Lorraine skrifaði:
I'm at the increase stage for the sleeves. Since the increases will be on the right side only, would I follow only Increase Tip 2?
13.11.2024 - 23:58DROPS Design svaraði:
Hi Lorraine, Yes, the increases for the sleeves are from the right side only, so you use Increase tip-2. Happy knitting!
14.11.2024 - 06:54
Aida Isakovic skrifaði:
Hej! Jeg har et spørgsmål ang diagram A 4? Jeg forstår ikke helt rigtig, hvornår skal man strikke det? Mvh Aida
05.02.2024 - 18:59DROPS Design svaraði:
Hei Aida. Under ERMEØKNING og når A.1, A.2 og A.3 er strikket ferdig i høyden, fortsetter mønsteret oppover som før, A.4 viser 1 rapport av mønsteret. Men pass på at A.4 stemmer over maskene fra A.1 til A.3. Under BÆRESTYKKEØKNING og når det skal økes masker på forstykkene, bakstykket og på begge ermene, skal de økte maskene strikkes fortløpende inn i A.4 på bolen og glattstrikk på ermene. mvh DROPS Design
15.02.2024 - 10:15
Hilma skrifaði:
Hej! Stämmer det att det bara går åt 200 g garn (dvs 4 nystan á 50g) till en kofta i strl S?
28.04.2023 - 18:55DROPS Design svaraði:
Hei Hilma. Det stemmer. DROPS Melody er et mykt og lett garn som har en løpelengde på ca 140 meter. Men sjekk målskisse på jakken, og mål på deg selv. Ønsker du en lengre lengde, både erme og bolen, er det jo kjekt å kjøpe et ekstra garnnøste. mvh DROPS Design
02.05.2023 - 09:34
Susan skrifaði:
Hello, have just started this pattern. I have a question regarding the collar/1st buttonhole. I have cast on long tail method, and purled the second row and worked the next row garter and rib. Does the button hole decrease occur on the next row (row 4)?, as in the 'BUTTONHOLES' section, it says to do the first buttonhole decrease when the rib measures 3-4 cm. If the latter is the case, and I follow on with the 'NECK EDGE' section, I knit a further 4cm for the increase? Very confused...
22.04.2022 - 15:51DROPS Design svaraði:
Dear Susan, the decreases for the buttonholes are worked as explained in the BUTTONHOLES section, that is, you work the first one when the work measures 3-4 cm from the cast-on edge (that is, including the rows before starting the rib). In the text, they are simply reminding you not to forget to work the buttonhole. Happy knitting!
23.04.2022 - 17:08
Ginet Tremblay skrifaði:
Bonjour, je débute le col en montant le nombre de mailles demandé. Il est écrit « Tricoter 1 rang envers sur l’envers « . Est-ce que cela signifie que je commence mon ouvrage comme si c’était l’envers ? Merci!
10.03.2022 - 22:27DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Tremblay, lorsque vous avez monté les mailles, tricotez 1 rang en mailles envers, c'est l'envers de l'ouvrage, tournez et tricotez maintenant sur l'endroit, autrement dit, vous aurez 1 rang jersey juste avant les côtes (vu sur l'endroit). Bon tricot!
11.03.2022 - 09:50
Roksana skrifaði:
Hi! I am working on the sleeves now. I made a new stitch from every 4 stitches under under the armpits, and that worked ok but I have loose stitches that creates holes on both sides of those 4 newly added stitches. What have I done wrong?
17.01.2022 - 22:30DROPS Design svaraði:
Hi Roksana, To avoid holes in loose stitches you can work these stitches twisted (work in the back loop). Happy knitting!
18.01.2022 - 08:14
Kathrin skrifaði:
Bin gerade mit der Strickjacke fertig geworden. Trotz Maschenprobe stimmen die Maßangaben nicht wirklich. Die Jacke ist mit am Ausschnitt viel zu weit, im Rücken zu kurz und in den Ärmeln auch. Sehr schade, ist mir mit eurem Anleitungen noch nie passiert.
