Mary Ann skrifaði:
Fant ut av det nå. 😃
14.06.2024 - 09:51DROPS Design svaraði:
Hei Mary Ann. God fornøyelse videre med strikketøyet :) mvh DROPS Design
24.06.2024 - 10:21
Mary Ann skrifaði:
På A. 1A fra vrangen, skal alle 4 maskene strikkes rett? Skjønner ikke, ser ikke sånn ut på bildet.
14.06.2024 - 09:42DROPS Design svaraði:
Hei Mary Ann. Så flott at du fant ut av det. mvh DROPS Design
24.06.2024 - 10:20
Ninna Skafsgaard skrifaði:
Jeg er startet på soda fountain cardi Jeg forstår ikke diagram A1.A første række vrang på retsiden….hvad skal der strikkes på pinden på vrangsiderne?
04.03.2024 - 19:18DROPS Design svaraði:
Hej Ninna, stregen i diagrammet betyder ret fra vrangen. Hver 2. pind i diagrammet strikkes fra vrangen :)
07.03.2024 - 15:25
Claudine skrifaði:
Bonjour ! Je ne comprends pas le diagramme A1B 1er tour que des mailles anglaises ? 2 eme tour que des mailles envers ? Etc pendant 6rangs ? Merci de votre aide
15.08.2021 - 17:51DROPS Design svaraði:
Bonjour Claudine, effectivement, mais A.1B ne se tricote qu'une seule fois, en fin de rang sur l'endroit et permet au motif A.1 d'être symétrique (= il correspond en fait simplement à la première maille de A.1A). Bon tricot!
16.08.2021 - 07:44
Junell Margit skrifaði:
Var ska de 10 extra maskorna placeras? Det står sammanfattat: "Sticka 62, lägg 80 på tråd, lägg upp 10 o sticka 114m, lägg 80 på tråd, lägg upp 10 o sticka 62. Ska man lägga upp 10 m på bakstyckets ena sida och sedan 10 m på ena framstycket? Det verkar konstigt? Tycker att de 10 m på sidorna ska läggas på antingen resp framstycke eller på båda sidorna om bakstycket!? Tacksam för hjälp!
29.07.2020 - 17:27
Lorraine Bruce skrifaði:
How do I make this with a higher neckline and longer sleeves? This will be my first try at knitting top down.
29.07.2020 - 06:07DROPS Design svaraði:
Dear Lorraine, Although we cannot give precise and detailed instructions for lengthening this pattern, you can try making a longer collar before starting the yoke. The same for the sleeves. You can keep knitting on the sleeves until desired length. If you want a long sleeve then you will need to do some decreases evenly spaced. Hope this will help. Happy Knitting!
29.07.2020 - 10:50
Hanne Margrethe Spanien skrifaði:
Pink Day
10.02.2019 - 17:43
Soda Fountain Cardi#sodafountaincardi |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa DROPS BabyMerino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki, klukkuprjóni á berustykki og stuttum ermum. Stærð S - XXXL.
DROPS 201-39 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING-1 (á við um útaukningu í A.1): Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir hverja lykkju í klukkuprjóni (ekki er aukið út á milli lykkja í klukkuprjóni og kanti að framan). Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Öll útaukning er gerð frá réttu! Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 6 lykkjur slétt (prjónamerki situr mitt á milli þessa 6 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Aukið út alveg eins við hitt prjónamerkið. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚTAUKNING-3 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 258 lykkjur), mínus kanta að framan (t.d. 10 lykkjur) og deilið þeim fjölda lykkja sem eftir er með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 71) = 3,5. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir 3. og 4. hverja lykkju. Ekki er aukið út yfir kanta að framan. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð): Fellið af frá réttu þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkju slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stroff í hálsi mælist ca 1½-2 cm. Fellið síðan af fyrir 6 næstu hnappagötum með ca 6½-7-7½-7½-8-8½ cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað fram og til baka frá miðju að framan, ofan frá og niður. Berustykki skiptist til fram- og bakstykki og kanta á ermum. Fram- og bakstykki heldur áfram fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan, ofan frá og niður. Kantar á ermum eru prjónaðir í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 122-134-140-140-149-161 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjón 2,5 með BabyMerino. Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga). Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 1 lykkju slétt og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 2-2-2-3-3-3 cm. Munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Næsta umferð er prjónuð þannig: STÆRÐ S, M og L: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 1 lykkju slétt og endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni = 159-175-183 lykkjur. STÆRÐ XL, XXL og XXXL: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja brugðið, sláið 1 sinni uppá prjóninn *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 1 lykkju slétt og endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni = 226-241-261 lykkjur. ALLAR STÆRÐIR: Prjónið til baka frá röngu með garðaprjóni yfir garðaprjón, brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur og sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur (uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat). Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið fyrstu umferð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið A.1A þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóni (= 37-41-43-43-46-50 mynstureiningar með 4-4-4-5-5-5 lykkjum), prjónið A.1B (= 1 lykkja) og endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 4-4-4-5-6-6 cm frá uppfitjunarkanti er aukið út um 1 lykkju í hverri einingu (séð frá réttu) – sjá ÚTAUKNING-1 = 196-216-226-269-287-311 lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður með 4-4-4-5-5-5 lykkjur brugðið (séð frá réttu) á milli hverra klukkuprjóns lykkja. Þegar stykkið mælist 7-7-8-8-9-9 cm frá uppfitjunarkanti fyrir miðju að framan er næsta umferð frá réttu prjónuð þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið A.2A (= 5-5-5-6-6-6 lykkjur), prjónið A.2B þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóni (= 36-40-42-42-45-49 mynstureiningar með 5-5-5-6-6-6 lykkjum), prjónið A.2C (= 1 lykkja) og endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka eru 340-376-394-437-467-507 lykkjur í umferð. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið A.3A (= 5-5-5-6-6-6 lykkjur), prjónið A.3B þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóni (= 36-40-42-42-45-49 mynstureiningar með 9-9-9-10-10-10 lykkjum), prjónið A.3C (= 1 lykkja) og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist ca 16-17-19-21-23-25 cm frá uppfitjunarkanti við miðju að framan. Prjónið nú 4 umferðir sléttprjón með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan, EN í hverri umferð frá réttu halda klukkuprjóns lykkjur áfram eins og áður (þ.e.a.s. klukkuprjóns lykkjur eru prjónaðar eins og áður, en í sléttprjóni á milli klukkuprjóns lykkja – ATH: Klukkuprjóns lykkjurnar verða aðeins meira sýnilegri í þessum 4 umferðum, en gefa aðeins mýkri skiptingu á milli áferðar og sléttprjóns). Prjónið síðan sléttprjón fram og til baka yfir allar lykkjur með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan – JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er aukið út um 0-0-4-1-1-1 lykkjur jafnt yfir = 340-376-398-438-468-508 lykkjur. Þegar stykkið mælist 20-22-24-26-28-30 cm frá uppfitjunarkanti, skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: Prjónið 55-59-62-68-75-82 lykkjur í garðaprjóni og sléttprjóni eins og áður (= framstykki), setjið næstu 65-75-80-89-95 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 100-108-114-126-140-154 lykkjur í sléttprjóni eins og áður (= bakstykki), setjið næstu 65-75-80-88-89-95 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 55-59-62-68-75-82 lykkjur sem eftir eru í sléttprjóni og garðaprjóni eins og áður (= framstykki). Fram- og bakstykki og kantar á ermum er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 222-242-258-282-314-342 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið, mitt í 6-8-10-10-12-12 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermum. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu – þau eru notuð síðar þegar auka á út í hliðum. Prjónið sléttprjón fram og til baka með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan – munið eftir hnappagötum í hægri kanti að framan. Þegar stykkið mælist 4-4-4-3-3-3 cm frá skiptingu, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚTAUKNING-2 (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 5-5-3½-3-3-3 cm millibili alls 4-4-5-6-6-6 sinnum í hvorri hlið = 238-258-278-306-338-366 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 21 cm frá skiptingu (eða að óskaðri lengd, nú eru eftir ca 3 cm að loka máli). Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 67-71-78-83-93-101 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING-3 = 305-329-356-389-431-467 lykkjur. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að storffið sem á að prjóna, dragist saman. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið næstu umferð frá röngu þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 1 lykkju brugðið og endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 3 cm. Fellið síðan laust af með sléttum lykkjum frá réttu Peysan mælist ca 48-50-52-54-56-58 cm frá öxl og niður. KANTUR Á ERMI: Setjið 65-75-80-88-89-95 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 3 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 6-8-10-10-12-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 71-83-90-98-101-107 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 1-1-0-1-1-1 lykkjur = 72-84-90-99-102-108 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3 cm. Fellið síðan laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, en ef affellingarkanturinn verður stífur er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 6. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). Prjónið hinn kant á ermi á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sodafountaincardi eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 201-39
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.