Tiny Trucker by DROPS Design

Prjónuð peysa fyrir börn með traktor og laskalínu. Stykkið er prjónað úr DROPS Sky. Stærð 3-12 ára.

Leitarorð: laskaúrtaka, marglitt, peysur,

DROPS Design: Mynstur sk-007-bn
Garnflokkur B
-------------------------------------------------------

STÆRÐ:
2 - 3/4 - 5/6 - 7/8 - 9/10 - 11/12 ára
Stærðin jafngildir ca hæð á barni í cm:
92 - 98/104 - 110/116 - 122/128 - 134/140 - 146/152

EFNI:
DROPS SKY frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
100-100-100-150-150-150 g litur 12, gallabuxnablár
100-100-100-100-150-150 g litur 09, rauður múrsteinn

PRJÓNFESTA:
21 lykkja á breidd og 28 umferðir á hæð með sléttprjóni = 10 x 10 cm.

PRJÓNAR:
DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 4.
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 4: lengd 40 cm og 60 cm fyrir sléttprjón.
DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 3.
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 3: lengd 40 eða 60 cm fyrir stroff.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á fínni prjóna.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (2)

74% Alpakka, 18% Polyamide, 8% Ull
frá 844.00 kr /50g
DROPS Sky uni colour DROPS Sky uni colour 844.00 kr /50g
Panta
DROPS Sky mix DROPS Sky mix 844.00 kr /50g
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 3376kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

ÚRTAKA/ÚTAUKNING (jafnt yfir):
Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð sem fækka á/fjölga eigi út lykkjum (t.d. 170 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 28) = 6,1.
Í þessu dæmi er lykkjum fækkað með því að prjóna 5. og 6. hverja lykkju slétt saman.
Ef auka á út þá er slegið 1 sinni uppá prjóninn á eftir 6. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.2).
A.1 er prjónað í skiptingunni á milli fram- og bakstykkis og erma á berustykki.
A.2 (traktor) er saumaður á framstykki með lykkjuspori.

LASKALÍNA:
Fækkið lykkjum fyrir laskalínu í hverri skiptingu á milli framstykkis/bakstykkis og erma. Þ.e.a.s. fækka á lykkjum hvoru megin við 4 prjónamerkin þannig: Byrjið 5 lykkjur á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið A.1 (prjónamerki situr mitt á milli þessa 6 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir (= 2 lykkjur færri við prjónamerki og alls 8 lykkjur færri í úrtökuumferð).

ÚTAUKNING (á við um miðu undir ermum):
Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni.

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, neðan frá og upp að handveg.
Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna, neðan frá og upp. Fram- og bakstykki og ermar er sett saman og berustykkið er prjónað í hring á hringprjón til loka. Að lokum er traktor saumaður út með lykkjuspori á framstykki.

FRAM- OG BAKSTYKKI:
Fitjið upp 170-180-190-205-215-225 lykkjur á hringprjón 3 með rauður múrsteinn. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðnar) í 4 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 28-30-32-35-37-39 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 142-150-158-170-178-186 lykkjur.
Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 17-19-21-23-25-27 cm, skiptið yfir í gallabuxnablár. Haldið áfram hringinn með sléttprjóni.
Þegar stykkið mælist 19-22-25-28-31-34 cm, fellið af lykkjur fyrir handveg í hvorri hlið, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Fellið af 3 lykkjur fyrir handveg, prjónið 65-69-73-79-83-87 lykkjur sléttprjón (= framstykki), fellið af 6 lykkjur fyrir handveg, prjónið 65-69-73-79-83-87 lykkjur slétt prjón (= bakstykki), fellið af þær 3 lykkjur sem eftir eru fyrir handveg = 130-138-146-158-166-174 lykkjur eftir í umferð. Geymið stykkið og prjónið ermar eins og útskýrt er að neðan.

