Kasia skrifaði:
Zaczęłam od karczku zgodnie z wytycznymi dla rozmiaru M. Użwywam tej samej włóczki i przy 96 oczkach na drutach nr.3, po przerobieniu kilku rzędów, mam wątpliwości, czy tak wykonany karczek przejdzie przez głowę. Na zdjęciu gotowego swetra widać, że dekolt ładnie rozkłada się na ramionach, a nie opina się ciasno wokół szyi. Czy jeśli zmienię rozmiar drutów na większe przy wykonywaniu ściągaczy powinnam także użyć większych drutów na dzersej?
21.02.2020 - 23:00DROPS Design svaraði:
Hi, can you please write your question in english, then we will answer as soon as possible :)
24.02.2020 - 16:31
Anna Schisani skrifaði:
Hello. I noticed that raglan lines on the left and right of the back and front pieces are not the same. I follow the pattern but one side has the raglan line nice and tight and straight while the other side is loose and have holes. What can cause that? Is there any other way I should yarn over to get the same effect on both sides? Kind regards, Anna
11.02.2020 - 12:10DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Schisani, make sure that the yarn overs are not too loose nor too tight - you will find here a video showing how to work a top down jumper with raglan and increasing with yarn overs, that might help you. Feel free to contact the store where you bought the yarn, they might also have more tips for you. Happy knitting!
11.02.2020 - 12:58
Monika skrifaði:
Beautiful pattern and style!
06.02.2020 - 23:57
Cathy skrifaði:
Très beau modèle avec une belle coupe.
04.02.2020 - 20:57
Lisbeth skrifaði:
Når jeg skal strikke de 2 midterste masker af A1 og A2 i 3 række, skal de to masker så strikkes sammen til en? og mangler jeg så ikke en maske når jeg skal strikke 4. række? Vh Lisbeth
03.02.2020 - 19:40DROPS Design svaraði:
Hej Lisbeth, ja hver gang du ser en skrå streg som går over 2 masker skal de strikkes sammen ifølge symbolforklaringen og der skal laves et omslag enten før eller efter de 2 masker som strikkes sammen. God fornøjelse!
11.02.2020 - 09:57
Magdalena skrifaði:
Ich habe eine frage zu den raglanzunahmen, welche jeweils zwischen A1 und A2 stattfinden: werden diese in der nächsten Runde jeweils verschränkt gestrickt? (manchmal muss ich sie ja je nach muster links oder rechst stricken) vielen dank für ihre antwort!!
26.01.2020 - 12:27DROPS Design svaraði:
Liebe Magdalena, die Zunahmen für Raglan werden verschränkt gestrickt - siehe RAGLANZUNAHMEN, die neuen Maschen am Vorder- und Rückenteil werden glatt rechts gestrickt und an den Ärmeln wie im Muster A.2 gezeigt. Viel Spaß beim stricken!
27.01.2020 - 10:09
Libellule skrifaði:
Bonjour, j'aime bien les 4 modèles envoyés en premier même si le tricot n'est pas mon fort je préfère le crochet.... Moi c'est juste pour vous signaler une petite erreur dans la couleur... le coloris rouge brique ne porte pas le n° 19 c'est rouge brique mix 09, le 19 c'est brique uni colour 19, pas important mais comme j'aime bien cette laine elle se tricote comme un charme..je me suis fait une robe au crochet avec l'année dernière. Merci pour vos jolis modèles
16.01.2020 - 19:48DROPS Design svaraði:
Bonjour Libellule, merci pour votre message et votre vigilance - le nom de la couleur a été modifiée. Bon tricot!
17.01.2020 - 09:27
BERTRAND skrifaði:
Simple et joli !
16.01.2020 - 18:32
Wenda Workman skrifaði:
I have a friend who is a very skilled knitter, having achieved his master knitter certificate. He discourages top down patterns. He states that they never fit well and always lose shape because there are no side seams to help hold the knitting. Is this true? And, could running a line of steeking where a side seam would be help to hold the shape of the garmet? I love so many of your top down patterns and want to get knitting! Thanks Wenda
15.01.2020 - 01:21DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Workman, shape depends on yarn, pattern and tension of course. If you follow our patterns, you will get the look you see on the picture. But that's also true that when working some yarn you will get more hold if you make side seams, but it has nothing to do with topdown patterns. Join us in the DROPS Workshop to see others' projects. Happy knitting!
15.01.2020 - 10:02
Cris skrifaði:
Trop joli !
