Sylvie Lachance skrifaði:
Oui, j'ai acheté la laine Wish, et mon échantillon était parfait. Il m'a manqué de laine pour 3 rayures sur une manche. C'est quand même beaucoup...
26.01.2023 - 18:05
Sylvie Lachance skrifaði:
J'ai acheté les quantités de laine recommandées, selon ce patron, pour la taille medium. Il m'a manqué 1 balle pour terminer les rayures. Dommage de payer à nouveau les frais d'envoi pour une seule balle... Pourriez-vous corriger l'info afin d'éviter à d'autres d'être déçus? Merci!
26.01.2023 - 16:39DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Lachance, avez-vous tricoté en DROPS Wish? Aviez-vous bien le bon échantillon en largeur mais aussi en hauteur? soit 11 mailles x 15 rangs jersey = 10 x10 cm, une différence même légère peut jouer sur la quantité totale. Merci.
26.01.2023 - 16:48
Sylvie Lachance skrifaði:
J'ai acheté les quantités de laine recommandées, selon ce patron, pour la taille medium. Il m'a manqué 1 balle pour terminer les rayures. Dommage de payer à nouveau les frais d'envoi pour une seule balle... Pourriez-vous corriger l'info afin d'éviter à d'autres d'être déçus? Merci!
26.01.2023 - 16:38
Lila skrifaði:
Hallo zusammen :-) Habe ich es richtig verstanden, dass bei den verkürzten Reihen nur bei den Hinreihen zugenommen wird? Aber nicht bei den Rückreihen? Ich wollte außerdem lieber aus tiefer gestochenen Maschen zunehmen. Ändert das was an der Passform des Pullovers? Haut das hin? Ich würde mich sehr über Hilfe freuen ! Liebe Grüße
24.01.2023 - 15:28DROPS Design svaraði:
Liebe Lila, für die Zunahmen, am besten versuchen Sie auf Ihrer Maschenprobe, so lange es Ihnen gefällt, dann ist es auch richtig - beachten Sie nur, daß Sie die richtigen Maschenanzahl zunehmen (je nach Wunsch) - aber dann sind die Raglanlinien verschieden als im Bild hier. Viel Spaßb eim stricken!
24.01.2023 - 16:51
Lila skrifaði:
Hallo zusammen :-) Habe ich es richtig verstanden, dass bei den verkürzten Reihen nur bei den Hinreihen zugenommen wird? Aber nicht bei den Rückreihen? Ich wollte außerdem lieber aus tiefer gestochenen Maschen zunehmen. Ändert das was an der Passform des Pullovers? Haut das hin? Ich würde mich sehr über Hilfe freuen ! Liebe Grüße
24.01.2023 - 15:28DROPS Design svaraði:
Liebe Lila, ja ganz genau, es wird nur bei den Hinreihen zugenommen, dh 16 Maschen werden insgesamt zugenommen wenn die verkürzten Reihen gestrickt sind. Viel Spaß beim stricken!
24.01.2023 - 16:48
Lila skrifaði:
Wo sind die 6 Maschen des angeschlagenen Halsausschnittes bei Größe M (64 Maschen) hin? Bei der Verteilung der Maschenmarkierer IN den Maschen komme ich in der Beschreibung nur auf 58 Maschen bei Größe M. Anschlagen sollte ich beim Halsausschnitt aber 64? Ist hier ein Fehler in der Anleitung?
22.01.2023 - 15:00DROPS Design svaraði:
Liebe Lila, die Markierungen werden in je einer Masche eingesetzt, so haben Sie: 8 M (1/2 Rückenteil), 1 M mit einem Markierer, 13 M (Ärmel), 1 M mit einem Markierer, 17 M (Vorderteil), 1 M mit einem Markierer, 13 M (Ärmel), 1 M mit einem Markierer, 9 M (1/2 Rückenteil) = 8+1+13+1+17+1+13+1+9= 64 Maschen. Viel Spaß beim stricken!
23.01.2023 - 09:45
Lila skrifaði:
Wie soll man einen Markierungsfaden in einer Masche anbringen? Ich habe jetzt eine Anleitung um eine Masche und zwischen zwei Maschen gefunden. Warum in einer Masche?
22.01.2023 - 14:33DROPS Design svaraði:
Liebe Lila, dieses Video zeigt, wie man einen Markierungsfaden in einer Masche herum anbringt, gerne können Sie auch einen Maschenmarkierer in dieser Masche anstatt anbringen. Viel Spaß beim stricken!
23.01.2023 - 09:41
Thérèse skrifaði:
Bonjour, Je suis en difficulté pour comprendre l'empiècement. J'ai mes 80 mailles. Je fais une taille L. Augmenter 7 fois pour le raglan: est ce que on augmente chaque fois 8 mailles ? Ce qui fait 56 mailles . Ajoutées à 80 je compte 136. Je n'arrive pas à trouver la réponse. Merci de m'expliquer.
