Dorthe skrifaði:
Väldigt förvirrande med hela oket fattar inget öka fram/ bak vad menas med det skal man öka både fram och bak eller???????🤔fatta inget
05.09.2025 - 21:44DROPS Design svaraði:
Hej Dorthe. Du kommer senare under oket öka olika på fram- & bakstycket och ärmarna till raglan. Du ökar 8 gånger på ett varv till raglan om du ökar både på fram/bakstycke och på ärmar, men ökar du bara på fram/bakstycke så blir det bara 4 ökningar på ett varv. Mvh DROPS Design
09.09.2025 - 11:05
Mary skrifaði:
Hi! The pattern says "knit 1 row and adjust the stitch count", and then says to knit to the marker-thread and decrease 2 or 4 (depending on the section) by decreasing over these stitches. 1. Am I passing them over the last stitch of the section (the one that has the stitch marker right after)? 2. When decreasing 4 stitch, do I pass all 4 on the same stitch?
31.08.2025 - 17:23DROPS Design svaraði:
Dear Mary, you increase/ decrease in the sections between markers or between the bands and the markers but these increases/decreases are evenly. So you work the stocking stitch section up to the first thread and, over all these stitches, increase 1 stitch somewhere. On the section between markers 1 and 2 decrease 2 stitches evenly, not all together. These stitches are decreased normally (by knitting 2 together, for example or slipping it over the next stitch). The same with the 4 decreases. Don't increase or decrease over the 2 knit stitches next to the marker, since these form the raglan line. Happy knitting!
31.08.2025 - 20:46
Monica Lindell skrifaði:
Oklart när jag skall använda st. 5 och när jag skall använda st 3,5.
24.08.2025 - 14:10DROPS Design svaraði:
Hej Monica. Sticka 3,5 används till resår (dvs halskant, längst ner på tröjan samt längst ner på ärmar). Mvh DROPS Design
26.08.2025 - 11:28
Ingrid B skrifaði:
I knit to the neckline where the short rows start, which are done on the WS. Row 1 WS : turn at the first marker, which puts me on the RS (going back). I start the next row but I am again on the WS. Do I knit to the end of this WS to the 4th marker and turn? This would put me again on the RS where I could do the raglan increases, but the row count would be off. The same for row 3 of the instructions . It is at the front left side (as worn) where it's confusing.
15.08.2025 - 02:01DROPS Design svaraði:
Dear Ingrid, the marker thread numbers are the one as you added them, this mean first thread marker from RS is the 4th when working from WS, you should work either from RS and from WS as explained just work more stitches at the end of each row from 2nd row, increasing only on rows from RS, after the last row from RS (6th row), turn and work all stitches from the wrong side. Happy knitting!
15.08.2025 - 07:51
Jane Glen skrifaði:
Re Little Cloud Blue Cardigan. I am up to the yoke and just can't figure out what the section starting with "Continue increasing every second row" Do I increase the second row back and front only and on the 4th row sleeves only? Will this give me the right number of stitches?
25.07.2025 - 18:49DROPS Design svaraði:
Dear Jane, you will continue working the increases on every row from the right side, but now you will also alternate whether you increase for both the body and sleeves or only the body. So you work: increase for the body only (4 increases), work 1 row from the wrong side, increase for both body and sleeves (8 increases), work 1 row from the wrong side. Repeat these 4 rows as necessary until you have the correct amount of increased stitches for body and sleeves. Happy knitting!
27.07.2025 - 19:10
HUBERT PAULINE skrifaði:
Pour quoi n\'y a t\'il pas la Belgique dans vos nom de pays , nous sommes pourtant l\'un de vos plus proche pays.
01.07.2025 - 21:28DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Hubert, comprenez ici le français comme langue, pour la liste des magasins en Belgique, et en français, cliquez ici. Bon tricot!
02.07.2025 - 16:27
Astrid skrifaði:
Hei. Jeg strikker str 9/10 år. Spørsmål om halsen. Skal man strikke to kantmasker fra vrangsiden også, eller kun på pinnen som er rett?
27.06.2025 - 18:50DROPS Design svaraði:
Hei Astrid, Kantmaskene er strikket på alle pinnene (fra retten og fra vrangen), som forklart under Kantmasker på toppen av oppskriften. God fornøyelse.
