Cath skrifaði:
Bonjour, j'ai besoin de vos lumières pour savoir quand diviser l'ouvrage en taille M Je vous remercie par avance de votre réponse. Cordialement Cath
20.02.2025 - 11:23
Cath skrifaði:
Bonjour, j'ai besoin de vos lumières pour savoir quand diviser l'ouvrage en taille M Je vous remercie par avance de votre réponse. Cordialement Cath
20.02.2025 - 11:22
Cath skrifaði:
Bonjour, j'ai besoin de vos lumières pour savoir quand diviser l'ouvrage en taille M Je vous remercie par avance de votre réponse. Cordialement Cath
20.02.2025 - 11:20DROPS Design svaraði:
Bonjour Cath, vous pouvez d'ores et déjà visionner la vidéo ou bien regarder les photos de la leçon qui montrent toutes les deux comment tricoter un pull de haut en bas et comment le diviser à la fin de l'empiècement. Dans les 2 cas, on tricote un raglan, mais la partie qui vous concerne pour la division se fera de la même façon. Bon tricot!
20.02.2025 - 14:40
Sara skrifaði:
Hi, can you share what size the model is wearing in the pictures? Thx!
08.11.2023 - 19:29DROPS Design svaraði:
Dear Sara, most of the time our models wear either a size S or a size M, but as we all are different, the best way to find the matching size is to measure a similar garment you have and like the shape and compare these measurements to the ones in the chart. Read more here. Happy knitting!
09.11.2023 - 08:20
Lynn skrifaði:
Hello Please can you help me with a written pattern of this sweater instead of a diagram pattern. I have difficulty to focus on diagram pattern with my eyes. Much appreciated ☺️
03.09.2023 - 20:11DROPS Design svaraði:
Dear Lynn, we don't make custom patterns; this is the only format of this pattern available. You can print the charts and enlarge them so that you may see them more easily. You can also ask for any questions regarding the charts here. Happy knitting!
03.09.2023 - 23:55
Soledad skrifaði:
No entiendo bien como debo hacer la parte de abajo de este jersey , ruego me lo aclaren. Gracias
18.11.2022 - 14:29DROPS Design svaraði:
Hola Soledad, puedes ver en el siguiente video cómo recoger puntos para la orilla inferior: https://www.garnstudio.com/video.php?id=59&lang=es
20.11.2022 - 23:25
Huguette St-Germain skrifaði:
Merci pour votre prompte réponse. J'avais bien compris alors. Le fait est que 38 cm de longueur totale avant de diviser est beaucoup trop long pour moi et la phrase "qu'on doit diviser l'ouvrage avant la fin des diagrammes" m'a induite en erreur. On doit faire les diagrammes au complet en fin de compte (d'augmentations) ! J'ai l'idée de continuer avec le nombre de mailles en grandeur Petit, en ajustant les longueurs, le cas échéant. Je vous en donne des nouvelles !
19.01.2022 - 15:34
Huguette St-Germain skrifaði:
Je tricote le modèle en grandeur XL. C'est écrit qu'on doit diviser l'ouvrage avant la fin des diagrammes. À combien de mailles? présentement, j'ai arrêté à l'endroit où chaque section comporte également 67 mailles. Combien de mailles dois-je glisser en attente pour les manches? et combien dois-je en garder pour les dos/devant? merci !
18.01.2022 - 19:55DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme St-Germain, en XL, vous devez augmenter 31 fois tous les 2 tours, vous avez 336 mailles sur l'aiguille, et votre ouvrage doit mesurer 38 cm, vous coupez le fil pour diviser les mailles pour le dos/le devant et les manches. Continuez le point fantaisie en même temps, jusqu'à ce qu'il soit terminé, puis vous continuerez en jersey. Bon tricot!
19.01.2022 - 08:36
Kosa Timea skrifaði:
A fél eleje/háta résznél a lelancolást nem értem. Minden sor elején ( akkor is ha a fonáján kötök?) leláncolunk 2 szemet? A 2 szem leláncolása azt jelenti, hogy 2 szemmel kevesebb lesz ? Köszönöm a választ!
14.01.2022 - 17:59
Michele Leijten skrifaði:
Ik heb een vraag over het patroon. Bij het breien van de knoop "steek" (in A.1 tm A.6), is het dan de bedoeling dat je afwisselend in de voorste en achterste lus van dezelfde steek meerdert (voor achter voor achter voor)? Ik snap de beschrijving niet (ook niet in een andere taal). Een video van deze steek zou wel handig zijn (ik had al gezocht maar de huidige video's volgen deze beschrijving niet)
03.08.2021 - 14:16DROPS Design svaraði:
Dag Michelle,
Je brei inderdaad afwisselend in de voorste en de achterste lus, (dus voor, achter, voor, achter, voor). Er is inderdaad geen video van deze knoop.
07.08.2021 - 10:45
Northern Spring#northernspringsweater |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr 2 þráðum DROPS Sky. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í vinkil með gatamynstri og hnútum. Stærð XS - XXL.
