Eva Brunnbauer skrifaði:
Liebes Team, die Anleitung Sticke nach Anleitung A.1 kenne ich nur so, eine Extraanleitung für diesen Teil wurde gedruckt, hier finde ich keine Anleitung A.1? Danke und viele Grüße
24.04.2023 - 09:08DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Brunnbauer, A.1 gilt für das Diagram, das rechts der Maßskizze liegt; Diagrambeschreibung finden Sie oben; es wird über 2 Maschen und 4 Reihen gestrickt. Viel Spaß beim stricken!
24.04.2023 - 10:34
Birgit skrifaði:
Auf welche Nadelstärke bezieht sich die Maschenprobe: (1) Nadel Nr. 3, in der fast der komplette Pullover gestrickt werden soll? Oder (2) mit Nadel Nr. 4, wie auf der Drops Belle-Garnbanderole angegeben? D.h. wenn ich für die korrekte Maschenprobe Nadel Nr. 4,5 benötige, stricke ich dann mit (1) Nr. 4,5 und Nr. 5,5 oder mit (2) Nr. 3,5 und Nr. 4,5?
25.03.2023 - 21:58DROPS Design svaraði:
Liebe Birgit, Nadle Nr 3 wird nur für das Bündchen benutzt, dann strickt man glatt rechts mit Nadel Nr 4 - Maschenprobe sollen Sie mit Nadel Nr 4 stricken. Wenn Sie Nadel Nr 4,5 brauchen, um die Maschenprobe zu haben, dann stricken Sie das Bündchen mit Nadeln Nr 3,5. Viel Spaß beim stricken!
27.03.2023 - 09:18
Isabelle Grimault skrifaði:
Pour effectuer les diminutions des emmanchures en taille L, combien de mailles diminuer au 1er rang svp ?
14.03.2023 - 17:23DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Grimault, pour les emmanchures, on rabat d'abord les 8 mailles de chaque côté (3 m avant A.1 + les 2 m de A.1 + 3 m après A.1) puis, on continue chaque pièce en allers et retours, avec 1 m lis de chaque côté, sans autres diminutions pour les emmanchures. Bon tricot!
15.03.2023 - 09:45
Lucette Goukens skrifaði:
Je ne sais pas tricoter avec une aiguille circulaire, est ce possible de faire ce pull avec 2 aiguilles ? Merci pour votre réponse
08.02.2023 - 13:29DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Goukens, cette leçon pourra vous aider à adapter ce modèle sur aiguilles droites, attention, dans la partie "DOS & DEVANT", on doit avoir le motif ajouré A.1 au milieu de chaque côté. Bon tricot!
08.02.2023 - 16:42
Sylvie Lachance skrifaði:
Quelle grosseur d'aiguilles utiliser pour faire le cordon de l'encolure? 3 mm ou 4 mm) Merci!
03.10.2022 - 21:27DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Lachance, probablement les aiguilles 3, nos stylistes vont vérifier cette info manquante, merci pour votre retour. Bon tricot!
04.10.2022 - 07:54
Sylvie Lachance skrifaði:
Deuxième grandeur la plus petite, pour l'encolure : j'ai 22 m + 38 m en attente + 4x15 m pour les rangs raccourcis devant et dos = 120 m. Je dois en relever 86 à 98... et j'ai des sections rabattues où je devrais relever des mailles... Comment faire? Merci!
03.10.2022 - 19:07DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Lachance, relevez 86 à 98 mailles tout autour de l'encolure autrement dit les 38 m en attente pour l'encolure + 1 m de chaque côté + 3-4 m le long des rangs raccourcis côté encolure (ne relevez pas 1 maille dans chaque rang mais environ 1 m sur et ce de chaque côté soit par ex. (38+2+6)*2= 92 mailles environ. Bon tricot!
04.10.2022 - 07:47
Margit Irmler skrifaði:
Wo ist das Diagramm zu finden?
02.09.2022 - 18:04DROPS Design svaraði:
Liebe Margit, das Diagramm A.1 befindet sich unter dem Arm im schematischen Diagramm.
04.09.2022 - 22:45
Veronique Van Cleemput skrifaði:
Waar vind ik de tekening van telpatroon A1
25.08.2022 - 14:30DROPS Design svaraði:
Dag Veronique,
Dit is een hele kleine tekening en staat rechts onder de maattekening.
31.08.2022 - 13:55
Birgitta skrifaði:
Förstår inte hur jag ska göra vändningarna på axlarna ?
03.08.2022 - 11:06DROPS Design svaraði:
Hej Birgitta, skriv hvilken størrelse du strikker, hvor du er og hvad du ikke forstår, så skal vi prøve at hjælpe dig :)
05.08.2022 - 11:33
Eva Allin skrifaði:
Jeg mangler el lille vejledning i hvordan jeg strikke ærmekuplen….ud over at den strikkes frem og tilbage. Skal der lukkes af inden man strikker lige op/ frem og tilbage? Hvor høj skal den være?
