Sally Neale skrifaði:
In size XS, S, M, L and XL divide piece before diagrams have been worked vertically. In size XXL continue with stocking stitch when diagram has been worked vertically Not sure what this means do i knit A4 A5 A6 and then split or at what point? thanks.
28.05.2021 - 17:20DROPS Design svaraði:
Dear Sally, the sentence means, that in sizes XS-L you need to split before you finish the patterns, in XL just after you finish the pattern. Happy Knitting!
29.05.2021 - 01:22
Kat Arnett skrifaði:
When inserting 4 markers at the beginning of the yoke the numbers seem to be incorrect. 64/4=16, 80/4=20, 96/4=24 & 112/4=28. Why do the numbers show markers for 15, 19, 23 & 27?
19.02.2021 - 00:51DROPS Design svaraði:
Hi Kat, You insert the markers in the stitches after the 15 stitches (in stitch 16 as you say and with 15 stitches between each marker-stitch) . Happy knitting!
19.02.2021 - 07:32
Gaud skrifaði:
Bonjour, le diagramme A.6, en arrivant au troisième et quatrième rangs de noeuds, la partie de gauche semble commencer une maille plus tard que la succession habituelle de 3 mailles entre chaque noeud: le premier noeud se trouverait à 4 mailles du dernier noeud de A.5. Est-ce correct? Merci beaucoup.
10.02.2021 - 19:41DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Gaud, merci pour votre retour, vous avez raison, le diagramme A.6 a été corrigé -on a bien 3 mailles endroit entre chaque nœud. Bon tricot!
11.02.2021 - 09:06
Christine ADAM skrifaði:
Bonjour ! Peut-on avoir les explications sans aiguilles circulaires ? Pourquoi tous vos modèles se tricotent en rond ? Pourquoi ne proposez vous pas les 2 options ? Merci Christine
04.02.2021 - 18:01DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Adam, les aiguilles circulaires font partie de la culture tricot scandinave, raison pour laquelle nombreux sont nos modèles tricotés sur des aiguilles circulaires. Vous pourrez retrouver plus d'infos à ce sujet ici; Bon tricot!
05.02.2021 - 08:03
Ida skrifaði:
Warm Stripes
10.01.2021 - 09:36
Jurgita skrifaði:
Back to Nature
09.01.2021 - 16:44
Fatima skrifaði:
Nice!
09.01.2021 - 02:36
Ana Silva skrifaði:
Snow beauty
08.01.2021 - 19:13
Carola Wijma skrifaði:
Happy Stripes
08.01.2021 - 06:55
Marta skrifaði:
Countryside summer
07.01.2021 - 21:53
Northern Spring#northernspringsweater |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr 2 þráðum DROPS Sky. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í vinkil með gatamynstri og hnútum. Stærð XS - XXL.
DROPS 223-8 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.8 (A.7 og A.8 á við um teikningu). ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 66 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 14) = 4,7. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 4. og 5. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um mitt að framan/aftan + axlir): Prjónið að lykkju með prjónamerki í, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt (prjónamerki situr í þessari lykkju), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Endurtakið við hvert og eitt af þeim 3 lykkjum sem eftir eru með prjónamerki í (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Nýjar lykkjur eru prjónaðar inn í mynstrið eins og útskýrt í mynsturteikningu (það eiga að myndast göt). ÚRTAKA (á við um hliðar á fram- og bakstykki og ermar): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan lykkju með prjónamerki í, prjónið 2 lykkju slétt saman, prjónið 1 lykkju slétt (prjónamerki situr í þessari lykkju), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring ofan frá og niður. Síðan skiptist stykkið mitt að framan/mitt að aftan og prjónað er fram og til baka í 2 stykkjum (= hliðar) – þetta er gert til að kanturinn að neðan verði beinn, ekki oddhvass. Stroffið er prjónað í hring í lokin. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón/sokkaprjóna, ofan frá og niður. Síðan skiptist stykkið og prjónað er fram og til baka eins og neðst á fram- og bakstykki. Stroffið er prjónað í hring í lokin. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 64-66-68-70-74-78 lykkjur á stuttan hringprjón 5 með 2 þráðum Sky. