×
New Chapter by DROPS Design
Prjónað hálsskjól og handstúkur úr DROPS BabyAlpaca Silk. Stykkið er prjónað í gatamynstri.
DROPS 221-30
DROPS Design: Mynstur bs-164
Garnflokkur A
-------------------------------------------------------
ALLT SETTIÐ:
STÆRÐ:
S/M - L/XL
EFNI:
DROPS BABYALPACA SILK frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
150-150 g litur 2110, ljós gulur
HÁLSSKJÓL:
STÆRÐ:
S/M - L/XL
Mál: Ummál að ofan: ca 63-71 cm. Ummál að neðan: ca 88-99 cm. Hæð: ca 36-39 cm.
EFNI:
DROPS BABYALPACA SILK frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
100-100 g litur 2110, ljós gulur
PRJÓNFESTA:
24 lykkjur á breidd og 32 umferðir á hæð með sléttprjóni = 10 x 10 cm.
PRJÓNAR:
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 3: lengd 40 cm eða 60 cm fyrir sléttprjón.
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 2,5: lengd 40 cm eða 60 cm fyrir kant.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir í grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir í fínni prjóna.
HANDSTÚKUR:
STÆRÐ:
S/M - L/XL
Mál: Ummál þar sem stykkið er minnst: 19-23 cm. Lengd: ca 22-25 cm.
EFNI:
DROPS BABYALPACA SILK frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
50-50 g litur 2110, ljós gulur
PRJÓNFESTA:
26 lykkjur á breidd og 34 umferðir á hæð með sléttprjóni = 10 x 10 cm.
PRJÓNAR:
DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 2,5.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir í grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir í fínni prjóna.
-------------------------------------------------------
UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
-------------------------------------------------------
GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*.
ÚRTAKA (jafnt yfir):
Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 160 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 10) = 16. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna 15. og 16. hverja lykkju slétt saman.
MYNSTUR:
Kragi: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2.
Handstúkur: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.3.
AFFELLING:
Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá einu sinni uppá prjóninn á eftir ca 7. hverja lykkju á kraga / 6. hverja lykkju á handstúkum jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja).
-------------------------------------------------------
BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:
-------------------------------------------------------
HÁLSSKJÓL – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Prjónaður er faldur efst á hálsskjóli – faldurinn er saumaður niður á röngu á stykki.
HÁLSSKJÓL:
Fitjið aðeins laust upp 160-180 lykkjur á hringprjón 2,5 með BabyAlpaca Silk. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 10-10 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA = 150-170 lykkjur. Prjónið 5 umferðir sléttprjón fyrir fald. Næsta umferð er prjónuð þannig: * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* umferðina hringinn (= uppábrot). Prjónið síðan 6 umferðir sléttprjón.
Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið A.1 hringinn (= 15-17 mynstureiningar með 10 lykkjum). Endurtakið A.1 á hæðina þar til stykkið mælist ca 31-34 cm frá uppábroti – endið eftir heila mynstureiningu á hæðina. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Prjónið A.2 hringinn (= 15-17 mynstureiningar með 10 lykkjum). Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, eru 210-238 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 36-39 cm frá uppábroti. Fellið af með sléttum lykkjum – sjá AFFELLING!
FRÁGANGUR:
Brjótið inn faldinn efst á hálsskjóli að röngu og saumið niður fallega með smáu spori.
Til að koma í veg fyrir að kanturinn verði stífur og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur.
-------------------------------------------------------
HANDSTÚKUR – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Handstúkurnar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna, neðan frá og upp. Prjónaður er faldur neðst á handstúkunum – faldurinn er saumaður niður á röngu á stykki.
HANDSTÚKUR:
Fitjið aðeins laust upp 60-70 lykkjur á sokkaprjóna 2,5 með BabyAlpaca Silk. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 10-10 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA = 50-60 lykkjur. Prjónið 5 umferðir sléttprjón fyrir fald. Næsta umferð er prjónuð þannig. * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* umferðina hringinn (= uppábrot). Prjónið síðan 6 umferðir sléttprjón.
Prjónið síðan A.1 hringinn (= 5-6 mynstureiningar með 10 lykkjum). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað alls 4-5 sinnum á hæðina, prjónið A.3 hringinn (5-6 mynstureiningar með 10 lykkjum). Þegar A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, eru 60-72 lykkjur í umferð.
Prjónið umferðir GARÐAPRJÓN hringinn – sjá útskýringu að ofan. Fellið af með sléttum lykkjum – sjá AFFELLING! Prjónið aðra handstúku alveg eins.
FRÁGANGUR:
Brjótið inn faldinn neðst á handstúkum að röngu og saumið niður fallega með smáu spori – passið uppá að saumurinn verði ekki stífur.
Mynstur
|
= slétt lykkja |
|
= brugðin lykkja |
|
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt, svo að það myndist gat |
|
= 2 lykkjur slétt saman |
|
= lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð
|
|
= lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 2 lykkjur slétt saman, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjurnar sem prjónaðar voru saman
|
|
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið, svo ekki myndist gat |
Ich habe beim Kragenachal jetzt bis zur Bruchkante gestrickt und es rollt sich komplett ein, was kann ich tun oder geht das wenn ich weiter stricke weg?
05.03.2022 - 20:10DROPS Design answered:
Liebe Rebecca, Sie können danach den Kragenschal mit Stecknadeln auf einer geeigneten Unterlage spannen, anfeuchten (z.B. mit einer Sprühflasche für Blumen) und trocknen lassen, danach entfernen Sie die Stecknadeln, dann sollte sich der Rand nicht mehr rollen. Viel Spaß beim stricken!
07.03.2022 kl. 08:37Wunderschön
08.01.2021 - 10:49Muster gut für frühj./sommer. sieht gut aus. luftig, leicht.
07.01.2021 - 19:56