16.09.2021 - 15:40DROPS Design svaraði:
Liebe Kathrin, stimmt Ihre Maschenprobe nicht nur in der Breite sondern auch in der Höhe? Wenn Sie nicht genau 14 Maschen noch 16 Reihen glattrechts = 10 cm haben, dann werden die fertigen Maßen nicht mit der Skizze stimmen - wenn Sie z.B. mehr als 16 Reihen haben, dann werden die Saddelschulter bzw der Rückenteil zu breit, deshalb ist es in solchen Modellen sehr wichtig die Maschenprobe auch in der Höhe zu bekommen. Hier lesen Sie noch mehr.
17.09.2021 - 07:36
Debora skrifaði:
Buongiorno, vorrei un chiarimento sulle misure finali del golf. Ho lavorato fino alla divisione degli scalfi =26 cm. Poi ho diviso e continuato x 18 cm sul corpo prima di fare 6 cm di bordo. Il totale fa 50 non 54 come da schema finale... Forse sono compresi nel totale anche i 4 cm del bordo collo? Comunque non mi tornano i conti nemmeno con le asole, vengono 5 e non 6,sto lavorando la TG S Grazie mille
03.07.2021 - 12:00DROPS Design svaraði:
Buonasera Debora, se guarda lo schema delle misure, può vedere che il collo non è compreso nei 54 cm. Per le asole, ha lavorato la prima sul collo? Buon lavoro!
04.07.2021 - 20:54
Irene skrifaði:
Er det mulig å bytte garnet til å strikke med air og kid silk ?
28.05.2021 - 07:58DROPS Design svaraði:
Hej Irene, Ja det kan du gøre, garn fra garngruppe A+C = D :)
28.05.2021 - 13:38
Regina skrifaði:
KAARROKKEEN LISÄYKSET: Kun olen tehnyt ensimmäiset lisäykset, niin teenkö seuraavalla oikealla kerroksella siten, että lisäys, 2 s oikein, lisäys? ja sitten seur oikealla krs:lla lisäys, 4 s o, lisäys?? Ohje on epäselvä. VAI lisätäänkö aina silmukat vierekkäin. LISÄKSI: eikö hihoihin tule lainkaan pitsineuletta. Kuvasta ei saa selvää kuvion osalta.
15.05.2021 - 15:11
Sunshine Impressions#sunshineimpressionscardigan |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Melody. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með gatamynstri og axlarsæti. Stærð S - XXXL.
DROPS 221-31 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1, A.2, A.3 og A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 76 lykkjur), mínus kanta að framan (t.d. 10 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 6) = 11. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 11. hverja lykkju – ekki er aukið út yfir kanta að framan. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (frá réttu): Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til hægri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til vinstri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. ÚTAUKNING-3 (frá röngu): Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til hægri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð brugðið í aftari lykkjubogann. Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til vinstri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð brugðið í fremri lykkjubogann. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð): Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkju slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stroff í hálsmáli mælist ca 3-4 cm. Fellið síðan af fyrir 5-5-6-6-6-6 næstu hnappagötum með ca 9-9½-8½-8½-9-9 cm millibili. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan lykkju með prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), prjónið 2 lykkjur snúnar slétt saman (= 2 lykkju r færri). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka, ofan frá og niður. Á berustykki eru lykkjur auknar út fyrir öxl, síðan eru lykkjur auknar út fyrir ermi og að lokum eru lykkjur auknar út fyrir berustykki. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykkið er síðan prjónað fram og til baka, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón / sokkaprjóna, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 76-76-80-80-84-84 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið) á hringprjón 5 með Melody. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð þannig – frá réttu: 5 lykkjur GARÐAPRJÓN - sjá útskýringu að ofan, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir, prjónið 2 lykkjur slétt og 5 lykkjur garðaprjón. Fellt er af fyrir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka í 4 cm, í síðustu umferð eru auknar út 9 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING-1 = 85-85-89-89-93-93 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 6. BERUSTYKKI: Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð – HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! Að auki eru sett 4 ný prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan – þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar og hvert af þessum 4 prjónamerkjum eru sett á milli 2 lykkja. Prjónamerkin eru notuð þegar auka á út fyrir axlarsæti og verða að hafa annan lit en prjónamerki í hálsi til að aðgreina þau. Fyrsta prjónamerki: Teljið 18-18-18-1818-18 lykkjur (= framstykki), setjið 1. prjónamerki á undan næstu lykkju. Annað prjónamerki: Teljið 12-12-14-14-16-16 lykkjur frá 1. prjónamerki (= axlalykkjur), setjið 2. prjónamerki á undan næstu lykkju. Þriðja prjónamerki: Teljið 25-25-25-25-25-25 lykkjur frá 2. prjónamerki (= bakstykki), setjið 3. prjónamerki á undan næstu lykkju. Fjórða prjónamerki: Teljið 12-12-14-14-16-16 lykkjur frá 3. prjónamerki (= axlalykkjur), setjið 4. prjónamerki á undan næstu lykkju. Nú eru 18-18-18-18-18-18 lykkjur eftir á framstykki og eftir 4. prjónamerki. Látið þessi 4 prjónamerki fylgja með í stykkinu, það á að auka út lykkjum við hvert og eitt þessa prjónamerkja. ÚTAUKNING FYRIR AXLARSÆTI: Lestu allan kaflann áður en þú prjónar! Stykkið er nú prjónað í A.1 yfir lykkjur á vinstra framstykki, A.2 yfir lykkjur á bakstykki og A.3 yfir lykkjur á hægra framstykki (sjá mynsturteikningu fyrir þína stærð). Lykkjur á axlarsæti/ermi eru prjónaðar í sléttprjóni, 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið við miðju að framan eru prjónaðar í garðaprjóni. JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er aukið út um 4 lykkjur fyrir axlarsæti þannig: Aukið út á UNDAN 1. og 3. prjónamerki og aukið út á EFTIR 2. og 4. prjónamerki – sjá ÚTAUKNING-2. Einungis er aukið út á framstykki og bakstykki og fjöldi axlalykkja verður sá sami. Í næstu umferð frá röngu eru auknar út 4 lykkjur fyrir axlarsæti þannig: Aukið út á UNDAN 4. og 2. prjónamerki og aukið út um 1 lykkju á EFTIR 3. og 1. prjónamerki – sjá ÚTAUKNING-3. Þ.e.a.s. aukið er út í hverri umferð og það er aukið út mismunandi frá réttu og frá röngu þannig að lykkjurnar liggi fallega. Haldið svona áfram með mynstur og aukið út alveg eins í hverri umferð (þ.e.a.s. bæði frá réttu og frá röngu) alls 12-12-14-14-16-16 sinnum = 133-133-145-145-157-157 lykkjur (útaukningar lykkjur eru prjónaðar inn í mynsturteikningu A.1, A.2 og A.3). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Eftir síðustu útaukningu mælist stykkið ca 8-8-9-9-10-10 cm frá prjónamerki við hálsmál. Aukið síðan út fyrir ermar eins og útskýrt er að neðan. ÚTAUKNING FYRIR ERMAR: ATH: Lykkjum er ekki aukið út í stærð XXXL, farðu áfram í útaukning á berustykki í þessari stærð. STÆRÐ S-M-L-XL-XXL: Prjónið sléttprjón yfir lykkjur á ermum og haldið áfram með mynstur eins og áður á fram- og bakstykki. Þegar A.1, A.2 og A.3 hefur verið prjónað til loka á hæðina, haldið áfram með mynstur eins og áður (A.4 sýnir 1 mynstureiningu á hæðina), passið uppá að A.4 passi yfir lykkjur frá A.1 til A.3. JAFNFRAMT í næstu umferð er aukið út um 4 lykkjur fyrir ermar þannig: Aukið út á EFTIR 1. og 3. prjónamerki og aukið út á UNDAN 2. og 4. prjónamerki – munið eftir ÚTAUKNING-2 og 3. Athugið að nú er einungis aukið út á ermum, en fjöldi lykkja á framstykki og bakstykki verður sá sami. Útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. Aukið svona út í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 5-4-5-4-3 sinnum = 153-149-165-161-169 lykkjur. Stykkið mælist ca 14-12-15-13-13 cm frá prjónamerki við hálsmál. Aukið síðan út fyrir berustykki eins og útskýrt er að neðan. ALLAR STÆRÐIR: ÚTAUKNING Á BERUSTYKKI: Færið 4 prjónamerkin frá útaukningu á ermum, þannig að hvert og eitt af 4 prjónamerkjunum sitja í ystu lykkjunni í hvorri hlið á hvorri ermi. Nú eru 22-20-24-22-22-16 lykkjur á milli lykkja með prjónamerki í hvorri ermi. Í næstu umferð aukið út um 8 lykkjur fyrir berustykki með því að auka út bæði á undan og á eftir hverjum af 4 lykkjum með prjónamerki í – munið eftir ÚTAUKNING-2. Lykkjur eru nú auknar út á framstykki, bakstykki og báðum ermum og útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í A.4 á fram- og bakstykki og í sléttprjóni á ermum. Aukið svona út í annarri hverri umferð (= hverri umferð frá réttu) alls 9-12-12-15-16-19 sinnum = 225-245-261-281-297-309 lykkjur. Þegar öll útaukning hefur verið gerð, mælist stykkið ca 26-28-30-33-34-34 cm frá prjónamerki við hálsmál. Ef stykkið mælist minna en þetta, prjónið áfram eins og áður án útaukninga að réttu máli. Í næstu umferð frá réttu skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið yfir fyrstu 39-42-44-47-50-53 lykkjurnar (= vinstra framstykki), setjið næstu 40-44-48-52-54-54 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 4-4-6-6-8-10 lykkjur undir ermi, prjónið 67-73-77-83-95 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 40-44-48-52-54-54 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 4-4-6-6-8-10 lykkjur undir ermi og prjónið síðustu 39-42-44-47-50-53 lykkjur (= hægra framstykki). Prjónið síðan fram- og bakstykki og ermar hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 153-165-177-189-205-221 lykkjur. Haldið áfram með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni og mynstri eins og áður, lykkjur sem ekki ganga jafnt upp í mynstri í hvorri hlið eru prjónaðar í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 18-18-17-16-16-18 cm frá skiptingu, prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 1 lykkju = 152-164-176-188-204-220 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 5 og prjónið 1 umferð er prjónuð frá röngu þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 2 lykkjur brugðið og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 6 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl. ERMI: Setjið 40-44-48-52-54-54 lykkjur af þræði í annarri hlið á stuttan hringprjón / sokkaprjóna 6. Prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 4-4-6-6-8-10 nýjum lykkjum undir ermi = 44-48-54-58-62-64 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt ámilli nýrra lykkja undir ermi. Það á að fækka lykkjum síðar hvoru megin við þetta prjónamerki. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 3 cm frá skiptingu, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerkið – sjá ÚRTAKA. Endurtakið úrtöku með 5-4-2½-2-2-2 cm millibili alls 5-6-9-10-11-11 sinnum = 34-36-36-38-40-42 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni þar til stykkið mælist 28-27-26-24-24-25 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 10-8-12-10-12-10 lykkjur jafnt yfir = 44-44-48-48-52-52 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 5. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 6 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sunshineimpressionscardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 221-31
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.