Jannie Wouters skrifaði:
Het gaat niet over dit patroon maar ik weet geen andere manier op contact te krijgen. Sinds de site veranderd is weet ik niet meer hoe ik een patroon kan vinden als ik een naam en een nummer heb. Hoe doe ik dat????
21.02.2022 - 16:12DROPS Design svaraði:
Dag Jannie,
In de desktopmodus zit de zoekfunctie helemaal rechts boven, dus rechts boven van het logo 'DROPS Design'; daar zie je een vergrootglas pictogram en wanneer je daar op klikt, kun je het patroonnummer invullen. Op de mobiel klik je helemaal links boven op de 3 liggende streepjes. Er klapt dan een menu uit waarbij je helemaal bovenaan een zoekveld vindt. Hopelijk lukt het zo!
22.02.2022 - 18:37
Sonja skrifaði:
Friday Morning
05.02.2022 - 06:54
Daphne skrifaði:
Basic chic
17.01.2022 - 14:21
Drahomíra Rezlerová skrifaði:
Bílá káva
16.01.2022 - 16:44
Oat Tee skrifaði:
Very cute and basic piece for every wardrobe!
15.01.2022 - 01:24
Kirsi skrifaði:
Linen field
14.01.2022 - 18:55
Linda skrifaði:
Pristine earth
14.01.2022 - 09:04
Daisy Lane#daisylanesweater |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Sky. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki, sléttprjóni, stuttum ermum og klauf í hliðum. Stærð XS - XXL.
DROPS 231-53 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1: Aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir annarri hverri brugðinni einingu. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið, svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 168 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 2) = 84. Í þessu dæmi er aukið út jafnt yfir með því að slá 1 sinni uppá prjóninn eftir 84. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum, þá er prjónuð í þessu dæmi 83. og 84. hver lykkja slétt saman. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um mitt undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). LEIÐBEININGAR AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 6. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykkið er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykkið er prjónað í hring á hringprjóna að klauf. Síðan er framstykkið og bakstykkið prjónað fram og til baka hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI OG BERUSTYKKI: Fitjið upp 108-112-120-124-132-136 lykkjur á hringprjóna 3 með DROPS Sky. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja brugðið). Þegar stroffið mælist 3 cm, aukið út aðra hverja 1 lykkju brugðið til 2 lykkjur brugðið – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING = 135-140-150-155-165-170 lykkjur. Þegar stykkið mælist 5 cm, aukið út þær 1 lykkja brugðið sem eftir eru til 2 lykkjur brugðið = 162-168-180-186-198-204 lykkjur. Þegar stroffið mælist 8 cm, prjónið eftir stærðum þannig: STÆRÐ XS: Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 4 lykkjur jafnt yfir – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 158 lykkjur. STÆRÐ S, M, L, XL og XXL: Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 2-10-12-18-30 lykkjur jafnt yfir – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 170-190-198-216-234 lykkjur. ALLAR STÆRÐIR: Setjið eitt merki hér. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 4 cm frá merki, prjónið mynstur þannig: Prjónið 2-0-3-2-3-2 lykkjur slétt, prjónið A.1 þar til 1-0-2-1-3-2 lykkjur eru eftir (= 31-34-37-39-42-46 mynstureiningar með 5 lykkjum), prjónið 1-0-2-1-3-2 lykkjur slétt. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina, eru 220-238-264-276-300-326 lykkjur í umferð. Haldið áfram fram hringinn í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 9-9-10-11-12-13 cm frá merki, prjónið mynstur þannig: Prjónið 2-0-3-2-3-2 lykkjur slétt, prjónið A.2 þar til 1-0-2-1-3-2 lykkjur eru eftir (= 31-34-37-39-42-46 mynstureiningar með 7 lykkjum), prjónið 1-0-2-1-3-2 lykkjur slétt. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina, eru 282-306-338-354-384-418 lykkjur í umferð. Prjónið sléttprjón þar til stykkið mælist 13-13-15-16-18-20 cm frá merki. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið fyrstu 40-43-47-50-56-62 lykkjur eins og áður (= hálft bakstykki), setjið næstu 60-66-74-76-80-84 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-10-10-12-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 81-87-95-101-112-125 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 60-66-74-76-80-84 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-10-10-12-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið síðustu 41-44-48-51-56-63 lykkjur eins og áður (= hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 178-194-210-226-248-274 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til stykkið mælist ca 19-21-21-22-22-22 cm frá skiptingu. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Nú eru eftir ca 8 cm að loka máli. Nú skiptist stykkið í hvorri hlið þannig að það verða 89-97-105-113-124-137 lykkjur fyrir framstykki og 89-97-105-113-124-137 lykkjur fyrir bakstykki. Prjónið síðan hvort stykki til loka fyrir sig. BAKSTYKKI: Prjónið 1 umferð sléttprjón frá réttu þar sem aukið er út um 12-14-16-16-17-20 lykkjur jafnt yfir, en ekki yfir ystu 2 lykkjurnar í hvorri hlið = 101-111-121-129-141-157 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið 1 umferð brugðið með 2 lykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið. Prjónið nú stroff fram og til baka þannig: UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið 2 lykkjur í garðaprjóni, * 1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, 1 lykkja snúin slétt, 2 lykkjur í garðaprjóni. UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið 2 lykkjur í garðaprjóni, * 1 lykkja snúin brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, 1 lykkja snúin brugðið, 2 lykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stroffið mælist 8 cm. Fellið nú af með sléttri lykkju yfir snúna slétta lykkju, brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur og garðaprjón yfir garðaprjón – sjá LEIÐBEININGAR AFFELLING. Peysan mælist ca 52-54-56-58-60-62 cm frá öxl og niður. FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og bakstykki – munið eftir LEIÐBEININGAR AFFELLING. ERMI: Setjið 60-66-74-76-80-84 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón / sokkaprjóna 4 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8-10-10-12-12-12 nýjum lykkjum undir ermi = 68-76-84-88-92-96 lykkjur. Setjið einn merkiþráð fyrir miðju í nýjar lykkjur (= 4-5-5-6-6-6 nýjar lykkjur hvoru megin við merkiþráð). Látið merkiþræðina fylgja með í stykkinu. Það á að nota þá síðar þegar fækka á lykkjum undir ermi. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu, fækkið lykkjum undir ermi – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 2½-1½-1-1-1-1 cm millibili alls 5-8-8-8-8-7 sinnum = 58-60-68-72-76-82 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 13-14-12-11-10-8 cm (það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis). Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Nú eru eftir ca 4 cm stroff að loka máli. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 4-4-4-6-6-6 lykkjur jafnt yfir = 62-64-72-78-82-88 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Prjónið stroff (= 1 lykkja snúin slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir LEIÐBEININGAR AFFELLING. Ermin mælist alls 17-18-16-15-14-12 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #daisylanesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 231-53
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.