NANADOUMGAR skrifaði:
Bonjour Pourriez-vous me dire où trouver l'information suivante : nombre de pelotes à acheter en fonction de la taille du pull que l'on veut réaliser? Merci beaucoup
21.10.2023 - 19:45DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Nanadoumgar, bien sûr: vous trouverez la quantité requise dans l'en-tête, au poids, autrement dit, en taille 2 ans il faut pour ce pull 150 g wDROPS Sky / 50 g la pelote =3 pelotes. Bon tricot!
23.10.2023 - 09:51
Uschi skrifaði:
Habe den Pullover in Größe 128 gestrickt , sehr schön geworden , tolle Anleitung , allerdings viel Wolle gebraucht , 350g !?
28.09.2023 - 14:17
Martina Killing-Teske skrifaði:
Vielen Dank für die Anleitung. Ich würde den Pullover gerne für meine Enkelkinder mit der Drops Nepal Wolle stricken. Haben Sie einen Umrechnungsfaktor für mich zum Materialverbrauch? Gruß Martina
23.08.2023 - 15:10DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Killing-Teske, sowas haben wir leider nicht, am besten benutzen Sie eine andere Wolle der Garngruppe B (wie Lima, selbe Zusammensetzung als Nepal) - versuchen Sie unseren Garnumrechner oder suchen Sie ein anderes Modell, das der Garngruppe C gehört. Viel Spaß beim stricken!
23.08.2023 - 16:50
Vivi Sekunda skrifaði:
Hovedvidden på et 2 årligt barn er ca. 48-50 cm. Man slår 76 m op og strikkefastheden er 21 m = 10 cm, ergo har man behov for 105 m 🙄🤔. Kan jeg få en forklaring? Venlig hilsen Vivi Sekunda
01.08.2023 - 17:58DROPS Design svaraði:
Hej Vivi, slå løst op, så vil det ribstrikkede gøre halsen elastisk, så hovedet kan gå igennem :)
07.08.2023 - 13:53
Claudia Foy skrifaði:
Do you have a similar pattern in men’s size?
17.06.2023 - 20:18DROPS Design svaraði:
Hi Claudia, you can choose from green text . Happy knitting!
18.06.2023 - 06:09
Marlene skrifaði:
Can\'t understand what the A1A and the A1B mean and how they are used?
21.04.2023 - 08:02DROPS Design svaraði:
Dear Marlene, when working pattern, you will start repeating A.1A and end with A.1B so that the pattern will be symmetrical (starts and ends on both sides the same way). Happy knitting!
21.04.2023 - 08:32
Vero skrifaði:
Hallo. Gibt es eine Möglichkeit, diesen Pullover in Gr.122/128 mit Drops Air zu stricken? Lg, Vero
16.01.2023 - 21:50DROPS Design svaraði:
Liebe Vero, mit Air würden Sie eine andere Maschenprobe in der Breite sowie in der Höhe haben, so sollen Sie die ganze Anleitung neu je nach Ihrer eigenen Maschenprobe umrechnen - sonnst finden Sie hier unsere gestrickten Pullover mit einem Garn der Garngruppe C. Viel Spaß beim stricken!
17.01.2023 - 10:18
Megan skrifaði:
I’m confused about the splitting of the body and sleeves. Am I taking the last stitch of a round, without knitting it, and placing it along with the first 46 stitches of the next round, on a thread, to be used to make the first sleeves?
31.03.2022 - 22:26DROPS Design svaraði:
Hi Megan, Yes, the last stitch on the previous round is included in the sleeve stitches, so end the previous round 1 stitch early, move the last stitch to the right needle and place the right number of stitches on a thread for the sleeve. Happy knitting!
01.04.2022 - 06:51
Yenny skrifaði:
Bonjour, est-ce que c’est possible d’avoir le patron pour un taille médium pour adulte Merci 🙏
17.03.2022 - 12:31
Megan skrifaði:
If I need to use 5mm needles to meet the stitch gauge, do I replace the 3 mm needles, to start the pattern, with 4mm needles?
17.02.2022 - 03:18DROPS Design svaraði:
Hi Megan, Yes, if you need to increase the guage by 1 mm, you need to do that for all needles. Happy knitting!
17.02.2022 - 06:45
Blue August#blueaugustsweater |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa fyrir börn úr DROPS Sky. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu og tvöföldu perluprjóni á ermum. Stærð 2-12 ára.