30.06.2025 - 06:40
Connie skrifaði:
I give up. This pattern is impossible. I’ve spent two solid weeks of many hours of knitting daily to try to understand this pattern. It is so poorly written. Using unclear verbiage in run-on sentences is extremely frustrating. I’d never encountered “turn” or “tighten strand” before. You could have explained each of those better. I came here with questions. I had no notification that you replied to my first. I will never use another Drops pattern. I’ll pay $25 first.
12.06.2025 - 06:01
Connie Reeves skrifaði:
After increases before/after markers, how do stitches outside markers count? There were 2. Now there’s an increase in between. Is the increase the 2nd stitch? If so, where does the 3rd stitch go? Where do the stitches for left and right fronts go when knitting only to 2 stitches
11.06.2025 - 23:02DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Reeves, when increasing for raglan, the number of stitches on front piece will increase by 1 stitch but the number of sts for sleeves and back piece will increase by 2 between markers, you always increase before/after the 2 stitches with a marker in between. Hope it can help. Happy knitting!
12.06.2025 - 09:27
Connie Reeves skrifaði:
Sorry! You are either a spammer or have made too many comments in a short period of time. Please try again later! Where did my long comment go?? Impossible website.
11.06.2025 - 22:57
Little Cloud Blue Cardigan#littlecloudbluecardigan |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa fyrir börn úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í sléttprjóni með háum kanti í hálsmáli og laskalínu. Stærð 2 – 12 ára.
DROPS Children 47-3 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. KANTLYKKJUR: Í BYRJUN UMFERÐAR ERU PRJÓNAÐAR 2 KANTLYKKJUR ÞANNIG: Lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið næstu lykkju slétt. Í LOK UMFERÐAR ERU PRJÓNAÐAR 2 KANTLYKKJUR ÞANNIG: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið næstu lykkju slétt. Endurtakið þetta í byrjun / lok hverrar umferðar þegar prjóna á 2 kantlykkjur. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju á undan / á eftir 2 lykkjur sléttprjón í hverri skiptingu á milli framstykkis / bakstykkis og erma. Merkiþráður situr á milli þessa 2 lykkja. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður þannig: Á UNDAN MERKIÞRÆÐI: Prjónið uppsláttinn brugðið í aftari lykkjubogann. Það á ekki að myndast gat. Á EFTIR MERKIÞRÆÐI: Lyftið uppslættinum af vinstri prjóni og setjið til baka yfir á vinstri prjón, nema í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan í lykkjubogann þegar lykkjan er sett til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn brugðið í fremri lykkjubogann. Það á ekki að myndast gat. Prjónið síðan útauknar lykkjur í sléttprjóni. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (séð þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 4 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 kantlykkjur eins og áður. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu í fyrstu umferð frá réttu á eftir hálsmáli. Fellið síðan af fyrir 4-4-5-5-5-5 næstu hnappagötum með ca 6-7-6-7-8-8 cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fyrst er prjónaður hár kantur í hálsmáli fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan, ofan frá og niður. Síðan er hálsmálið prjónað með stuttum umferðum fram og til baka á hringprjóna. Þegar hálsmálið hefur verið prjónað til loka, prjónið afgang af berustykkið fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. HÁR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 90-90-90-94-94-102 lykkjur á hringprjón 5 með DROPS Air. Skiptið yfir á hringprjón 3,5 og prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 2 KANTLYKKJUR og 4 lykkjur í GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan (6 kantlykkjur að framan), * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 8 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt, 4 lykkjur í garðaprjóni og 2 kantlykkjur (6 kantlykkjur að framan) – munið eftir útskýringu að ofan. