N Tran skrifaði:
I want to say thank you so much for this beautiful pattern. I’m knitting it right now and loving it so far. Can you please design this for little girls because I really want to make this for my nieces?
10.04.2025 - 00:03
Nedaa Mohamed skrifaði:
Hello, Thank you so much for this beautiful pattern. I reached to part of the Body ( Knit 1 round while increasing 40-44-48-52-56-62 stitches evenly). Do you mean decrease or increase? I'm confused about this comment (NOTE! Increase stitches to avoid the rib to be worked, from contracting the piece) What do you mean?
09.03.2025 - 22:04DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Mohamed, you need to increase evenly before working rib as you need more stitches for rib with smaller needle then for stocking with larger needle and we don't want here that the rib tighten bottom of body. Happy knitting!
10.03.2025 - 10:01
Vibeke skrifaði:
Diagrammet vender på hovedet.
03.10.2023 - 13:41
Nicola Sewell skrifaði:
Im currantly knitting up the copper rose sweater and am enjoying the design and is a fairly straight forward construction. And i do know you have other cardi patterns. So i got to thinking what if you could convert it into a cardigan. If i did you would split it for an opening would you also add in say 5 stitches each side for band, plus add in spaces for buttonholes. To cut a long story short is it a possibility?
12.06.2023 - 15:09DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Sewell, you might edit this pattern to make a jacket, but we unfortunately are not able to adjust every pattern to every single request - you can get help from your yarn store or a knitting forum or even from other knitters in our DROPS Workshop. Thanks for your comprehension!
12.06.2023 - 15:54
Anne skrifaði:
Hej. Kan denne strikkes uden “bobler”? Altså kan man blot undlade dem i opskriften/diagrammet uden at det bliver fejl? Hilsen Anne
11.06.2023 - 11:58DROPS Design svaraði:
Hei Anne Boblene strikkes i en og samme maske, så å unnlate boblene skal nok gå fint, men siden vi ikke har dette mønstret uten boble kan vi ikke garantere det 100%. Men strikk en liten prøvepapp, både med og ute bobler og se hvordan det vil se ut. mvh DROPS Design
12.06.2023 - 13:11
Janne skrifaði:
Thank you for your very quick response to my question. The thing that confused me is that the pattern states “work A1 in the round x# repetitions of 12 stitches”. Perhaps I’m the only one that misinterpreted but it may be helpful to clarify that. I have found the videos very helpful. Love the sweater. Thank you.
29.09.2022 - 19:38
Janne skrifaði:
Row 1 of A1, I get a count of 14., not 12. What am I doing wrong? Bobble 1 st, YO, 3 k, k2tog=1, YO, p1, YO,(sl1,k1,psl)=1 st,3k,YO=14 st
29.09.2022 - 05:49DROPS Design svaraði:
Hi Janne, The row is the number of stitches before it is worked(so the number of stitches worked from the previous row). There are 12 basic stitches on the row and you 4 stitches increased (yarn overs) and 2 stitches decreased which leaves you 14 stitches to work on the next row. I hope this helps and happy knitting!
29.09.2022 - 07:41
Ansku skrifaði:
Mikä olisi paras silmukoiden väli tehdessä lisäyksiä pääntien reunukseen L-koon paitaan?
17.08.2022 - 13:31
Stefania skrifaði:
Buongiorno, montando le 114 maglie per la tg. S con i ferri 2,5mm viene un girocollo e non un collo a barca come quello in foto... le misure sono corrette? come posso fare? Grazie
18.03.2022 - 22:36DROPS Design svaraði:
Buonasera Stefania, ha controllato che il suo campione corrispondesse a quello indicato prima di iniziare a lavorare? In ogni caso può portare il lavoro in forma dopo il lavaggio e il bloccaggio. Buon lavoro!
20.03.2022 - 15:26
Ann Desiree Wastrup skrifaði:
Hej! Se denna kommentaren: "country flag Lill Heidi Hillmann wrote: Det er feil beskrivelse i mønsteret når det gjelder den sorte prikken. Kastet skal strikkes vridd på neste omgang da det ikke skal bli hull. 03.07.2020 - 09:13 DROPS Design answered: Hej. Tack för info, detta har nu rättats! Mvh DROPS Design 03.07.2020 kl. 09:44" Detta är fortfarande inte rättat i beskrivningen, per idag 4/3 2022.