12.01.2020 - 11:06
Evening Glow#eveningglowsweater |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Sky. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu og stuttum ermum með gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 212-1 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 92 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 4) = 23. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn eftir ca 23. hverja lykkju Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum þá er í þessu dæmi prjónuð ca 22. og 23. hver lykkja slétt saman. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 (laskalína) og A.2 (mynstur á ermum). LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju fyrir laskalínu hvoru megin við 10 lykkjur í A.1 í hverri skiptingu á milli framstykkis/bakstykkis og erma (= alls 8 lykkjur fleiri í útauknings umferð). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni á framstykki og bakstykki og í A.2 á ermum. ÚRTAKA-1 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ÚRTAKA-2 (á við um mitt undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur brugðið saman, prjónið 2 lykkjur brugðið (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), prjónið 2 lykkjur snúnar brugðið saman (= 2 lykkjur færri). ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur sléttprjón (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð (rétta) er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 8. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 92-96-100-106-110-114 lykkjur á hringprjón 3 með Sky. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3 cm. Þegar stroffið hefur verið gert til loka, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 4-8-8-6-2-6 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 96-104-108-112-112-120 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í umferð (= mitt að framan). Berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið 1 umferð slétt (uppslátturinn frá útaukningu er prjónaður snúinn slétt9. Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er að neðan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! BERUSTYKKI: Setjið 4 prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan (prjónamerkin eru sett í stykkið án þess að prjóna lykkjurnar). Teljið 14-16-17-18-18-20 lykkjur (= ½ bakstykki), setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 20 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 28-32-34-36-36-40 lykkjur (= framstykki), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 20 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju. Nú eru 14-16-17-18-18-20 lykkjur eftir á bakstykki á eftir síðasta prjónamerki. Í næstu umferð byrjar mynstur eins og útskýrt er að neðan, JAFNFRAMT er aukið út fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 9-11-12-13-13-15 lykkjur sléttprjón (= ½ bakstykki), aukið út um 1 lykkju fyrir laskalínu, prjónið A.1 (= 10 lykkjur – prjónamerki situr mitt í A.1), aukið út 1 lykkju fyrir laskalínu, prjónið A.2 (= 10 lykkjur), aukið út 1 lykkju fyrir laskalínu, prjónið A.1 (= 10 lykkjur – prjónamerki situr mitt í A.1), aukið út 1 lykkju fyrir laskalínu, prjónið 18-22-24-26-26-30 lykkjur sléttprjón (= framstykki), aukið út 1 lykkju fyrir laskalínu, prjónið A.1 (= 10 lykkjur – prjónamerki situr mitt í A.1), aukið út 1 lykkju fyrir laskalínu, prjónið A.2 (= 10 lykkjur), aukið út 1 lykkju fyrir laskalínu, prjónið A.1 (= 10 lykkjur) – prjónamerki situr mitt í A.1), aukið út 1 lykkju fyrir laskalínu, prjónið 9-11-12-13-13-15 lykkjur sléttprjón (= ½ bakstykki). Haldið svona áfram með mynstur og aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð alls 23-25-29-33-37-40 sinnum á hæðina, meðtalin útaukning sem útskýrð er í fyrstu umferð. ATH: Útauknar lykkjur á ermum eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur þar til það eru alls 5-5-7-7-7-7 mynstureiningar á breidd yfir ermi (sjá stjörnu í mynsturteikningu sem merkir 1 einingu), prjónið síðan útauknar lykkjur brugðið til loka (A.2 sýnir ermi með öllum útaukningum í stærð S). Eftir síðustu útaukningu fyrir laskalínu eru 280-304-340-376-408-440 lykkjur í umferð. Prjónið áfram án útaukningar þar til stykkið mælist 19-21-23-25-27-29 cm frá prjónamerki við hálsmáli. Nú skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 40-44-49-54-60-66 lykkjur sléttprjón (= ½ bakstykki), setjið næstu 60-64-72-80-84-88 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 80-88-98-108-120-132 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 60-64-72-80-84-88 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 40-44-49-54-60-66 lykkjur sem eftir eru í sléttprjóni (= ½ bakstykki). Klippið frá. Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. FRAM- OG BAKSTYKKI: = 176-192-212-232-256-280 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið á fram- og bakstykki, mitt í 8 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi = 88-96-106-116-128-140 lykkjur á milli prjónamerkja. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, það á að nota þau síðar þegar fækka á lykkjum og auka út í hliðum á fram- og bakstykki. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 3 cm frá skiptingu, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚRTAKA-1 (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona með 3 cm millibili alls 4 sinnum í hvorri hlið = 160-176-196-216-240-264 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 16 cm frá skiptingu. Í næstu umferð er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 2½ cm millibili alls 6 sinnum í hvorri hlið = 184-200-220-240-264-288 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 33 cm frá skiptingu (nú eru eftir ca 3 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið 1 umferð slétt og aukið jafnframt út 36-40-44-48-52-58 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 220-240-264-288-316-346 lykkjur. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Peysan mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 60-64-72-80-84-88 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 4 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 68-72-80-88-92-96 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 8 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og haldið áfram með mynstur hringinn með A.2 yfir miðju 46-46-64-64-64-64 lykkjur á ermi og brugðnar lykkjum yfir þær 22-26-16-24-28-32 lykkjur sem eftir eru mitt undir ermi. Þegar ermin mælist 2 cm frá skiptingu í öllum stærðum, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum svona með 3-2-1½-1-½-½ cm millibili alls 5-6-8-10-12-13 sinnum = 58-60-64-68-68-70 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 17-15-14-12-11-9 cm frá skiptingu (nú eru eftir ca 3 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). ATH: Það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 6-6-8-10-8-8 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 52-54-56-58-60-62 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #eveningglowsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 212-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.