Florence skrifaði:
När det står sticka A1 över de nästa 14 maskorna (=1-1-1-2-2-2 rapporter a” 14 maskor läs STICKTIPS) hur gör man?
17.01.2026 - 18:25DROPS Design svaraði:
Hej Florence. Diagram A.1 har 14 maskor, så du stickar du bara det diagrammet 1 gång (första raden i diagrammet). Du hittar diagrammet längst ber på mönstret. Mvh DROPS Design
23.01.2026 - 11:11
Cecile skrifaði:
Bonjour, pendant le 1er tour des diminutions après les côtes, je dois diminuer 9mailles sur les 50 suivantes. Mais pour continuer sur les 14mailles de A1, j'arrive sur UNE seule maille envers. Comment cela se fait il ? Alors que j'ai respecté le nombre de diminutions avant et que j'ai 50 mailles de Jersey ? Merci de votre éclaircissement
15.01.2026 - 14:50DROPS Design svaraði:
Bonjour Cécile, les 50 mailles à tricoter en jersey en diminuant 9 m sont celles que vous aviez tricoté auparavant en côtes après et avant les 14 m de A.1, les 50 m que vous avez tricoté en côtes (2 m end, 2 m env) en terminant par 2 m end, il va vous rester 50-9=41 m entre les 2 A.1. Bon tricot!
16.01.2026 - 08:08
Åsa skrifaði:
Jag sitter fast precis som Anna vid hals och halskant. Vänligen förtydliga hur hals och halskant ska stickas så jag kan fortsätta mitt arbete
11.01.2026 - 12:27DROPS Design svaraði:
Hej Åsa, du skriver ikke hvilken størrelse du strikker. Hvis du strikker den mindste, strikker du 122 masker op, tager ind til 92 masker jævnt fordelt. Strik en omgng vrang. Tager 28 masker ud så du har 120 masker og strikker rundt ifølge diagram A.9 :)
29.01.2026 - 10:24
Anna skrifaði:
Mam pytanie do wykończenia dekoltu. Opis jest bardzo niejasny. Czy pierwsze okrążenie dekoltu mam przerabiać dalej kontynuacją wzoru czy dżersejem? Czy przerobić rękaw lewy, trochę przodu i potem przełożyć 20 oczekiwania na inną nitkę a następnie dać nowa nitkę i dokończyć okrążenie? A potem na lewej str. robótki przerabiać wzór ten sam co wcześniej?? A dalej na zdjęciach widzę warkocze, jaki symbol schematu tu użyć?
09.01.2026 - 22:51DROPS Design svaraði:
Witaj Anno, równomiernie zamknąć 6 oczek ponad 24 oczkami środkowymi (= A.7) – pamiętać o ZAMYKANIU/DODAWANIU OCZEK, następnie zdjąć 20 oczek na środku przodu na nitkę na dekolt i dalej przerabiać jak wcześniej do początku okrążenia. Odciąć nitkę. Zacząć na lewej stronie robótki, za oczkami dekoltu i dalej przerabiać ściegiem fantazyjnym w tę i z powrotem. W TYM SAMYM CZASIE zamykać na dekolt na początku każdego rzędu od strony dekoltu: 2 razy 2 oczka i 1 raz 1 oczko z każdej strony. Teraz przejść do części WYKOŃCZENIE DEKOLTU. Pozdrawiamy!
11.01.2026 - 18:01
Antonia skrifaði:
Casting on for Size S on the body. It says 264 stitches. The second row where the pattern starts ribbing only adds up to 246 (adding all the A.1, A.2 etc throughout the whole described row in gist paragraph). Which number is correct in terms of this pattern?
08.01.2026 - 21:28DROPS Design svaraði:
Hi Antonia, I have checked the stitch count on the first row of the rib and it does add up to 264 stitches. You could maybe print out the pattern and highlight where you are on the round to make working it easier. Regards, Drops Team.
09.01.2026 - 06:45
Celine skrifaði:
Bonjour, je bloque toujours après les cotes taille M je n'arriva pas du tout a votre nombre de maille merci
07.01.2026 - 11:19
Celine skrifaði:
Bonjour, je tricote pour la taille M mais on monte 280 m et suivant les diminutions a faire je ne tombe pas du tout au meme nombre que vous! pouvez vous me dire comment faire? on doit avoir 254m et j'en ai 264 et ensuite pour le motif il en faut 249 et j'en ai toujours 264! merci
07.01.2026 - 11:13DROPS Design svaraði:
Bonjour Céline, notez bien toutes les diminutions à faire: 4 m au début du tour, 1 m dans A.2, 2 m dans A.3, 1 m dans A.2, 9 m sur le côté, 1 m dans A.2, 2 m dans A.3, 1m dans A.2 et 5 m à la fin du tour soit: 4+1+2+1+9+1+2+1+5=26 diminutions au total, soit 280-26=254.Bon tricot!