04.03.2022 - 20:32
Copper Rose#copperrosetop |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki, laskalínu, gatamynstri á berustykki og ¾ löngum ermum. Stærð XS- XXL.
DROPS 212-10 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 114 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 18) = 6,3. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn eftir ca 6. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum þá er í þessu dæmi prjónuð ca 5. og 6. hver lykkja slétt saman. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. LASKALÍNA: Aukið er út fyrir laskalínu í hverri skiptingu á milli framstykkis/bakstykkis og erma, þ.e.a.s. aukið út um 1 lykkju hvoru megin við 4 prjónamerkin eins og útskýrt er að neðan: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr mitt á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn = 2 lykkjur fleiri við prjónamerki og alls 8 lykkjur fleiri í útauknings umferð. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 6. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 114-118-122-128-132-136 lykkjur á hringprjón 2,5 með Safran. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 18-26-34-28-36-44 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 132-144-156-156-168-180 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt (uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt). Setjið 1 prjónamerki mitt í umferð (= mitt að framan). Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er að neðan. Berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið A.1 hringinn (= 11-12-13-13-14-15 mynstureiningar með 12 lykkjum). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina, eru 242-264-286-312-336-360 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 11-11-11-13-13-13 cm frá prjónamerki við háls. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 6-4-6-4-4-4 lykkjur jafnt yfir = 248-268-292-316-340-364 lykkjur. Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan (prjónamerkin eru sett án þess að prjóna lykkjurnar). Þessi prjónamerki eru notuð síðar þegar auka á út lykkjum fyrir laskalínu. Teljið 38-42-46-49-53-58 lykkjur (= ½ bakstykki), setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 48-50-54-60-64-66 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 76-84-92-98-106-116 lykkjur (= framstykki), setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 48-50-54-60-64-66 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju. Nú eru 38-42-46-49-53-58 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki (= ½ bakstykki). Prjónið sléttprjón hringinn og aukið út fyrir LASKALÍNA hvoru megin við 4 prjónamerkin – sjá útskýringu að ofan. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 9-10-10-12-13-15 sinnum á hæðina = 320-348-372-412-444-484 lykkjur. Á eftir síðustu útaukningu, prjónið sléttprjón án útaukningar þar til stykkið mælist 18-19-20-22-24-26 cm frá prjónamerki við hálsMÁL. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 47-52-56-61-66-73 lykkjur sléttprjón (= ½ bakstykki), setjið næstu 66-70-74-84-90-96 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 94-104-112-122-132-146 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 66-70-74-84-90-96 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 47-52-56-61-66-73 lykkjur sem eftir eru í sléttprjóni (= ½ bakstykki). Klippið frá. Fram- og bakstykki og ermar er nú prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 200-220-240-260-284-312 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í aðra hlið á stykki, mitt í 6-6-8-8-10-10 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn þar til stykkið mælist 19-20-21-21-21-21 cm frá skiptingu (nú eru eftir ca 3 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 40-44-48-52-56-62 lykkjur jafnt yfir = 240-264-288-312-340-374 lykkjur. ATH: Lykkjur eru auknar út til að koma í veg fyrir að stroffið sem á að prjóna dragi stykkið saman. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Peysan mælist ca 44-46-48-50-52-54 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 66-70-74-84-90-96 lykkjur frá þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 3 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 6-6-8-8-10-10 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 72-76-82-92-100-106 lykkjur. Byrjið umferð mitt í 6-6-8-8-10-10 lykkjum undir ermi og prjónið sléttprjón hringinn þar til stykkið mælist 18-17-17-15-14-14 cm frá skiptingu (nú eru eftir ca 5 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). ATH: Það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 12-14-18-24-30-34 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 60-62-64-68-70-72 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 2,5. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 5 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir affelling! Stykkið mælist ca 23-22-22-20-19-19 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #copperrosetop eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 212-10
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.