 Maria Grazia skrifaði:
 
																									Maria Grazia skrifaði:
												
Perché usare i ferri a doppia punta? Grazie per la risposta, per i modelli molto belli e per le spiegazioni sempre chiare.
06.04.2019 - 18:38DROPS Design svaraði:
Buonasera Maria Grazia, i ferri a doppia punta vengono usati per lavorare le maniche in tondo. Buon lavoro!
06.04.2019 - 18:52
																									 Julie Massé skrifaði:
 
																									Julie Massé skrifaði:
												
Il semble y avoir une erreur au début lorsque qu’on demande de mettre les 4 fils marqueur dans les mailles 26, 47,98 et109...il est dit qu’il y a 50 mailles entre les marqueurs dos et devant et 20 mailles pour les épaules... cependant il n’y a que 10 mailles entre le marqueur de maille 98 et 109 et 60 mailles entre le marqueur maille 109 et 26... Est-ce que le fil marqueur ne devrait pas être dans la maille 119 à la place de 109? Je commence le chandail bientôt Merci
29.03.2019 - 14:36DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Massé, vous allez compter ainsi: 25 m, placez un marqueur dans la maille suivante (= la 26ème maille), comptez 20 m, placez un marqueur dans la m suivante (= la 47ème maille), comptez 50 mailles et mettez un marqueur dans la maille suivante (= la 98ème maille), comptez 20 mailles et mettez un marqueur dans la maille suivante (= la 109ème m) = vous avez bien vos 4 marqueurs et 50 m pour le devant/le dos et 20 m pour les manches. Bon tricot!
01.04.2019 - 11:15
																									 Ulla Margareta Hallström skrifaði:
 
																									Ulla Margareta Hallström skrifaði:
												
Varför är beskrivningen inte på svenska
18.03.2019 - 21:53DROPS Design svaraði:
Hej. Nu finns mönstret på svenska. Lycka till!
19.03.2019 - 10:43
																									 Ewa skrifaði:
 
																									Ewa skrifaði:
												
