GUIBERT skrifaði:
Merci je vais faire comme vous dites
23.01.2026 - 11:38
Guibert skrifaði:
SVP COMMENT FAIRE LE DIAGRAMMEA2 .IL FAUT REPETER TOUJOURS CES 2 rangs? J ai un nombre de mailles impaires 53 comment commencer et finir et comment reprendre le 2è rang merci
23.01.2026 - 08:49DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Guibert, on doit effectivement répéter A.2, ce sont des simples mailles en côtes anglaises avec 1 m envers entre chaque, autrement dit, sur l'envers tricotez ainsi: 1 m lis, tricotez A.2 en lisant de gauche à droite (= 1 jeté, glissez 1 m à l'envers, 1 m end), répétez de (à) jusqu'à ce qu'il reste 2 mailles, terminez par la 2ème m de A.2 (= 1 jeté, glissez 1 m à l'env) et 1 m point mousse. Sur l'endroit tricotez: 1 m lis, (tricotez ensemble à l'endroit le jeté et la m glissée, 1 m env), répétez de (à) et terminez par (tric ens. à l'end le jeté et la m glissée), 1 m lis. bon tricot!
23.01.2026 - 10:25
Flo skrifaði:
Perché nelle istruzioni c'è scritto di usare i ferri circolari quando il lavoro del dietro è davanti è svolto in pezzi separati? Non capisco...
18.01.2026 - 10:49DROPS Design svaraði:
Buonasera Flo, i ferri circolari si possono utilizzare per qualsiasi tipo di lavorazione, proprio per la loro versatilità e comodità. Buon lavoro!
18.01.2026 - 22:33
Mareka Krentner skrifaði:
Bonjour, je voudrais savoir si quand on commence ce pull après le rang envers on fait le rang de cotes avec les 3mailles endroit à au début et en fin de rang, et ensuite fait-on un rang de mailles envers , et ensuite on recommence une maille endroit une maille envers sur l’endroit avec aussi en début et fin de rang les 3 mailles au point mousse.bonne journée.
15.01.2026 - 09:02DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Krentner, après avoir monté les mailles, tricotez toutes les mailles à l'envers, puis tournez et tricotez ainsi sur l'endroit: 2 m endroit (point mousse), tricotez (1 m end, 1 m env) jusqu'à ce qu'il reste 3 m, terminez par 1 m end, 2 m point mousse. Sur l'envers, tricotez 2 m end (point mousse), (1 m env, 1 m end) jusqu'à ce qu'il reste 3 m, terminez par 1 m env et 2 m end ( point mousse. Bon tricot!
16.01.2026 - 07:43
Karin skrifaði:
Met kantsteek moet ik deze recht breien of afhalen
11.01.2026 - 16:47DROPS Design svaraði:
Dag Karin,
De kantsteken brei je in ribbelsteek, dus recht aan de goede kant en recht aan de verkeerde kant.
11.01.2026 - 17:23
Mareka Krentner skrifaði:
Bonjour, sur la photo du pull il semble que dos est plus long que le devant , il s’agit des côtés. Ce n’est pas dit dans les explications. Bonne journée.
07.01.2026 - 09:40DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Krentner, tout à fait, le dos est 8 cm plus long que le devant comme le montre le schéma, le dos mesure 62-64-66-68-70-72 cm de hauteur totale et le devant 54-56-58-60-62-64 cm. Bon tricot!
08.01.2026 - 08:49
Krentner Mareka skrifaði:
Bonsoir, je commence à tricoter ce joli pull, je suis étonnée car je n’ai pas les mesures du pull ainsi que le diagramme en dessin j’ai juste les explications . Bizarre. Merci de me répondre.
05.01.2026 - 18:15DROPS Design svaraði:
Bonjour Krentner Mareka, le schema graphique des mesures se trouve en bas, apres les explications du modele. Vous verrez toutes les mesures pour toutes les tailles la-bas (en cm). Bon tricot!
05.01.2026 - 18:55
Francesca skrifaði:
Il punto centrale del maglione che non riesco a fare sarebbe falsa costa 1/1?
04.01.2026 - 21:01DROPS Design svaraði:
Buonasera Francesca, il maglione è lavorato a coste inglesi. Buon lavoro!
06.01.2026 - 22:11
Véronique skrifaði:
Bonjour, La laine drops Air se tricote avec des aig 5 normalement. Le modèle présenté est tricoté en 8 et 9. Est-ce correct ? Merci
30.12.2025 - 14:25DROPS Design svaraði:
Bonjour Veronique, ce modele est tricote avec un fil de DROPS Wish ou 2 fils de DROPS Air (2 fils ensemble). Le numero des aiguilles est correct. Bon tricot!
31.12.2025 - 11:50
Jane skrifaði:
The knitting directions give a 10cm rib front and back. The rib is mismatched. The assembly instructions given an 18cm rib at the back and a 10cm rib at the front. This results in a matching rib. The picture shows a mis matchinh rib but would it not be better to match them?
24.12.2025 - 14:53DROPS Design svaraði:
Hi Jane, in this pattern, the rib is 10 cm, both on the front and on the back, the rib is displaced. You can adjust the pattern to your preferences, if you wish so. Happy knitting!
27.12.2025 - 21:05
Rain Chain#rainchainsweater |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa úr 1 þræði DROPS Wish eða 2 þráðum DROPS Air. Stykkið er prjónað neðan frá og upp, í klukkuprjóni, opnu garðaprjóni og með klauf í hliðum. Stærð S - XXXL.