DROPS Children 34-17 |
|||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 76 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 14) = 5,4. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 5. og 6. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. MYNSTUR (á við um ermar): Sjá mynsturteikningu A.1. LASKALÍNA: Aukið út fyrir laskalínu í hverri skiptingu á milli framstykkis/bakstykkis og erma eins og útskýrt er að neðan. Aukið út á eftir prjónamerki þannig: Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Aukið út á undan prjónamerki þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt. Þ.e.a.s. aukið út um 2 lykkjur við hvert prjónamerki og alls 8 lykkjur í umferð. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um mitt undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Berustykki skiptist til fram- og bakstykki og ermar. Framstykki og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón hvort fyrir sig, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 76-80-84-88-92-96 lykkjur á stuttan hringprjón 3 með litnum gallabuxnablár. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 14 lykkjur jafnt yfir í öllum stærðum – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING = 90-94-98-102-106-110 lykkjur. Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 4. Setjið 4 prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar). Prjónamerkin eru notuð þegar aukið er út fyrir laskalínu. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð, teljið 13 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 32-34-36-38-40-42 lykkjur (= framstykki), setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 13 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju. Nú eru 32-34-36-38-40-42 lykkjur á eftir síðasta prjónamerki á bakstykki. Fyrsta umferð er prjónuð þannig: Aukið út fyrir LASKALÍNA eftir prjónamerki – sjá útskýringu að ofan, prjónið A.1 yfir næstu 10 lykkjur (= 5 mynstureiningar með 2 lykkjum), prjónið A.1B (= 1 lykkja), aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við prjónamerki, prjónið sléttprjón á framstykki þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við prjónamerki, prjónið A.1A yfir næstu 10 lykkjur (= 5 mynstureiningar með 2 lykkjum), prjónið A.1B (= 1 lykkja), aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við prjónamerkin, prjónið sléttprjón á bakstykki þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki í byrjun á umferð og aukið út fyrir laskalínu á undan prjónamerki (= 8 lykkjur fleiri). Haldið svona áfram með A.1 á báðum ermum, sléttprjón á framstykki og bakstykki og 2 lykkjur sléttprjón meðfram hverri laskalínu (1 lykkja sléttprjón hvoru megin við öll prjónamerkin). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT er aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð þar til aukið hefur verið út alls 16-17-18-19-20-21 sinnum hvor megin við öll prjónamerkin (meðtalin útaukning sem er útskýrð í fyrstu umferð) = 218-230-242-254-266-278 lykkjur. Haldið áfram með mynstur án útaukninga þar til stykkið mælist 14-15-16-17-18-19 cm frá uppfitjunarkanti. Nú skiptist berustykkið til fram- og bakstykki og ermar, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Byrjið 1 lykkju á undan prjónamerki í byrjun á umferð (lyftið fyrstu lykkju á hægri prjón yfir á vinstri prjón), setjið fyrstu 47-49-51-53-55-57 lykkjur á þráð fyrir ermi (þær 2 lykkjur í sléttprjóni í laskalínu tilheyra nú ermi), fitjið upp 6 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 62-66-70-74-78-82 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 47-49-51-53-55-57 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið 62-66-70-74-78-82 lykkjur sléttprjón (= bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAMSTYKKI: = 136-144-152-160-168-176 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til stykkið mælist 16-19-22-24-27-30 cm frá skiptingu (eða að óskaðir lengd, nú eru eftir ca 3-3-3-4-4-4 cm að loka máli). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 8 lykkjur jafnt yfir í öllum stærðum = 144-152-160-168-176-184 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3-3-3-4-4-4 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 36-40-44-48-52-56 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið til baka 47-49-51-53-55-57 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjón 4 og prjónið að auki upp 1 nýja lykkju í hverja af 6 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 53-55-57-59-61-63 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6 lykkjur undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og haldið áfram með A.1 hringinn (passaðu uppá að þú byrjið við rétta umferð í mynsturteikningu miðað við þar sem mynstureining endaði á berustykki) Þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 2-2½-3-3½-4-4½ cm millibili alls 8 sinnum í öllum stærðum = 37-39-41-43-45-47 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 20-24-27-31-34-38 cm frá skiptingu (eða að óskaðri lengd, nú eru eftir ca 3-3-3-4-4-4 cm að loka máli). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 3-5-3-5-3-5 lykkjur jafnt yfir = 40-44-44-48-48-52 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 3. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3-3-3-4-4-4 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 23-27-30-35-38-42 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #blueaugustsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 34-17
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.