ERMI:
Fitjið upp 35-35-40-40-45-45 lykkjur á sokkaprjón 3 með rauður múrsteinn. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið) í 4 cm. Prjónið 1 umferð þar sem aukið er út um 5-7-4-6-3-5 lykkjur jafnt yfir = 40-42-44-46-48-50 lykkjur.
Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð = mitt undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar auka á út mitt undir ermi.
Skiptið yfir á sokkaprjón 4 og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 6 cm í öllum stærðum, aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með 4-4½-5½-6½-7½-8½ cm millibili alls 5 sinnum í öllum stærðum = 50-52-54-56-58-60 lykkjur.
JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 12-14-16-18-20-21 cm, skiptið yfir í gallabuxnablár. Haldið áfram hringinn með sléttprjóni.
Þegar ermin mælist 24-27-31-35-39-42 cm, fellið af lykkjur fyrir handveg mitt undir ermi, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Fellið af 3 lykkjur fyrir handveg, prjónið 44-46-48-50-52-54 lykkjur sléttprjón og fellið af þær 3 lykkjur sem eftir eru fyrir handveg. Klippið frá. Prjónið hina ermina alveg eins.

BERUSTYKKI:
Setjið ermar inn á sama hringprjón 4 og fram- og bakstykki, þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar) = 218-230-242-258-270-282 lykkjur í umferð. Setjið 1 prjónamerki í hverja skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 4 prjónamerki).
Allt berustykkið er prjónað með gallabuxnablár. Fyrsta umferðin er prjónuð þannig:
Byrjið umferðina við annað prjónamerkið og prjónið 1 lykkju slétt og 2 lykkjur brugðnar (= ½ A.1), * prjónið sléttprjón þar til 3 lykkjur eru eftir að næsta prjónamerki, prjónið A.1 (= 6 lykkjur – prjónamerki situr mitt í A.1) *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum, prjónið sléttprjón þar til 3 lykkjur eru eftir að síðasta prjónamerki og endið með 2 lykkjur brugðið og 1 lykkju slétt (= ½ A.1). Haldið svona áfram hringinn með sléttprjóni og A.1 í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma.
Þegar prjónaðir hafa verið 1-1-1-2-2-2 cm frá þar sem fram- og bakstykki og ermar var sett saman, fækkið lykkjum fyrir LASKALÍNU hvoru megin við 4 prjónamerkin – sjá útskýringu að ofan. Fækkið lykkjum svona fyrir laskalínu í annarri hverri umferð þar til fækkað hefur verið alls 16-17-18-19-20-21 sinnum hvoru megin við öll prjónamerkin. Á eftir síðustu úrtöku eru 90-94-98-106-110-114 lykkjur eftir í umferð og stykkið mælist ca 12-13-14-15-16-17 cm frá þar sem fram- og bakstykki og ermar var sett saman.
Í næstu umferð er fækkað um 18-14-18-18-22-18 lykkjur, en úrtakan skiptist þannig fækkað er um 9-7-9-9-11-9 lykkjur jafnt yfir 27-29-31-35-37-39 lykkjur í sléttprjóni á framstykki og 9-7-9-9-11-9 lykkjur jafnt yfir 27-29-31-35-37-39 lykkjur í sléttprjóni á bakstykki = 72-80-80-88-88-96 lykkjur eftir í umferð. Nú eru 6 lykkjur á milli A.1 á hvorri ermi og 18-22-22-26-26-30 lykkjur á milli A.1 á framstykki og bakstykki. Prjónið síðan kant í hálsi eins og útskýrt er að neðan.

KANTUR Í HÁLSI:
Skiptið yfir á stuttan hringprjón 3. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar), en stillið af að stroffið passi fallega saman við A.1 umferðina hringinn. Prjónið stroff í ca 3 cm. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 4 og fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur (fellið af með grófari prjónum til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur). Peysan mælist ca 36-40-44-48-52-56 cm frá öxl og niður. Klippið frá og festið enda.

FRÁGANGUR:
Saumið út traktor á framstykki með lykkjuspori í rauður múrsteinn – sjá A.1. Byrjið á 2. umferð með gallabuxnablár á framstykki og stillið af að miðju lykkjan á framstykki passi við miðju lykkju merktri með stjörnu í A.1.
Saumið saman op undir ermum.

Mynstur

= brugðið með gallabuxnablár
= slétt með gallabuxnablár
= ekker lykkjuspor, rúðan sýnir bara lykkjur á stykkinu sjálfu
= saumið lykkjuspor með rauður múrsteinn
= miðju lykkja
= prjónstefna


Corine 08.05.2019 - 09:09:

Kleine tip: bij de maat staat 'hoogte van het kind' ... U bedoelt 'lengte van het kind'.

Marie 15.03.2019 - 14:58:

Très joli modèle ! Merci.

Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 34-15

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.