Johanne skrifaði:
Bonjour, Sur l’empiècement, en taille S lorsque les 17 raglans ont été réalisés et que vous indiquez « continuez jusqu’à 20 cm de longueur, doit-on poursuivre en rangs jersey simples (sans raglan) ? Merci par avance. Johanne
21.09.2024 - 07:31DROPS Design svaraði:
Bonjour Johanne, tout à fait, lorsque toutes les augmentations du raglan sont faites et que vous avez bien les 228 mailles, continuez comme avant = en jersey jusqu'à ce que l'ouvrage mesure 20 cm à partir du marqueur au milieu du dos. Bon tricot!
23.09.2024 - 07:49
Ea Hansen skrifaði:
Ja jeg er dum og læser ikke opskriften ordentlig, men nu faldt 10 øren undskyld men kan ikke slette mit spørgsmål
17.09.2024 - 21:41
Ea Hansen skrifaði:
Hej, jeg forstår ikke jeres forklaring vedr de 4 masker man har tilovers i beg af bærestykket. I skriver det er markeringerne, jeg fatter ikke hvad I mener med det. Kunne I være søde at forklare mig det grundigt, så jeg ikke ender med 4 masker i overskud når jeg har sat de 4 markeringer ind i arbejdet! Pft
17.09.2024 - 21:27
Maija skrifaði:
Lisätäänkö todella silmukoita ennen helma ja hiha resoreita
16.09.2024 - 19:46DROPS Design svaraði:
Kyllä, lisäykset tehdään, jotta sileän neuleen ja joustinneuleen rajakohdasta tulisi siisti.
17.09.2024 - 17:50
Jorun skrifaði:
Hej ! Efter raglan står der 'strik til arbejdet måler 22 cm' for medium. Er det med eller uden halskanten? På tegningen med mål for trøjen står det som om det er uden halskanten. Så kun stykket med glatstrik. 4+24+22+4 = 54 Pft!
23.08.2024 - 20:30DROPS Design svaraði:
Hei Jorun. Siste linje under DOBBELT HALSKANT, står det: Sæt 1 mærke på starten af omgangen (midt bagpå), bærestykket skal måles fra dette mærke! Altså det måles uten halskanten. mvh DROPS Design
26.08.2024 - 11:16
Carina Hackman skrifaði:
Får ikke summen til å stemme for S. Har 92 masker, men fordelingen blir 88 (har 4 masker til overs).
22.08.2024 - 08:11DROPS Design svaraði:
Hej Carina, 15+1+14+1+30+1+14+1+15 = 92 masker :)
22.08.2024 - 12:01
Sabina skrifaði:
How to work raglan with increases? Is it: 1st round with 8 increases, 2nd round working the yarn overs, 3rd round another 8 increases, 4 the round working increases and so on? Can there be any rounds at the end without increases, to reach the required length of yoke or not?
21.08.2024 - 22:20DROPS Design svaraði:
Dear Sabina, work the increases for raglan as follows: *1 round with increases, 1 round without increases*, repeat these 2 rounds a total of 17-19-20-24-26-27 times, then work as before but without increasing until piece measures 20-22-24-25-27-29 cm. Then divide yoke for body and sleeves. Happy knitting!
22.08.2024 - 08:41
Bodil skrifaði:
Jag funderar på att sticka detta mönster med av Safran och Alpacka (garngrupp A och A). Går dessa garn att kombinera trots att det är en kombo av 100 procent bomull och 100 procent ull?
21.08.2024 - 15:07DROPS Design svaraði:
Hej Bodil, ja det er ikke noget problem, det bliver sikker superlækkert :)
22.08.2024 - 11:54
Eva skrifaði:
Kan det virkelig passe, at der kun skal bruges 6 nøgler á 50 g i Drops Air til størrelse M? Venlig hilsen Eva
18.08.2024 - 09:35DROPS Design svaraði:
Hej Eva, ja det stemmer hvis du overholder strikkefasthed og målene i måleskitsen :)
19.08.2024 - 13:47
Mariela skrifaði:
The decrees in the arms it is wrong. It says decrees every 2 cm 14 times. What it means a total of 28 points. But in the instructions says it is a total of 46. How is this possible? Thanks for the help
30.07.2024 - 20:59DROPS Design svaraði:
Dear Mariela, there are 74 sts before decreasing, you decrease a total of 28 sts (2 sts 14 times), you will then have 74-28=46 stitches left. Happy knitting!
