Eny skrifaði:
Hallo! Das gehört eigentlich nicht hier rein aber ich hab auf die schnelle kein anderes KontaktFormular entdeckt. Ich arbeite gerade am diesem Overall und bin an sich immer total glücklich mit euren Anleitungen aber ... wann kommt was neues für Babys & Kinder? Da würde ich mich mega drüber freuen! LG
24.02.2019 - 11:32DROPS Design svaraði:
Liebe Eny, neue Baby- und Kinder Modellen werden in den nächsten Wochen hochgeladen ... Melden Sie sich für unsere Mailingliste an so verpassen Sie nicht die neuen Modellen! Viel Spaß beim stricken!
25.02.2019 - 10:52
Bernadette skrifaði:
Ik begrijp de fantasiesteek niet goed is dit gewoon gerstekorrelsteek ? Mvg
05.02.2019 - 22:47DROPS Design svaraði:
Dag Bernadette,
De fantasiesteek is in het telpatroon getekend en dit is inderdaad een variant op de gerstekorrel.
08.02.2019 - 16:41
Helena skrifaði:
Hallo, eine Frage/Verbesserung zu Größe 12/18 Mon.: Beim Anschlagen der neuen Maschen am Ende der Beine muss doch die Reihenfolge genau umgekehrt sein, oder? Dh. beim rechten Bein am Ende der Hinreihe 6 M anschlagen, und am Ende der RückR 5 (Linkes Bein genau umgekehrt), sonst geht in der hinteren Mitte A1 beim Zusammenfügen nicht mehr auf (da 10 M insges.), genauso bei der Vorderen Mitte beim Zusammennähen. Danke schonmal für die Antwort!
25.01.2019 - 19:33DROPS Design svaraði:
Liebe Helena, die Maschenanzahl ist richtig, die neuen 5 Maschen stricken Sie wie im Muster (z.B. 2 li, 2 re, 1 li am rechten Bein) und die gleiche Reihe dann am linken Bein, dh von der Vorderseite gesehen 1 li, 2 re, 2 li, so sind die 2 x 1 M li dann weiter im Muster gestrickt und Sie haben immer abwechslungsweise 2 re/2 li über alle Maschen. Viel Spaß beim stricken!
28.01.2019 - 09:20
Beanied skrifaði:
J explication répond pas a ma question je peu vous monterai une photo j ai suivie les modelé mais je trouve comment bizarre ou j en suit merci
15.01.2019 - 08:05
Benaied skrifaði:
Je tricote se modelé dit moi si j ai bien compris y a 4 pièce pour les bras a superposé une pièce pour les jambe qu' on plie en deux a la couture ses bien sa merci de la réponse vu que je suis bloque dans mon tricot.
14.01.2019 - 10:18DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Bernaied, on commence par tricoter les jambes séparément, puis on continue en les reprenant toutes les 2 (DOS & DEVANTS) jusqu'aux emmanchures, on termine ensuite chaque partie séparément: devant droit, devant gauche, dos, en montant les mailles de la manche/des manches. On rabat ensuite les mailles des épaules/manches, on fait les coutures et on va relever les mailles de la capuche autour de l'encolure. Bon tricot!
14.01.2019 - 12:57
Eva Kroon skrifaði:
Ik brei kruippakje in maat 1 tot 3 maanden.Alles klopt... behalve het aantal knotten wol.Ik kom zeker halve knot te kort . Erg vervelend,hopelijk krijg ik zelfde kleur en ik moet zowieso opnieuw verzendkosten betalen.Prijzig breiwerkje
08.01.2019 - 08:11
Benaied skrifaði:
J arrive pas a vu le diagramme qui peu explique je fait 2 maille endroit 2 maille envers jusqua la fin meme sur ouvrage envers ?
05.01.2019 - 14:51DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Benaied, les diagrammes A.1A et A.1B se tricote comme dans cette vidéo, on alterne 2 m end/2 m env vu sur l'endroit sur 2 rangs. Bon tricot!
05.03.2019 - 12:48Diane skrifaði:
I also would like to knit this without the hood. Is there a pattern without the hood?
10.11.2018 - 14:38DROPS Design svaraði:
Hi Diane, This particular pattern has a hood, but there are other patterns for baby suits available. Hope you find one you like. Happy knitting!
10.11.2018 - 15:44
Truly Wooly#trulywoolyonesie |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónaður heilgalli fyrir börn úr DROPS Merino Extra Fine. Stykkið er prjónað með áferðamynstri og hettu. Stærð fyrirburar – 4 ára.