DROPS 223-8 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.8 (A.7 og A.8 á við um teikningu). ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 66 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 14) = 4,7. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 4. og 5. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um mitt að framan/aftan + axlir): Prjónið að lykkju með prjónamerki í, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt (prjónamerki situr í þessari lykkju), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Endurtakið við hvert og eitt af þeim 3 lykkjum sem eftir eru með prjónamerki í (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Nýjar lykkjur eru prjónaðar inn í mynstrið eins og útskýrt í mynsturteikningu (það eiga að myndast göt). ÚRTAKA (á við um hliðar á fram- og bakstykki og ermar): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan lykkju með prjónamerki í, prjónið 2 lykkju slétt saman, prjónið 1 lykkju slétt (prjónamerki situr í þessari lykkju), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring ofan frá og niður. Síðan skiptist stykkið mitt að framan/mitt að aftan og prjónað er fram og til baka í 2 stykkjum (= hliðar) – þetta er gert til að kanturinn að neðan verði beinn, ekki oddhvass. Stroffið er prjónað í hring í lokin. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón/sokkaprjóna, ofan frá og niður. Síðan skiptist stykkið og prjónað er fram og til baka eins og neðst á fram- og bakstykki. Stroffið er prjónað í hring í lokin. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 64-66-68-70-74-78 lykkjur á stuttan hringprjón 5 með 2 þráðum Sky. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3 cm. Skiptið yfir á hringprjón 6. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 0-14-12-26-22-34 lykkjur = 64-80-80-96-96-112 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki hér. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! BERUSTYKKI: Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið án þess að prjóna þannig: Setjið eitt prjónamerki í fyrstu lykkju (= mitt á öxl), setjið síðan 3 prjónamerki til viðbótar með 15-19-19-23-23-27 lykkjur á milli hverra lykkja með prjónamerki í. Aukið síðan út hvoru megin við lykkjur með prjónamerki í og prjónið mynstur þannig: Prjónið 1 lykkju slétt (= lykkja með prjónamerki í mitt á vinstri öxl), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið A.1 yfir næstu 4 lykkjur, A.2 yfir næstu 8-12-12-16-16-20 lykkjur, A.3 yfir næstu 3 lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt (= lykkja með prjónamerki í mitt að aftan), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið A.1 yfir næstu 4 lykkjur, A.2 yfir næstu 8-12-12-16-16-20 lykkjur, A.3 yfir næstu 3 lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt (= lykkja með prjónamerki í mitt á hægri öxl), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið A.1 yfir næstu 4 lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt (= lykkja með prjónamerki í mitt að framan), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið A.1 yfir næstu 4 lykkjur, A.2 yfir næstu 8-12-12-16-16-20 lykkjur, A.3 yfir næstu 3 lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Nú hefur verið aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hverja lykkju með prjónamerki í – sjá ÚTAUKNING-2. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið áfram með mynstur og aukið svona út í annarri hverri umferð þar til aukið hefur verið út alls 23-23-26-28-30-31 sinnum hvoru megin við lykkjur með prjónamerki í (= 248-264-288-320-336-360 lykkjur í umferð) – Í hverri umferð með brugðnum lykkjum í mynsturteikningu eru 4 lykkjur með prjónamerki í prjónaðar brugðið! JAFNFRAMT þegar A.1 til A.3 hefur verið prjónað til loka á hæðina, prjónið mynstur þannig: * 1 lykkja slétt (lykkja með prjónamerki í), A.4 yfir fyrstu 3 lykkjur, A.5 þar til 2 lykkjur eru eftir á undan næsta prjónamerki, prjónið A.6 yfir síðustu 2 lykkjurnar á undan næsta prjónamerki *, prjónið frá *-* hringinn í umferð og haldið áfram með útaukningar eins og áður í annarri hverri umferð. Í stærð XS, S, M, L og XL skiptist stykkið áður en mynsturteikningin hefur verið prjónuð til loka á hæðina. Í stærð XXL er haldið áfram með sléttprjón þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka á hæðina. Þegar allar útaukningar hafa verið gerðar mælist stykkið ca 29-29-33-35-38-39 cm í prjónstefnu frá eftir kanti í hálsmáli. Klippið þráðinn frá. Næsta umferð er prjónuð þannig: Setjið fyrstu 26-27-30-33-34-35 lykkjur á þráð fyrir hálfri ermi, fitjið upp 3-3-3-3-4-4 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 73-79-85-95-101-111 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 51-53-59-65-67-69 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 5-5-5-5-7-7 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 73-79-85-95-101-111 lykkjur (= framstykki), setjið þær 25-26-29-32-33-34 lykkjur sem eftir eru á fyrri þráðinn fyrir ermi og fitjið upp 2-2-2-2-3-3 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi). Setjið 1 prjónamerki í miðjulykkju á hvora öxl og setjið 1 prjónamerki í miðjulykkju mitt að aftan. Látið prjónamerkin sitja þarna – STYKKIÐ ER NÚ MÆLT HÉÐAN! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 156-168-180-200-216-236 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í fyrstu lykkju í umferð og setjið 1 prjónamerki í 3.-3.-3.-3.-4.-4. lykkju af 5-5-5-5-7-7 lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir annarri erminni, látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu (= hliðar). Í XS, S, M og L er prjónað í hring með mynstri eins og áður þar til mynsturteikningin hefur verið prjónuð til loka, síðan er prjónað sléttprjón. Í stærð XL og XXL er mynstrið tilbúið og prjónað er sléttprjón. Prjónið þannig: Haldið áfram hringinn með mynstri/sléttprjóni og útaukningu mitt að aftan og mitt að framan eins og áður, JAFNFRAMT er fækkað um 2 lykkjur við 2 ný prjónamerki í hliðum – sjá ÚRTAKA-1 (þetta er gert til að lykkjufjöldinn haldist stöðugur). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð til loka. Hvoru megin við úrtöku í hvorri hlið eru prjónaðar jafnmargar lykkjur af mynstri eins og pláss er fyrir í hliðum. Þær lykkjur sem eru eftir eru prjónaðar í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist ca 11-13-10-10-9-9 cm frá prjónamerki sem er sett mitt að aftan (stykkið mælist ca 47-49-51-53-55-57 cm frá öxl og niður og það eru eftir ca 5 cm að loka máli, klippið þráðinn frá. Setjið lykkju með prjónamerki í mitt að aftan + lykkjur að framan á undan lykkju með prjónamerki í mitt að framan á þráð (= hálft bakstykki + hálft framstykki), það á að prjóna aðeins síðar yfir þessar lykkjur. Nú er hálft framstykki og hálft bakstykki á prjóninum. HÁLFT FRAMSTYKKI/BAKSTYKKI: Nú á að prjóna fram og til baka jafnframt því sem lykkjur eru felldar af í hlið, þannig að kanturinn að neðan verði beinn. Sjá teikningu A.7 fyrir þennan hluta. Byrjið frá réttu og fellið af lykkju með prjónamerki í mitt að framan/mitt að aftan. Prjónið sléttprjón fram og til baka – JAFNFRAMT eru felldar af 2 lykkjur í byrjun á hverri umferð og úrtaka hvoru megin við lykkju með prjónamerki í (þ.e.a.s. í hlið) heldur áfram í annarri hverri umferð eins og áður til loka. Haldið svona áfram þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð, klippið þráðinn frá, þræðið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru og festið vel. HÁLFT FRAMSTYKKI/BAKSTYKKI: Setjið lykkjur af þræði á hringprjón 6 og prjónið á sama hátt og hitt hálfa framstykkið/bakstykkið. NEÐRI KANTUR: Byrjið í annarri hlið og prjónið upp ca 132-142-156-170-182-204 lykkjur meðfram öllum neðri kantinum á hringprjón 6 með 2 þráðum (lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 2) – prjónið upp innan við úrtöku, þannig að úrtakan verði ekki sýnileg. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 5 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING. ERMI: Setjið 51-53-59-65-67-69 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón eða sokkaprjón 6, prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 5-5-5-5-7-7 lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 56-58-64-70-74-76 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í 3.-3.-3.-3.-4.-4. lykkju af 5-5-5-5-7-7 lykkjum undir ermi, látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu. Haldið áfram með mynstur/sléttprjón alveg eins og á fram- og bakstykki og útaukningu mitt á ermi eins og áður, JAFNFRAMT er lykkjum fækkað við prjónamerki undir ermi – munið eftir ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð til loka. Haldið svona áfram þar til ermin mælist ca 24-24-20-19-16-14 cm frá prjónamerki í miðjulykkju á öxl (nú eru eftir ca 5 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). Prjónið nú fram og til baka jafnframt því sem lykkjur eru felldar af í hvorri hlið, svo að kanturinn að neðan verði beinn – sjá teikningu A.8 fyrir þennan hluta. Byrjið frá réttu og fellið af lykkju með prjónamerki í mitt á ermi. Haldið áfram í sléttprjóni og með úrtöku við prjónamerki mitt undir ermi eins og áður – JAFNFRAMT eru felldar af 2 lykkjur í byrjun á hverri umferð. Haldið svona áfram þar til 3 lykkjur eru eftir í umferð. Klippið þráðinn frá, þræðið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru. Prjónið hina ermina á sama hátt. KANTUR ERMI: Byrjið mitt undir ermi og prjónið upp ca 48-48-56-58-64-68 lykkjur meðfram öllum neðri kanti á sokkaprjóna 5 með 2 þráðum (lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 2) – prjónið upp innan við úrtöku, þannig að úrtakan verði ekki sýnileg. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 5 cm, fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið hinn kant á ermi á sama hátt. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #northernspringsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 223-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.