Matze skrifaði:
Ist es richtig, dass der Teil im Nacken genau so hoch/tief ist, wie die Vorderseite? Normalerweise wird der Nacken doch immer etwas höher gestrickt oder? Oder ist das hier nicht nötig? Liebe Grüße :)
07.12.2024 - 12:20DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Matze, ja es ist so richtig, Halsausschnitt wird hier gleich bei Vorder und Rückenteil sein. Viel Spaß beim Stricken!
09.12.2024 - 09:39
Linnea skrifaði:
Hvor skal raglan maskene være i deling til raglan ?
13.03.2024 - 21:41DROPS Design svaraði:
Hej Linnea, hvilken størrelse strikker du?
19.03.2024 - 11:02
Jolanda Van Der Laan skrifaði:
Wat betreft de raglan in dit patroon: betekent “ meerder zo iedere tweede naald” dat er elke ( rondbrei-)naald gemeerderd moet worden, of betekent het één naald gewoon breien en de volgende naald weer meerderen? Bij voorbaat dank.
16.01.2024 - 13:21DROPS Design svaraði:
Dag Jolanda,
Met om de naald wordt bedoeld de ene naald wel en de andere naald niet. Dus ook bij rondbreien de ene ronde wel en de andere ronde niet.
17.01.2024 - 18:13
Karen Inman skrifaði:
Good Morning, I am contacting you about the Green Harmony pattern. I am an experienced knitter, but I can't understand the shoulder shapings which say use a yarn over technique. I have tried and find there are holes and it doesn't look anything like the photo on your website. Is there a mistake in the pattern or haved I misunderstood? I have taken the work back to end of the neck ribbing to start the increases. I would appreciate some advice please. Thank you very much.
08.09.2023 - 09:53DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Inman, in this video we show how to increase with a yarn over (and how to work it back to loop to avoid a hole) - you can also see this technique in this video - make sure your yarn overs are not too loose to avoid a hole. Happy knitting!
08.09.2023 - 11:03
Ron skrifaði:
The amount of woman sweaters is 10 times bigger than mens and a lot of mens sweaters are pretty outdated. So yeah, as a male knitter I would love to see you paying some more attention to the men’s department 😉
23.04.2023 - 10:36
Christine skrifaði:
I am so pleased to find this pattern in 4 ply. It is very difficult to find 4ply jumper patterns for men or women.
15.03.2023 - 08:24
Green Harmony#greenharmonysweater |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa fyrir herra úr DROPS Nord. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu, áferðamynstri og tvöföldum kanti í hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 233-11 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við 2 lykkjur sléttprjón í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma þannig: AUKIÐ SVONA ÚT EFTIR PRJÓNAMERKI ÞANNIG: Prjónið 1 lykkju sléttprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn. AUKIÐ ÚT Á UNDAN PRJÓNAMERKI ÞANNIG: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju sléttprjón. MÁL: Öll mál eru gerð þegar stykkinu er haldið uppi, þar sem áferðin í A.1 kemur til með að draga stykkið aðeins saman þegar stykkið liggur flatt. ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Aukið er út fyrir laskalínu. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 128-132-136-144-148-156 lykkjur á stuttan hringprjón 3,5 með DROPS Nord. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 2,5 og prjónið stroff hringinn (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 13 cm (kantur í hálsmáli er síðar brotinn saman tvöfaldur). Prjónið 1 umferð slétt og fækkið um 12 lykkjur jafnt yfir = 116-120-124-132-136-144 lykkjur. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 3,5. BERUSTYKKI: Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar): Setjið 1. prjónamerki í byrjun á umferð (á undan fyrstu lykkju), teljið 16 lykkjur (ermi), setjið 2. prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 42-44-46-50-52-56 lykkjur (framstykki), setjið 3. prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 16 lykkjur (ermi), setjið 4. prjónamerki á undan næstu lykkju. Nú eru 42-44-46-50-52-56 lykkjur eftir í umferð (bakstykki). Setjið eitt prjónamerki ca mitt að aftan, berustykkið á síðar að mælast frá þessu prjónamerki. Prjónið A.1 berustykkið hringinn, JAFNFRAMT í fyrstu umferð byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 28-33-36-39-43-48 sinnum = 340-384-412-444-480-528 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar allar útaukningar fyrir laskalínu hafa verið gerðar, prjónið mynstur eins og áður án útaukningar þar til stykkið mælist 23-25-26-28-30-32 cm frá prjónamerki mitt að aftan – lesið MÁL. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 3-2-2-3-4-6 lykkjur fram hjá 1. prjónamerki (þessar lykkjur tilheyra bakstykki), setjið næstu 66-78-84-88-94-100 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10-10-12-12-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið næstu 104-114-122-134-146-164 lykkjur (framstykki), setjið næstu 66-78-84-88-94-100 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10-10-12-12-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið síðustu 101-112-120-131-142-158 lykkjur (bakstykki). Klippið þráðinn. Síðan er fram- og bakstykkið og ermar prjónað hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 228-248-268-292-316-352 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í hvora hlið á stykkinu, mitt í nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og haldið áfram hringinn með A.1 eins og áður, en 1 lykkja hvoru megin við prjónamerki er prjónuð í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki í hliðum – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 8-4-5-5-8-5 cm millibili alls 3-6-5-5-3-5 sinnum = 216-224-248-272-304-332 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist ca 32-32-33-33-33-33 cm frá skiptingu – stillið af að prjónaðar séu minnst 3 umferðir í sléttprjóni eftir síðustu rönd með áferðamynstri. Prjónið 1 umferð slétt og aukið út um 32-36-40-40-44-48 lykkjur jafnt yfir í umferð = 248-260-288-312-348-380 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 64-66-68-70-72-74 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 66-78-84-88-94-100 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón eða sokkaprjóna 3,5, prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 10-10-12-12-12-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 76-88-96-100-106-112 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í nýjar lykkjur sem prjónaðar voru upp. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið hringinn í A.1 eins og áður – mynstrið kemur ekki endilega til með að ganga jafnt upp mitt undir ermi, lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í mynstri eru prjónaðar í sléttprjóni. Þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingu, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – munið eftir ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 4½-2½-1½-1½-1-1 cm millibili alls 7-11-15-16-18-19 sinnum á hæðina = 62-66-66-68-70-74 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 42-41-40-38-37-35 cm frá skiptingu – stillið af að prjónaðar séu minnst 3 umferðir í sléttprjóni á eftir fyrri rönd með áferðamynstri. Prjónið 1 umferð slétt og aukið út um 10-10-10-12-10-10 lykkjur jafnt yfir = 72-76-76-80-80-84 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 2,5. Prjónið stroff (2 lykkjur, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 46-45-44-42-41-39 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið stroffið niður efst í hálsmáli inn að innanverðu á stykki. Saumið nokkur spor innan í stykki til að halda stroffinu á réttum stað. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #greenharmonysweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 233-11
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.