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3 cm. Skiptið yfir á hringprjón 6. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 0-14-12-26-22-34 lykkjur = 64-80-80-96-96-112 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki hér. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! BERUSTYKKI: Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið án þess að prjóna þannig: Setjið eitt prjónamerki í fyrstu lykkju (= mitt á öxl), setjið síðan 3 prjónamerki til viðbótar með 15-19-19-23-23-27 lykkjur á milli hverra lykkja með prjónamerki í. Aukið síðan út hvoru megin við lykkjur með prjónamerki í og prjónið mynstur þannig: Prjónið 1 lykkju slétt (= lykkja með prjónamerki í mitt á vinstri öxl), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið A.1 yfir næstu 4 lykkjur, A.2 yfir næstu 8-12-12-16-16-20 lykkjur, A.3 yfir næstu 3 lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt (= lykkja með prjónamerki í mitt að aftan), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið A.1 yfir næstu 4 lykkjur, A.2 yfir næstu 8-12-12-16-16-20 lykkjur, A.3 yfir næstu 3 lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt (= lykkja með prjónamerki í mitt á hægri öxl), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið A.1 yfir næstu 4 lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt (= lykkja með prjónamerki í mitt að framan), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið A.1 yfir næstu 4 lykkjur, A.2 yfir næstu 8-12-12-16-16-20 lykkjur, A.3 yfir næstu 3 lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Nú hefur verið aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hverja lykkju með prjónamerki í – sjá ÚTAUKNING-2. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið áfram með mynstur og aukið svona út í annarri hverri umferð þar til aukið hefur verið út alls 23-23-26-28-30-31 sinnum hvoru megin við lykkjur með prjónamerki í (= 248-264-288-320-336-360 lykkjur í umferð) – Í hverri umferð með brugðnum lykkjum í mynsturteikningu eru 4 lykkjur með prjónamerki í prjónaðar brugðið! JAFNFRAMT þegar A.1 til A.3 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið mynstur þannig: * 1 lykkja slétt (lykkja með prjónamerki í), A.4 yfir fyrstu 3 lykkjur, A.5 þar til 2 lykkjur eru eftir á undan næsta prjónamerki, prjónið A.6 yfir síðustu 2 lykkjurnar á undan næsta prjónamerki *, prjónið frá *-* hringinn í umferð og haldið áfram með útaukningar eins og áður í annarri hverri umferð. Í stærð XS, S, M, L og XL skiptist stykkið áður en mynsturteikningin hefur verið prjónuð til loka á hæðina. Í stærð XXL er haldið áfram með sléttprjón þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka á hæðina. Þegar allar útaukningar hafa verið gerðar mælist stykkið ca 29-29-33-35-38-39 cm í prjónstefnu frá eftir kanti í hálsmáli. Klippið þráðinn frá. Næsta umferð er prjónuð þannig: Setjið fyrstu 26-27-30-33-34-35 lykkjur á þráð fyrir hálfri ermi, fitjið upp 3-3-3-3-4-4 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 73-79-85-95-101-111 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 51-53-59-65-67-69 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 5-5-5-5-7-7 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 73-79-85-95-101-111 lykkjur (= framstykki), setjið þær 25-26-29-32-33-34 lykkjur sem eftir eru á fyrri þráðinn fyrir ermi og fitjið upp 2-2-2-2-3-3 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi). Setjið 1 prjónamerki í miðjulykkju á hvora öxl og setjið 1 prjónamerki í miðjulykkju mitt að aftan. Látið prjónamerkin sitja þarna – STYKKIÐ ER NÚ MÆLT HÉÐAN! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 156-168-180-200-216-236 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í fyrstu lykkju í umferð og setjið 1 prjónamerki í 3.-3.-3.-3.-4.-4. lykkju af 5-5-5-5-7-7 lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir annarri erminni, látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu (= hliðar). Í XS, S, M og L er prjónað í hring með mynstri eins og áður þar til mynsturteikningin hefur verið prjónuð til loka, síðan er prjónað sléttprjón. Í stærð XL og XXL er mynstrið tilbúið og prjónað er sléttprjón. Prjónið þannig: Haldið áfram hringinn með mynstri/sléttprjóni og útaukningu mitt að aftan og mitt að framan eins og áður, JAFNFRAMT er fækkað um 2 lykkjur við 2 ný prjónamerki í hliðum – sjá ÚRTAKA-1 (þetta er gert til að lykkjufjöldinn haldist stöðugur). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð til loka. Hvoru megin við úrtöku í hvorri hlið eru prjónaðar jafnmargar lykkjur af mynstri eins og pláss er fyrir í hliðum. Þær lykkjur sem eru eftir eru prjónaðar í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist ca 11-13-10-10-9-9 cm frá prjónamerki sem er sett mitt að aftan (stykkið mælist ca 47-49-51-53-55-57 cm frá öxl og niður og það eru eftir ca 5 cm að loka máli, klippið þráðinn frá. Setjið lykkju með prjónamerki í mitt að aftan + lykkjur að framan á undan lykkju með prjónamerki í mitt að framan á þráð (= hálft bakstykki + hálft framstykki), það á að prjóna aðeins síðar yfir þessar lykkjur. Nú er hálft framstykki og hálft bakstykki á prjóninum. HÁLFT FRAMSTYKKI/BAKSTYKKI: Nú á að prjóna fram og til baka jafnframt því sem lykkjur eru felldar af í hlið, þannig að kanturinn að neðan verði beinn. Sjá teikningu A.7 fyrir þennan hluta. Byrjið frá réttu og fellið af lykkju með prjónamerki í mitt að framan/mitt að aftan. Prjónið sléttprjón fram og til baka – JAFNFRAMT eru felldar af 2 lykkjur í byrjun á hverri umferð og úrtaka hvoru megin við lykkju með prjónamerki í (þ.e.a.s. í hlið) heldur áfram í annarri hverri umferð eins og áður til loka. Haldið svona áfram þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, klippið þráðinn frá, þræðið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru og festið vel. HÁLFT FRAMSTYKKI/BAKSTYKKI: Setjið lykkjur af þræði á hringprjón 6 og prjónið á sama hátt og hitt hálfa framstykkið/bakstykkið. NEÐRI KANTUR: Byrjið í annarri hlið og prjónið upp ca 132-142-156-170-182-204 lykkjur meðfram öllum neðri kantinum á hringprjón 6 með 2 þráðum (lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 2) – prjónið upp innan við úrtöku, þannig að úrtakan verði ekki sýnileg. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 5 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. ERMI: Setjið 51-53-59-65-67-69 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón eða sokkaprjón 6, prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 5-5-5-5-7-7 lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 56-58-64-70-74-76 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í 3.-3.-3.-3.-4.-4. lykkju af 5-5-5-5-7-7 lykkjum undir ermi, látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu. Haldið áfram með mynstur/sléttprjón alveg eins og á fram- og bakstykki og útaukningu mitt á ermi eins og áður, JAFNFRAMT er lykkjum fækkað við prjónamerki undir ermi – munið eftir ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð til loka. Haldið svona áfram þar til ermin mælist ca 24-24-20-19-16-14 cm frá prjónamerki í miðjulykkju á öxl (nú eru eftir ca 5 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). Prjónið nú fram og til baka jafnframt því sem lykkjur eru felldar af í hvorri hlið, svo að kanturinn að neðan verði beinn – sjá teikningu A.8 fyrir þennan hluta. Byrjið frá réttu og fellið af lykkju með prjónamerki í mitt á ermi. Haldið áfram í sléttprjóni og með úrtöku við prjónamerki mitt undir ermi eins og áður – JAFNFRAMT eru felldar af 2 lykkjur í byrjun á hverri umferð. Haldið svona áfram þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð. Klippið þráðinn frá, þræðið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru. Prjónið hina ermina á sama hátt. KANTUR ERMI: Byrjið mitt undir ermi og prjónið upp ca 48-48-56-58-64-68 lykkjur meðfram öllum neðri kanti á sokkaprjóna 5 með 2 þráðum (lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 2) – prjónið upp innan við úrtöku, þannig að úrtakan verði ekki sýnileg. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 5 cm, fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið hinn kant á ermi á sama hátt. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #northernspringsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 223-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.