Anita skrifaði:
Erg mooi 🥰
30.01.2020 - 23:08
Lenah Sparv skrifaði:
Jättefin! Fantastisk!!!!! Vill gärna sticka denna modell. Hoppas att det kommer ett mönster innan sommaren!
30.01.2020 - 22:13
Murielle skrifaði:
I love it
29.01.2020 - 18:00
Anja skrifaði:
Erg mooi, vooral in deze kleur!
20.01.2020 - 23:53
Lea skrifaði:
Kaunis, ootan mustrit
23.12.2019 - 11:23
Ursula skrifaði:
Very nice, please publish the pattern so I can knit it.
11.12.2019 - 18:18
Copper Rose#copperrosetop |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki, laskalínu, gatamynstri á berustykki og ¾ löngum ermum. Stærð XS- XXL.
DROPS 212-10 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 114 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 18) = 6,3. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn eftir ca 6. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum þá er í þessu dæmi prjónuð ca 5. og 6. hver lykkja slétt saman. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. LASKALÍNA: Aukið er út fyrir laskalínu í hverri skiptingu á milli framstykkis/bakstykkis og erma, þ.e.a.s. aukið út um 1 lykkju hvoru megin við 4 prjónamerkin eins og útskýrt er að neðan: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr mitt á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn = 2 lykkjur fleiri við prjónamerki og alls 8 lykkjur fleiri í útauknings umferð. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 6. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 114-118-122-128-132-136 lykkjur á hringprjón 2,5 með Safran. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 18-26-34-28-36-44 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 132-144-156-156-168-180 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt (uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt). Setjið 1 prjónamerki mitt í umferð (= mitt að framan). Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er að neðan. Berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið A.1 hringinn (= 11-12-13-13-14-15 mynstureiningar með 12 lykkjum). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina, eru 242-264-286-312-336-360 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 11-11-11-13-13-13 cm frá prjónamerki við háls. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 6-4-6-4-4-4 lykkjur jafnt yfir = 248-268-292-316-340-364 lykkjur. Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan (prjónamerkin eru sett án þess að prjóna lykkjurnar). Þessi prjónamerki eru notuð síðar þegar auka á út lykkjum fyrir laskalínu. Teljið 38-42-46-49-53-58 lykkjur (= ½ bakstykki), setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 48-50-54-60-64-66 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 76-84-92-98-106-116 lykkjur (= framstykki), setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 48-50-54-60-64-66 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju. Nú eru 38-42-46-49-53-58 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki (= ½ bakstykki). Prjónið sléttprjón hringinn og aukið út fyrir LASKALÍNA hvoru megin við 4 prjónamerkin – sjá útskýringu að ofan. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 9-10-10-12-13-15 sinnum á hæðina = 320-348-372-412-444-484 lykkjur. Á eftir síðustu útaukningu, prjónið sléttprjón án útaukningar þar til stykkið mælist 18-19-20-22-24-26 cm frá prjónamerki við hálsMÁL. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 47-52-56-61-66-73 lykkjur sléttprjón (= ½ bakstykki), setjið næstu 66-70-74-84-90-96 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 94-104-112-122-132-146 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 66-70-74-84-90-96 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 47-52-56-61-66-73 lykkjur sem eftir eru í sléttprjóni (= ½ bakstykki). Klippið frá. Fram- og bakstykki og ermar er nú prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 200-220-240-260-284-312 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í aðra hlið á stykki, mitt í 6-6-8-8-10-10 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn þar til stykkið mælist 19-20-21-21-21-21 cm frá skiptingu (nú eru eftir ca 3 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 40-44-48-52-56-62 lykkjur jafnt yfir = 240-264-288-312-340-374 lykkjur. ATH: Lykkjur eru auknar út til að koma í veg fyrir að stroffið sem á að prjóna dragi stykkið saman. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Peysan mælist ca 44-46-48-50-52-54 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 66-70-74-84-90-96 lykkjur frá þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 3 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 6-6-8-8-10-10 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 72-76-82-92-100-106 lykkjur. Byrjið umferð mitt í 6-6-8-8-10-10 lykkjum undir ermi og prjónið sléttprjón hringinn þar til stykkið mælist 18-17-17-15-14-14 cm frá skiptingu (nú eru eftir ca 5 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). ATH: Það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 12-14-18-24-30-34 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 60-62-64-68-70-72 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 2,5. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 5 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir affelling! Stykkið mælist ca 23-22-22-20-19-19 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #copperrosetop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 212-10
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.