23.12.2022 - 12:43
Thérèse skrifaði:
Bonjour, Je suis en difficulté pour comprendre l'empiècement. J'ai mes 80 mailles. Je fais une taille L. Augmenter 7 fois pour le raglan: est ce que on augmente chaque fois 8 mailles ? Ce qui fait 56 mailles . Ajoutées à 80 je compte 136. Je n'arrive pas à trouver la réponse. Merci de m'expliquer.
23.12.2022 - 12:01DROPS Design svaraði:
Bonjour Thérèse, lorsque vous tricotez la partie ENCOLURE vous augmentez 2 fois 8 m pour le raglan (tous les rangs sur l'endroit = 2 fois); vous avez ainsi 96 m après les rangs raccourcis, vous augmentez ensuite encore 5 fois (7 fois au total, avec les augmentations des rangs raccourcis) pour le raglan soit 80+(5x8) = 120 mailles. Bon tricot!
02.01.2023 - 08:19
Maaike skrifaði:
Hoeveel garen/ bolletjes heb ik nodig van de kleuren of kijk ik daar helemaal overheen?
30.11.2022 - 22:14DROPS Design svaraði:
Dag Maaike,
Bovenaan bij de materialen staat per maat aangegeven hoeveel gram je nodig hebt. De reeks getallen refereert aan de maten, dus het eerste getal geldt voor de kleinste maat, het tweede getal voor de daarop volgende maat, enzovoort. 1 bol DROPS Wish weegt 50 gram.
04.12.2022 - 16:33
Red Tape#redtapesweater |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa úr DROPS Wish eða DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tvöföldum kanti í hálsmáli, laskalínu og röndum. Stærð S - XXXL.
DROPS 236-22 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING: Aukið út um 1 lykkju með því að taka upp lykkju frá fyrri umferð, prjónið þessa lykkju slétt. LASKALÍNA: Mismunandi er aukið út á fram- og bakstykki og ermum eftir stærðum. Öll útaukning er gerð á undan/eftir 3 lykkjur í sléttprjóni (lykkja með prjónamerki er miðjulykkja af þessum 3 lykkjum). Aukið út fyrir fram- og bakstykki á undan 3. og 1. prjónamerki og á eftir 2. og 4. prjónamerki. Aukið út fyrir ermar á eftir 3. og 1. prjónamerki og á undan 4. og 2. prjónamerki. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Þegar prjónað er fram og til baka er uppslátturinn prjónaður frá röngu þannig: Á UNDAN PRJÓNAMFERKI: Prjónið uppsláttinn brugðið í aftari lykkjubogann. Það eiga ekki að myndast göt. Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Lyftið uppslættinum af vinstri prjóni og setjið til baka yfir á vinstri prjón, nema í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn brugðið í fremri lykkjubogann. Það eiga ekki að myndast göt. Þegar prjónað er í hring er uppslátturinn í næstu umferð þannig: Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Lyftið uppslættinum af vinstri prjóni og setjið til baka yfir á vinstri prjón, nema í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn slétt í fremri lykkjubogann (uppslátturinn snýr til hægri). Það eiga ekki að myndast göt. Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Prjónið uppsláttinn slétt í aftari lykkjubogann (uppslátturinn snýr til vinstri). Það eiga ekki að myndast göt. RENDUR Á FRAM- OG BAKSTYKKI: * 4 umferðir með litnum tabasco / appelsína, 8 umferðir með litnum natur/natur*, prjónið frá *-* alls 2 sinnum á hæðina, prjónið 4 umferðir með litnum tabasco/appelsína. Prjónið síðan með litnum natur/natur að loka máli. RENDUR Á ERMI: * 4 umferðir með litnum tabasco, 8 umferðir með litnum natur *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum á hæðina, prjónið 4 umferðir með litnum tabasco. Prjónið síðan með litnum natur að loka máli. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 60-64-64-68-68-72 lykkjur með litnum natur úr DROPS Wish eða litnum natur DROPS Air yfir stuttan hringprjón 6 og stuttan hringprjón 8 sem haldið er saman. Dragið út stuttan hringprjón 8 og haldið eftir lykkjum á stuttum hringprjóni 6 (uppfitjunin er gerð svona til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur). Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 9 cm. Brjótið nú stroffið inn þannig að kanturinn verði teygjanlegur – prjónið síðan næstu umferð í stroffprjóni eins og áður jafnframt því sem önnur hver lykkja er prjónuð saman með annarri hverri lykkju frá uppfitjunarkanti. Nú hefur myndast tvöfaldur kantur í hálsmáli. STÆRÐ S, M og L: Setjið 4 prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan (þetta er gert án þess að prjóna umferðina). Prjónamerkin eru notuð þegar auka á út fyrir laskalínu. Teljið 8-8-8 lykkjur (hálft bakstykki), setjið 1. prjónamerki í næstu lykkju, teljið 13 lykkjur (ermi), setjið 2. prjónamerki í næstu lykkju, teljið 15-17-17 lykkjur (framstykki), setjið 3. prjónamerki í næstu lykkju, teljið 13 lykkjur (ermi), setjið 4. prjónamerki í næstu lykkju, það eru 7-9-9 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki (hálft bakstykki). Klippið þráðinn. Farðu áfram í HÁLSMÁL. STÆRÐ XL, XXL og XXXL: Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 4-8-8 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 72-76-80 lykkjur. Setjið síðan 4 prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan (þetta er gert án þess að prjóna umferðina). Prjónamerkin eru notuð þegar auka á út