Krystyna skrifaði:
Po markerze oznaczajacym poczatek okrazenia, gdzie umiescic nastepny marker? Po pierwszym oczku, czy po 47 oczku(rozmiar xl)
24.03.2023 - 19:56DROPS Design svaraði:
Witaj Krysiu, ten pierwszy marker oznaczający początek okrążenia powinien być w innym kolorze niż 4 pozostałe i będzie cały czas w tym samym miejscu. Teraz umieszczasz 4 markery, bez przerabiania (markery są między 2 oczkami) - pierwszy z nich jest za 1 oczkiem, kolejny za 47 oczkami i dalej wg opisu - patrz KARCZEK. Pozdrawiamy!
27.03.2023 - 10:12
Ingrid Quan skrifaði:
Bonjour, Comment savoir combien de pelotes seront nécessaires quand on choisit un modèle s'il vous plait? Merci beaucoup!
26.01.2023 - 14:23DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Quan, vous retrouverez systématiquement la quantité nécessaire pour chaque taille dans l'ordre indiqué, sous l'en-tête, autrement dit, il faut ici en taille S: 125 g DROPS Brushed Alpaca Silk/25 la pelote = 5 pelotes Brushed Alpaca Silk en taille S. Bon tricot!
26.01.2023 - 15:50
Kieffer skrifaði:
Bonjour, Puis-je utiliser l'association de fils "DROPS Kid-Silk 16, violet foncé + DROPS Flora 09, améthyste" pour ce modèle ? Merci !
07.01.2023 - 08:58DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Kieffer, pour toute assistance au choix des couleurs, merci de bien vouloir contacter directement votre magasin DROPS, on pourra vous aider, même par mail ou téléphone. Bon tricot!
09.01.2023 - 08:56
Kieffer skrifaði:
Bonjour ! Puis-je utiliser l\'association de fils \"DROPS Kid-Silk 16, violet foncé + DROPS Flora 09, améthyste\" pour ce modèle ? Je souhaiterai qu\'il soit plus dense ! Merci pour votre retour, Alexia
07.01.2023 - 08:56
Tiina skrifaði:
Kaarrokken neulomisen aloitus, käsketään neuloa suljettuna neuleena mutta saman tien aloitetaan satulaolkapään teko muutamalla silmukalla edes takaisin. Laitetaanko muut silmukat odottamaan apulangalle. Lisäksi ohjeessa puhutaan kunnes molemmissa reunoissa on 10 lyhennettyä kerrosta. Neulotaanko ne siis yhtä aikaa vai kuinka?
20.11.2022 - 20:16DROPS Design svaraði:
Kun tehdään satulaolkapää, silmukoita ei siirretä apulangalle, vaan työ käännetään kerroksen keskellä (silmukat odottavat puikolla). Reunoilla tarkoitetaan satulaolkapään kumpaakin reunaa.
16.01.2023 - 18:02
Sue skrifaði:
Hi, is there a video tutorial on how to start the sleeves for this pattern? I have watched your video on how to pick up stitches on a garter edge, but this pattern calls for picking up stitches along the garter edge from the right (stockinette) side. Also, by picking up alternating two and one stitch between every two knots gives too many stitches. Do you have any advice or other videos to help?
18.10.2022 - 10:14DROPS Design svaraði:
Dear Sue, pick up stitches inside the edge stitch in garter stitch as shown in this video, ie pick up 23-25-26-28-30-31 stitches along the 17-18-19-20-21-22 cm along the armhole up to the shoulder (and down after the 2 sts slipped aside). Should you pick up more/less stitch, just adjust to the required number of stitches on first row from WS by decreasing/increasing. Happy knitting!
18.10.2022 - 16:00
Marta skrifaði:
Dziękuję ślicznie za odpowiedź. Czyli dekolt zszywamy w miejscu początku okrążenia? Czy tak?
25.08.2022 - 10:17DROPS Design svaraði:
Dokładnie tak. Miłej pracy nad robótką!
25.08.2022 - 10:41
Marta skrifaði:
Piszą Państwo, że na początku drugiego okrążenia po ściągaczu francuskim od razu za pierwszym oczkiem umieszczamy marker 1, wyznaczający oczko na rękaw. Czyli jeden rękaw wypada na początku okrążenia. Czyli pęknięcie między brzegu, które trzeba będzie zszyć też wypada w tym miejscu. Jednocześnie wg instrukcji szycie brzegu ma być na środku tyłu. Proszę o wyjaśnienie, bo opis jest niestety niejasny. Dziękuję!
24.08.2022 - 22:52DROPS Design svaraði:
Witaj Marto, pęknięcie na górnym brzegu swetra nie wypada na środku tyłu, tylko na początku okrążenia, tam gdzie jest umieszczony marker. Pozdrawiamy!
