Geneviève skrifaði:
Pour ce modèle vous ouvrez les boutonnières à droite alors que pour les garçons je pensais que c'était à gauche. Est-ce que je me trompe? Merci pour votre réponse.
21.11.2025 - 17:04DROPS Design svaraði:
Bonjour Geneviève, les boutonnières de ce gilet ont été ouvertes sur la bordure du devant droit, mais vous pouvez naturellement les ouvrir sur la bordure du devant gauche si vous le souhaitez. Bon tricot!
24.11.2025 - 07:31
Martina Zimmer skrifaði:
Vielen Dank für die schnelle Hilfe.
20.11.2025 - 20:49
Martina Zimmer skrifaði:
Hallo, ich habe wohl eine Denksperre. Bei der Zunahme für die Passe, Größe 110/116, wieviele Maschen sind auf den jeweiligen Abschnitten? Vorderteil, Schulter, Rücken. Vielen Dank für eine Antwort..
19.11.2025 - 22:16DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Zimmer, es sind 35 M für das Vorderteil, 1 M mit Markierung, 35 M für den Ärmel, 1 M mit Markieurng, 61 M für das Rückenteil,1 M mit Markierung, 35 M für den Ärmel, 1 M mit Markieurng, und 35 M für das Vorderteil= 35+1+35+1+61+1+35+1+35=205 Maschen. Viel Spaß beim Stricken!
20.11.2025 - 10:18
Chantal KHELIFI skrifaði:
Bonjour Le diagramme est expliqué pour des allers et retours mais maintenant que je veux faire les manches (en rond avec des aiguilles double pointe), je ne sais pas comment faire.... Merci de votre aide
03.11.2025 - 20:28DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Khelifi, quand vous tricotez en rond, vous tricotez les mailles toujours sur l'endroit, ainsi, suivez les indications "sur l'endroit" de la légende des symboles; ainsi au 1er tour, vous tricotez alternativement 1 m end, 1 m env; au 2ème tour, vous tricotez toutes les mailles à l'endroit. Bon tricot!
04.11.2025 - 08:16
Petra Fallert skrifaði:
Wo finde ich das Diagram A.1 ?
02.03.2025 - 21:28DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Fallert, Diagram A.1 finden Sie links der Maßskizze, unter die Zeichnungsbeschreibung. Viel Spaß beim Stricken!
03.03.2025 - 10:53
Rebecca skrifaði:
Bonjour, j\'ai eu beau recommencer plusieurs fois, malgré le col que j\'ai finalement pas fait en double ... Le gilet fini n\'a absolument rien à voir avec la photo de description ... c\'est n\'importe quoi. Il y a un gros souci avec les explications françaises. je ne suis pas débutante, je tricote régulièrement vos patrons mais celui ci est à revoir.
28.12.2024 - 05:04
Irene Fagerheim skrifaði:
Bærestykkeøkning- flytt de 4 merkene slik at de sitter i den ytterste masken på for og bakstykket?? Strikke i str 5/6 og har nå 205m. Hvor er de ytterste maskene? Burde stått antall masker på hvert stykke. Skal eg bare telle 35m på midten til hvert erme? Og sette merke der?
04.10.2024 - 09:06DROPS Design svaraði:
Hei Irene. Ta en titt på hjelpevideoen: Hvordan øke i bærestykket til et plagg med sadelskulder. Du skal sette maskene i den ytterste masken til for -og bakstykket (ikke helt lik videoen), men du ser da hvilken masker som er ytterst. Du finner hjelpevideoer til høyre / eller under bildet. mvh DROPS Design
15.10.2024 - 11:51
Elli skrifaði:
In the instructions for double neck: … When the rib is finished, knit 1 row from the right side, where you increase (…)Purl 1 row from the right side (yarn overs are purled twisted… What should be done on the wrong side row in between these right side rows?
27.06.2024 - 19:52DROPS Design svaraði:
Dear Elli, this row should be worked from wrong side, pattern has now been edited, thanks for your feedback. Happy knitting!
28.06.2024 - 08:21
VOISINplus skrifaði:
Cardigan
27.04.2024 - 10:10
Rei skrifaði:
(11~12 size ) Shouldn't the yoke increase be more than 81stitch?