20.07.2022 - 13:03DROPS Design svaraði:
Hej Eva, denne model har ingen klassisk ærmekuppel, se også måleskitsen nederst i opskriften :)
03.08.2022 - 15:26
Time to Unwind#timetounwindsweater |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 231-37 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA (jafnt yfir) : Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 106 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 18) = 5,8. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað jafnt yfir með því að prjóna ca. 5. og 6. hverja lykkju slétt saman. ÚTAUKNING (á við um undir ermum): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan A.1, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt, A.1, 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Bakstykkið og framstykkið er fyrst prjónað fram og til baka á hringprjóna hvort fyrir sig þar til klaufin hefur verið prjónuð til loka. Síðan er fram- og bakstykkið prjónað í hring á hringprjóna upp að handvegi. Síðan er framstykkið og bakstykkið prjónað fram og til baka hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/hringprjóna, upp að ermakúpu, síðan er afgangur af ermi prjónaður fram og til baka. Að lokum er prjónaður i-cord kantur aftan í hnakka. BAKSTYKKI: Fitjið upp 112-124-136-148-164-180 lykkjur á hringprjón 3 með DROPS Belle. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Síðan er prjónað stroff þannig: Prjónið 3 lykkjur GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til 5 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið 3 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stykkið mælist 3 cm. Næsta umferð frá réttu er prjónuð þannig: Prjónið 3 lykkjur garðaprjón, prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 106-118-130-142-158-174 lykkjur og fækkið jafnframt um 18-24-26-28-32-36 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA, prjónið 3 lykkjur garðaprjón = 94-100-110-120-132-144 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið 1 umferð brugðið með 3 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið. Nú er prjónað sléttprjón með 3 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið þar til stykkið mælist 8 cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Klippið þráðinn. Geymið stykkið. FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og bakstykki, en ekki klippa þráðinn frá. FRAM- OG BAKSTYKKI: Nú er framstykkið og bakstykkið sett inn á sama hringprjón = 188-200-220-240-264-288 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn og haldið áfram með GARÐAPRJÓN yfir garðaprjón – sjá útskýringu að ofan (= 6 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið). Þegar prjónaðar hafa verið 4 umferðir garðaprjón yfir 6 lykkjur, prjónið mynstur þannig: Prjónið 1 lykkju slétt. Setjið eitt prjónamerki hér (eftir þessa lykkju). Þetta er núna byrjun á umferð. Prjónið sléttar lykkjur yfir fyrstu 92-98-108-118-130-142 lykkjur, A.1 yfir næstu 2 lykkjur (= yfir miðju 2 lykkjur af 6 lykkjur í garðaprjóni), prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 92-98-108-118-130-142 lykkjur, prjónið A.1 yfir síðustu 2 lykkjur (= yfir miðju 2 lykkjur af 6 lykkjum í garðaprjóni). Haldið svona áfram hringinn þar til stykkið mælist 29-30-31-32-33-34 cm frá uppfitjunarkanti. Nú eru lykkjur felldar af fyrir handvegi í hvorri hlið þannig: Byrjið 0-0-3-5-9-13 lykkjur fyrir byrjun á umferð, fellið af næstu 2-2-8-12-20-28 lykkjur fyrir handveg, prjónið þar til 0-0-3-5-9-13 lykkjur eru eftir á undan næsta A.1, fellið af næstu 2-2-8-12-20-28 lykkjur fyrir handveg, prjónið út umferðina = 92-98-102-108-112-116 lykkjur bæði á framstykki og bakstykki. BAKSTYKKI: = 92-98-102-108-112-116 Prjónið fram og til baka í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 46-48-50-52-54-56 cm, setjið miðju 38-38-40-40-42-42 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Síðan í næstu umferð frá hálsmáli er felld af 1 lykkja = 26-29-30-33-34-36 lykkjur fyrir öxl. Haldi áfram fram og til baka í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni við handveg, jafnframt eru prjónaðir snúningar á öxlum þannig: Hægri öxl: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið yfir allar lykkjur. UMFERÐ 2 (ranga): Snúið, prjónið þar til 6-6-7-7-8-8 lykkjur eru eftir í umferð. UMFERÐ 