Lena skrifaði:
Guten Tag, Kommt das Muster von den Ärmeln versetzt aus, obwohl im Diagramm immer 2 Runden übereinander gleich sind? Ansonsten müsste ich die Raglanlinie mit 2 Maschen auf jeder Seite vom Markierer stricken (1 Umschlag, 1 rechts, nächste Runde beide rechts). Irgendwie komme ich da nicht ins Muster, es sei denn, in jeder Runde und nicht in jeder 2. soll das Muster versetzt sein. Vielen Dank im Voraus!
23.09.2025 - 22:50
Vigdis skrifaði:
Stemmer det at det skal økes 8 masker omgangen før man begynner på bråtet på bolen? Er det nødvendig?
22.09.2025 - 22:34DROPS Design svaraði:
Hei Vigdis, Vi har økningen slik at vrangbord ikke er stram. Det er selvfølgelig mulig å la være å øke og få en strammere vrangbord. Hilsen Drops Team.
23.09.2025 - 06:35
Wilmi Friesen skrifaði:
Ik ga voor de eerste keer een top to down kindertrui brrien
16.09.2025 - 22:03
Christel skrifaði:
Ook ik heb problemen met het patroon. Ik begin met r, omslag en dan het patroon - r, a 5x, r - omslag, r. De volgende naald: r, r (omslag), dan het patroon - (r, a) 5x, r - r (omslag), r. Hierna wordt het onduidelijk. Als ik het patroon blijf volgen begin ik nu met r, omslag, (a, r) 6x, a, omslag, r. Dit betekent dat de rechte steken telkens boven elkaar komen. Ik neem aan dat ik in plaats hiervan het volgende moet doen r, omslag, (r, a) 6x, r, omslag, r. Zo komt averecht boven recht.
10.09.2025 - 19:58DROPS Design svaraði:
Dag Christel,
Het is de bedoeling dat het patroon symmetrisch op de mouw komt, dus je breit tussen de raglansteken herhalingen van A.1A en je breit de laatste steek in A.1B. Hierdoor heb je steeds aan het begin en eind van de mouw dezelfde steek (een averechte of een rechte). Het meerderen voor de raglan doe je vlak voor/na de raglansteek en je breit de gemeerderde steek gelijk mee in patroon op de mouwen op zo'n manier dat het patroon zich voorzet.
22.10.2025 - 20:39
Karine skrifaði:
A1A på hele omgangen skriver dere som svar på mitt forrige spørsmål, men er da omgang 1 = a1a omgang 2=a1b osv?
09.09.2025 - 11:12DROPS Design svaraði:
Hei Karine. Du strikker kun A.1A på ermet. Du starter på diagram A.1A der det passer inn med A.1A fra bærestykket (usikker på hva du mener med: omgang 1 = a1a omgang 2=a1b). mvh DROPS Design
22.09.2025 - 11:22
Karine skrifaði:
Jeg forstår ikke helt hvordan jeg skal strikke ermene med mønsteret. A1 a of a1 b, hvordan funker dette på ermene? A1a først så a1b eller annenhver eller hvordan er det tenkt?
08.09.2025 - 17:28DROPS Design svaraði:
Hei Karine, Mønsteret på ermene fortsetter fra bærestykke, og du starter med neste rad i diagram slik at mønsteret fortsetter pent. Du strikker kun A.1A på hele omgangen. Hilsen Drops team.
09.09.2025 - 06:46
Adele Woolley skrifaði:
HI there. I have just started the yoke on this sweater. I am very confused about the knitting diagram. I have done the first round (reading right to left on the bottom row of A.1 A and then A. 1B. Am just about to start the second row (where I also have to inc an additional stitch either side of the markers) Q 1: Do I now read left to right on the second row of A.1A (5x) followed by left to right on second row of knitting diagram so (P,K ) x5, Kx1 and so on? Q2: are there 2 inc every 2nd row?
09.03.2025 - 06:04DROPS Design svaraði:
Dear Adele, this piece is worked in the round. That means that all rounds are on the same side (right side) and the charts are read from right to left always. Round 2 of the charts is worked exactly the same as round 1 (A.1A is Knit 1, purl 1; A.1B is knitted). Then, Round 3 is worked opposite in both: A.1A will be purl 1, knit 1; A.1B is purled. For the raglan, you increase on each side of each marker (so 8 stitches increased in total per round) every 2nd round. Happy knitting!
09.03.2025 - 18:19
Mansikkamummu skrifaði:
Anteeksi kysymys. Löysin piirrokset.
02.01.2025 - 14:48
Mansikkamummu skrifaði:
Ohjeesta puuttuu piirros A1.A ja A1.B
02.01.2025 - 14:35DROPS Design svaraði:
Hei, piirrokset ovat mittapiirroksen oikealla puolella.
02.01.2025 - 18:16
Ana Margarita skrifaði:
Cual es el diagrama A1 no aparece en el patrón solo A1b y A1a
08.12.2024 - 16:11DROPS Design svaraði:
Hola Ana, A.1 quiere decir tanto A.1a como A.1b, es decir, trabajas ambos diagramas en las mangas.