fyrir laskalínu. Teljið 10-10-12 lykkjur (hálft bakstykki), setjið 1. prjónamerki í næstu lykkju, teljið 15 lykkjur (ermi), setjið 2. prjónamerki í næstu lykkju, teljið 19-21-23 lykkjur (framstykki), setjið 3. prjónamerki í næstu lykkju, teljið 15 lykkjur (ermi), setjið 4. prjónamerki í næstu lykkju, það eru 9-11-11 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki (hálft bakstykki). Klippið þráðinn. Farðu áfram í HÁLSMÁL. HÁLSMÁL: Skiptið yfir á hringprjón 8. Nú er prjónað hálsmál með stuttum umferðum JAFNFRAMT því sem aukið er út fyrir laskalínu – þetta er gert eins og útskýrt er að neðan. Byrjið frá réttu, 2 lykkjur á undan lykkju með 3. prjónamerki (þ.e.a.s. í vinstri hlið á hálsmáli að framan, séð þegar flíkin er mátuð). Prjónið sléttprjón og aukið út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, þar til prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fram hjá lykkju með 2. prjónamerki (hægri hlið í hálsmáli að framan – nú hafa verið auknar út 8 lykkjur fyrir laskalínu). Snúið stykkinu, herðið á þræði og prjónið til baka frá röngu þar til prjónaðar hafa verið 5 lykkjur fram hjá 3. prjónamerki. Snúið stykkinu og prjónið til baka frá réttu þar til prjónaðar hafa verið 5 lykkjur fram hjá 2. prjónamerki – munið eftir útaukningu fyrir laskalínu. Snúið stykkinu, herðið á þræði og prjónið til baka frá röngu þar til prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fram hjá 3. prjónamerki. Klippið þráðinn. Prjónið berustykki eins og útskýrt er að neðan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! BERUSTYKKI: = 76-80-80-88-92-96 lykkjur. Byrjið mitt að aftan og haldið áfram með útaukningu fyrir laskalínu í annarri hverri umferð þar til aukið hefur verið út alls 3-6-7-7-5-6 sinnum (meðtalin útaukning í stuttum umferðum) = 84-112-120-128-116-128 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og útaukningu fyrir laskalínu, en í annað hvert skipti sem aukið er út, er einungis aukið út á fram- og bakstykki (4 lykkjur fleiri í umferð). Þ.e.a.s. aukið er út á fram- og bakstykki í annarri hverri umferð og á ermum í 4. hverri umferð. Aukið svona út alls 12-10-10-12-16-16 sinnum á fram- og bakstykki (6-5-5-6-8-8 sinnum á ermum). Nú hefur verið aukið út alls 15-16-17-19-21-22 sinnum á fram- og bakstykki og 9-11-12-13-13-14 sinnum á ermum. Á eftir síðustu útaukningu eru 156-172-180-200-212-224 lykkjur í umferð. Prjónið sléttprjón án útaukninga þar til stykkið mælist 21-23-25-26-28-30 cm mitt að framan – mælt eftir stroffi í hálsmáli. Berustykkið skiptist nú fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 25-26-27-31-33-36 lykkjur sléttprjón (hálft bakstykki), setjið næstu 29-33-35-39-39-41 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-8-10 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið 49-53-55-61-67-71 lykkjur sléttprjón (framstykki), setjið næstu 29-33-35-39-39-41 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-8-10 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið síðustu 24-27-28-30-34-35 lykkjur í sléttprjóni (hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 110-118-126-138-150-162 lykkjur. Prjónið 1 umferð sléttprjón. Prjónið síðan RENDUR Á FRAM- OG BAKSTYKKI – sjá útskýringu að ofan. Þegar rendur hafa verið prjónaðar til loka, prjónið sléttprjón með litnum natur/natur þar til stykkið mælist 20 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð sléttprjón þar sem aukið er út um 16-18-18-20-22-24 lykkjur jafnt yfir = 126-136-144-158-172-186 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 6. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 6 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 29-33-35-39-39-41 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 8 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-8-10 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 35-39-43-47-47-51 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi, þ.e.a.s. mitt í 6-6-8-8-8-10 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið 1 umferð sléttprjón. Síðan er prjónaðar RENDUR Á ERMI – sjá útskýringu að ofan. Þegar rendur hafa verið prjónaðar til loka, prjónið sléttprjón með litnum natur/natur. JAFNFRAMT þegar ermin mælist 4-4-4-3-3-3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 10-7-4-4-4-3 cm millibili alls 3-4-6-7-6-8 sinnum = 29-31-31-33-35-35 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 31-29-28-29-28-26 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 12 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Prjónið 1 umferð sléttprjón þar sem aukið er út um 9-9-11-9-9-11 lykkjur jafnt yfir = 38-40-42-42-44-46 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 6. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 12 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 43-41-40-41-40-38 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #redtapesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 35 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 236-22
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.