3: Snúið, herðið á þræði og prjónið út umferðina. UMFERÐ 4: Prjónið þar til eftir eru 3-3-3-4-4-4 lykkjur fleiri en í fyrri umferð. UMFERÐ 5: Snúið, herðið á þræði og prjónið út umferðina. UMFERÐ 6: Prjónið þar til eftir eru 3-3-3-4-4-4 lykkjur fleiri en í fyrri umferð. UMFERÐ 7: Snúið, herðið á þræði og prjónið út umferðina. UMFERÐ 8: Prjónið þar til eftir eru 3-3-3-4-4-4 lykkjur fleiri en í fyrri umferð. UMFERÐ 9: Snúið, herðið á þræði og prjónið til baka. Þegar snúningarnir hafa verið prjónaðir til loka eru allar lykkjur felldar af með brugðnum lykkjum frá röngu. Peysan mælist ca 50-52-54-56-58-60 cm frá öxl og niður. Vinstri öxl: UMFERÐ 1 (rétta): Prjónið þar til eftir eru 6-6-7-7-8-8 lykkjur í umferð. UMFERÐ 2: Snúið, herðið á þræði og prjónið út umferðina. UMFERÐ 3: Prjónið þar til eftir eru 3-3-3-4-4-4 lykkjur fleiri en í fyrri umferð. UMFERÐ 4: Snúið, herðið á þræði og prjónið út umferðina. UMFERÐ 5: Prjónið þar til eftir eru 3-3-3-4-4-4 lykkjur fleiri en í fyrri umferð. UMFERÐ 6: Snúið, herðið á þræði og prjónið út umferðina. UMFERÐ 7: Prjónið þar til eftir eru 3-3-3-4-4-4 lykkjur fleiri en í fyrri umferð. UMFERÐ 8: Snúið, herðið á þræði og prjónið til baka. Þegar snúningarnir hafa verið prjónaðir til loka eru allar lykkjur felldar af með sléttum lykkjum frá réttu. Peysan mælist ca 50-52-54-56-58-60 cm frá öxl og niður. FRAMSTYKKI: Prjónið alveg eins og á bakstykki. Þegar stykkið mælist 43-45-46-48-49-51 cm, setjið miðju 22-22-24-24-26-26 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af lykkjur í hverri umferð frá hálsmáli þannig: Fellið af 2 lykkjur 3 sinnum og 1 lykkju 3 sinnum = 26-29-30-33-34-36 lykkjur fyrir öxl. Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni við handveg, jafnframt þegar stykkið mælist 47-49-51-53-55-57 cm, prjónið snúninga á öxlum alveg eins og á bakstykki: Þ.e.a.s. hægri öxl er prjónuð eins og vinstri öxl á bakstykki og vinstri öxl er prjónuð eins og hægri öxl á bakstykki. Þegar snúningarnir hafa verið gerðir til loka, fellið af. Peysan mælist ca 50-52-54-56-58-60 cm frá öxl og niður. ERMI: Fitjið upp 64-68-72-72-76-76 lykkjur á sokkaprjóna 3 með Belle. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 3 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 12-14-16-14-16-14 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚRTAKA = 52-54-56-58-60-62 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4. Prjónið mynstur þannig: A.1 yfir fyrstu 2 lykkjur, sléttar lykkjur þær lykkjur sem eftir eru í umferð. Þegar ermin mælist 8-8-8-8-6-7 cm, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við A.1 – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með ca 3½-3-3-2½-2½-2 cm millibili alls 12-13-14-15-16-17 sinnum = 76-80-84-88-92-96 lykkjur. Þegar ermin mælist 51-50-49-48-46-44 cm, prjónið ermakúpu fram og til baka á hringprjóna að loknu máli. Prjónið sléttprjón frá miðju í A.1 þar til ermin mælist ca 52-51-51-51-51-51 cm. Fellið af. Prjónið hina ermin á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn. Saumið ermakúpu við handveg. Saumið síðan klaufina efst á ermi við botninn á handvegi – sjá teikningu. KANTUR Í HÁLSMÁLI AÐ AFTAN: Byrjið frá réttu við annan axlasauminn og prjónið upp ca 86 til 98 lykkjur (ásamt lykkjum af þræði) í kringum hálsmál á hringprjón 3, fitjið upp 3 lykkjur í lok umferðar. Færið 3 lykkjur á vinstri prjóni þannig að síðasta lykkjan sem fitjuð var upp á prjóni verður ysta lykkjan á vinstri prjóni. Prjónið i-cord yfir þessar lykkjur frá réttu, þannig: Prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið næstu lykkju snúna slétt saman með fyrstu/næstu lykkju sem prjónuð var upp í kringum kant í hálsmáli. Færið til baka 3 lykkjur frá hægri prjóni yfir á vinstri prjón (í þeirri röð sem þær eru í). Haldið svona áfram meðfram öllum kantinum í hálsmáli á bakstykki þar til ekki fleiri lykkjur eru eftir til að prjóna í. Fellið af þær lykkjur sem eftir eru. Saumið ystu 3 lykkjur saman með 3 lykkjur sem fitjaðar voru upp í byrjun á kanti í hálsmáli. Klippið þræðina og festið. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #timetounwindsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 32 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 231-37
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.