68-70-76-78 lykkjur. Setjið einn merkiþráð mitt í nýjar lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 4 cm, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 5.-3½.-2½.-2½.-2.-1½ cm alls 6-8-9-10-11-11 sinnum = 48-48-50-50-54-56 lykkjur. Haldið áfram þar til stykkið mælist alls ca 36-35-33-32-29-27 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 8-8-10-10-10-12 lykkjur jafnt yfir = 56-56-60-60-64-68 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið stroffprjón (1 lykkja slétt / 1 lykkja brugðið) í 6 cm. Fellið af. Ermin mælist ca 42-41-39-38-35-33 frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. Saumið saman tvo lausu kantana að framan mitt að aftan og saumið kanta að framan við hálsmál aftan í hnakka. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #nononsensecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 244-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.