08.01.2026 - 08:58
Birte skrifaði:
Jeg vil gernbe høre hvor i a1 skal strikke 3 vrang efter hinanden kan ikke få det til at passe er det mellem de 2 raporter eller efter de 2 raporter er strikket men 2 ret og vrang går ikke op
06.01.2026 - 16:53DROPS Design svaraði:
Hei Birte. Hvor i oppskriften skal det strikkes 3 vrang masker etter hverandre i A.1? Hvilken str strikker du? Når du strikker 2 rapporter av A.1 (gjelder str. XL-XXL-XXXL) vil du få 4 vrangmasker etter hverandre når diagrammet gjentas. Altså: 2 vrang- 2 rett - 2 vrang- 2 rett - 2 vrang- 2 rett - 2 vrang (= A.1 strikket 1 gang / over 14 masker) - 2 vrang- 2 rett - 2 vrang- 2 rett - 2 vrang- 2 rett - 2 vrang (= A.1 strikket 2 ganger / over 28 masker). mvh DROPS Design
26.01.2026 - 09:32
Christine skrifaði:
Bonjour, Au niveau des côtes du corps du pull il est dit dans Astuce tricot que - au-delà des tailles L - on doit faire 4 fois d'affilé une maille envers (A1 répété 2 fois à la suite) au milieu du reste des côtes en 2/2??!! Ai-je bien compris l'explication? Merci de confirmer. Cordialement.
04.01.2026 - 10:12DROPS Design svaraði:
Bonjour Christine, quand vous allez répéter 2 fois A.1 en largeur, vous répétez les 14 m de A.1 soit 2 x (2 m env, 2 m end, 2 m env, 2 m end, 2 m env, 2 m end, 2 m env), vous aurez ainsi 4 m env = les 2 dernières mailles du 1er A.1 et les 2 premières mailles du 2ème A.1. Bon tricot!
05.01.2026 - 11:02
Isabelle skrifaði:
Bonjour, est-il possible de tricoter ce modèle avec une laine Drops Alaska ? Si oui, comment adapter le modèle ?
11.12.2025 - 08:42DROPS Design svaraði:
Bonjour Isabelle, c'est possible mais vous aurez beaucopu de modifications et le pull sera tres epais. Regardez les modeles avec torsades pour la laine du groupe C, par exemple modele 52-8 ICI. Bon tricot!
11.12.2025 - 08:58
Snowy Trails#snowytrailssweater |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Karisma eða DROPS Daisy. Stykkið er prjónað með laskalínu, köðlum og tvöföldum kanti í hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 226-16 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR PRJÓN: Í stærðum XL, XXL og XXXL verða 4 brugðnar lykkjur hlið við hlið þegar A.1 er prjónað 2 sinnum á breidd. Þannig að stroffið passar undir A.5/A.8, sem er prjónað eftir stroffið. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.7. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA/ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð sem fækka á/fjölga eigi út lykkjum (t.d. 21 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 4) = 5,3. Í þessu dæmi er lykkjum fækkað jafnt yfir með því að prjóna ca 4. og 5. hverja lykkju slétt saman. Ef auka á út þá er slegið 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 5. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (á við um mitt undir ermum): Aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi með því að slá 1 sinni uppá prjóninn hvoru megin við lykkju með merkiþræði fyrir miðju undir ermi. Prjónið frá byrjun á umferð þannig: Prjónið 1 lykkju (þessi lykkja er alltaf prjónuð sem fyrsta lykkja í A.4), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið mynstur eins og áður fram að lykkju með merkiþræði í, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan útauknar lykkjur jafnóðum inn í A.4. LASKALÍNA: Fækkið lykkjum fyrir laskalínu hvoru megin við merki í hverri skiptingu á milli framstykkis/bakstykkis og erma eins og útskýrt er að neðan. Í stærstu stærðunum er lykkjum fækkað mismunandi á framstykki/bakstykki og ermum – þetta er útskýrt í uppskrift. FRÁ RÉTTU: FÆKKIÐ LYKKJUM Á EFTIR MERKI ÞANNIG: Prjónið 1 lykkju slétt, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). FÆKKIÐ LYKKJUM Á UNDAN MERKI ÞANNIG: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 1 lykkju slétt (= 1 lykkja færri). FRÁ RÖNGU: FÆKKIÐ LYKKJUM Á EFTIR MERKI ÞANNIG: Prjónið 1 lykkju brugðið, prjónið 2 lykkjur brugðið saman (= 1 lykkja færri). FÆKKIÐ LYKKJUM Á UNDAN MERKI ÞANNIG: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merki, prjónið 2 lykkjur snúnar brugðið saman, prjónið 1 lykkju brugðið (= 1 lykkja færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, neðan frá og upp að handvegi. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón, neðan frá og upp að handvegi. Ermar eru settar inn á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem lykkjur eru felldar af fyrir handveg. Berustykkið er síðan prjónað í hring upp að hálsmáli. Lykkjur eru felldar af fyrir hálsmáli fyrir miðju að framan. Síðan er afgangur af berustykki prjónað fram og til baka á hringprjóna að loka máli. Í lokin er prjónaður tvöfaldur kantur í hálsmáli í stroffprjóni og kaðlar. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fijtið upp 264-280-296-336-352-384 lykkjur á hringprjón 3,5 með DROPS Karisma eða DROPS Daisy. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff þannig: 1 lykkja slétt, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* yfir næstu 20-24-28-24-28-36 lykkjur, prjónið A.1 yfir næstu 14-14-14-28-28-28 lykkjur (= 1-1-1-2-2-2 mynstureiningar með 14 lykkjum - lesið LEIÐBEININGAR PRJÓN), A.2 (= 18 lykkjur), A.3 (= 26 lykkjur), A.2 (= 18 lykkjur), prjónið A.1 yfir næstu 14-14-14-28-28-28 lykkjur (= 1-1-1-2-2-2 mynstureiningar með 14 lykkjum - lesið LEIÐBEININGAR PRJÓN), * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* yfir næstu 40-48-56-48-56-72 lykkjur, prjónið 2 lykkjur slétt, prjónið A.1 yfir næstu 14-14-14-28-28-28 lykkjur, prjónið A.2 (= 18 lykkjur), prjónið A.1 yfir næstu 14-14-14-28-28-28 lykkjur (= 1-1-1-2-2-2 mynstureiningar með 14 lykkjum - munið eftir LEIÐBEININGAR PRJÓN), prjónið A.2 (= 18 lykkjur), prjónið A.3 (= 26 lykkjur), prjónið A.2 (= 18 lykkjur), prjónið A.1 yfir næstu 14-14-14-28-28-28 lykkjur (= 1-1-1-2-2-2 mynstureiningar með 14 lykkjum - munið eftir LEIÐBEININGAR PRJÓN), * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* yfir næstu 20-24-28-24-28-36 lykkjur og endið með 1 lykkju slétt. Haldið svona áfram með stroff – ATH: Í mynsturteikningu A.2 og A.3 eru endurteknar einungis 2 fyrstu umferðir á hæðina. Nú er eftir 1 umferð þar til stykkið mælist 5 cm, fækkið lykkjum í stroffprjóni – þetta er gert þannig: Prjónið sléttprjón yfir fyrstu 21-25-29-25-29-37 lykkjur og fækkið jafnframt um 4-4-4-4-4-6 lykkjur jafnt yfir þessar 21-25-29-25-29-37 lykkjur – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA/ÚTAUKNING, prjónið A.1 eins og áður yfir næstu 14-14-14-28-28-28 lykkjur, prjónið síðustu umferð í A.2 (= 18 lykkjur og 1 lykkja færri), prjónið síðustu umferð í A.3 (= 26 lykkjur og 2 lykkjur færri), prjónið síðustu umferð í A.2 (= 18 lykkjur og 1 lykkja færri), prjónið A.1 eins og áður yfir næstu 14-14-14-28-28-28 lykkjur, prjónið sléttprjón yfir næstu 42-50-58-50-58-74 lykkjur og fækkið jafnframt um 9-9-9-9-9-13 lykkjur jafnt yfir þessar 42-50-58-50-58-74 lykkjur, prjónið A.1 eins og áður yfir næstu 14-14-14-28-28-28 lykkjur, prjónið síðustu umferð í A.2 (= 18 lykkjur og 1 lykkja færri), prjónið síðustu umferð í A.3 (= 26 lykkjur og 2 lykkjur færri), prjónið síðustu umferð í A.2 (= 18 lykkjur og 1 lykkja færri), prjónið A.1 eins og áður yfir næstu 14-14-14-28-28-28 lykkjur, prjónið sléttprjón yfir síðustu 21-25-29-25-29-37 lykkjur og fækkið jafnframt um 5-5-5-5-5-7 lykkjur jafnt yfir þessar 21-25-29-25-29-37 lykkjur = 238-254-270-310-326-350 lykkjur. Stroffið er nú tilbúið. Setjið 1 merki í fyrstu lykkju í umferð og 1 merki í 120.