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka þar til kanturinn í hálsmáli mælist 6-6-7-7-8-8 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. Setjið 4 merkiþræðir í stykkið eins og útskýrt er að neðan (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar). ATH: Hver merkiþráður er settur á milli 2 lykkja slétt og merkiþræðirnir merkja laskalínu. Teljið 15-15-15-19-19-19 lykkjur (framstykki), setjið 1. merkiþráð á undan næstu lykkju, teljið 20-20-20-16-16-20 lykkjur (ermi), setjið 2. merkiþráð á undan næstu lykkju, teljið 20-20-20-24-24-24 lykkjur (bakstykki), setjið 3. merkiþráð á undan næstu lykkju, teljið 20-20-20-16-16-20 lykkjur (ermi), setjið 4. merkiþráð á undan næstu lykkju. Það eru 15-15-15-19-19-19 lykkjur á eftir síðasta merkiþræði (framstykki). Prjónið 1 umferð brugðið frá réttu þar sem lykkjufjöldinn er jafnaður út eins og útskýrt er að neðan: STÆRÐ 2 - 3/4 - 5/6 ÁRA: Prjónið 6 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið sléttprjón fram að 1. merkiþræði og aukið jafnframt út 1 lykkju yfir þessar lykkjur (ekki auka út/fækka lykkjum yfir 2 lykkjur slétt í laskalínuninn – þetta á við um alla merkiþræðina), prjónið sléttprjón fram að 2. merkiþræði og fækkið jafnframt 4 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur, prjónið sléttprjón fram að 3. merkiþræði án þess að fækka lykkjum, prjónið sléttprjón fram að 4. merkiþræði og fækkið jafnframt 4 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur, prjónið sléttprjón fram að 6 kantlykkjum að framan og aukið jafnframt út 1 lykkju yfir þessar lykkjur, endið með 6 kantlykkjur að framan eins og áður = 84 lykkjur í öllum stærðum. STÆRÐ 7/8 - 9/10 ÁRA: Prjónið 6 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið sléttprjón fram að 1. merkiþræði og fækkið jafnframt 2 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur (ekki fækka lykkjum yfir 2 lykkjur slétt í laskalínunni – þetta á við um alla merkiþræðina), prjónið sléttprjón fram að 2. merkiþræði án þess að fækka lykkjum, prjónið sléttprjón fram að 3. merkiþræði og fækkið jafnframt 2 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur, prjónið sléttprjón fram að 4. merkiþræði án þess að fækka lykkjum, prjónið sléttprjón fram að 6 kantlykkjum að framan og fækkið jafnframt 2 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur, endið með 6 kantlykkjur að framan eins og áður = 88 lykkjur í báðum stærðum. STÆRÐ 11/12 ÁRA: Prjónið 6 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið sléttprjón fram að 1. merkiþræði og fækkið jafnframt 2 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur (ekki fækka lykkjum yfir 2 lykkjur slétt í laskalínunni – þetta á við um alla merkiþræðina), prjónið sléttprjón fram að 2. merkiþræði og fækkið jafnframt 4 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur, prjónið sléttprjón fram að 3. merkiþræði og fækkið jafnframt 2 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur, prjónið sléttprjón fram að 4. merkiþræði og fækkið jafnframt 4 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur, prjónið sléttprjón fram að 6 kantlykkjum að framan og fækkið jafnframt 2 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur, endið með 6 kantlykkjur að framan eins og áður = 88 lykkjur. ALLAR STÆRÐIR: = 84-84-84-88-88-88 lykkjur (16-16-16-17-17-17 lykkjur á hvoru framstykki fram að merkiþræði, 16 lykkjur á hvorri ermi á milli merkiþráða og 20-20-20-22-22-22 lykkjur á bakstykki á milli merkiþráða). HÁLSMÁL: Skiptið yfir á hringprjón 5. Nú er hálsmálið prjónað með stuttum umferðum JAFNFRAMT því sem aukið er út fyrir laskalínu eins og útskýrt er að neðan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! UMFERÐ 1 (ranga): Prjónið 6 kantlykkjur að framan eins og áður, prjónið brugðið þar til prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fram hjá 1. merkiþræði (þ.e.a.s. í vinstri hlið á hálsmáli að framan, séð þegar flíkin er mátuð), snúið stykkinu og herðið á þræði. UMFERÐ 2 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur og aukið út fyrir LASKALÍNA hvoru megin við 4 merkiþræðina – sjá útskýringu að ofan, þar til prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fram hjá 4. merkiþræði (þ.e.a.s. í hægri hlið á hálsmáli, séð þegar flíkin er mátuð = 8 lykkjur fleiri), snúið stykkinu og herðið á þræði. UMFERÐ 3 (ranga): Prjónið brugðið þar til prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fram hjá þar sem síðast var snúið við 1. merkiþráð (munið eftir að uppslátturinn er prjónaður snúinn í sitt hvora áttina), snúið stykkinu og herðið á þræði. UMFERÐ 4 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur og aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við 4 merkiþræðina, þar til prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fram hjá þar sem síðasta var snúið við 4. merkiþráð (= 8 lykkjur fleiri), snúið stykkinu og herðið á þræði. UMFERÐ 5 (ranga): Prjónið brugðið þar til prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fram hjá þar sem síðast var snúið við 1. merkiþráð, snúið stykkinu og herðið á þræði. UMFERÐ 6 (rétta): Prjónið sléttar lykkjur og aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við 4 merkiþræðina, þar til prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fram hjá þar sem síðast var snúið við 4. merkiþráð (= 8 lykkjur fleiri), snúið stykkinu og herðið á þræði. UMFERÐ 7 (ranga): Prjónið brugðið þar til 6 kantlykkjur eru eftir í umferð, prjónið 6 kantlykkjur að framan eins og áður. Nú hafa stuttar umferðir verið prjónaðar til loka og aukið hefur verið út 3 sinnum fyrir laskalínu hvoru megin við 4 merkiþræðina = 108-108-108-112-112-112 lykkjur. Síðan er berustykkið prjónað fram og til baka yfir allar lykkjur frá miðju að framan eins og útskýrt er að neðan. Munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. BERUSTYKKI: Prjónið sléttprjón með 6 kantlykkjum að framan í hvorri hlið eins og áður og haldið áfram með útaukningu fyrir laskalínu þannig: Aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við 4 merkiþræðina í annarri hverri umferð (hverri umferð frá réttu) alls 2-2-1-2-2-2 sinnum (5-5-4-5-5-5 sinnum ásamt útaukningu í hálsmáli) = 124-124-116-128-128-128 lykkjur. Haldið áfram með útaukningu í annarri hverri umferð (hverri umferð frá réttu), en í annað hvert skipti sem aukið er út, er einungis aukið út á framstykkjum / bakstykki (4 lykkjur fleiri). Þ.e.a.s. það er aukið út á framstykkjum / bakstykki í annarri hverri umferð og á ermum í 4. hverri umferð. Aukið svona út 10-12-14-14-14-16 sinnum á framstykkjum / bakstykki (5-6-7-7-7-8 sinnum á ermum). Nú hefur verið aukið út alls 15-17-18-19-19-21 sinnum á framstykkjum / bakstykki og 10-11-11-12-12-13 sinnum á ermum. Á eftir síðustu útaukningu eru 184-196-200-212-212-224 lykkjur í umferð (31-33-34-36-36-38 lykkjur fram að merkiþræði á hvoru framstykki, 36-38-38-40-40-42 lykkjur á milli merkiþráða á ermum og 50-54-56-60-60-64 lykkjur á milli merkiþráða á bakstykki) og stykkið mælist ca 14-15-16-17-17-19 cm á eftir stroffi mælt mitt að aftan. Prjónið e.t.v. áfram án útaukninga að réttu máli. Berustykkið skiptist nú fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið fyrstu 32-34-35-37-37-39 lykkjur eins og áður (framstykki), setjið næstu 34-36-36-38-38-40 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið 52-56-58-62-62-66 lykkjur sléttprjón (bakstykki), setjið næstu 34-36-36-38-38-40 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 32-34-35-37-37-39 lykkjur eins og áður. Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 132-140-148-156-160-168 lykkjur. Prjónið sléttprjón fram og til baka með 6 kantlykkjum að framan í hvorri hlið eins og áður. Þegar stykkið mælist 11-14-17-20-22-22 cm frá skiptingu, prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 22-26-26-26-30-30 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING (ekki er auki út yfir kanta að framan) = 154-166-174-182-190-198 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 6 kantlykkjur að framan eins og áður, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 8 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið og 6 kantlykkjur að framan eins og áður. Haldið svona áfram með stroff í 5 cm. Fellið aðeins laust af. Peysan mælist ca 34-38-42-46-48-50 cm frá öxl. ERMI: Setjið 34-36-36-38-38-40 lykkjur af þræð í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 5. Prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-10-12-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 42-44-46-48-50-52 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð mitt undir ermi – mitt í 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur. Byrjið umferðina við merkiþráð og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 2-3-4-5-5½-5½ cm millibili alls 5-5-5-5-5-6 sinnum = 32-34-36-38-40-40 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 14-19-23-26-31-33 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 7 cm að loka máli. Mátið e.t.v. stykkið og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 8-10-12-10-12-12 lykkjur jafnt yfir = 40-44-48-48-52-52 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 3,5. Prjónið stroffprjón (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 7 cm. Fellið aðeins laust af. Stykkið mælist ca 21-26-30-33-38-40 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. Ef óskað er eftir að hafa tvöfaldan kant í hálsmáli er hægt að brjóta stroffið niður að innanverðu á stykki og festa með nokkrum sporum við hverja laskalínu. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #littlecloudbluecardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 32 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 47-3
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.