08.12.2024 - 17:39
Blue August#blueaugustsweater |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa fyrir börn úr DROPS Sky. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu og tvöföldu perluprjóni á ermum. Stærð 2-12 ára.
DROPS Children 34-17 |
|||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 76 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 14) = 5,4. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 5. og 6. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. MYNSTUR (á við um ermar): Sjá mynsturteikningu A.1. LASKALÍNA: Aukið út fyrir laskalínu í hverri skiptingu á milli framstykkis/bakstykkis og erma eins og útskýrt er að neðan. Aukið út á eftir prjónamerki þannig: Prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Aukið út á undan prjónamerki þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt. Þ.e.a.s. aukið út um 2 lykkjur við hvert prjónamerki og alls 8 lykkjur í umferð. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um mitt undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), prjónið 2 lykkjur slétt saman (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Berustykki skiptist til fram- og bakstykki og ermar. Framstykki og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón hvort fyrir sig, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 76-80-84-88-92-96 lykkjur á stuttan hringprjón 3 með litnum gallabuxnablár. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 14 lykkjur jafnt yfir í öllum stærðum – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING = 90-94-98-102-106-110 lykkjur. Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 4. Setjið 4 prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar). Prjónamerkin eru notuð þegar aukið er út fyrir laskalínu. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð, teljið 13 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 32-34-36-38-40-42 lykkjur (= framstykki), setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 13 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki á undan næstu lykkju. Nú eru 32-34-36-38-40-42 lykkjur á eftir síðasta prjónamerki á bakstykki. Fyrsta umferð er prjónuð þannig: Aukið út fyrir LASKALÍNA eftir prjónamerki – sjá útskýringu að ofan, prjónið A.1 yfir næstu 10 lykkjur (= 5 mynstureiningar með 2 lykkjum), prjónið A.1B (= 1 lykkja), aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við prjónamerki, prjónið sléttprjón á framstykki þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við prjónamerki, prjónið A.1A yfir næstu 10 lykkjur (= 5 mynstureiningar með 2 lykkjum), prjónið A.1B (= 1 lykkja), aukið út fyrir laskalínu hvoru megin við prjónamerkin, prjónið sléttprjón á bakstykki þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki í byrjun á umferð og aukið út fyrir laskalínu á undan prjónamerki (= 8 lykkjur fleiri). Haldið svona áfram með A.1 á báðum ermum, sléttprjón á framstykki og bakstykki og 2 lykkjur sléttprjón meðfram hverri laskalínu (1 lykkja sléttprjón hvoru megin við öll prjónamerkin). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT er aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð þar til aukið hefur verið út alls 16-17-18-19-20-21 sinnum hvor megin við öll prjónamerkin (meðtalin útaukning sem er útskýrð í fyrstu umferð) = 218-230-242-254-266-278 lykkjur. Haldið áfram með mynstur án útaukninga þar til stykkið mælist 14-15-16-17-18-19 cm frá uppfitjunarkanti. Nú skiptist berustykkið til fram- og bakstykki og ermar, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Byrjið 1 lykkju á undan prjónamerki í byrjun á umferð (lyftið fyrstu lykkju á hægri prjón yfir á vinstri prjón), setjið fyrstu 47-49-51-53-55-57 lykkjur á þráð fyrir ermi (þær 2 lykkjur í sléttprjóni í laskalínu tilheyra nú ermi), fitjið upp 6 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 62-66-70-74-78-82 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 47-49-51-53-55-57 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið 62-66-70-74-78-82 lykkjur sléttprjón (= bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAMSTYKKI: = 136-144-152-160-168-176 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til stykkið mælist 16-19-22-24-27-30 cm frá skiptingu (eða að óskaðir lengd, nú eru eftir ca 3-3-3-4-4-4 cm að loka máli). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 8 lykkjur jafnt yfir í öllum stærðum = 144-152-160-168-176-184 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3-3-3-4-4-4 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 36-40-44-48-52-56 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið til baka 47-49-51-53-55-57 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjón 4 og prjónið að auki upp 1 nýja lykkju í hverja af 6 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 53-55-57-59-61-63 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6 lykkjur undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og haldið áfram með A.1 hringinn (passaðu uppá að þú byrjið við rétta umferð í mynsturteikningu miðað við þar sem mynstureining endaði á berustykki) Þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 2-2½-3-3½-4-4½ cm millibili alls 8 sinnum í öllum stærðum = 37-39-41-43-45-47 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 20-24-27-31-34-38 cm frá skiptingu (eða að óskaðri lengd, nú eru eftir ca 3-3-3-4-4-4 cm að loka máli). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 3-5-3-5-3-5 lykkjur jafnt yfir = 40-44-44-48-48-52 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 3. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3-3-3-4-4-4 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 23-27-30-35-38-42 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #blueaugustsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 24 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 34-17
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.