-128.-136.-156.-164.-176. lykkju í umferð (= í hliðar á fram- og bakstykki). Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu. Það á síðar að fella af lykkjur fyrir handveg hvoru megin við þessi merki. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Nú byrjar mynstrið og fyrsta umferðin er prjónuð þannig: Prjónið A.4 yfir fyrstu 17-21-25-21-25-31 lykkjur, prjónið A.5 yfir næstu 14-14-14-28-28-28 lykkjur (= 1-1-1-2-2-2 mynstureiningar með 14 lykkjum), A.6 (= 17 lykkjur), A.7 (= 24 lykkjur), A.6 (= 17 lykkjur), prjónið A.8 yfir næstu 14-14-14-28-28-28 lykkjur (= 1-1-1-2-2-2 mynstureiningar með 14 lykkjum), prjónið A.4 yfir næstu 33-41-49-41-49-61 lykkjur (merkið í hlið situr í miðju að þessum lykkjum), prjónið A.5 yfir næstu 14-14-14-28-28-28 lykkjur (= 1-1-1-2-2-2 mynstureiningar með 14 lykkjum), prjónið A.6 (= 17 lykkjur), prjónið A.7 (= 24 lykkjur), prjónið A.6 (= 17 lykkjur), prjónið A.8 yfir næstu 14-14-14-28-28-28 lykkjur (= 1-1-1-2-2-2 mynstureiningar með 14 lykkjum) og prjónið A.4 yfir síðustu 16-20-24-20-24-30 lykkjur. Haldið áfram með þetta mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 26 cm í öllum stærðum, fellið af fyrir handveg eins og útskýrt er að neðan. Nú eru ca 24-26-28-30-32-34 cm að loka máli. Stillið af að næsta umferð sé oddatala í umferð í mynsturteikningu, fellið af fyrstu 6-6-7-7-8-8 lykkjur fyrir handveg, haldið áfram með mynstur eins og áður þar til eftir eru 5-5-6-6-7-7 lykkjur á undan næstu lykkju með merki í, fellið af 11-11-13-13-15-15 lykkjur fyrir handveg, prjónið eins og áður þar til eftir eru 5-5-6-6-7-7 lykkjur í umferð og fellið af síðustu 5-5-6-6-7-7 lykkjur = 108-116-122-142-148-160 lykkjur eftir fyrir framstykki og 108-116-122-142-148-160 lykkjur eftir fyrir bakstykki. Klippið þráðinn. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Fitjið upp 60-60-64-64-68-68 lykkjur á sokkaprjóna 3,5 með DROPS Karisma eða DROPS Daisy. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 10 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 27-27-25-25-23-23 lykkjur jafnt yfir – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 87-87-89-89-91-91 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð í fyrstu lykkju í umferð – látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu. Merkiþráðurinn er notaður þegar auka á út fyrir miðju undir ermi. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4,5. Nú byrjar mynstrið og fyrsta umferðin er prjónuð þannig: Prjónið A.4 yfir fyrstu 1-1-2-2-3-3 lykkjur (merkiþráðurinn situr í fyrstu lykkju), prjónið A.5 (= 14 lykkjur), prjónið A.6 (= 17 lykkjur), A.7 (= 24 lykkjur), A.6 (= 17 lykkjur), prjónið A.8 (= 14 lykkjur) og endið með A.4 yfir síðustu 0-0-1-1-2-2 lykkjur. Haldið áfram með þetta mynstur. Þegar stykkið mælist 12-12-12-12-14-11 cm, aukið út um 2 lykkjur fyrir miðju undir ermi – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING. Aukið svona út með 6½-3½-3-2½-2-2 cm millibili alls 6-10-11-13-14-16 sinnum = 99-107-111-115-119-123 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist ca 48-47-45-45-44-43 cm (það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis). Mátið e.t.v. ermina og prjónið að óskaðri lengd. Stillið af að næsta umferð sé oddatölu umferð í mynsturteikningu og fellið lykkjur af fyrir handveg þannig: Fellið af 6-6-7-7-8-8 lykkjur, prjónið eins og áður þar til eftir eru 5-5-6-6-7-7 lykkjur í umferð og fellið af síðustu 5-5-6-6-7-7 lykkjur = 88-96-98-102-104-108 lykkjur. Klippið þráðinn. Prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið ermar á sama hringprjón 4,5 eins og fram- og