01.09.2023 - 10:19DROPS Design svaraði:
Dear Rei, before yoke increases, there are 237 sts on needle in this size, then you increase (like raglan) 8 sts a total of 5 times on every other row = 40 sts increased + 237 = 277 sts before dividing. Can this help? Happy knitting!
01.09.2023 - 15:27
Weekend Games#weekendgamescardigan |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir börn úr DROPS Sky. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tvöföldum kanti í hálsmáli, áferðamynstri og axlarsæti. Stærð 3 til 14 ára.
DROPS Children 40-18 |
|||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 87 lykkjur), mínus kanta að framan (t.d. 10 lykkjur) og deilið þeim 77 lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 18) = 4,3. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju – ekki er aukið út yfir kanta að framan. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2 (á við um útaukningu fyrir axlarsæti, ermar og berustykki frá RÉTTU): Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til hægri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til vinstri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-3 (á við um útaukningu fyrir axlarsæti frá RÖNGU): Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til hægri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í aftari lykkjubogann. Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til vinstri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í fremri lykkjubogann. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Byrjið 3 lykkjum á undan lykkju með prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð): Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkju slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist hnappagat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar kantur í hálsi hefur verið prjónaður til loka (þ.e.a.s. í skiptingunni á milli kants í hálsmáli og berustykkis). Fellið síðan af fyrir 4-5-5-6-6-6 næstu hnappagötum með ca 7-7-7½-7-7-7½ cm millibili. LEIÐBEININGAR AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 6. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan, ofan frá og niður. Lykkjur eru auknar út fyrir axlarsæti, síðan eru lykkjur auknar út fyrir ermar og að lokum eru lykkjur auknar út fyrir berustykki. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 87-89-91-93-95-99 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið við miðju að framan) á stuttan hringprjón 3 með Sky. Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju slétt og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 7 cm. Þegar stroffið hefur verið prjónað til loka, prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 18-20-22-24-22-22 lykkjur jafnt yfir – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan = 105-109-113-117-117-121 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu (uppslátturinn er prjónaður snúinn brugðið og 5 ystu lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar slétt = kantur að framan). Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 4. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð mitt að framan, berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! Að auki eru sett 4 ný prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan – þetta er einnig gert án þess að prjóna lykkjur og hvert af þessum 4 prjónamerkjum eru sett á milli 2 lykkja. Prjónamerkin eru notuð þegar auka á út fyrir axlarsæti og prjónamerkin verða að hafa annan lit en prjónamerkið við hálsmál til að aðgreina þau. Fyrsta prjónamerki: Byrjið mitt að framan, teljið 21-22-22-22-22-23 lykkjur (= framstykki), setjið 1. prjónamerki á undan næstu lykkju. Annað prjónamerki: Teljið 15-15-17-19-19-19 lykkjur frá 1. prjónamerki (= axlalykkjur), setjið 2. prjónamerki á undan næstu lykkju. Þriðja prjónamerki: Teljið 33-35-35-35-35-37 lykkjur frá 2. prjónamerki (= bakstykki), setjið 3. prjónamerki á undan næstu lykkju. Fjórða prjónamerki: Teljið 15-15-17-19-19-19 lykkjur frá 3. prjónamerki (= axlalykkjur), setjið 4. prjónamerki á undan næstu lykkju. Nú eru 21-22-22-22-22-23 lykkjur eftir í umferð á eftir 4. prjónamerki (= framstykki). Látið þessi 4 prjónamerki fylgja með í stykkinu, það á að auka út lykkjum við hvert þessa prjónamerkja. ÚTAUKNING FYRIR AXLARSÆTI: Lestu allan kaflann áður en þú prjónar! Stykkið er prjónað áfram í A.1 með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan. JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu eru auknar út 4 lykkjur fyrir axlarsæti þannig: Aukið út á UNDAN 1. og 3. prjónamerki og aukið út á EFTIR 2. og 4. prjónamerki – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2. Einungis er aukið út á framstykki og bakstykki og fjöldi axlalykkja verður sá sami. Í næstu umferð frá röngu eru auknar út 4 lykkjur fyrir axlarsæti þannig: Aukið út á UNDAN 4. og 2. prjónamerki og aukið út á EFTIR 3. og 1. prjónamerki – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-3. Þ.e.a.s. aukið er út í hverri umferð og það er aukið út mismunandi frá réttu og frá röngu, svo að lykkjurnar liggi fallega. Haldið svona áfram með mynstur og aukið út alveg eins í hverri umferð (þ.e.a.s. bæði frá réttu og frá röngu) alls 12-14-16-20-22-26 sinnum = 153-165-177-197-205-225 lykkjur - útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í A.1. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Eftir síðustu útaukningu mælist stykkið ca 4-5-6-7-8-9 cm frá prjónamerki við hálsmál. Aukið síðan út fyrir ermar eins og útskýrt er að neðan. ÚTAUKNING FYRIR ERMAR: Haldið áfram með A.1 og 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan. JAFNFRAMT í næstu umferð frá réttu er aukið út um 4 lykkjur fyrir ermar þannig: Aukið út á EFTIR 1. og 3. prjónamerki og aukið út á UNDAN 2. og 4. prjónamerki – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2. Nú eru einungis aukið út á ermum og fjöldi lykkja á framstykki og bakstykki verður sá sami. Útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í A.1. Aukið svona út í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 10-10-8-7-8-8 sinnum = 193-205-209-225-237-257 lykkjur. Stykkið mælist ca 11-12-12-12-14-15 cm frá prjónamerki við hálsmál. Aukið síðan út fyrir berustykki eins og útskýrt er að neðan. ÚTAUKNING Á BERUSTYKKI: Færið 4 prjónamerkin frá útaukningu á ermum, þannig að hvert af 4 prjónamerkjum sitja í ystu lykkjunni í hvorri hlið á framstykki og bakstykki. Nú eru 35-35-33-33-35-35 lykkjur á milli lykkja með prjónamerki í hvorri ermi. Í næstu umferð frá réttu er aukið út um 8 lykkjur fyrir berustykki með því að auka út bæði á undan og á eftir hverjum af 4 lykkjum með prjónamerki í – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2. Lykkjur eru nú auknar út á framstykki, bakstykki og báðum ermum og útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í A.1. Aukið svona út í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 5-5-6-5-5-4 sinnum = 233-245-257-265-277-289 lykkjur. Þegar allar útaukningar hafa verið gerðar, mælist stykkið ca 15-16-16-16-17-18 cm frá prjónamerki við hálsmáli. Prjónið án útaukninga þar til stykkið mælist 15-16-16-17-18-19 cm frá prjónamerki við hálsmál. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið eins og áður yfir fyrstu 38-40-42-44-46-48 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 46-48-50-50-52-54 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-8-8-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 65-69-73-77-81-85 lykkjur eins og áður (= bakstykki), setjið næstu 46-48-50-50-52-54 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-8-8-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið eins og áður yfir síðustu 38-40-42-44-46-48 lykkjur (= framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 153-161-169-181-189-197 lykkjur. Haldið áfram með A.1 fram og til baka eins og áður með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan. Prjónið þar til stykkið mælist 15-18-21-24-25-26 cm frá skiptingu. Nú eru ca 3 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Skiptið yfir á hringprjóna 3. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju slétt og endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni (stroffið á að passa fallega yfir A.1 með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir garðaprjón). Haldið svona áfram með stroff í 3 cm. Fellið af með garðaprjón yfir garðaprjón, sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá LEIÐBEININGAR AFFELLING! Peysan mælist ca 36-40-44-48-50-52 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 46-48-50-50-52-54 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna 4 - prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-6-8-8-8 nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 52-54-56-58-60-62 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi, þ.e.a.s. í miðju af 6-6-6-8-8-8 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið A.1 hringinn (passið uppá að mynstrið passi við berustykki). Þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 2½-2½-3½-3½-4-4 cm millibili alls 7-8-8-9-9-10 sinnum á hæðina = 38-38-40-40-42-42 lykkjur eftir. Prjónið án úrtöku þar til ermin mælist 21-25-30-34-38-42 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 3 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Skiptið yfir á sokkaprjón 3. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3 cm – passið uppá að stroffið passi fallega yfir A.1. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir LEIÐBEININGAR AFFELLING! Ermin mælist ca 24-28-33-37-41-45 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið stroffið niður efst í hálsmáli að innanverðu á stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfalt uppábrot. Til að koma í veg fyrir að kanturinn í hálsmáli dragist saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. Saumið saman op við miðju framan í köntum að framan með smáu spori. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #weekendgamescardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 34 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 40-18
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.