DROPS 236-9 |
||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚTAUKNING (á við um ermar): Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan merkiþræði, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn er staðsettur mitt á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka í stykkjum, neðan frá og upp og saumað saman í lokin. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón / sokkaprjóna, neðan frá og upp. Bakstykkið er 8 cm lengra en framstykkið. BAKSTYKKI: Fitjið upp 59-63-67-73-79-85 lykkjur á hringprjón 8 með með 1 þræði DROPS Wish eða 2 þráðum DROPS Air. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu, síðan er prjónað þannig – frá réttu: 2 kantlykkjur í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt og 2 kantlykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff þar til stykkið mælist 10 cm. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu þar sem fækkað er um 10-10-12-12-14-14 lykkjur jafnt yfir = 49-53-55-61-65-71 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 9. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Síðan er prjónað eftir A.1. Prjónið A.1 alls 2-2-2-3-3-3 sinnum á hæðina. Nú er prjónuð 1 umferð þannig – frá réttu: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju slétt og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Síðan er prjónað A.2 (fyrsta umferð er prjónuð frá röngu, mynsturteikningin er lesin frá vinstri til hægri og mynstrið byrjar og endar með 1 lykkju slétt í fölsku klukkuprjóni innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki séð frá réttu). Haldið áfram með A.2. Þegar stykkið mælist 42-43-44-45-46-47 cm, fellið af 3 lykkjur í hvorri hlið fyrir handveg í byrjun á 2 næstu umferðum = 43-47-49-55-59-65 lykkjur. Haldið áfram með A.2. Þegar stykkið mælist 44-46-48-50-52-54 cm, prjónið næstu umferð þannig – frá röngu: Prjónið brugðið yfir allar lykkjur. Prjónið síðan eftir A.1. Þegar stykkið mælist 60-62-64-66-68-70 cm, fellið af fyrir hálsmáli þannig: Fellið af miðju 13-13-15-15-17-17 lykkjur og prjónið hvor öxl til loka fyrir sig. Fækkið síðan um 1 lykkju við hálsmál = 14-16-16-19-20-23 lykkjur eftir á öxl. Fellið af þær lykkjur sem eftir eru þegar stykkið mælist 62-64-66-68-70-72 cm. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: Fitjið upp jafn margar lykkjur og á bakstykki og prjónið alveg eins þar til stykkið mælist 34-35-36-37-38-39 cm. Fellið af 3 lykkjur í hvorri hlið fyrir handveg í byrjun á 2 næstu umferðum = 43-47-49-55-59-65 lykkjur. Haldið áfram með A.2. Þegar stykkið mælist 36-38-40-42-44-46 cm, prjónið næstu umferð þannig – frá röngu: Prjónið brugðið yfir allar lykkjur. Prjónið síðan eftir A.1. Þegar stykkið mælist 47-49-51-53-55-57 cm, fellið af fyrir hálsmáli þannig: Setjið miðju 9-9-11-11-13-13 lykkjur á þráð og prjónið hvora öxl til loka fyrir sig. Fækkið síðan lykkjum í hvorri hlið frá hálsmáli í annarri hverri umferð þannig: 2 lykkjur 1 sinni, 1 lykkja 1 sinni = 14-16-16-19-20-23 lykkjur eftir á öxl. Fellið af þær lykkjur sem eftir eru þegar stykkið mælist 54-56-58-60-62-64 cm. Prjónið hina öxlina á sama hátt. ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. Fitjið upp 30-32-32-34-34-36 lykkjur á sokkaprjón 8 með með 1 þræði DROPS Wish eða 2 þráðum DROPS Air. Setjið 1 merkiþráð í byrjun á umferð (mitt undir ermi). Prjónið 1 umferð slétt, síðan er prjónað stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Þegar stykkið mælist 10 cm, prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 3-3-3-3-3-3 lykkjur jafnt yfir = 27-29-29-31-31-33 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 9. Prjónið A.1 alls 2 sinnum á hæðina, síðan er prjónað sléttprjón. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 12 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráðinn – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út í hverjum 5½.-5½.-5.-4.-3½.-3½.cm alls 7-7-7-8-9-9 sinnum 41-43-43-47-49-51 lykkjur. Þegar stykkið mælist 43-42-42-40-39-37 cm, prjónið A.1. Þegar stykkið mælist 49-48-48-46-45-43 cm, prjónið ermakúpu fram og til baka (frá miðju undir ermi) á hringprjóna að loka máli. Þegar stykkið mælist ca 52-51-51-49-48-46 cm, fellið af. Það er klauf efst á ermi ca 3 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma. Saumið ermar í innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni og saumið botninn á handvegi – sjá teikningu. Saumið hliðarsauma niður að stroffi (= 10 cm á framstykki og 18 cm á bakstykki fyrir klauf), saumið í ystu lykkjubogana, þannig að saumurinn verði ekki of þykkur. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið efst á hægri öxl við hálsmál á framstykki, prjónið upp (meðtaldar lykkjur af þræði) ca 60 til 72 lykkjur á stuttan hringprjón 8 með með 1 þræði DROPS Wish eða 2 þráðum DROPS Air. Lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 2. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til kantur í hálsmáli mælist 20-20-20-22-22-22 cm. Fellið af. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #rainchainsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 34 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 236-9
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.