01.08.2024 - 09:05
Foggy Autumn#foggyautumnsweater |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu. Stærð S - XXXL.
DROPS 236-34 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við lykkju með prjónamerki þannig: Prjónið að lykkju með prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið lykkju með prjónamerki slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Aukið svona út við öll prjónamerkin (8 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður þannig: Á UNDAN lykkju með prjónamerki: Lyftið uppslættinum yfir á hægri prjón eins og prjóna eigi slétt, stingið vinstri prjóni í lykkjuna og setjið til baka yfir á vinstri prjón (þ.e.a.s. uppslátturinn er snúinn), prjónið uppsláttinn slétt (þ.e.a.s. uppslátturinn verður snúinn frá lykkju með prjónamerki). Á EFTIR lykkju með prjónamerki: Prjónið uppsláttinn snúinn slétt (þ.e.a.s. uppslátturinn frá lykkju með prjónamerki). ÚRTAKA (á við um mitt undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki heldur áfram í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 78-81-87-90-93-96 lykkjur með DROPS Air yfir stuttan hringprjón 4 og hringprjón 5,5 sem haldið er saman. Dragið út hringprjón 5,5 og haldið lykkjunum eftir á stuttum hringprjón 4 (uppfitjunin er gerð svona til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur). Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið). Þegar stroffið mælist 9 cm er það brotið inn þannig að kanturinn verði tvöfaldur – síðan er næsta umferð prjónuð í sléttprjóni jafnframt sem önnur hver lykkja er prjónuð saman með annarri hverri lykkju frá uppfitjunarkanti. Nú hefur myndast tvöfaldur kantur í hálsmáli. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 5,5. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (mitt að aftan), berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Prjónið 1 umferð slétt og aukið út um 14-15-17-10-11-14 lykkjur jafnt yfir = 92-96-104-100-104-100 lykkjur. Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar þannig: Teljið 15-16-18-17-18-19 lykkjur (hálft bakstykki), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 14 lykkjur (ermi), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 30-32-36-34-36-39 lykkjur (framstykki), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 14 lykkjur (ermi), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, nú eru eftir 15-16-18-17-18-20 lykkjur í umferð (hálft bakstykki). Prjónið nú sléttprjón hringinn og aukið út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, í annarri hverri umferð alls 17-19-20-24-26-27 sinnum = 228-248-264-292-312-326 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 20-22-24-25-27-29 cm. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar í næstu umferð þannig: Prjónið 34-37-39-43-47-49 lykkjur, setjið næstu 46-50-54-60-62-64 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-12 lykkjur undir ermi, prjónið 68-74-78-86-94-99 lykkjur, setjið næstu 46-50-54-60-62-64 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-12 lykkjur undir ermi og prjónið síðustu 34-37-39-43-47-50 lykkjur. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 152-164-176-192-212-222 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 24-24-24-25-25-25 cm frá skiptingu, aukið út um 13-13-16-18-19-21 lykkjur jafnt yfir í næstu umferð = 165-177-192-210-231-243 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið). Haldið svona áfram þar til stroffið mælist 4 cm. Fellið af. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm, mælt frá öxl og niður. ERMI: Setjið 46-50-54-60-62-64 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna 5,5 og prjónið upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-10-12-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 54-58-64-70-74-76 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt á milli 8-8-10-10-12-12 lykkja undir ermi. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 2 cm frá skiptingu, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 4½-4-3-2-2-1½ cm millibili alls 7-8-10-13-14-14 sinnum = 40-42-44-44-46-48 lykkjur. Þegar ermin mælist 34-33-31-31-29-28 cm frá skiptingu, aukið út um 5-6-7-7-5-6 lykkjur jafnt yfir = 45-48-51-51-51-54 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 4. Prjónið stroff (2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt) yfir allar lykkjur. Fellið af þegar stroffið mælist 8 cm. Ermin mælist ca 42-41-39-39-37-36 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #foggyautumnsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 236-34
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.