bakstykki, þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar) = 392-424-440-488-504-536 lykkjur í umferð. Setjið eitt merki í hverja skiptingu á milli framstykkis/bakstykkis og erma = 4 merki. Látið merkin fylgja með í stykkinu. Merkin eru notuð síðar þegar fækka á lykkjum fyrir laskalínu. Byrjið umferð í skiptingunni á milli bakstykkis og vinstri ermi – setjið e.t.v. eitt merki hér til að merkja byrjun á umferð. Haldið áfram með mynstur eins og áður, en lykkjur hvoru megin við öll 4 merkin eru prjónaðar í sléttprjóni (= 2 lykkjur sléttprjón í hverri skiptingu á milli framstykkis/bakstykkis og erma). Prjónið 1 umferð með mynstri hringinn yfir allar lykkjur. YFIRLIT YFIR NÆSTA KAFLA: Í næstu umferð byrjar úrtaka fyrir laskalínu. Í stærstu stærðum er lykkjum fækkað mismunandi á fram- og bakstykki og ermum. Að auki er lykkjum fækkað fyrir hálsmáli mitt að framan og síðasta umferð er prjónuð fram og til baka frá miðju að framan. Þegar ekki er nægilega mikil til af lykkjum til að gera kaðal, prjónið sléttprjón yfir þessar lykkjur. Lestu kaflann LASKALÍNA og HÁLSMÁL áður en þú prjónar áfram. LASKALÍNA – STÆRÐ S, M og L: Fækkið lykkjum fyrir LASKALÍNA hvoru megin við 4 merkin – sjá útskýringu að ofan. Fækkið lykkjum í annarri hverri umferð alls 15-19-21 sinnum og síðan í hverri umferð alls 18-17-17 sinnum. LASKALÍNA – STÆRÐ XL, XXL og XXXL: Fækkið lykkjum fyrir LASKALÍNA á eftir/undan 4 merkjum – sjá útskýringu að ofan. Í ANNARRI HVERRI UMFERÐ: Í hvorri hlið á ermum: Fækkið alls 25-29-32 sinnum. Í hvorri hlið á framstykki og bakstykki: Fækkið alls 13-17-16 sinnum. Í HVERRI UMFERÐ: Í hvorri hlið á ermum: Fækkið alls 12-9-8 sinnum. Í hvorri hlið á framstykki og bakstykki: Fækkið alls 35-33-40 sinnum. HÁLSMÁL (á við um allar stærðir): Þegar stykkið mælist 47-49-51-53-55-57 cm (stillið af að næsta umferð sé oddatölu umferð í mynsturteikningu), fækkið um 6 lykkjur jafnt yfir miðju 24 lykkjur að framan (= A.7) – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚRTAKA/ÚTAUKNING. Setjið síðan miðju 20-22-24-24-26-26 lykkjur á framstykki á þráð fyrir hálsmáli. Prjónið áfram að byrjun á umferð. Klippið þráðinn frá. Byrjið frá röngu við hálsmál og haldið áfram með mynstur fram og til baka. JAFNFRAMT eru lykkjur felldar af fyrir hálsmáli í hverri umferð frá kanti í hálsmáli þannig: Fellið af 2 lykkjur 2 sinnum og 1 lykkju 1 sinni í hvorri hlið. Eftir alla úrtöku fyrir laskalínu og hálsmáli eru 92-98-96-108-110-110 lykkjur eftir í umferð. Klippið þráðinn frá. Prjónið síðan kant í hálsmáli eins og útskýrt er að neðan. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið mitt að aftan og prjónið upp ca 122-130-130-142-146-146 lykkjur í kringum hálsmál (meðtaldar lykkjur af þræði að framan) á stuttan hringprjón 3,5. Í næstu umferð er lykkjum fækkað jafnt yfir til að koma í veg fyrir að hálsmálið verði of vítt – prjónið 1 umferð slétt og fækkið jafnframt lykkjum jafnt yfir til 92-96-100-104-108-112 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið. Í næstu umferð eru lykkjur auknar út til að koma í veg fyrir að mynstri sem prjóna á dragi stykkið saman – prjónið 1 umferð slétt og aukið jafnframt út 28-24-30-26-32-28 lykkjur jafnt yfir = 120-120-130-130-140-140 lykkjur. Prjónið A.9 hringinn (= 12-12-13-13-14-14 mynstureiningar með 10 lykkjum). Prjónið þar til kantur í hálsmáli mælist ca 8-8-8-10-10-10 cm – eða óskaðri lengd. Í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju yfir hvern kaðal = 108-108-117-117-126-126 lykkjur eftir. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #snowytrailssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 226-16
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.