Katelyn Foster skrifaði:
In response to the response to my comment about the error. Under "yoke," it says to increase 0-10-22-0-14-38. Why would you increase less to end up with fewer stitches for a larger size? This leaves the XL smaller than the medium and the XXL the same size as the L.
08.01.2024 - 01:34DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Foster, the pattern has been looked over and it is correct as it is. There are quite a lot of increases in the larger sizes and since each increase is quite bit it is how it is done to also get the correct size at the end of the yoke. If you prefer to have more stitches at the beginning of the yoke, you can decrease less stitches, but you will have to alter the increases further down on the yoke. Happy knitting!
05.04.2024 - 14:35
Sally skrifaði:
I’m doing a size S, as pattern with 80 sts from the york, after doing the A1 pattern 3 times there’s 24 stitches x 3 times increased, I don’t have 224 stitches to carry on with separating the body and sleeves, can you help please?
15.12.2023 - 15:49DROPS Design svaraði:
Dear Sally, you increase 12 stitches in each A.1, A.1 is worked a total of 4 times in the round (at each transition between sleeve/body), and a total of 3 times in height, this means: 80 + (12 x 4 x 3) = 224 sts. Happy knitting!
15.12.2023 - 15:58
Katelyn Foster skrifaði:
Ok I think I’ve figured out that this is an error. It must be. Please fix and update. I spent a lot of money on the materials for this and want to start asap.
16.11.2023 - 05:47DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Foster, not sure where you found an error, could you please tell us more? About the size you are working, the place where you found this error, etc.. so that we can check further? Thanks for your comprehension.
16.11.2023 - 10:26
Katelyn Foster skrifaði:
I don't understand this pattern AT ALL. Starting at the Yoke. 1 edge stitch in garter stitch, knit 8-12-16-11-16-23? Do we put markers between all of these? Why not write "knit 87?" Are there markers between the front piece and the sleeves, etc?
16.11.2023 - 02:18DROPS Design svaraði:
Hi Katelyn, You can insert markers if you wish, to separate the sleeves from the front and back pieces but the text does include knitted stitches and pattern A.1 on both the sleeves and front/back pieces. A.1 gives you the increases you need on the yoke as well as the bobbles in the pattern. Hope this helps and happy knitting!
16.11.2023 - 06:47
Mairead De Faoite skrifaði:
WORST PATTERNS EVER.
29.10.2022 - 21:26
Liv skrifaði:
Would look great with a dress
06.08.2022 - 00:52
Winter Berry Cardigan#winterberrycardigan |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu, kúlum og tvöföldum kanti að framan. Stærð S - XXXL.
DROPS 235-29 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. HNAPPAGAT: Hnappagöt eru prjónuð í hægri kanti að framan þannig: Prjónið yfir fyrstu 6 lykkjur eins og áður, snúið og prjónið til baka yfir 6 lykkjur eins og áður, prjónið alls 3 umferðir yfir 6 lykkjurnar (síðasta umferð er prjónuð frá réttu). Klippið þráðinn. Prjónið alls 4 umferðir eins og áður yfir þær 6 kantlykkjur að framan sem eftir eru (fyrsta umferðin er prjónuð frá réttu) og prjónið síðustu lykkju frá réttu saman með næstu lykkju meðfram kanti á peysu eins og áður. Í síðustu umferð frá röngu er prjónað yfir allar kantlykkjur að framan og haldið er áfram eins og áður yfir allar kantlykkjur að framan. Prjónið hnappagöt þegar kantur að framan mælist: S: 4, 13, 22, 31, 40 og 48 cm. M: 4, 14, 23, 33, 41 og 50 cm. L: 4, 14, 24, 34, 43 og 52 cm. XL: 6, 16, 26, 36, 45 og 54 cm. XXL: 4, 13, 22, 31, 40, 48 og 56 cm. XXXL: 5, 14, 23, 32, 41, 50 og 58 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykkið heldur áfram fram og til baka á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. Lykkjur eru prjónaðar upp meðfram framstykkjum sem prjónaðar eru saman með tvöföldum kanti að framan. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI. Fitjið upp 80-84-88-92-96-100 lykkjur með DROPS Air yfir hringprjón 4 og hringprjón 5,5 sem haldið er saman. Dragið út hringprjón 5,5 og haldið lykkjum eftir á hringprjóni 4 (uppfitjunin er gerð svona til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur). Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið stroff með byrjun frá réttu þannig: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur brugðið og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 9 cm, brjótið það inn þannig að kanturinn verði tvöfaldur – síðan er næsta umferð prjónuð slétt frá réttu JAFNFRAMT er önnur hver lykkja prjónuð saman með annarri hverri lykkju frá uppfitjunarkanti. Nú hefur myndast tvöfaldur kantur í hálsmáli. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Setjið 1 prjónamerki innan við 1 kantlykkju, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu og aukið út um 0-10-22-0-14-38 lykkjur jafnt yfir = 80-94-110-92-110-138 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, 8-12-16-11-16-23 lykkjur slétt (framstykki), A.1, 12 lykkjur slétt (ermi), A.1, 18-24-32-24-32-46 lykkjur slétt (bakstykki), A.1, 12 lykkjur slétt (ermi), A.1, 8-12-16-11-16-23 lykkjur slétt og 1 kantlykkja í garðaprjóni (framstykki). Haldið áfram í sléttprjóni, A.1 og 1 kantlykkja í garðaprjóni í hvorri hlið. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, endurtakið A.1 yfir miðju 5 lykkjur frá fyrri mynstureiningu, þær lykkjur sem eru eftir eru prjónaðar í sléttprjóni. Þegar A.1 hefur verið prjónað alls 3-3-3-4-4-4 sinnum á hæðina eru 224-238-254-284-302-330 lykkjur í umferð. Prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 19-21-23-25-27-29 cm frá prjónamerki mitt að framan. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 34-37-39-43-47-52 lykkjur, setjið næstu 44-46-50-56-58-62 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 8-8-10-10-12-12 lykkjur undir ermi, prjónið 68-72-76-86-92-102 lykkjur, setið næstu 44-46-50-56-58-62 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 8-8-10-10-12-12 lykkjur undir ermi, prjónið 34-37-39-43-47-52 lykkjur. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 152-162-174-192-210-230 lykkjur. Prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 24 cm frá skiptingu aukið út um 20-22-22-24-26-30 lykkjur jafnt yfir í næstu umferð frá röngu = 172-184-196-216-236-260 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið stroff með byrjun frá röngu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram þar til stroffið mælist 5 cm. Fellið af. ERMI: Setjið 44-46-50-56-58-62 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna 5,5 og prjónið upp 1 lykkju í hverja og eina af 8-8-10-10-12-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 52-54-60-66-70-74 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt á milli 8-8-10-10-12-12 lykkja sem prjónaðar voru upp undir ermi. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 2 cm frá skiptingu er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 6-6-3½-2-2-1½ cm millibili alls 5-5-7-9-11-12 sinnum = 42-44-46-48-48-50 lykkjur. Þegar ermin mælist 29-28-26-25-23-21 cm frá skiptingu, aukið út um 6-4-6-4-4-6 lykkjur jafnt yfir í næstu umferð = 48-48-52-52-52-56 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 4. Prjónið stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Fellið af þegar stroffið mælist 12 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN. Kantur að framan er prjónaður neðan frá og upp að hálsmáli. Prjónið upp lykkjur meðfram hægra framstykki, hoppið 90 til 120 cm inn á þráðinn og notið þráðar endann til að prjóna upp lykkjur með (með þessu þá er hægt að prjóna áfram með dokkunni án þess að klippa þráðinn frá) þannig: Byrjið að taka upp lykkjur neðst á framstykki og prjónið upp 1 lykkju í hverja prjónaða umferð meðfram öllu framstykkinu innan við 1 kantlykkju, notið hringprjón 5 og DROPS Air. Nú er haldið áfram með stykkið í þeim enda á prjóni þar sem dokkan er = neðst á framstykki. Fitjið upp 12 lykkjur fyrir kant að framan í framhaldi við þær lykkjur sem prjónaðar voru upp neðst á framstykki (uppfitjun á lykkjum er gerð frá röngu). Nú er kanturinn að framan prjónaður yfir 12 lykkjur jafnframt því sem kanturinn að framan er prjónaður saman með lykkjum sem prjónaðar eru upp meðfram framstykki þannig: UMFERÐ 1 (rétta): Lyftið yfir fyrstu lykkju á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, * prjónið 1 lykkju slétt, lyftið yfir 1 lykkju á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir af 12 kantlykkjum að framan, lyftið yfir síðustu lykkju á hægri prjón og prjónið eins og prjóna eigi slétt, með þráðinn aftan við stykkið, prjónið næstu lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð slétt, snúið. UMFERÐ 2 (ranga): * Lyftið yfir fyrstu/næstu lykkju á hægri prjóni og prjónið eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt *, prjónið frá *-* yfir allar 12 kantlykkjur að framan, snúið. Endurtakið umferð 1 og 2. Prjónið HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan. Þegar allar lykkjur frá framstykki hafa verið prjónaðar saman með kant að framan eru allar lykkjur prjónaðar 2 og 2 slétt saman. Fellið af. VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN: Kantur að framan er prjónaður neðan frá og upp. Byrjað er að taka upp lykkjur efst við öxl á framstykki, prjónið upp 1 lykkju í hverja prjónaða umferð niður meðfram öllu framstykkinu innan við 1 kantlykkju, notið hringprjón 5 og DROPS Air. Eftir að lykkjur hafa verið teknar upp eru fitjaðar upp 12 lykkjur fyrir kanti að framan (= neðst á framstykki). Nú er kanturinn að framan prjónaður yfir 12 lykkjur jafnframt því sem kantur að framan er prjónaður saman með lykkjum sem prjónaðar voru upp meðfram framstykki þannig: UMFERÐ 1 (ranga): Prjónið 1 lykkju slétt, lyftið yfir fyrstu lykkju á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt *, prjónið frá *-* þar til þar til 1 lykkja er eftir af 12 kantlykkjum að framan, lyftið yfir 2 næstu lykkjum á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið saman með þráðinn framan við stykkið, snúið. UMFERÐ 2 (rétta): Prjónið 2 lykkjur slétt saman, * lyftið yfir 1 lykkju á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, prjónið 1 lykkju slétt *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir, lyftið yfir síðustu lykkju á hægri prjón eins og prjóna eigi brugðið með þráðinn framan við stykkið, snúið. Endurtakið umferð 1 og 2. Þegar allar lykkjur frá framstykki hafa verið prjónaðar saman með kanti að framan, prjónið alla lykkjur saman frá réttu þannig: Lyftið yfir 1 lykkju á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir. Fellið af. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #winterberrycardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 32 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 235-29
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.