25.08.2022 - 10:09
Sigrún Ólafsdóttir skrifaði:
I følge bildet er denne genseren ikke strikket i riller og ikke ovenfra og ned. Kan jeg få riktig oppskrift (på islandsk, norsk eller dansk) Oppskrift 230-50
07.08.2022 - 19:56DROPS Design svaraði:
Hei Sigrún, Denne genseren er ikke strikket i rille (borsett fra bunnkanten) og er strikket fra bunnen oppover. Hvis du vil ha en slik oppskrift som du beskriver kan du sette stikkeord i søkeboksen. Vi har mange oppskrifter å velge i mellom. God fornøyelse!
17.08.2022 - 07:00
Hilde Westegaard skrifaði:
Strikkes denne i en eller to tråder? Mvh Hilde 🤗
14.06.2022 - 20:01DROPS Design svaraði:
Hej Hilde, denne strikker du i en tråd DROPS Brushed Alpaca Silk :)
15.06.2022 - 15:29
Piece of Sky#pieceofskysweater |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa úr DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með útaukningu á öxlum og skrautkanti. Stærð S - XXXL.
DROPS 230-50 |
|
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚTAUKNING (axlarsæti): FRÁ RÉTTU: Aukið út á EFTIR 1. og 3. prjónamerki og á UNDAN 2. og 4. prjónamerki Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til hægri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til vinstri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. FRÁ RÖNGU: Aukið út á EFTIR 4. og 2. prjónamerki og á UNDAN 3. og 1. prjónamerki. Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til hægri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í aftari lykkjubogann. Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til vinstri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í fremri lykkjubogann. ÚRTAKA: Öll úrtaka er gerð frá réttu! Prjónið 1 lykkju í garðaprjóni, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt saman og endið með 1 lykkju í garðaprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Peysan er prjónuð ofan frá og niður. Kantur í hálsmáli er prjónaður fram og til baka. Berustykkið er prjónað í hring, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Framstykkið og bakstykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar fram og til baka á hringprjóna. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 98-104-104-110-116-122 lykkjur á hringprjón 4 með DROPS Brushed Alpaca Silk. Prjónið 6 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, fram og til baka. Nú á að prjóna rúllukant. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, 3 lykkjur slétt, * snúið lykkjunum á hægri prjóni 360 gráður þannig: Leggið þráðinn framan við stykkið, stingið hægri prjóni undir stykkið og upp framan við stykkið, prjónið síðan 6 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir, endið með 3 lykkjur slétt og 1 kantlykkju í garðaprjóni. Tengið núna stykkið saman og prjónið í hring. Prjónið 1 umferð slétt og fækkið um 14-16-10-12-14-16 lykkjur jafnt yfir = 84-88-94-98-102-106 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 5. Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið án þess að prjóna þannig (prjónamerkin eru sett á milli 2 lykkja): Teljið 1 lykkju (axlalykkja), setjið 1. prjónamerki, teljið 40-42-45-47-49-51 lykkjur (bakstykki), setjið 2. prjónamerki, teljið 2 lykkjur (axlalykkjur), setjið 3. prjónamerki, teljið 40-42-45-47-49-51 lykkjur (framstykki), setjið 4. prjónamerki, nú er 1 lykkja eftir í umferð (axlalykkja). Nú eru prjónaðar stuttar umferðir í sléttprjóni yfir aðra öxlina JAFNFRAMT er aukið út um 2 lykkjur fyrir öxl í hverri umferð þannig – sjá ÚTAUKNING: Prjónið 3 lykkjur fram hjá 1. prjónamerki – munið eftir að auka út fyrir öxl, snúið, herðið á þræði og prjónið 3 lykkjur fram hjá 4. prjónamerki – munið eftir að auka út fyrir öxl, snúið, herðið á þræði, * prjónið 3 lykkjur fram hjá fyrri stuttu umferðinni – munið eftir að auka út fyrir öxl, snúið, herðið á þræði, prjónið 3 lykkjur fram hjá fyrri stuttu umferðinni í gagnstæðri hlið á stykki, snúið, herðið á þræði *, prjónið frá *-* þar til prjónaðar hafa verið alls 10 stuttar umferðir í hvorri hlið, endið síðustu umferð við byrjun á umferð (á milli 2 lykkja á milli 1. og 4. prjónamerkis). Nú hafa verið auknar út 10 lykkjur við hvert prjónamerki. Klippið þráðinn. Færið umferðina til þannig að byrjun á umferð verði mitt á milli 2 lykkja á milli 2. og 3. prjónamerkis og prjónið stuttar umferðir alveg eins yfir þessar lykkjur. Þegar stuttar umferðir hafa verið prjónaðar eru 124-128-134-138-142-146 lykkjur í umferð. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Næsta umferð er prjónuð þannig (byrjun á umferð er áfram á milli 2. og 3. prjónamerkis): 1 lykkja slétt, aukið út um 1 lykkju fyrir öxl, 60-62-65-67-69-71 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju fyrir öxl, 2 lykkjur slétt, aukið út um 1 lykkju fyrir öxl, 60-62-65-67-69-71 lykkjur slétt, aukið út fyrir öxl, 1 lykkja slétt. Haldið svona áfram og aukið út fyrir öxl í hverri umferð. Útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. Þegar aukið hefur verið út alls 17-19-21-24-28-33 sinnum (meðtalin útaukning í stuttu umferðum) eru 152-164-178-194-214-238 lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 8-9-10-11-13-15 cm, þar sem það er breiðast. Nú skiptist stykkið fyrir framstykki og bakstykki þannig: Prjónið 1 lykkju slétt og setjið þessa lykkju á þráð fyrir ermi, prjónið 74-80-87-95-105-117 lykkjur sléttprjón (framstykki), prjónið 2 lykkjur slétt, setjið þessar 2 lykkjur á þráð fyrir ermi, prjónið 74-80-87-95-105-117 lykkjur sléttprjón, setjið síðan þessar lykkjur á þráð fyrir bakstykki, prjónið 1 lykkju slétt og setjið þessa lykkju á þráð fyrir ermi. Klippið þráðinn. FRAMSTYKKI: = 74-80-87-95-105-117 lykkjur. Haldið áfram fram og til baka í sléttprjóni og prjónið ystu lykkjuna í hvorri hlið í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Nú er mælt frá þar sem lykkjurnar voru settar á þráð fyrir ermi. Þegar stykkið mælist 4 cm frá skiptingu, fækkið um 1 lykkju í hvorri hlið á stykki – sjá ÚRTAKA! Fækkið lykkjum svona í 4. hverjum cm alls 3-3-4-4-4-4 sinnum = 68-74-79-87-97-109 lykkjur. Þegar stykkið mælist 17-18-19-20-21-22 cm frá skiptingu, fitjið upp 6 nýjar lykkjur í lok 2 næstu umferða = 80-86-91-99-109-121 lykkjur. Prjónið fram og til baka í sléttprjóni og 1 lykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist ca 31-32-33-34-35-36 cm frá þar sem 6 lykkjur voru fitjaðar upp undir ermi, prjónið 1 umferð slétt frá réttu og aukið út um 6-8-11-11-13-13 lykkjur jafnt yfir = 86-94-102-110-122-134 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið stroff, með byrjun frá röngu þannig: 1 lykkja í garðaprjóni, 1 lykkja slétt, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir, 2 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt og 1 lykkja í garðaprjóni. Fellið af með sléttum lykkjum þegar stroffið mælist 4 cm. BAKSTYKKI: Setjið til baka 74-80-87-95-105-117 lykkjur á bakstykki á hringprjón 5 og prjónið á sama hátt og framstykki. ERMI: Byrjið þar sem lykkjur voru fitjaðar upp fyrir handvegi á bakstykki. Prjónið upp lykkjur frá réttu á hringprjón 5 þannig: Prjónið upp 1 lykkju í hverja af 6 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi, prjónið upp 23-25-26-28-30-31 lykkjur upp að 2 lykkjum sem settar voru á þráð (axlalykkjur), setjið þessar 2 lykkjur á prjóninn og prjónið þær slétt, prjónið upp 23-25-26-28-30-31 lykkjur niður að lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi og prjónið upp 1 lykkju í hverja af 6 lykkjum sem fitjaðar voru upp á framstykki = 60-64-66-70-74-76 lykkjur. Prjónið sléttprjón með 1 lykkju í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki. Þegar ermin mælist 4 cm, fækkið um 1 lykkju í hvorri hlið á stykki. Fækkið lykkjum svona með 12-12-8-6-4-4 cm millibili alls 3-3-4-5-7-7 sinnum = 54-58-58-60-60-62 lykkjur. Þegar stykkið mælist 41-39-39-38-36-35 cm, prjónið 1 umferð slétt frá réttu og aukið er út um 0-0-0-2-2-0 lykkjur jafnt yfir = 54-58-58-62-62-62 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið stroff með byrjun frá röngu þannig: Prjónið 1 lykkju í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* og endið með 1 lykkju í garðaprjóni. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu þegar stroffið mælist 6 cm. Ermin mælist ca 47-45-45-44-42-41 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt, nema nú er byrjað þar sem lykkjur voru fitjaðar upp á framstykki. FRÁGANGUR: Saumið ermasauma og hliðarsauma í eitt innan við 1 kantlykkju. Saumið kant í hálsmáli saman mitt að aftan, innan við 1 kantlykkju. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #pieceofskysweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|
Skrifaðu athugasemd um DROPS 230-50
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.