DROPS Baby 33-8 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. 1 kantlykkja í garðaprjóni = prjónið lykkjuna slétt frá réttu og slétt frá röngu. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 (á við um skálmar í stærð 3/4 ára): Aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í A.1. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 44 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 14) = 3,1. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 3. hverri lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. HNAPPAGAT (neðan frá og upp): Fellið af fyrir hnappagati í hægri kanti að framan. 1 HNAPPAGAT = prjónið þriðju og fjórðu lykkjur frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt eða brugðið (eftir því hvar í mynstrinu þú ert) þannig að það myndist gat. Fellið af fyrir hnappagati þegar stykkið mælist (mælt frá þar sem skálmar eru settar saman): (0): 5, 10, 15 og 20 cm 0/1 mán: 6, 11, 16, 21 og 26 cm 1/3 mán: 5, 10, 15, 20, 25 og 30 cm 6/9 mán: 6, 12, 17, 22, 27 og 32 cm 12/18 mán: 6, 12, 17, 23, 28 og 34 cm 2 ára: 9, 15, 21, 27, 33 og 39 cm 3/4 ára: 7, 13, 19, 25, 31, 37 og 43 cm ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HEILGALLI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Hvor skálm er prjónuð fram og til baka á hringprjón, neðan frá og upp. Skálmarnar eru settar saman og prjónað er fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan og upp að ermum. Síðan eru fitjaðar upp nýjar lykkjur fyrir ermar í hvorri hlið og framstykki og bakstykki er síðan prjónað til loka hvort fyrir sig. Stykkið er síðan saumað saman á öxlum. Að lokum eru prjónaðar upp lykkjur í kringum hálsmál og hettan er prjónuð. HÆGRI SKÁLM (séð þegar flíkin er mátuð): Fitjið upp (32) 36-40-40-44 (44-48) lykkjur á hringprjón 4 með Merino Extra Fine. Fyrsta umferðin er prjónuðu frá réttu þannig: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, prjónið A.1A þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni (= 7-8-9-9-10 (10-11) mynstureiningar með 4 lykkjum), prjónið A.1B (= 2 lykkjur) og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 4 cm er sett 1 prjónamerki í stykkið (prjónamerki merkir uppábrot). Þegar stykkið mælist 14 cm (á einungis við stærð 3/4 ára) er aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 (ekki er aukið út í hinum stærðunum). Endurtakið útaukningu í stærð 3/4 ára þegar stykkið mælist 24 cm = (32) 36-40-40-44 (44-52) lykkjur í umferð. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist (12) 12-16-23-31 (32-35) cm frá uppfitjunarkanti, en passið uppá að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. Fækkið um 1 lykkju í byrjun á 2 næstu umferðum (þ.e.a.s. kantlykkjur eru felldar af) = (30) 34-38-38-42 (42-50) lykkjur. Prjónið síðan 2 næstu umferðir með byrjun frá réttu þannig: Prjónið eins og áður yfir allar lykkjur og fitjið upp (3) 3-3-5-5 (7-7) nýjar lykkjur í lok umferðar (= miðja að aftan). Snúið stykkinu, prjónið A.1 eins og áður yfir allar lykkjur, en passið uppá að mynstrið haldi áfram rétt, fitjið síðan upp (4) 4-4-6-6 (8-8) lykkjur í lok umferðar frá röngu (= miðja að framan). Nú eru (37) 41-45-49-53 (57-65) lykkjur í umferð og stykkið mælist ca (13) 13-17-24-32 (33-36) cm frá uppfitjunarkanti. Geymið stykkið og prjónið vinstri skálm eins og útskýrt er að neðan. VINSTRI SKÁLM (séð þegar flíkin er mátuð): Fitjið upp (32) 36-40-40-44 (44-48) lykkjur á hringprjón 4 og prjónið fyrstu umferð frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjón, prjónið A.1A þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóni (= 7-8-9-9-10 (10-11) mynstureiningar með 4 lykkjum), prjónið A.1B (= 2 lykkjur) og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist 4 cm er sett 1 prjónamerki í stykkið (prjónamerki merkir uppábrot). Þegar stykkið mælist 14 cm (á einungis við stærð 3/4 ára) er aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 (ekki er aukið út í hinum stærðunum). Endurtakið útaukningu í stærð 3/4 ára þegar stykkið mælist 24 cm = (32) 36-40-40-44 (44-52) lykkjur í umferð. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist (12) 12-16-23-31 (32-35) cm frá uppfitjunarkanti, en passið uppá að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. Fækkið um 1 lykkju í byrjun á 2 næstu umferðum (þ.e.a.s. kantlykkjur eru felldar af) = (30) 34-38-38-42 (42-50) lykkjur. Prjónið síðan 2 næstu umferðir með byrjun frá réttu þannig: Prjónið eins og áður yfir allar lykkjur og fitjið upp (4) 4-4-6-6 (8-8) nýjar lykkjur í lok umferðar (= miðja að framan). Snúið stykkinu, prjónið A.1 eins og áður yfir allar lykkjur, en passið uppá að mynstrið haldi áfram rétt, fitjið síðan upp (3) 3-3-5-5 (7-7) lykkjur í lok umferðar frá röngu (= miðja að aftan). Nú eru (37) 41-45-49-53 (57-65) lykkjur í umferð og stykkið mælist ca (13) 13-17-24-32 (33-36) cm frá uppfitjunarkanti. Klippið frá. Setjið nú stykkin saman eins og útskýrt er að neðan. FRAM- OG BAKSTYKKI: Setjið hægri skálm og vinstri skálm á sama hringprjón með hægri skálmina fyrst. Byrjið frá réttu á hægri skálm, prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, haldið áfram með A.1 eins og áður yfir þær lykkjur sem eftir eru á hægri skálm (passið uppá að mynstrið haldi áfram rétt miðað við þar sem skálmin endaði), haldið síðan áfram með mynstur yfir fyrstu (36) 40-44-48-52 (56-64) lykkjur á vinstri skálm (passið uppá að mynstrið haldið áfram rétt) og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni = (74) 82-90-98-106 (114-130) lykkjur í umferð. Setjið 1 nýtt prjónamerki í stykkið! NÚ ER STYKKIÐ MÆLT FRÁ ÞESSU PRJÓNAMERKI! Haldið áfram með A.1 fram og til baka með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan. Þegar stykkið mælist (3) 3-3-3-4 (5-5) cm frá prjónamerki (stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá réttu) fellið af 1 lykkju í byrjun á 2 næstu umferðum (þ.e.a.s. kantlykkjur eru felldar af). Prjónið síðan 2 næstu umferðir með byrjun frá réttu þannig: Prjónið eins og áður yfir allar lykkjur og fitjið upp 3 nýjar lykkjur í lok umferðar (= vinstri kantur að framan). Snúið stykkinu, prjónið A.1 eins og áður yfir allar lykkjur (passið uppá að mynstrið haldi áfram rétt) og fitjið upp 3 nýjar lykkjur í lok umferðar frá röngu (= hægri kantur að framan). Nú eru (78) 86-94-102-110 (118-134) lykkjur í umferð. Haldið áfram með A.1 fram og til baka yfir allar lykkjur (þ.e.a.s. kantlykkjur eru ekki prjónaðar í garðaprjóni). Munið eftir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist (15) 20-24-27-28 (32-36) cm frá nýja prjónamerkinu, þ.e.a.s. (28) 33-41-51-60 (65-72) cm frá uppfitjunarkanti, skiptist stykkið í hvorri hlið. Framstykkin og bakstykkið eru nú prjónuð hvert fyrir sig eins og útskýrt er að neðan. HÆGRA FRAMSTYKKI: Byrjið frá réttu og prjónið eins og áður yfir fyrstu (21) 23-25-27-29 (31-35) lykkjur, fitjið síðan upp (9) 13-13-17-17 (21-25) nýjar lykkjur í lok umferðar fyrir ermi. Aðrar lykkjur eru settar á þráð fyrir bakstykki og vinstra framstykki. Haldið áfram með A.1 fram og til baka eins og áður, en passið uppá að mynstrið passi yfir allar lykkjur. JAFNFRAMT eru fitjaðar upp (8) 10-14-14-16 (20-22) nýjar lykkjur fyrir ermi í lok 2 næstu umferðum frá réttu = (46) 56-66-72-78 (92-104) lykkjur í umferð. Haldið áfram með mynstur fram og til baka yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist (22) 28-32-35-36 (41-45) cm frá prjónamerki, þ.e.a.s.(35) 41-49-59-68 (74-81) cm frá uppfitjunarkanti. Í byrjun á næstu umferð frá réttu eru fyrstu (8) 8-9-11-11 (12-12) lykkjurnar settar á þráð fyrir hálsmáli, en til að koma í veg fyrir að klippa frá þráðinn sem prjónað er með, prjónið lykkjurnar áður en þær eru settar á þráðinn. Haldið áfram með mynstur fram og til baka eins og áður og fellið af fyrir hálsmáli í byrjun hverrar umferðar frá miðju að framan þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkju (1) 1-2-2-2 (3-3) sinnum = (35) 45-53-57-63 (75-87) lykkjur eftir á prjóni. Prjónið síðan áfram þar til allur gallinn mælist ca (24) 30-34-37-39 (44-49) cm frá prjónamerki, þ.e.a.s. (37) 43-51-61-71 (77-85) cm frá uppfitjunarkanti, en passið uppá að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. Prjónið 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur. Fellið síðan af með sléttum lykkjum frá réttu. Allur gallinn mælist ca (38) 44-52-62-72 (78-86) cm frá uppfitjunarkanti. Prjónið nú bakstykki eins og