Aschenbach, Ellen skrifaði:
Sieht super aus! Sehr geschmackvoll! Danke!
06.06.2020 - 15:09
Helen Wilson skrifaði:
Sorry for the previous typo - "Barley corn jumper"!
05.06.2020 - 11:36
Fanny skrifaði:
Underbara färger och fin modell! Hoppas den kommer med!
05.06.2020 - 08:31
Mikado#mikadosweater |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki úr DROPS Sky. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tveggja lita klukkuprjóni og lettneskum köðlum. Stærð S - XXXL.
DROPS 216-7 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning A.1 og A.2 er prjónuð í sléttprjóni með tveggja lita mynstri. Mynsturteikning A.3 og A.4 er prjónuð í tveggja lita klukkuprjóni. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 122 lykkjur) og deilið þeim með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 14) = 8,71. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftri ca 9. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. LETTNESKUR KAÐALL: UMFERÐ 1: Prjónið * 1 lykkja slétt með litnum gallabuxnablár, 1 lykkja slétt með litnum ljós beige *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. UMFERÐ 2: Leggið báða þræðina á framhlið á stykki (að þér). Dragið þráðinn með litnum gallabuxnablár yfir á bakhlið, prjónið 1 lykkju brugðið og dragið þráðinn til baka að framhlið. Dragið þráðinn með litnum ljós beige undir þráðinn með litnum gallabuxnablár og síðan yfir að bakhlið, prjónið 1 lykkju brugðið og dragið þráðinn til baka að framhlið. Haldið svona áfram með brugðnar lykkjur til skiptis með litnum gallabuxnablár og ljós beige, en dragið alltaf þráðinn UNDIR þráðinn frá síðustu lykkju sem var prjónuð. UMFERÐ 3: Prjónið eins og 2. umferð, en nú er þráðurinn dreginn alltaf yfir þráðinn frá fyrri lykkju sem var prjónuð. ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt í þessum lykkjum), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir brugðið svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjóna frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 118-122-126-134-140-146 lykkjur á hringprjón 3 með litnum karrí. Prjónið 1 umferð slétt. Skiptið yfir í litinn ljós beige (klippið frá þráðinn með karrí). Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Haldið svona áfram með stroff í 7-8-8-9-9-10 cm, frá uppfitjunarkanti. Skiptið yfir á hringprjón 4. BERUSTYKKI: UMFERÐ 1: Prjónið sléttar lykkjur á meðan aukið er út um 14-14-18-18-22-26 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING-1 = 132-136-144-152-162-172 lykkjur. UMFERÐ 2: Prjónið brugðið. Skiptið yfir í litinn karrí, klippið frá þráðinn í litnum ljós beige. UMFERÐ 3: Prjónið sléttar lykkjur á meðan aukið er út um 20-20-20-20-26-28 lykkjur jafnt yfir = 152-156-164-172-188-200 lykkjur. UMFERÐ 4: Prjónið brugðið. UMFERÐ 5: Prjónið A.1 (= 4 lykkjur) = 38-39-41-43-47-50 sinnum á breidd. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er prjónað áfram þannig: Skiptið yfir í litinn karrí (það þarf ekki að klippa frá þráðinn í litnum ljós beige, það á að nota hann bráðlega). UMFERÐ 1: Prjónið sléttar lykkjur á meðan aukið er út um 12-12-14-16-20-28 lykkjur jafnt yfir = 164-168-176-188-208-228 lykkjur. UMFERÐ 2: Prjónið brugðið. UMFERÐ 3: Prjónið A.2 (= 4 lykkjur) = 41-42-44-47-52-57 sinnum á breidd. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, mælist stykkið ca 12-13-13-14-14-15 cm. Prjónið sléttprjón með litnum ljós beige á þar til stykkið mælist 12-13-13-14-15-17 cm. Prjónið síðan þannig: Skiptið yfir í litinn gallabuxnablár (klippið frá þráðinn í litnum ljós beige) og prjónið síðan með hringprjón 3. UMFERÐ 1: Prjónið sléttar lykkjur á meðan aukið er út um 4-2-4-2-2-2 lykkjur jafnt yfir = 168-170-180-190-210-230 lykkjur. UMFERÐ 2: Prjónið brugðið. UMFERÐ 3: Prjónið A.4 (= 4 lykkjur), A.3 yfir 8-6-6-6-6-6 lykkjur (= 4-3-3-3-3-3 sinnum á breidd) *, prjónið frá *-* yfir allar lykkjur (= 14-17-18-19-21-23 sinnum á breidd). Þegar A.3 og A.4 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 280-306-324-342-378-414 lykkjur í umferð. Prjónið 1 umferð slétt með litnum gallabuxnablár. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið LETTNESKUR KAÐALL – sjá útskýringu að ofan. Stykkið mælist ca 21-22-22-23-24-26 cm. Prjónið nú stykkið áfram með litnum ljós beige. Prjónið sléttprjón. Útaukningu er lokið í stærð S-M-L, en heldur áfram í stærð XL-XXL-XXXL. STÆRÐ XL-XXL-XXXL: Í næstu umferð frá réttu er aukið út um 12-14-12 lykkjur jafnt yfir = 354-392-426 lykkjur. Endurtakið útaukningu eftir 2 cm = 366-406-438 lykkjur. ALLAR STÆRÐIR: = 280-306-324-366-406-438 lykkjur. Prjónið sléttprjón. Þegar stykkið mælist 22-24-25-28-29-31 cm frá uppfitjunarkanti, skiptist stykkið til fram- og bakstykki og ermar í næstu umferð þannig: Prjónið 40-44-47-53-59-65 lykkjur sléttprjón (= hálft bakstykki, setjið næstu 60-64-68-76-84-88 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 8 lykkjur undir ermi, prjónið 80-90-94-108-120-132 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 60-64-68-76-84-88 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 8 lykkjur undir ermi, prjónið 40-44-47-53-59-65 lykkjur sléttprjón (= hálft bakstykki). FRAM- OG BAKSTYKKI: = 176-194-204-230-254-278 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt á milli 8 lykkja sem fitjaðar voru upp undir ermi (= í hliðar á fram- og bakstykki). Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, það á að nota þau síðar þegar auka á út í hliðum. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 3 cm frá skiptingu, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerkin (= 4 lykkjur fleiri) – sjá ÚTAUKNING-2. Aukið svona út með 3-5-4-4-4-3 cm millibili alls 7-5-6-6-6-7 sinnum = 211-223-237-263-287-315 lykkjur. Þegar stykkið mælist 27-27-28-27-28-28 cm frá skiptingu, skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Fellið af með sléttum lykkjum þegar stroffið mælist 4 cm – sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl og niður. ERMI: Ermin er prjónuð í hring í sléttprjóni með litnum ljós beige. Setjið 60-64-68-76-84-88 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna 4 og prjónið upp 1 lykkju í hverja og eina af 8 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 68-72-76-84-92-96 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt á milli 8 lykkja undir ermi (það á síðar að fækka lykkjum hvoru megin við þetta prjónamerki). Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki (= 2 lykkjur færri) – sjá ÚRTAKA! Fækkið lykkjum svona með 2½-2½-2-1½-1½-1 cm millibili alls 12-13-14-17-20-21 sinnum = 44-46-48-50-52-54 lykkjur. Þegar stykkið mælist 37-36-35-33-32-31 cm frá skiptingu, prjónið lettneskan kaðal. Prjónið 2 umferðir sléttprjón. Skiptið yfir á sokkaprjón 3 og prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) yfir allar lykkjur. Fellið af með sléttum lykkjum þegar stroffið mælist ca 4 cm. Ermin mælist alls ca 42-41-40-38-37-36 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #mikadosweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 216-7
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.