| October Breeze#octoberbreezesweater | ||||||||||
|  |  | |||||||||
| Prjónuð peysa úr DROPS Nepal. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í sléttprjóni með tvöföldum kanti í hálsmáli og laskalínu. Stærð XS - XXL.
							DROPS 236-14 | ||||||||||
| ------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LASKALÍNA: Öll útaukning er gerð á undan/eftir A.1/A.2 (lykkja með prjónamerki í er miðjulykkja í A.1/A.2). Aukið út fyrir fram- og bakstykki á undan 1. og 3. prjónamerki og á eftir 2. og 4. prjónamerki þegar prjónað er frá réttu / á eftir 1. og 3. prjónamerki og á undan 2. og 4. prjónamerki þegar prjónað er frá röngu. Aukið út fyrir ermar á eftir 1. og 3. prjónamerki og á undan 2. og 4. prjónamerki (alltaf er aukið út frá réttu á ermum). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Uppslátturinn er prjónaður frá röngu á undan og á eftir prjónamerki þannig: Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Prjónið uppsláttinn brugðið í aftari lykkjubogann. Það eiga ekki að myndast göt. Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Lyftið uppslættinum af vinstri prjóni og setjið til baka yfir á vinstri prjón, nema í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar hann er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn brugðið í fremri lykkjubogann. Það eiga ekki að myndast göt. Uppslátturinn er prjónaður frá réttu á undan og á eftir prjónamerki þannig: Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Lyftið uppslættinum af vinstri prjóni og setjið til baka yfir á vinstri prjón, nema í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar hann er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn slétt í fremri lykkjubogann (uppslátturinn snýr til hægri). Það eiga ekki að myndast göt. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 84-88-92-96-100-104 lykkjur með DROPS Nepal yfir stuttan hringprjón 4 og stuttan hringprjón 5 sem haldið er saman. Dragið út stutta hringprjón 5 og haldið lykkjunum eftir á stuttum hringprjóni 4 (uppfitjunin er gerð svona til að uppfitjunarkanturinn verði teygjanlegur). Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 9 cm. Nú er stroffið brotið inn þannig að kanturinn verði tvöfaldur – prjónið síðan næstu umferð í stroffprjóni eins og áður jafnframt því sem önnur hver lykkja er prjónuð saman með annarri hverri lykkju frá uppfitjunarkanti. Nú hefur myndast tvöfaldur kantur í hálsmáli. Setjið 4 prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan (þetta er gert án þess að prjóna umferðina). Prjónamerkin eru notuð þegar auka á út fyrir laskalínu. Teljið 10-12-12-14-14-16 lykkjur (hálft bakstykki), setjið 1. prjónamerki í næstu lykkju, teljið 19 lykkjur (ermi), setjið 2. prjónamerki í næstu lykkju, teljið 21-23-25-27-29-31 lykkjur (framstykki), setjið 3. prjónamerki í næstu lykkju, teljið 19 lykkjur (ermi), setjið 4. prjónamerki í næstu lykkju, það eru 11-11-13-13-15-15 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki (hálft bakstykki). Klippið þráðinn. HÁLSMÁL: Skiptið yfir á hringprjón 5. Nú er hálsmálið prjónað með stuttum umferðum JAFNFRAMT því sem aukið er út fyrir laskalínu – þetta er gert eins og útskýrt er að neðan. Að auki er prjónað A.1 við hvert prjónamerki (lykkja með prjónamerki er miðjulykkja í A.1). Byrjið frá réttu, 2 lykkjur á undan lykkju með 3. prjónamerki (þ.e.a.s. í vinstri hlið í hálsmáli að framan, séð þegar flíkin er mátuð). Prjónið sléttprjón, A.1 og aukið út fyrir LASKALÍNA hvoru megin við A.1 – sjá útskýringu að ofan, þar til prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fram hjá lykkju með 2. prjónamerki (hægri hlið í hálsmáli að framan – nú hefur verið aukið út um 8 lykkjur fyrir laskalínu). Snúið stykkinu, herðið á þræði, prjónið til baka frá röngu og aukið út fyrir laskalínu einungis á fram- og bakstykki þar til prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fram hjá þar sem stuttu umferðirnar byrjuðu við 3. prjónamerki (nú hefur verið aukið út um 4 lykkjur fyrir laskalínu). Snúið stykkinu, herðið á þræði, prjónið til baka frá réttu og aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við A.1 þar til prjónað hefur verið yfir 2 lykkjur fram hjá þar sem snúið var við 2. prjónamerki, nema nú er prjónað A.2 yfir lykkjur í A.1 (A.2 er síðan endurtekið á hæðina – nú hefur verið aukið út um 8 lykkjur fyrir laskalínu). Snúið stykkinu, herðið á þræði, prjónið til baka frá röngu og aukið út fyrir laskalínu einungis á fram- og bakstykki þar til prjónaðar hafa verið 2 lykkjur fram hjá þar sem stykkinu var snúið við í síðasta skipti við 3. prjónamerki (nú hefur verið aukið út um 4 lykkjur fyrir laskalínu). Klippið þráðinn frá. Prjónið berustykki eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: = 116-120-124-128-132-136 lykkjur. Nú er prjónað í hring yfir allar lykkjur eins og útskýrt er að neðan. STÆRÐ XS, S, M og L: Byrjið mitt að aftan, prjónið sléttprjón og A.2 og aukið út fyrir laskalínu á fram- og bakstykki og ermar (hvoru megin við A.2) í annarri hverri umferð alls 3-3-8-10 sinnum = 140-144-188-208 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni, A.2 og útaukning fyrir laskalínu, en í annað hvert skipti sem aukið er út er einungis aukið út á fram- og bakstykki (4 lykkjur fleiri). Þ.e.a.s. aukið er út á fram- og bakstykki í annarri hverri umferð og á ermum í 4. hverri umferð. Aukið svona út 18-20-16-18 sinnum á fram- og bakstykki (9-10-8-9 sinnum á ermum). Nú hefur verið aukið út alls 25-27-28-32 sinnum á fram- og bakstykki og 14-15-18-21 sinnum á ermum. Á eftir síðustu útaukningu eru 248-264-284-316 lykkjur í umferð. Farið áfram í ALLAR STÆRÐIR: STÆRÐ XL og XXL: Byrjið mitt að aftan, prjónið sléttprjón og A.2 og haldið áfram með útaukningu fyrir laskalínu í hverri umferð á fram- og bakstykki og 2-6 sinnum til viðbótar og í annarri hverri umferð á ermum 1-3 sinnum til viðbótar = 144-172 lykkjur. Síðan er aukið út á fram- og bakstykki og ermum (í hvorri hlið á A.2) í annarri hverri umferð alls 9-9 sinnum = 216-244 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni, A.2 og útaukningu fyrir laskalínu, en í annað hvert skipti sem aukið er út er einungis aukið út á fram- og bakstykki (4 lykkjur fleiri). Þ.e.a.s. aukið er út á fram- og bakstykki í annarri hverri umferð og á ermum í 4. hverri umferð. Aukið svona út 20-20 sinnum á fram- og bakstykki (10-10 sinnum á ermum). Nú hefur verið aukið út alls 35-39 sinnum á fram- og bakstykki og 22-24 sinnum á ermum. Á eftir síðustu útaukningu eru 336-364 lykkjur í umferð. Farið áfram í ALLAR STÆRÐIR: ALLAR STÆRÐIR: = 248-264-284-316-336-364 lykkjur. Prjónið sléttprjón og A.2 án útaukningar þar til stykkið mælist 21-23-25-27-29-31 cm frá miðju að framan á eftir stroffi í hálsmáli. Í næstu umferð skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 37-41-42-48-51-57 lykkjur sléttprjón (hálft bakstykki), setjið næstu 49-51-57-63-65-69 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið 75-81-85-95-103-113 lykkjur sléttprjón (framstykki), setjið næstu 49-51-57-63-65-69 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið 38-40-43-47-52-56 lykkjur sléttprjón (hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 162-174-186-206-226-246 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið á fram- og bakstykki – mitt í 6-6-8-8-10-10 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, þau eru notuð þegar skipta á stykkinu upp fyrir klauf í hvorri hlið. Prjónið sléttprjón hringinn yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist 17 cm frá skiptingu. Í næstu umferð skiptist stykkið við prjónamerkin, þ.e.a.s. setjið 81-87-93-103-113-123 lykkjur á milli 2 prjónamerkja á hringprjón 4 og látið þær 81-87-93-103-113-123 lykkjur sem eftir eru hvíla á hringprjóni 5. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 20-20-22-24-24-28 lykkjur jafnt yfir = 101-107-115-127-137-151 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 1 lykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju brugðið og 1 lykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka í 8 cm. Fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Setjið síðustu 81-87-93-103-113-123 lykkjur á hringprjón 4. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 20-20-22-24-24-28 lykkjur jafnt yfir = 101-107-115-127-137-151 lykkjur. Prjónið stroff eins og á hinu stykkinu í 8 cm. Fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 49-51-57-63-65-69 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 5 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-10 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 55-57-65-71-75-79 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi, þ.e.a.s. mitt í 6-6-8-8-10-10 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 4-4-4-3-3-3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 6-6-3½-3-2½-2 cm millibili alls 6-6-9-11-12-13 sinnum = 43-45-47-49-51-53 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 38-37-35-34-32-30 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 6 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 9 lykkjur jafnt yfir í öllum stærðum = 52-54-56-58-60-62 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 6 cm. Fellið af aðeins laust með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 44-43-41-40-38-36 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. | ||||||||||
| Skýringar á teikningu | ||||||||||
| 
 | ||||||||||
|  | ||||||||||
|  | ||||||||||
| Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #octoberbreezesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 36 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. | ||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 236-14
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.