Pytanie dotyczące opisu: Czy "co 2 okrążenia" mam rozumieć, że pomiędzy rzędami z dodawanymi oczkami są dwa rzędy bez dodawania, czy raczej 'co drugie okrążenie', czyli w co drugim rzędzie?
16.03.2019 - 09:50DROPS Design svaraði:
Witaj Ewo, to znaczy co drugie okrążenie (w jednym okrążeniu dodajemy oczka, w drugim nie, i tak na przemian). Pozdrawiamy!
18.03.2019 - 07:25| Summer Berries#summerberriessweater | |
|  |  | 
| Prjónuð peysa úr DROPS Delight. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu, ¾ ermum og A-formi. Stærð S – XXXL
							DROPS 201-13 | |
| ------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- RENDUR: Til þess að flíkin verði meira röndótt er prjónað til skiptis með 1 þræði frá 2 mismunandi dokkum, stillið af þannig að dokkurnar byrji með ólíkum litum. * Prjónið 2 umferðir með fyrri dokkunni, prjónið 2 umferðir með seinni dokkunni (ekki herða á þræðinum þegar hann er dreginn upp) *, prjónið frá *-*. Með þessu þá blandast litirnir meira og þá koma líka mjórri rendur. ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 116 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 8) = 14,5. í þessu dæmi þá er aukið út eftir 14. hverja og 15. hverja lykkju. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Byrjið 1 lykkju á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Endurtakið við bæði prjónamerkin. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. LASKALÍNA: Aukið út fyrir laskalínu í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykki og erma. Útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. ÞEGAR AUKIÐ ER ÚT UM 2 LYKKJUR HVORU MEGIN VIÐ LYKKJU MEÐ PRJÓNAMERKI Í ÞÁ ER ÞAÐ GERT ÞANNIG: Byrjið á undan lykkju með prjónamerki í, takið upp liðinn á undan lykkju og prjónið snúið slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt (= lykkja með prjónamerki í), sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið upp liðinn á undan næstu lykkju og prjónið snúið slétt (= 4 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. ÞEGAR AUKIÐ ER ÚT UM 1 LYKKJU HVORU MEGIN VIÐ LYKKJU MEÐ PRJÓNAMERKI Í ÞANNIG: Byrjið á undan lykkju með prjónamerki í, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt (= lykkja með prjónamerki í), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður brugðið svo það myndist gat. LEIÐBEININGAR: Þegar aukið er út fyrir laskalínu í 4. hverri umferð kemur laskalínan til með að fá lengri fjarlægð á milli lína en þegar aukið er út í annarri hverri umferð. Til að koma í veg fyrir þetta er prjónuð göt í umferðum án útaukninga þannig: Byrjið 2 lykkjum á undan lykkju með prjónamerki í, prjónið 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt (= lykkja með prjónamerki í), sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo að það myndist gat. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Byrjið 2 lykkjum á undan lykkju með prjónamerki, prjónið 2 lykkjur snúnar slétt saman, prjónið 1 lykkju slétt (= lykkja með prjónamerki), prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón ofan frá og niður. Ermarnar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. Allt stykkið er prjónað í RENDUR – sjá útskýringu að ofan. BERUSTYKKI: Fitjið upp 116-116-116-136-136-136 lykkjur á hringprjón 2,5 með Delight. Prjónið stroff með 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið – sjá RENDUR. Þegar stykkið mælist 1,5 cm er prjónuð 1 umferð frá réttu þar sem aukið er út um 8 lykkjur jafnt yfir í öllum stærðum – sjá ÚTAUKNING! = 124-124-124-144-144-144 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt. Skiptið yfir á hringprjón 3. Setjið 4 prjónamerki í stykkið (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar): Fyrsta prjónamerkið er sett í 21.-21.-21.-26.-26.-26. lykkju, annað prjónamerki er sett í 42.-42.-42.-47.-47.-47. lykkju, þriðja prjónamerkið er sett í 83.-83.-83.-98.-98.-98. lykkju og fjórða prjónamerkið er sett í 104.-104.-104.-119-119-119. lykkju. Á milli lykkja með prjónamerki í eru nú 40-40-40-50-50-50 lykkjur á fram- og bakstykki og 20 lykkjur í öllum stærðum á hvorri ermi. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið sléttprjón yfir fyrstu 20-20-20-25-25-25 lykkjur (= hálft bakstykki), aukið út um 2 lykkjur hvoru megin við prjónamerki í fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, prjónið sléttprjón yfir næstu 20 lykkjur (= ermi), aukið út um 2 lykkjur hvoru megin við lykkju með prjónamerki í, prjónið sléttprjón yfir 40-40-40-50-50-50 lykkjur (= framstykki), aukið út um 2 lykkjur hvoru megin við lykkju með prjónamerki í, prjónið sléttprjón yfir 20 lykkjur (= ermi), aukið út um 2 lykkjur hvoru megin við lykkju með prjónamerki í, prjónið sléttprjón yfir næstu 20-20-20-25-25-25 lykkjur (= hálft bakstykki). Haldið áfram í sléttprjóni og aukið út fyrir laskalínu í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma þannig: Aukið út um 2 lykkjur hvoru megin við lykkjur með prjónamerki í annarri hverri umferð alls 6-6-6-8-8-10 sinnum (fyrsta útaukning hefur nú þegar verið prjónuð). Aukið síðan út um 1 lykkju hvoru megin við lykkjur með prjónamerki í annarri hverri umferð alls 8-8-8-9-9-10 sinnum. Þegar aukið hefur verið alls út 14-14-14-17-17-20 sinnum eru 284-284-284-344-344-384 lykkjur í umferð. Haldið síðan áfram með útaukningu fyrir laskalínu, en aukið er út um 1 lykkju hvoru megin við lykkjur með prjónamerki í annarri hverri umferð alls 0-7-12-4-13-12 sinnum og síðan í 4. hverri umferð alls 6-4-3-7-4-5 sinnum – SJÁ LEIÐBEININGAR. Á eftir síðustu útaukningu fyrir laskalínu eru 332-372-404-432-480-520 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 19-21-23-25-27-29 cm frá uppfitjunarkanti. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið fyrstu 47-52-56-62-68-73 lykkjur (= hálft bakstykki), setjið næstu 72-82-90-92-104-114 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 7-7-9-9-13-15 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 94-104-112-124-136-146 lykkjur eins og áður (= bakstykki), setjið næstu 72-82-90-92-104-114 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 7-7-9-9-13-15 nýjar lykkjur í umferð (= í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 47-52-56-62-68-73 lykkjur. Fram- og bakstykki og ermar eru síðan prjónað hvert fyrir sig. Takið frá prjónamerkin úr stykkinu. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 202-222-242-266-298-322 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í miðju á 7-7-9-9-13-15 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi og látið prjónamerkin fylgja áfram með í stykkinu. Haldið áfram hringinn í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 3 cm er aukið út um 2 lykkjur í hvorri hlið – LESIÐ ÚTAUKNING-2 (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 6-6-6-5-5-4 cm millibili alls 5-5-5-6-6-7 sinnum = 222-242-262-290-322-350 lykkjur. Þegar stykkið mælist 34 cm er aukið út um 6 lykkjur jafnt yfir í umferð = 228-248-268-296-328-356 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 2,5 og prjónið stroff með 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið þar til stroffið mælist 3 cm. Skiptið til baka yfir á hringprjón 3 og fellið af með sléttum lykkjum. Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 72-82-90-92-104-114 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjón 3 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 7-7-9-9-13-15 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 79-89-99-101-117-129 lykkjur í umferð. Prjónið sléttprjón hringinn. Setjið 1 prjónamerki í miðju lykkju undir ermi. Þegar stykkið mælist 3 cm í öllum stærðum er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona alls 9-13-17-17-23-28 sinnum í S: Í 10. hverri umferð, í M: Í 6. hverri umferð, í L og XL: í 4. hverri umferð, í XXL: Í hverri umferð alls 4 sinnum og síðan í 3. hverri umferð alls 19 sinnum og í XXXL: Í hverri umferð alls 8 sinnum og síðan í annarri hverri umferð alls 20 sinnum = 61-63-65-67-71-73 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 29-28-27-24-23-22 cm frá skiptingu. Prjónið 1 umferð slétt þar sem lykkjum er fækkað jafnt yfir um 5-3-1-3-3-1 lykkjur = 56-60-64-64-68-72 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 2,5 og prjónið stroff með 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið í 3 cm. Skiptið til baka yfir á sokkaprjón 3 og fellið af með sléttum lykkjum. Prjónið hina ermina á sama hátt. | |
|  | |
| Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #summerberriessweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 23 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. | |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 201-13
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.