útskýrt er að neðan. BAKSTYKKI: Setjið fyrstu (36) 40-44-48-52 (56-64) lykkjur af þræði (séð frá réttu) á hringprjón 4 og haldið áfram með A.1 fram og til baka yfir þessar lykkjur eins og áður. JAFNFRAMT eru fitjaðar upp nýjar lykkjur fyrir ermar í lok hverrar umferðar í hvorri hlið þannig: Fitjið upp (9) 13-13-17-17 (21-25) lykkjur 1 sinni í hvorri hlið og síðan (8) 10-14-14-16 (20-22) lykkjur 2 sinnum í hvorri hlið = (86) 106-126-138-150 (178-202) lykkjur í umferð. Haldið áfram með mynstur fram og til baka yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist (23) 29-33-36-38 (43-48) cm frá prjónamerki). Í næstu umferð eru felldar af miðju (12) 12-16-20-20 (24-24) lykkjur fyrir hálsmáli og hvor ermi/öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af 2 lykkjur í næstu umferð frá hálsmáli = (35) 45-53-57-63 (75-87) lykkjur eftir á prjóni fyrir öxl/ermi. Prjónið síðan áfram þar til allur gallinn mælist ca (24) 30-34-37-39 (44-49) cm frá prjónamerki, en stillið af eftir framstykki og passið uppá að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. Prjónið 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjurnar. Fellið síðan af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið hina öxlina/ermina á sama hátt. Í lokin er vinstra framstykkið prjónað eins og útskýrt er að neðan. VINSTRA FRAMSTYKKI: Setjið til baka þær (21) 23-25-27-29 (31-35) lykkjur sem eftir eru á þræði á hringprjón 4. Byrjið frá réttu og haldið áfram með A.1 fram og til baka eins og áður. JAFNFRAMT eru fitjaðar upp nýjar lykkjur fyrir ermi í lok 3 næstu umferða frá röngu þannig: Fitjið upp (9) 13-13-17-17 (21-25) lykkjur 1 sinni og síðan (8) 10-14-14-16 (20-22) lykkjur 2 sinnum = (46) 56-66-72-78 (92-104) lykkjur í umferð. Haldið áfram með mynstur fram og til baka yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist alveg það saman og hægra framstykki. Í byrjun á næstu umferð frá röngu eru fyrstu (8) 8-9-11-11 (12-12) lykkjur settar á þráð fyrir hálsmáli, en til að sleppa við að þurfa að klippa þráðinn frá sem prjónað er með, prjónið lykkjur áður en þær eru settar á þráðinn. Haldið áfram með mynstur fram og til baka eins og áður og fellið af fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umferð frá miðju að framan þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkju (1) 1-2-2-2 (3-3) sinnum = (35) 45-53-57-63 (75-87) lykkjur eftir á prjóni. Prjónið síðan áfram þar til allur gallinn mælist ca (24) 30-34-37-39 (44-49) cm frá prjónamerki, þ.e.a.s. (37) 43-51-61-71 (77-85) cm frá uppfitjunarkanti, en passið uppá að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. Prjónið 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur. Fellið síðan af með sléttum lykkjum frá réttu. Allur gallinn mælist ca (38) 44-52-62-72 (78-86) cm frá uppfitjunarkanti. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn. Saumið sauma undir ermum. Saumið sauminn að innanverðu á skálmum innan við 1 kantlykkju í hvorri hlið. Saumið sauminn við miðju að framan frá neðst niðri á kanti að framan og niður innan við 1 kantlykkju í hvorri hlið. Saumið saman op á milli skálma. Brjótið uppá stykkið við prjónamerkið neðst á skálm. Saumið tölur í vinstri kant að framan. HETTA: Prjónið upp frá réttu ca 44 til 70 lykkjur í kringum hálsmál (meðtaldar lykkjur á þræði að framan). Prjónið 1 umferð slétt frá röngu þar sem aukið er út jafnt yfir til (58) 70-74-74-78 (86-86) lykkjur – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu og 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið A.1A þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni og endið með A.1B (= 2 lykkjur). Haldið svona áfram með mynstur þar til hettan mælist (17) 18-19-20-21 (22-23) cm frá garðaprjóni í hálsmáli, en passið uppá að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. Prjónið 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar lykkjur. Fellið síðan af með sléttum lykkjum frá röngu. Leggið hettuna saman tvöfalda og saumið saum efst innan við affellingarkantinn. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #trulywoolyonesie eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 33-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.