Miss Flora#missflorasweater |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með gatamynstri, laskalínu og ¾ ermum úr DROPS Flora. Stærð S - XXXL.
DROPS 186-22 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Veldu mynstur fyrir þína stærð (á við um A.1, A.2 og A.3). Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR: Ef ekki er óskað eftir að hafa gatamynstur uppi meðfram miðju að aftan er prjónað sléttprjón yfir 32-34-38-32-34-38 lykkjur í A.2 við miðju að aftan. LEIÐBEININGAR-1 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Byrjið 4 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 4 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ÚRTAKA-2 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 128 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 8) = 16. Í þessu dæmi þá eru prjónaðar 15. og 16. hver lykkja slétt saman. ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 6 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt í þessum 6 lykkjum), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir brugðið svo ekki myndist gat. LASKALÍNA: Fækkið lykkjum fyrir laskalínu hvoru megin við 4 prjónamerkin í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 8 lykkjur færri í hverri úrtökuumferð). Öll úrtaka er gerð frá réttu! Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað í hring á sokkaprjóna, neðan frá og upp. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, neðan frá og upp. Síðan er fram- og bakstykki og ermar sett saman og berustykkið er prjónað í hring á hringprjón upp að úrtöku fyrir hálsmáli. Síðan er stykkið prjónað fram og til baka á hringprjón upp að kanti í hálsmáli. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið aðeins laust upp 276-276-276-368-368-368 lykkjur á hringprjón 3 með Flora. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 2 umferðir slétt. Prjónið síðan A.1 hringinn (= 12-12-12-16-16-16 mynstureiningar með 23 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 192-204-228-256-272-304 lykkjur í umferð. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð og 1 prjónamerki eftir 96-102-114-128-136-152 lykkjur (= í hliðum – látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu). Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 32-34-38-48-51-57 lykkjur í sléttprjóni, A.2 (= 32-34-38-32-34-38 lykkjur við miðju að framan), 64-68-76-96-102-114 lykkjur sléttprjón, A.2 (= 32-34-38-32-34-38 lykkjur við miðju að aftan – lesið LEIÐBEININGAR) og endið með 32-34-38-48-51-57 lykkjur sléttprjón. Haldið svona áfram með mynstur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 12 cm þar sem það er styst, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – lesið ÚRTAKA-1 (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona með 2-2-4-4-4-4 cm millibili alls 3-3-2-2-2-2 sinnum í hvorri hlið = 180-192-220-248-264-296 lykkjur. Þegar stykkið mælist 22-20-20-22-20-20 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – lesið ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 2 cm millibili alls 5-6-6-5-6-6 sinnum í hvorri hlið = 200-216-244-268-288-320 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 32 cm þar sem það er styst í öllum stærðum. Næsta umferð er prjónuð þannig: Fellið af 5-5-6-6-7-8 lykkjur fyrir handveg, prjónið 90-98-110-122-130-144 lykkjur eins og áður (= framstykki), fellið af 10-10-12-12-14-16 lykkjur fyrir handveg, prjónið 90-98-110-122-130-144 lykkjur eins og áður (= bakstykki) og fellið af síðustu 5-5-6-6-7-8 lykkjur fyrir handveg. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Fitjið upp 87-87-87-95-95-95 lykkjur á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 3 með Flora. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN hringinn – sjá útskýringu að ofan. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= mitt undir ermi). Næsta umferð er prjónuð þannig: * 1 lykkja slétt, 3 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* alls 8-8-8-9-9-9 sinnum, prjónið A.3 (= 23 lykkjur), * 3 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* alls 8-8-8-9-9-9 sinnum. Haldið svona áfram með stroff og mynstur. Þegar stykkið mælist 2 cm þar sem það er styst er fækkað um allar 3 lykkjur brugðið í stroffi í 2 lykkjur brugðið með því að prjóna 2 lykkjur brugðið saman í hverri einingu með stroffi = 71-71-71-77-77-77 lykkjur. Þegar A.3 hefur verið prjónað til loka eru 65-65-65-73-73-73 lykkjur í umferð. Prjónið síðan sléttprjón hringinn, en haldið áframa með A.4 mitt yfir A.3 til loka. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 8 cm þar sem það er styst er aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚTAUKNING. Aukið svona út alls 6-10-14-13-15-18 sinnum í S: Í 18. hverri umferð, í M: Í 9. hverri umferð, í L og XL: Í 6. hverri umferð, í XXL: Í 5. hverri umferð og í XXXL: Til skiptis í 3. og 4. hverri umferð = 77-85-93-99-103-109 lykkjur. Þegar ermin mælist 38-37-35-33-32-30 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis) fellið af 10-10-12-12-14-16 lykkjur mitt undir ermi (fellið af 5-5-6-6-7-8 lykkjur hvoru megin við prjónamerki) = 67-75-81-87-89-93 lykkjur eftir á prjóni. Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar) = 314-346-382-418-438-474 lykkjur í umferð. Takið frá öll fyrri prjónamerki í stykkinu. Setjið 1 prjónamerki í hverja skiptingu á milli fram- og bakstykkis og kanta á ermum (= 4 ný prjónamerki). Haldið áfram hringinn í sléttprjóni og A.2 eins og áður, að auki er haldið áfram með A.3 yfir miðju 3 lykkjur á hvorri ermi. Þegar prjónaðar hafa verið 2 umferðir byrjar úrtaka fyrir LASKALÍNA í næstu umferð – sjá útskýringu að ofan. Fækkið lykkjum fyrir laskalínu í 4. hverri umferð alls 6-5-4-4-6-7 sinnum og síðan í annarri hverri umferð alls 17-22-27-30-30-31 sinnum. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 48-50-52-54-56-58 cm setjið miðju 26-26-30-36-40-50 lykkjur við miðju að framan á þráð fyrir hálsmáli. Haldið áfram fram og til baka eins og áður með úrtöku fyrir laskalínu í hverri umferð frá réttu. Að aukið er fellt af fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umferð í hvorri hlið þannig: Fellið af 3 lykkjur 1 sinni og 2 lykkjur 1 sinni. Fellið síðan af 1 lykkju í byrjun á hverri umferð á hvorri hlið þar til laskaúrtöku er lokið. Eftir alla úrtöku fyrir laskalínu og hálsmáli eru ca 90-90-90-96-96-106 lykkjur eftir á prjóni. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið upp frá réttu ca 128-128-132-144-148-168 lykkjur í kringum hálsmál (meðtaldar lykkjur af þræði að framan) á hringprjón 2,5. Prjónið 1 umferð brugðið. Prjónið síðan 1 umferð slétt þar sem lykkjum er fækkað jafnt yfir til 120-120-124-134-138-144 lykkjur – lesið ÚRTAKA-2. Prjónið 1 umferð brugðið, 1 umferð slétt og 1 umferð brugðið. Fellið af með sléttum lykkjum. Toppurinn mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #missflorasweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 37 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 186-22
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.